miðvikudagur, 27. janúar 2010

nýjar áherslur í blogginu

Ég hef kannski verið að ýtast í þessa nýju átt í þónokkurn tíma, allt með ráðum gert kannski.

Ég hef sagt ykkur frá ástríðu minni að skoða matarblogg hérna fyrir 1-2 mánuðum síðan er það ekki ?

Núna fyrir nokkru hef ég verið að prufa að taka myndir þegar ég elda eitthvað spennandi.  Ég bý til mikið af uppskriftum heima í eldhúsinu með ýmiskonar hugmyndum sem ég fæ lánaðar úr öðrum uppskriftum hjá öðrum. Næst á dagskrá er að fara að prufa að leyfa ykkur að sjá hvað ég hef verið að elda í tilraunaeldhúsinu eða að leyfa ykkur að sjá þegar ég prufa einhvera uppskrift sem er svo góð að ég verð að deila henni með ykkur :)

næst á dagskrá er að fara að blogga matarblogg eins og vinkonurnar mínar

Joy the baker
og
Bakerella  
og
The Pioneer Woman 

Það er samt augljóst að ef þessar tilraunir með bloggið ganga vel þá þarf að fjárfesta í alvöru SLR myndavél... :)
SHARE:

mánudagur, 25. janúar 2010

upptökuvika

Þessi vika fer sjálfsagt í síðasta hópverkefni hjúkrunafræðideildar sem ég mun þurfa að taka þátt í EVER... Síðustu 4 vikur hafa verið yfirfylltar af hópverkefnum og þeim höfuðverkjum sem fylgja því að reyna að ná 14 manns saman á sama tíma til að vinna verkefni. Í þessu verkefni sem á að skila á fimmtudaginn eru samt bara 5... eða 6... well amk. þá er það ísí písí að safna ekki fleirum saman en það !

5. febrúar er árshátíð Curator, félags hjúkrunarfræðinema. woohoo ! okkar síðasta (búhú)
Eins og árviss venja er þá sér 4. árið um að búa til árshátíðarmyndband og fer þessi vika í að taka upp litla sketcha hér og þar um skólann og höfuðborgina sem Rútur Skæringur ætlar svo að klippa saman fyrir okkur og verður myndbandið svo frumsýnt á árshátíðinni, sem er kannski best. Við verðum búin að fá okkur einn eða tvo drykki þá.

Á föstudaginn var vísindaferð í Móðurást, við fórum þangað örfáar stelpur frá 4. ári og fengum mjög skemmtilega kynningu á brjóstagjöf og fyrirtækinu sjálfu. Tinna kom líka með litlun sína sem við gátum ekki hætt að óh-a og ah-a yfir :)
það er eiginlega ekki skrítið af hverju helmingur allra þeirra sem útskrifast árlega eru annað hvort komin með lítil börn eða með bumbu á útskriftinni sjálfri. 4. árið er svo barneignamiðað að það er löngu hætt að vera sniðugt. Í heilsugæslunni fyrir jól var okkur kennt að fylgjast með óléttum konum á meðgöngu og gera ung- og smábarnavernd. Í barneignum og fjölskyldu var okkur kennt hvernig konur eignast börnin og fengum að sjá börn fæðast. í Barnahjúkrun núna eftir áramót lærum við að hjúkra börnum og svo förum við eins og ég nefndi áður, í Móðurást og skoðum lítil sæt barnaföt... ég hef setið með fæturnar krosslagðar síðan ég kom þaðan... muna.. útskrift fyrst ! og ekki ætla ég að vera edrú í Tyrklandi ! :)

Myndir frá móðurást eru hér 

Þorrablótið í Vík var haldið síðastliðinn laugardag. Spennan fyrir blótið var alveg rosaleg og væntingarnar miklar.Sem var allt í lagi því að blótið stóð alveg undir væntingum og var ég komin mjög seint heim, komin í lágbotna skó og búin með vodkann, með aumar tær eftir skó annarra karlmanna og eftir skóna mína... Skemmtiatriðin voru góð, ballið var gott og almennt var fólk ágætlega drukkið.

myndir frá Þorrablóti eru hér
SHARE:

fimmtudagur, 21. janúar 2010

Síðasta önnin í hjúkrun

En örugglega ekki síðasta námsönnin sem mun tengjast hjúkrun. Ég mun auðvitað fara í framhaldsnám ! :)
úff, en ekki strax... ég er satt að segja orðin svoldið þreytt á skóla. Ég hef meira að segja velt því fyrir mér upp á síðkastið hvað ég var eiginlega að HUGSA að skrá mig í eitt af mjög fáum háskólanámum sem taka heil 4 ár !

Það sem bjargar heilsunni er að horfa fram til 12. júní en þá mun ég taka við burtfararskírteini ásamt fullt af frábærum vinum sem ég hef eignast í náminu.

Fyrir utan útskriftina sjálfa sem er örugglega hæsti punkturinn þá eru nokkrir aðrir minni sem ég bíð eftir að gerist.
í fyrsta lagi verð ég 25 ára 19. febrúar.. þá mun vera haldið partý.. já sei-sei-já

13. mars mun ég fara til Stokkhólms, vera þar helgina og byrja svo verknámið mitt á sjúkrabíl í Vaasa í Finnlandi þann 15. mars og verð þar í 2 vikur. Skemmtilegt er að segja að ég fékk 108 þúsund í styrk til fararinnar ! :)

Lokaritgerðargeðveikinni mun ljúka 4. maí en þá mun ég skila stykkinu... kannski verð ég buin að komast að ástæðu kvíða hjá sjúklingum sem leita til slysadeildar? eins og er þá er ég ekkert of bjartsýn á það ! (enga svartsýni samt Ragna... þetta hefst)

einhverntíman eftir 14 maí (þann dag mun ég kynna ritgerðina mína fyrir panel á rannsóknardegi í Eirbergi" mun ég fara ásamt rosalega fallegu og glöðu fólki til Tyrklands, þar sem sem við munum marinerast með fríu víni, vatni, mat og öllu sem okkur getur látið okkur dreyma um að éta eða drekka.
þar mun ég vera í  2 vikur.


lífið er miklu meira en yndislegt !


(svo er bara að krossa fingur og vona að ég fái vinnu áfram á Slysadeildinni  í sumar og haust)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig