fimmtudagur, 8. desember 2005

góðan dag, klukkan er 8.. í fréttum er þetta helst.

-Er vöknuð... en þarf ekki að fara í skólann með krakkana... Mary gerir það í dag. hvað á ég þá að gera?
ég er að spá í að fórna make-upinu og nýsléttaða hárinu og skríða upp í rúm og bíða eftir lazytown á BBC two kl hálf 9.
Ég var samt svakalega dugleg í gær og sat ekki auðum höndum. Var rokin út í Waitrose kl hálf 10 og kom klyfjuð heim aðeins síðar. Ég ætlaði nebbla að baka!
sem ég og auðvitað gerði... Bakaði sírópsstangir sem eru fínar, mættu vera aðeins stökkari, en ég kenni þessu breska smjörlíki um!:D bragðast vel! og krakkarnir mjööög hrifnir af þeim.
Straujaði frá mér allt vit í gær líka.
oooj
ég ætla EKKI að eignast mann sem gengur í skyrtum. Ég ætla semsagt að segja það sama og móðir mín sagði við föður minn... Sem betur fer gengur pabbi ekki í skyrtum og ég er hér :)
alveg manndráps leiðinlegt að strauja þetta ! jakks... og brjóta þær svo saman! oj oj oj
annars vil ég alveg eiga mann sem straujar skyrturnar sínar sjálfur.
Heima hjá mér er samt ekkert algeng sjón að sjá föður minn við strauborðið... held að fáir karlmenn standi við strauborðið nema við illa nauðsyn.

Söng á tónleikunum á þriðjudaginn. . .
fyndið.
var fyrir frekar veikt fólk á elliheimili.. og ein kona alltaf að kalla fram í . svoldið kú kú greyið. en skemmtilegt, vann náttla með nokkrum svona í Holtsbúð.
kórinn, ef kór skal kalla. komst í gegnum þetta svona ca. skammlaust en ekki meira en það. Efa að ég mæti aftur á kóræfinu :D
Mig langar samt að komas í gospel kór!

Madeleine er að leika í skólaleikriti í dag og ég ætla að fara ásamt Rory og Mary Ellen og sitja stolt út í sal :) hún leikur nebbla Betlehem stjörnuna.. "the SHINIEST star", segir Maddie og dregur ekkert úr SHINIEST.

Er líklegast að fara til London um helgina..
já. og ég er að fara.. vona bara að Svenni sé að fara líka :) svo að ég verði ekki ein og sorgleg á Oxford street að skoða jólaljósin með egg-nog í annari og myndavélina í hinni. sjáum bara til með það :)

jæja, kvittið nú gerpin ykkar!! :D

óver end át!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig