fimmtudagur, 29. september 2005

er að koma ísöld?!

já mikið rosalega getur verið kalt á morgnana!
Var bara ekkert á því að lifa af leiðina í vinnuna í morgun!

"Kæri Jóli, ef þú getur ekki séð þér fært að gefa Trausta litla hestöfl í jólagjöf... þá væri eigandinn mjög sáttur með rassahitara og fljóthitnandi miðstöð!"

vinnan var fín í dag.
Ætlaði svo aldeilis að rúlla upp boccia keppninni með gamla fólkinu í dagvistinni í dag... tapaði samt snilldarlega.
kenni öllum hinum í liðinu mínu um :D

Var svo að vinna á pítunni í kvöld, rosalega skrítið að koma þangað aftur, og VINNA. fullt af nýju fólki sem ég gat kennt hitt og þetta á eldhúsið, þó svo að ég hafi ekki komið við pönnuna síðan í febrúar!

á morgun er föstudagur

Ætli það sé ekki best að segja öllum sem þekkja mig að horfa á Idol...
ég er nebbla í idol.
jiminn hvað ég gat sleppt því lengi að skrifa um það hér á blogginu! sko mig! kjafta ekki öllu
ég semsagt komst í gegnum 4 niðurskurði.
komst í gegnum forvalsdómnefndina, komst í gegnum aðal dómnefndina.
Mætti svo í salinn í kópavogi fyrir 2 helgum og komst áfram eftir söng án undirleiks og svo aftur um kvöldið þar sem ég hafði sungið sungið stórir hringir með írafári ( 3 lög til að velja úr )
fékk því að gista frítt á Hótel Loftleiðum og sett í hóp með 2 öðrum stelpum, þar sem við áttum að æfa og útsetja lag og flytja morguninn eftir.nóttin fór því ekkert mikið í svefn. en so. þetta var gaman.

Mér svo til mikillar gleði og léttis datt ég út eftir 47 manna úrslitin og komst ekki í 35 manna úrslitin sem verða sýnd beint frá Nasa í smá hópum!
ég sem er að fara til London!!!

rúlla þessu upp seinna. en lífsreynslan fylgir mér.
SHARE:

miðvikudagur, 28. september 2005

náið í vasaklútana!

já, það eru semsagt bara 3 vikur þangað til að ég kveð þetta blessaða land og flyt út til Bretlands. Farið að verða frekar raunverulegt og spennandi, þó svo að þetta var um daginn pínku scary, en það er allt horfið ! :)

Hef haft fullt að gera
Ninna, vinkona mín sem ég kynntist í fyrrasumar á Höfðabrekku og ég hafði platað hana til að koma aftur í sumar.
hún var hérna semsagt alla síðustu viku og höfðum við það svooooo gott! rosalega gott að hafa einhvern hérna heima sem bíður eftir manni og heilsar manni og vill spjalla ivð mann um hvernig dagurinn var í vinnunni hjá þér. og jafnvel búin að baka!
Gæti barasta vanist þessu :) fjandinn hafi það!
Eldaði fyrir hana svaaaaka mat á fimmtudagskvöldið. rosalega gott salat, segi ekki meir! hehe og eftirmat og allt!
hvað haldiði svo að hún hafi gert morguninn eftir!
hún kom inn í herbergi til mín morgurinn eftir með NÝBAKAÐAR PÖNNUKÖKUR, þessi dúlla hafði semsagt vaknað kl 7 til að baka fyrir mig.... I'm in love :D auglýsi eftir einhverjum til að taka við fyrst að hún er farin.
Það sem við gerðum fleira af okkur saman.. var að fara í Baðstofuna í laugum. snilldar staður !
á kaffihús með Alex og Marcel ( þau gistu hérna sun og mán)
í bíó að sjá Broken Flowers... OJ! léééleg mynd!
djamm með svenna og Dodda niðrí bæ eftir smá partý heima hjá Bjögga og ellý. mjög gaman, þó svo að dansgólfið á Hressó hafi verið helst til sveitt.
á Sunnudaginn var ég svo búin að plana óvissuferð.
Svenni var ráðinn sem driver fyrir okkur stöllur og fékk því að njóta ferðarinnar með okkur.
Fyrst lá leið okkar niðrí fjöru fyrir neðan Hafið bláa í pic-nic þar sem við drukkum heitt kakó í kuldanum, nýbakaðar brauðbollur frá ninnu, smákökur og snúða, undir teppi við sjóinn. voða flott!
Fórum svo á Draugasetrið þar sem ég tókst að drepa einn drauginn úr hræðslu, tölum ekki meira um það hér.
Svo var ég búin að panta borð á Fjöruborðinu kl 19 fyrir okkur 3 þar sem við snæddum rooooosalega góðan humar ! mmmmm!!!!
grey gamla fólkið á elló sem þurfti að finna hvítlaukslyktina! :D
Doddi kom svo heim og við horfðum á BeCool. Ninna fór svo daginn eftir til DK :( en við eigum eftir að vera í bandi í framtíðinni og vonandi hittast !
skemmtileg stelpa

En ég hef verið klukkuð... jei! :D

1. Get verið yfir mig skipulög.... kl þetta geri ég þetta, og klukkan þetta mun ég svo gera þetta. o.s.frv.

2. Finnst rooosalega gaman þegar mér er komið á óvart, þó svo nema að það sé ekki nema með eplasvala með slaufu! :D

3. get alveg lifað í smá drasli... en ekki lengi, fæ samt stundum alveg nóg!!

4. er alltaf með hugmyndir í hausnum til að skemmta öðrum og gera fyrir aðra, stundum vantar mig fólk eða manneskju til að deila því með, því get ég stundum virkað sem svolítið einhverf þarsem mér dettur þessvegna alveg í hug að gera þetta bara EIN :D

5. finnst mjög gaman að leika mér í eldhúsinu, er alltaf með eitthvað í skápuum sem ég get notað í hallæri og reddað mér með ef að því kemur! :)

þá er þetta komið! :D
SHARE:

þriðjudagur, 13. september 2005

eitt stutt blog

...búin að fara 2 ferðir að skoða gegt flottan sófa og í bæði skiptin spurt hvort að það væri einhver afgreiðslufrestur. og í bæði skiptin sagt bara "nei, þú kemur bara og kaupir og við skutlum honum svo bara heim til þín"! ok... svo að ég er búin að vera í 2 tíma að taka hinn í sundur og koma niðrí kjallara ALEIN, og skúra og sollis undir sófanum. fer svo niður í betra bak og ætla að kaupa sófann en NEI! þá er hann bara ekkert til og ég þarf að sitja á gólfinu í fjandans 2 VIKUR!
SHARE:

sunnudagur, 11. september 2005

hæbb

Margt í fréttum...


-er flutt í bæinnn og hætt að vinna á Höfðabrekku
-er byrjuð að vinna í Holtsbúð
-það er hjúkrunarheimili í Garðabæ
-já Ragna er orðin ofur þolinmóð! :D
-margt átt sér stað upp á síðkastið sem að ég mun ekki segja frá núna! kannski eftir næstu helgi! :D -fór í réttir fyrir austan um helgina, shit hvað það var gaman
-síðustu helgi var ég í tómu tjóni... fór reyndar að djamma á lau. en entist ekkert lengi og var komin upp í rúm um 3!
-endaði upp í sumarbústað með 3 miklum karlmönnum í heitum potti á sunnudagskvöldið í síðustu viku... SEINT! svaf ekki mikið.. en mætti í vinnuna samt sem áður á réttum tíma, þó svo að ég hafi verið pínu lítið viðutan í kringum hádegið! :)
-búin að kaupa miðann út til englands. flyt 19. október! :D

BLESSPARTÝ 15. OKTÓBER! TAKIÐ HELGINA FRÁ! MIKIÐ DJAMM FRAMUNDAN OG MIKIÐ VERIÐ AÐ PLANA!
STAÐSETNING AUGLÝST SÍÐAR!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig