föstudagur, 5. apríl 2019

Brauðbollur með súkkulaði

Mýkstu súkkulaðibollur sem þið munið eflaust nokkurntíman smakka.
... já ég ætla ekki að spara lýsingarnar 😊

Þessar bollur eru örlítið sætar, með smá súkkulaði. Fullkomnar með smjöri og osti og jafnvel enn betri með Nutella eða öðru súkkulaðismjöri 🙈



Uppskrift: 
1 bréf þurrger
1 egg
2 dl mjólk
1 tsk kardimommudropar
450 gr hveiti
1/2 tsk salt
50 gr sykur
75 gr mjúkt smjör
100 gr súkkulaðibitar eða saxað suðusúkkulaði


Aðferð:
-Velgið mjólkina og hrærið út í hana eggi og kardimommudropum. Stráið gerinu yfir, hrærið létt saman og látið standa í 10 mínútur.
-Setjið öll þurrefni í hrærivélarskál (ekki súkkulaðið þó) og hellið svo mjólkur, eggja og gerblöndunni útí og hnoðið deigið með hnoðaranum á hrærivélinni í 10 mínútur
-Takið smjörið í smáum skömmtum með skeið eða fingrunum, bætið smátt og smátt útí hrærivélaskálina á meðan deigið er að hnoðast. Ath að fyrst um sinn sest smjörið allt í skálina og gæti þurft að nota sleikju til þess að losa smjörið úr hliðunum á skálinni en með þolinmæði kemur þetta allt saman í eitt deig aftur. Hnoðið áfram í 5 mínútur.
-Látið deigið hefast á hlýjum stað í klst
-Sláið deigið niður, stráið súkkulaði yfir það og hnoðið það létt saman til að dreifa súkkulaðinu jafnt um deigið.
-Mótið litlar bollur 50-70 gr (fer eftir stærðinni á mótinu sem þið látið bollurnar í) og raðið jafnt í smurt skúffukökumót eða stórt eldfast mót. Látið þær ekki snertast
-Látið hefast á hlýjum stað í 30 mínútur
-Áður en deigið er sett inn í ofn er það penslað með eggi
-Bakist við 190°C í 15-18 mínútur eða þar til að bollurnar eru orðnar karamellubrúnar að lit.










Add caption






Enjoy!


SHARE:
Blog Design Created by pipdig