þriðjudagur, 28. febrúar 2006

mála mála mála...

fór á mitt vikulega málningarnámskeið í morgun kl hálf 10. Þvílík spenna !! :)
Nína er búin að slást með í för og við erum bara ansi klárir málarar.
Kláraði myndina mína í dag sem ég byrjaði á í síðustu viku. Ætlaði barasta að vera SKOT stund að þessu, en tók mig svo allan daginn að setja inn bakgrunninn og laga skuggana... var ekki alveg jafn einfalt og ég hélt.

Hey, bíðið, ætla að stökkva niður og taka mynd af myndinni....

Sko mig! :) þetta gat ég... tekið myndina semsagt...


Skrapp í bíó í gær og í tilefni af bolludeginum átum við á okkur GAT í nammibarnum .
Má segja ða þetta hafi verið "skrepp í bíó" því að fyrirvarinn var ekki mikill en þannig á þetta að vera :)
Fór með Ernu, Erlu og Ritu að sjá Date movie. alveg ágætasta afþreying sem við hlógum slatta af, á milli þess sem við engdumst um af kvölum vegna ofáts!

í kvöld er ég að fara til london!
já, hvurn fjárann er ég að fara að gera þar??
einmitt það sem þið hélduð EKKI!
:)

Ég ætla að prufa að skella mér á æfingu hjá Íslendingakórnum, verður örugglega voða voða voða stuð ef það sem ég hef heyrt af honum er satt. :)
en ég verð náttla að komast ða því sjálf.

Familían mín (þessi á íslandi semsagt) kemur á morgun til Englands og ætli ég verði ekki að skella mér á Heathrow og sækja herlegheitin! :)



SHARE:

sunnudagur, 26. febrúar 2006

Þrífa

Það er ekki af nauðsyn, heldur en af illri nauðsyn...
Var eitthvað pirruð á blett á glerborðinu sem að tölvan stendur á hliðina á sjónvarpinu, náði mér í tissjú og nuddaði og nuddaði... svo veit ég ekki nema að það heyrist allt í einu hátt KRAAAAASSSSH og svo SKOPPSKOPP og aftur KRAAAAASSSSH (þetta er hljóðið þegar glerkertastjaki dettur ofan af sjónvarpi, splundrast hálfur á glerborðinu, skoppar þar 2 sinnum og svo sprundrast hinn helmingurinn á gólfinu fyrir neðan)

Hef líkast til verið of æst í að nudda og hrist hann af sjónvarpinu með fyrrgreindum afleiðingum.

Glerbrot voru því út um allt.. og meira að segja í hárinu á mér.
Engar áhyggjur, ég er ómeidd :)

Lítið merkilegur dagur í dag.

Hef ekkert séð familíuna... lengi vel var hundurinn ekki einu sinni heima, en þegar ég skrapp í bað var hundurinn kominn heim. Familían er ennþá ekki heima... Ég ákvað að svelta ekki alveg fyrsta að það var greinilega ekkert sunday roast og eldaði mér ÓGEEEEÐSLEGA góða kjúklingabringu með hot and spicy karrýsósu. namm...
mar reddar ser þó að það sé ekkert til!

Ég er farin að verða ansi dugleg að blogga...
Þau verða samt bara styttri og styttri fyrir vikið.
Voru orðin ansi löng þegar ég var bara að blogga á 2-4 daga fresti!

Þið verðið þá bara að vera duglegri að kíkja :)
SHARE:

laugardagur, 25. febrúar 2006

djamm djamm

já, ég datt hressilega í það í gærkvöldi.
Ég brunaði til Oxford seinni partinn á morgun og fór með Hildi, Björgvin, Ellý og Agnesi til Eaton Bray (eða hvernig sem þetta er skrifað). Þar voru nebbla The Acoustic set að spila á bar sem hét The five bells ( nú skal ég hætta með öll þessi nöfn enda þið fyrir löngu komin með rugluna á þeim!)

Björgvin keyrði og við tróðum okkur í litla bílinn þeirra.
Vorum með leiðbeiningar til ða komast þangað en svo þegar upp var staðið náðu þær ekki aaaalveg alla leið en með GÓÐRI hjálp Þórs (bróður Ýrar) komumst við á leiðarenda og misstum ekki nema af 1-2 lögum.

Snilld þetta að fara á barinn og kaupa "ROUNDS" fór bara einu sinni og keypti fyrir 4. sem auðvitað þýðir þá að ég þarf EKKERT að fara næstu 3 skipti, en maður verður að gjöra svo vel að drekka jafn hratt og hinir, annars siturðu uppi með nokkur glös í einu! :)

Strákarnir, (Davíð, Þór og Lee) sem skipuðu The Acoustic Set voru algerir snillingar og "salurinn" jaaa, pöbbinn var á stærð við venjulegt hús bara og þar sem þeir voru að spila hefði sómað sér sem stofa á mörgum heimilum :)
rosa lágt til lofts og þungt loft, en maður tók minnst eftir því, því það var svooo gaman...

Búin að setja inn myndir
það er auðvitað skilda að skoða þær, en þær eru ansi ritskoðaðar.. :)


Átti mjög slæman dag á sýrunni og er öll að flagna í framan... :/ vona ða það minnki eitthvað.
SHARE:

fimmtudagur, 23. febrúar 2006

jólasnjór??

já.... snjór!! ég ætti kannski að hringja í veðurguðinn og láta senda snjóinn upp á fjöll, eða þangað sem för Þorraferðar 4x3 á flugi er að haldið.

hér er búið að snjóa síðan kl 9 í morgun, með smá köstum samt, en vitiði hvaaaa??? haaa??? það sést ekkert á jörðinni!!
svoldið skrítið þaaa.

Er svo rosalega heitt, snjórinn nær því að vera slydda en snjór.

Maddie var víst í alvörunni veik og erum við búnar að vera hérna 2 að dúlla okkur í dag.
vona að hún sé ekki veik á morgun, því að mig langar að fara a ðversla mér eitthvað fyrir afmælisgjöfina frá Árúnu, Palla og Bumbubúanum (sem ég vona að haldist sem lengst inni í maganum á mömmu sinni)

SVOOO er ég að fara til Oxford á morgun, og að lokum á djamm með íslendingum á tónleikum hjá Davíð og félögum ...
hljómar það bara ekki vel ha?

vá, MET stutt blogg!! :)

.
SHARE:

miðvikudagur, 22. febrúar 2006

Miiiiðvikudaaaagur

já, hef ekkert að segja...
það hafa margir kíkt inn á myndasíðuna síðan í gær, þeir sem hafa ekki skoðað hana ennþá geta farið inn á ragna.safn.net

Arthur litli kom í dag, smá lasinn grey strákurinn og var voða mikið kúrudýr.
Alveg furðulega þægur krakki... engin mannafæla og örugglega fyrsti krakkinn sem ég passa sem er orðinn svona gamall sem liggur bara KYRR þegar verið að að skipta um bleyju.
þetta er bara ekkert challange!

Mary Ellen er komin heim svo að ég sæki ekki krakkana núna, en hún er reyndar farin að sækja Maddie því að það var hringt núna fyrir stuttu og Maddie er eitthvað slöpp.
Mary Ellen heldur reyndar að Madeleine nenni einfaldlega ekki í Art club! :D

fór í málningartíma í gær, fyrsta daginn í námskeiðinu.
þetta eru allavegana 5 vikur, 3 tímar í senn.
Sitjum við trönur og málum og málum.
Kláraði næstum því heila mynd í gær, þarf bara aðeins að skipta um lit á bakgrunninum og laga skuggana einhverntíman, en ég er enginn meistari í að mála skal ég segja ykkur...
Fínt bara að kunna þetta verði maður einhverntíman veikur í meira en 1 dag:)
og svo þegar maður er orðinn gamall :p

Planið er sett á tónleika hjá "the Acoustic set" einhvernsstaðar í klst fjarlægð frá Oxford. Fer semsagt þangað eftir vinnu á föstudaginn og kem aftur á laugardaginn!
Davíð lét mig fá svo mikið samviskubit með ða koma ekki, átti að passa en passa á lau í staðinn.
svo að hausinn á mér er hættur ða hringnúast yfir þessu öllu saman. og vúúúúhúúúú!!! :) djamm djamm djamm

Fer með Bjögga, Ellý, Agnesi (vinkonu Ellýar) og Hildi Kristínu.
þetta verður fínt!! :)

mamma og pabbi eru svo að koma AKKÚRAT eftir viku!!! :)
SHARE:

þriðjudagur, 21. febrúar 2006

myndir, myndir, myndir..

já, nú haldiði að hér séu 2 postar í röð!!!
en nei

er búin að setja inn fullt af Þorrablótsmyndum!
frá mér og stal svo nokkrum öðrum og skellti inn, frá Jónasi og Sævari

klikkið hér!!!
SHARE:

myndir, myndir, myndir..

Það eru komnar myndir!!!!!!!!!!

Frá afmælinu mínu á föstudaginn 17. febrúar í Reykjavík!!!

tjékkit!!




:)
SHARE:

mánudagur, 20. febrúar 2006

afmælispartý, þorrablót og heimferð


Já, mjééén ég nenni eila ekki að blogga þetta allt.. en ég hlýt að hafa þetta.. stikla bara á stóru

AFMÆLI
Hélt upp á afmælið mitt heima í Reykjavík, fullt af vinum mínum komu og mjöööög gaman að sjá þá alla! :)
sumir voru mis fullir og fékk einn aðal vinning kvöldsins... þeir vita hver það var sem voru þarna.

Eftir að hafa bragðað á bollunni (sem ég taldi nú vera næstum OF mikla enda rúmlega 7 lítrar og heil vodkaflaska ásamt einum fjórða Archers.) fóru gestirnir að streyma að. fékk SNILLDAR gjöf frá vinkonuhópnum... :D á miðvikudagskvöldið var uppáhalds setningin mín nebbla"ég á ammæli" og var öllu reddað með þeirri setningu. Svo sér mar hvað stelpur eru sniðugar að pikka út hluti með þessu hérna fyrir neðan :)




































Fékk líka 2 kampavínflöskur, franskan eftirrétt (nammi namm) og slímfroska sem velta niður vegg... hmmm
Takk krakkar!! :)

Svo um 12 fóru einhverjir niðrí bæ og ég, Katrín, Rúna, Hugborg, Hrönn og Oddný skunduðum á í svörtum fötum ball.. Þeir svíkja nú aldrei neinn!!! alveg glimrandi stemming og maður var ennþá með ballprógrammið nokkuð á hreinu, þó að ein í hópnum virðist vera með það meira á hreinu en ég :)
Ég varð alveg eitthvað furðuleg á tímabili og þá fæ ég líka þessa líka SNILLDAR hugmynd eftir eitt símtal... að drífa mig heim! uuuu... eða svona næstum, koma smá við niðrí bæ.
Skellti mér á Celtic til að rifja upp gamla tíma og tók aðeins í MIC-inn niðri hjá Spilafíklunum og hristi nokkra út á gólf.
skrapp svo aðeins yfir á Hverfis þar sem mér finnst bara formlega ekkert að djamma og svo skrapp ég í 1 mín niðrá hressó, keypti mér langþráðan fyllerís Hlölla og skrölti heim með góðri hjálp Edda litla.
gáði ekki á klukkuna þegar ég kom heim en vissi að ég yrði að vakna snemma enda átti ég sérstakar erindagjörðir á æfingu hjá Þorrablótsnefnd í Reynishverfi.







Þorrablót
Hausinn á mér var afar furðulegur þegar ég vaknaði, ég titraði og skalf og var ekki alveg með sjálfri mér
skil bara ekki af hverju??? hmmmm

Stoppaði á selfossi og neyddi ofan í mig einum litlum Subway og brunaði áfram þangað sem för minni var heitið... á Eyrarland.
Málið var nefnilega þannig að Mamma, pabbi, Halla Rós, Björgvin, Reynir og Kristín voru í nefnd og voru með Eursovision/jarðgangna þema á blótinu og ÞEIM fannst það ANSI sniðug hugmynd að fá mig sem "leynigest" og leika silvíu nótt og syngja í endann á blótinu inn nýju nefndina sem tæki við fyrir næsta þorrablót. Magnús Kjartansson var svo fenginn til að búa til Backing-track sem var ALVEG eins og lagið, snillingur þessi maður og hans hljómborð...hann fékk þó lánaða nokkra búta úr laginu í bakraddir og svoleiðis.

Ég neitaði að klæða mig eins og Silvía nótt en þá var mér sagt að ég yrði bara með STJÖRNU. . . jká og barasta vera með hana allt kvöldið... hmmm... en .. ég setti þá fram þá snilldar ákvörðun að setja stjörnu á alla hina. Það var því full vinna með því að drekka að mála á alla bleika glimmerstjörnu! já, karlmennina líka.. ég SVER að ég tek pabba minn aldrei alvarlega aftur eftir að hafa málað hann, eyeliner og allt!! :)
Þorranefndin stóð sig bara með stakri prýði þó að pabbi hafði fengið gleymskukast í miðju atriði en það var vist ekki aaaalveg honum að kenna, enda ekki með rétt handrit!! :)
Silvía nótt atriðið tókst vel, en hefði verið til í að vera meira full...
Málið með að verða EKKI full þetta kvöld kenni ég kvöldinu áður um...
Eftir 9 bjóra... já! aldrei drukkið jafn mikið, og 4 glös af K&K (kaptein í kók) var árangur ekki sem erfiði og ég svona næstum gafst upp.. ég var nú alveg tipsy, en ekki jafn rallandi full og allt þetta magn hefði átt að orsaka...

dansaði svo af mér lappirnar og snérist hring eftir hring í faðmi annars hvers bóndans, næstum því farin að fíla það að vera í hælum og í kjól! :)

Magnús Kjartansson kallaði mig upp á svið nokkrum sinnum til að synga með sér og söng líka fyrir mig og Jón Hjálmars afmælissönginn...
Tók með honum Til hamingju ísland í öll 3 skiptin, en svo auðvitað Nínu (klám og ekki klám), Gleðibankann (já ég vissi ekki að ég kynni það) og svo var eitt annað minnir mig.. man það ekki akkúrat núna... nei.. ég tók nínu tvisvar,, rétt!
tók svo sætaferðina heim og var komin upp í rúm rétt rúmlega 5.

Ferðin heim í gær var dauði og djöfull....
í fyrsta lagi var þetta ammilisdagurinn minn... og ég er óskaplega mikið ammilisbaddn svo að þetta tók á, að vera bara ein og með engan góðan vin eða fjölskyldu hjá sér, en án efa var helgin alger snilld!
var alveg voða lítil í mér og þreytt á leiðinni í bæinn á Trausta (ekki með vott af þynnku) tók svo leigara út á BSÍ og svo rútuna, hefði varla meikað það að segja bless við einhvern úti á velli...
varð allt í einu voða erfitt að fara heim til Englands aftur, en ég var alveg svaka þreytt og ósofin eftir mikið djamm í 2 daga svo að hausinn var ekki alveg í lagi..
Tók bara með sólgleraugu svo ég gæti falið rauð augun og náði að dotta aðeins í vélinni.. svo tók við dauðinn.. Engar lestir með STansted express svo að þar beið mín rúta í rúma klst (2. rúta dagsins) hún stoppaði á Liverpool street, svo að ég þurfti að taka 2 neðanjarðarlestir þaðan, Northern line lestin var ekkert að láta sjá sig og loksins kom ástæðan, það kom lööööng lest með möl og drasli framhjá og svo stuttu eftir kom rétta tubið.
þegar ég var komin á Waterloo station, þaðan sem ég tek hálftímalöngu lestarferðina heim sagði maður mér það að lestarteinar væru lokaðir og ég þyrfti að taka lest á eina stöð (korter ferð) og taka svo RÚTU (já, einmitt nr 3 þann daginn) í 50 mín og þá væri ég komin á Weybridge lestarstöðina mína...
var orðin svo þreytt og ónýt að ég gat ekki einu sinni pirrað mig yfir þessu...
Rory kom og sótti mig eftir þetta 11 tíma ferðalag heima beið mín svakalega sætt skreytt hurð með blöðrum og Happy birthday blaði frá krökkunum og 3 pakkar sem í voru 3 Dior mini ilmvötn, bók sem heitir á frummálinu "why men don't listen and women can't read maps" 6 pack af toblerone, 2 sæt kort og 12 rósir.. Bjargaði alveg deginum að fá svona sætar gjafir.
lagðist svo í kör og dó!


set inn hérna loka myndina af fjölskyldunni á þorrablóti eins og sjá má, var bróðir minn ansi hneykslaður á okkur... (myndatökumaður á svart/hvítu myndunum -Sævar augnablik.is/saevar)
SHARE:

fimmtudagur, 16. febrúar 2006

lent ...

já, ég er komin heim í mitt stutta stopp...
kom á þriðjudaginn kl hálf 12 um kvöldið.... og hann Þráinn ofurbróðir minn sótti mig.

einhvernveginn þá endaði ég uppi í sumarbústað (sem er á leiðinni til þingvalla) og eyddi nóttinni með 2 heitum karlmönnum! haha :)

í gær skrapp ég til læknis sem fannst ég eitthvað ljót.. svo hann gaf mér einhver efni til að brenna af mér andlitið... for real!! ég ætla ekki að byrja á þessum "framkvæmdum" fyrr en ég kem aftur út ef að allt fer illa og ég líti út eins og face-off gaur.. get þá bara lokað mig inni í Englandi meðan ég er að ná tökum á þessari sýru sem ég á að nota til að losna við andlitið.. don't ask.. eins gott að ég verði sæt eftir þetta!

fór svo og hitti Gulla í smá stund og svo loksins hitti ég Árúnu bumbulínu og sætu kisuna hennar... hún er algert krútt! kisan þá og auðvitað árún líka svona ólétt og sæt :) Palli kom líka smá við á leiðinni úr skólanum og í vinnuna svo að ég fékk þann heiður að hitta alla fjölskylduna .

svo fór ég til Þorbjargar yfirklippara í klippingu og strípur seinni partinn og svona líka glimrandi ánægð með árangurinn... Ég gafst pínu upp á ða safna smá hári, en við tókum ekkert svoo mikið af því svo að enn er ekki öll von úti enn...
Eftir það fór ég með þorbjörgu til Hugborgar og þangað komu Þuríður, Hildur og Hrönn líka. Alveg snilldar kvöld og MIKIÐ rifjað upp...

nefna má ...
-ferðina á ball á selfossi, duttum í það á leiðinni og vissum ekki einu sinni hvort við kæmumst inn... Því balli má þakka að Þorbjörg og Gunnar eru saman núna.
-merkilegu réttarballi 9. september árið 2001 ( sko ég er ekki viss með dagsetninguna núna en Þuríður.. hvernig mannstu þetta allt?)
-rifjuðum aðeins upp hrakfarir Mattýar þegar hún gleymdi löppinni úti og reyndi ítrekað að loka bílhurðinni.
-fáranlegri ferð minnar og Þuríðar á einhverjum jeppa á klaustur að sækja einhverja fulla fugla í sumarbústað
-kvöldinu sem ákveðið var að Hrönn og Jón þór ættu að byrja saman ... eitthvað mistókst það og fann Hrönn hann Fannar síðar meir sem uppskar hana Lilju Dögg yfirhermara :)
já og svo margt sem ekki margir mega heyra af :D

eftir þetta var klukkan langt gengin í 12 og ég ætlaði að vera komin heim til víkur um morguninn til þess að vera mætt í saltkjöt til mömmu í hádeginu..
en ég og mínar áætlanir...
ég keyrði um nóttina og var komin heim um hálf 3 í nótt.. svaf því út í morgun. mmmm

en þá er komið að tilkynningu...

Ykkur er boðið í afmælið mitt heima hjá mér í Reykjavík þann 17. febrúar
mæting er um 8 og bolla verður á staðnum
Planið er svo að fjölmenna á Players upp úr miðnætti á alvöru ball með Í svörtum fötum
og fá gestirnir í afmælinu sérstakan díl á miðaverði.

endilega bara heyrið í mér eða sendið sms ef þið viljið vita eitthvað í síma 866-0781
SHARE:

sunnudagur, 12. febrúar 2006

warning... may contain some strong language...

oooh, hve sorgleg get ég verið... (sjá síðar í pistli dagsins)

Er orðin alein heima eins og þið kannski vitið..
Fjölskylan fór til Sviss á föstudaginn og skildi mig aleina heima. hundlausa og allt!

Gærdagurinn var því ansi einmannalegur.
þetta hús er alveg full size og svoldið auðvelt að vera roooosalega einn heima. heima í rvk kveikir maður bara á kertum út um allt og hefur það kósí. ef maður færi að reyna það kostaði það ansi mörg kerti og mikla vinnu í að kveikja á þeim öllum

En sagan er ekki búin.
Pálmi, Hildur og Róbert kíktu í heimsókn til mín...
Til hamingju þið að vera þau fyrstu til að koma og vera, og ég kynntist þeim ekki fyrr en í nóvember! frábærir krakkar.
þau komu ekki fyrr en 8 og var ég þá búin að hreiðra um mig niðrí sófa með kveikt á arninum og fullt á kertum undir honum.
með hvítvínsflösku sem tæmdist líka fljótt...
Þegar þau komu skutluðu þau dótinu sínu upp í gestaherbergi og gerðu sig reddí.
löbbuðum við svo á The Minnow hérna handan við hornið.
maturinn var svona góður... á köflum en þjónustan hræðileg!
tókum leigara þaðan og til Kingston...

Allt ævintýrið byrjaði þar... með leigubílnum... Pálmi á einhvern snilldarlega máta stal leigubíl af öðrum og þurftum við ekki að bíða eins lengi og okkur var sagt :)
leigubílsstjórinn komst auðvitað að því á miðri leið í gegnum talstöðina ða hann væri með vitlaust fólk, en Pálmi sagðist hafa verið sá sem hann væri að leita að ... vorum við svoldið smeik um að hann myndi henda okkur út...
en það gerðist ekki........ ekki þá......

þegar við komum að Oceana og ætluðum inn var Pálmi greyið stoppaður af því að hann var í hvítum MJÖG NÝJUM puma skóm... mjöööög flottum... nei.. þessir Englendingar... *hristahaus*
Hófst þá mikla ævintýri Pálma...
hann endaði á að keyra með leigubílum í einn og hálfan tíma við ða reyna ða komast heim og skipta um skó... Helvítis leigubílsstjórinn sem hann fór fyrst með hann á kolvitlausan stað og vissi ekkert hvert hann var að fara... síðan hvenær á fólk sem tekur leigubíl að rata leiðina???
mar verður eila bara pirr pirr á ða hugsa um þetta.
En þetta reddaðist allt á endanum og pálmi kom aftur til okkar. EKKI í hvítum PUMA skóm..

Grey Róbert... Það var einn STRÁKUR sem lét aaaaansi vel í ljós hve mikið hann "fílaði hann"
hvernig á maður aðsegja þetta!!??
uuuu
það var strákur að reyna við Róbert! haha...
orðin "You will always be in my heart" með leikbrögðum og bendingum mun minna mig á þetta atvik lengi.
Haldiði svo ekki bara að Hildur hafi bjargað honum Róbert með að segjast vera kærastan hans. Það er nú ekki oft sem að stelpur þurfa að koma svona til bjargar.
En grey Róbert... hann þurfti svo sannarlega björgun.
Við náttla hlógum eins og dýr!

já hey, gleymdi einu.
Við hittum 2 íslenskar stelpur sem Hildur þekkir.
hvað haldiði!
önnur þeirra er Erna kærastans hans Bjössa... (fyrrverandi Katrínar ef þið eruð ekki að kveikja á perunni.)
magnaður þessi heimur.
og hin heitir Erla.
skammast mín samt smá við að hafa ekki kveikt á perunni strax, en Erna vissi hver ég var svo að við vorum ekki "strangers" í langan tíma.

en nú kemur að aðal dótinu...
Ég Róbert og Erla fórum í Aspen Ski Lodge herbergið og settumst niður þar í smá pásu.
Þetta herbergi er með pínu rólegri tónlist, bar og sófum út um allt og umhverfið er eins og skíðakofi. Sófar út um allt viðardrumbar.
við tylltum okkur í einn 3 manna sófa úti í horni upp við vegg og tökum bráðlega eftir pari í næsta 3 manna sófa við.
vorum aðeins að spá hvurn fjandann þau væru nú eiginlega að gera. En hún sat klofvega ofan á honum. eftir smá augngotur sáum við að þau voru í ÓÐA önn við að rífa utan af henni sokkabuxurnar! gekk svona frekar mikið illa...
að lokum stendur hún upp og klárar verkið (semsagt að rífa sokkabuxurnar svo til allar af sér) og kastar þeim sigri hrósandi upp í loftið.
þarna myndi maður nú KANNSKI halda að sigurinn hjá þeim væri í höfn en þá leggst hún á bakið hliðina á gaurnum og togar af sér nærbuxurnar með lappirnar upp í loftið og þær fljúga í humátt eftir sokkabuxunum...
þarna vorum við aaaaðeins meira farin að fylgjast með...
já. ekki má gleyma að hún var í stuttu pífupilsi..
þegar nærbuxurnar voru búnar í sinni flugferð stendur hún upp aftur og sest ofan á vin sinn og hylur alla miðju hans með pilsinu. hann fer þá eitthvað að bifast undir pilsinu og stuttu síðar sér maður vinkonuna farna að hreyfast eitthvað undarlega, hálf kindarleg að kíkja í kringum sig.
við þarna þríeykið í hinum sófanum sátum og göptum alveg... litum á hvort annað og hristum hausana í von um að okkur væri að dreyma... en nei...
skömmu síðar var vinkonunni alveg orðið sama hver var að horfa og við vorum svona aðeins að spá hvort væri vandræðalegra.. að þau væru virkilega að gera þetta þarna eða við að horfa á!
svo að við fórum... en ekki fyrr en við vorum búin að taka eitt stk video upp á myndavél :D ekki mína samt
já svona á maður að gera þetta!!

haha

allavegana kvöldið var nú ekki alveg búið þó svo að ekkert því meir merkilegra hafi gerst eftir þetta..
fyrr en ...
já...
með einhverjum undarlegum máta létum við henda okkur út úr eitt stk leigubíl á leiðinni heim...
veit ekki alveg hvort að það hafi verið það að við vorum ansi mikið að prútta eða það að pálmi fór að herma eftir kebabhreimnum á gaurnum...
við vorum því rukkuð um 5 pund og stóðum fyrir framan eitthvað cooper og BMW umboð...
hvað gera danir þá...
já eftir smá ves hringdi ég í SAMA leigubíla fyrirtæki og gat náttla ekki einu sinni sagt í hvað bæ ég var!! hehe
hann vissi samt að okkur hafði verið hent út og ég neitaði að fá sama leigubílstjóra aftur! ætti bara að senda annan leigubílsstjóra þangað sem hinn hafði hent okkur út!
gaf upp nr mitt og sollis og allt í gúddí.
svo stoppar bíll hjá okkur og skutlar okkur á mettíma heim.
hann hefur örugglega ekki verið leigubíllinn en alveg viðkunnalegasti enski maður samt...
held að þetta hafi ekki verið leigubíllinn af því að leigubílastöðin hringdi í mig þegar við vorum á leiðinni heim..

já þetta var viðburðaríkt kvöld!!!


en hvað haldiði að ég sé að gera núna?
já ég skal sko segja ykkur það!!!

ég sit alein hérna ...
með cadbury's chocolate mousse að horfa á Five sjónvarpsstöðina sem akkúrat er að sýna þátt sem er 2 klst langur og fjallar um britain's favorite's Break-up songs...

þetta getur ekki verið verra er það?

morgundagurinn verður smá erfiður enda er VISA kortið mitt dáið og ég er nýbúin að leggja allan minn pening inn á það svo að ég hef ekki pening til að eyða til að gera eitthvað
á jú 2 þús kall inn á debit kortinu en ætli það fari ekki lestarpening til Stansted.

ég er jú ða koma heim á þriðjudaginn krakkar!!!!
hlakka ekkert smá til enda er ég svona smáá einmanna hérna akkúrat núna.

vá þetta varð langt...

bæ for now
SHARE:

föstudagur, 10. febrúar 2006

SHARE:

fimmtudagur, 9. febrúar 2006

hvenær hættir þetta klukk??

já, Ellý klukkaði mig :) maður verður nú að svara því ,en ég ætla ekki að klukka neinn áfram samt :p

4 störf sem ég hef unnið um ævina
kokkur á Halldórskaffi
kokkur á Höfðabrekku
trjáplantari í skógræktarvinnu
þrífa herbergi á Hótel Lunda

4 Bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Hannibal
Red Dragon
Silence of the lambs
Moulin Rouge

4 staðir sem ég hef búið á
Vík (16 ár)
Holtsgata 10 ( frægur partýstaður) 1 vetur
Nóatún (númer hvað var það nú aftur??) 1 vetur
Stúfholt 3 ( 2 vetur)

4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi
Desperate housewives
CSI (allir þættirnir)
Prison Break
House

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum (ætla barasta að skrifa lönd...)
Spánn - Costa del sol
Danmörk
Þýskaland
England

4 síður sem ég skoða daglega
b2.is
mbl.is
visir.is
egummig.blogspot.com ( já, bara ef fólk væri duglegra að commenta...)

4 máltíðir sem ég held upp á
pizza
allt í ítalskt ( ef það er ekki með sjávarréttum)
kjúklingaborgari
saltkjöt

4 bækur sem ég les oft... (nei ég les bækur bara einu sinni,,, en uppáhaldsbókaseríur.. já)
Arnaldsbækurnar
bækur eftir Birgittu Halldórsdóttur
svo er ellý búin að koma mér upp á lagið með Patriciu Cornwell
Mary Higgins Clark bækur

4 staðir sem ég vildi vera á núna
Hróarskelduhátíðinni...
Egyptaland
Taíland
Ástralía

komst ansi klakklaust frá þessu :D
SHARE:

miðvikudagur, 8. febrúar 2006

ekki lengur sunnudagsbloggari

nei, svo virðist sem að ég sá að ná upp fyrri afköstum í bloggi :)

var að passa hinn dúllulega tíu mánaða Arthur í 2 tíma í morgun.
Alger engill og grét ekkert, samt er ég fyrsta barnapían hans.

Molly var eiginlega erfiðari, hún varð svooo afbrýðissöm að ég var ekki alveg viss um að þetta væri sami hundurinn...
Kannski víxlaði ég í göngutúrnum í morgun ? :O

ætla að skella inn nokkrum myndum af Arthur og einni af krökkunum þegar þau voru að gera kornflekskökurnar í gær

SHARE:

þriðjudagur, 7. febrúar 2006

hejsa

stutt blogg... engar aðvaranir :D

hver ætlar að standa úti á velli með Valentínusarkort og far í bæinn á miðnætti þann 14. feb?
annars tek ég bara rútuna, er nú ekkert mál samt, hefur enginn dáið við það svosem...
kortið er líka alveg ákvörðun aðilans sem mætir...
það fer nú samt að koma að tímanum sem ég á að fá fyrsta kortið mitt... þá tel ég ekki með kortin frá vinkonum :)

Á leiðinni heim var Edward uppfullur af einhverri talnaspeki sem að kennarinn hafði verið að kenna honum.
Með því að taka afmælisdaginn minn, leggja við mánuðinn, draga frá tugnum í árinu og deila í eininguna í tugnum (eða einhvern fjandann!) fékk hann út töluna mína.....
sem var 7!
mér fannst það bara fín tala og sagði honum það.
Þá leit hann á mig svona líka GRAF alvarlegur og mikið niðri fyrir og sagði
"Ragna, that means that you're a loner"
ég vissi ekki hverju ég átti að svara.. nema að ég hugsaði... FJANDINN... þetta er dauðadæmt
meira að segja tölurnar segja það.
ég vildi samt ekki vera nr 1, því að hann er pirrandi og yfirþyrmandi.

gerðum saman kornflekskökur ég og krakkarnir svo þegar við komum heim og að lokum eldaði ég kjúklingabringur fyrir þau.

á morgun er það fyrsti dagurinn sem barnapía Andrews. fjandinn.. mig grunar að það verði 2 tímar af gráti, en sjáum til.


óver and át!
SHARE:

mánudagur, 6. febrúar 2006

leiðist...

já... mér leiðist...hvað skal þá gera??
mér dettur nebbla ekkert í hug..
jú..
plokka augabrúnirnar...
en ái...
það er svooo vont!!
læt það bíða aaaaðeins :p

ekkert gert í dag..

fór reyndar að skoða heilsuræktarstöð. er það að gerast að ragna sé að kaupa sér kort??
ég veit ekki alveg..
það kostar alveg um 35 þús held ég 5 mánuðir! argh!
en þetta er cool stöð samt.
ekki jafn flott og laugar samt.

bakaði grófar brauðbollur í dag, algert sælgæti.

svo beið mín martröð af þvotti niðri sem ég straujaði, sem fór í 3 þvottabala!!!argh, þarf að kenna hundinum að strauja!!

á morgun er bara vika þangað til að ég kem heim! vúbbídú!
er alveg búin að ákveða hvað ég ætla að kaupa í tollinum :p

ákvað að blogga svona til að forðast það að breytast í sunnudagsbloggara, svo að ég ákvað að blogga þetta líka tilgangslausa blogg..
þetta blogg er líka svona sérstaklega fyrir mig til að lesa svo yfir eftir x mörg ár og rifja upp hvað ég var að gera af mér í lífinu!
SHARE:

sunnudagur, 5. febrúar 2006

Langt blogg... skyldulesning

Ég vona að þið nennið að lesa allt sem ég ætla að skrifa þvi að það er ansi margt merkilegt sem ég ætla að segja (like that will happen...)

kynntist nýrri stelpu í vikunni... hún er nú ekkert ný.. einu ári eldri en ég og er íslensk og að vinna hérna rétt hjá sem au pair.
æðilslegt að kynnast lokst einhverjum íslendingi hérna...
Við auðvitað plönuðum við djamm eins og íslendingar eiga til að gera.
Ég byrjaði á að fara með Zuzönu, Vaidu og Önnu í bíó að sjá Fun with Dick and Jane, svo brunuðum við heim og tókum taxa á klúbbinn Abayja sem er hjá lestarstöðinni og opinn til 2, eini staðurinn hér í grennd sem er opinn svo lengi..

Nína kom og hitti okkur þar svo.

svo byrjaði það...
Ég fékk gefinst heila flösku af Jack Daniels... já nei.. ég stóð eins og illa gerður hlutur með hana út á gólfi og langaði bara ekkert í.. fór aftur og reyndi enn einu sinni að telja honum trú um að mig langaði ekkert í hana og tókst loksins að losa mig við hana. en sat uppi með 70/30 blöndu af Jack og kók.
Eftir það fór ég að hella í mig Vodka Redbull nammi namm....
Nína hellti líka í sig... svoldið mikið!
og fann sér þennan myndar mann.
Ég var svona aðeins að hafa auga með henni enda var hún alveg ofur drukkin...
Fór á barinn og lenti í rökræðum við einhvern mann sem ætlaði að gefa mér drykk...
Það tók þann tíma ða þegar ég sneri mér við var Nína og gaurinn horfinn...ómééén...

var engin inneign í minum sima svo að ég hljóp upp og fann hana hvergi þar, fékk því lánanðan síman hjá Zuzönu og reyndi að hringja í hana, þá svaraði gaurinn og skellti á mig...
mér stóð ekki aaaaalveg á sama og hringdi aftur og þá svaraði hún og var úti. þegar ég kom út var hún alveg í rusli, sagði að gaurinn hefði stolið veskinu sínu og dyraverðirnir vildu ekki hleypa henni aftur inn af því að hun var svo drukkin...
hún missti það þá aaaaðeins og til að gera LANGA sögu stutta (og mikið ritskoðað) þá kom löggan vegna drykkju á almannafæri, nauðgunarásökun, stulds sem breyttist svo alveg þegar gaurinn kom út því að þá var hann engill og varð aðhalda henni til að hún hlypi ekki að honum þegar verið var að leita á honum af 2 lögreglumönnum.

þau hurfu svo eitthvað saman og löggan tók mig á beinið.. sem endaði þannig að ég fór að gráta, enda trúið mér! þessar löggur eru sko ekkert grín! úff...

hún fannst svo með honum og ég fór með henni heim til hennar og gisti þar, enda hafði löggan gefið það SKÝRT í skyn að hún færi ekki heim með honum.

Greyið var svo á algjörum bömmer í gær og telur að hún hafi alveg örugglega bara TÝNT veskinu á barnum eða eitthva:)

Hef gefið henni annan sjéns :) enda er þetta fínasta stelpa...
Læt hana bara passa sig aðeins á vodka redbull næst! :)


annað merkilegt sem ég ætla að segja er að
...
...
...
...

ÉG ER AÐ KOMA HEIM!!!!!

kem semsagt heim þann 14. já, bara í næstu viku krakkar!!
fer svo aftur þann 19. ( á afmælisdaginn minn)
fékk nebbla miða fram og til baka á 8300 kall með öllu og ég er ein heima hvort sem er alla þessa viku þar sem að enginn vildi koma í heimsókn til mín :(
yrði sorglegt afmæli... alein... *snökt snökt*

vitiði hvað þetta þýðir??

afmælispartý!!!!

er búin ða vera að hugsa mikið..

og var búin að nefna það við einhverja að planið væri að halda eitt í rvk og eitt í vík! já, hvað annað??

eitt semsagt í rvk þann 17. og eitt í vík þann 18, jafnvel eftir að þorrablótið í hverfinu er búið, sleppi bara ballinu og skelli mér heim i smá partý og svo á kaffið! hljómar það ekki vel??

En..

já, alltaf kemur þetta en...

Sveppi hefur ákveðið að stela afmælinu mínu :) hehe
sá bara á msn-inu hans um daginn að þar stóð 17. feb. svo þegar ég spurði hann þá var hann að ákveða að halda upp á sitt afmæli þá. sem mér hafði nú barasta ekkert dottið í hug! :D enda á hann afmæli 1. mars.
En það eru ástæður fyrir öllu og eru Svenni og Biggi vinir hans á landinu akkúrat þarna.
jæja... þá eru góð ráð dýr...
en hafiði þetta bak við eyrað.
ég geri örugglega eitthvað þann 17. í bænum.. enda er ég ekki búin með tollinn síðan um jólin og kem audda með nýjan toll núna!! það verður semsagt bolla!!!!!
vúhú!

þetta er semsagt leyndóið ef þið voruð að spá.

Hverjir ætla að mæta í paaaarrrrrrrtý????
SHARE:
Blog Design Created by pipdig