mánudagur, 10. mars 2014

Sítrónuterta með kremi

Æðisleg kaka, geymist frábærlega og er svo mjúk og fersk á bragðið að það er erfitt að hætta! 



Eitt er örugglega nýtt fyrir ykkur við gerð þessarar köku. Það er að til þess að ná fram þessu æðislega sítrónubragði bæði í kreminu og kökunni sjálfri er að þið notið heila sítrónu (já hýði og allt) sem þið hafið soðið og svo maukað

Ég giska á að munnvatnskirtlanir ykkar séu á fullu akkúrat núna :)





Skolið sítrónuna vel og sjóðið hana í 20 mínútur 

Vigtið öll þurrefnin saman 

Skerið sítrónuna í 2 helminga og fjarlægið alla steina sem þið sjáið

Maukið sítrónuna (alla) í matvinnsluvél, með töfrasprota eða í mixer, látið blönduna kólna áður henni er hrært saman við deigið 



Setjið þurrefni, egg, mjúkt smjör og 2/3 af maukuðu sítrónunni saman í skál 

Hrærið saman í 2-3 mínútur á hægum hraðaa þar til þetta er komið vel saman

Setjið í 2 kökuform sem eru spreyjuð með non-stick spreyi


Uppskrift
2 botnar
1 sítróna (notið 2/3 af maukinu í deigið)
275 gr mjúkt smjör 
290 gr sykur
290 gr hveiti 
1 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi 
4 egg 

Krem 
50 gr mjúkt smjör
250 gr rjómaostur 
1/3 af maukaðri sítrónunni 
500 gr (+/- 50 gr) flórsykur
1-3 msk af mjólk ef þarf 

Aðferð
-takið eina sítrónu, þrífið hana vel undir rennandi vatni og sjóðið í 20 mínútur. Skerið hana í 2 hluta og fjarlægið fræ.
-Maukið sítrónuna í matvinnsluvél, með töfrasprota eða í mixer. Ekki mauka hana alveg, það er gott að hafa örlitla bita ennþá í maukinu.
-Látið sítrónumaukið kólna aðeins áður en því er blandað í deigið. 
-Vigtið og mælið saman öll þurrefni og setjið í skál, bætið saman við þau mjúku smjöri, eggjunum og 2/3 af maukuðu sítrónunni. Hrærið saman þar til að úr verður samfellt deig.
-Setjið í smurð kökuform og bakið svo við 180°C í 30 mínútur eða þar til kakan er stinn í miðjunni og aðeins farin að losna frá könntunum. 
-Látið kökuna kólna alveg áður en þið setjið kremið á

-Þeytið saman smjöri, rjómaosti, sítrónunni og flórsykri. Ef þetta er of þurrt, bætið þá smá mjólk útí blönduna (fer eftir hve safamikil sítrónan er) 
-Setjið á milli og svo ofaná kökuna.  

Punktar
-það þarf ekki endilega að þekja alla kökuna með kreminu. Það er einnig flott að setja aðeins á milli og ofan á toppinn og hafa endana bera svo þeir sjáist
-Þetta er æðisleg kaka til þess að setja í skúffukökuform 
-Góð kaka fyrir páskana og skella smá gulum matarlit í kremið.

njótið! :) 




SHARE:

sunnudagur, 2. mars 2014

Vatnsdeigsbollur


Fyrst þegar ég gerði vatnsdeigsbollur var ég við það af fá taugaáfall af stressi yfir bollum sem myndu ekki rísa, eða þaðan af verra. Rísa og falla SVO...

Þetta eru ekki mikil vísindi. Það eru örfá innihaldsefni í uppskriftinni og það er hægt að græja þetta allt í einum potti svo að það þarf ekki að kosta mikið uppvask að gera bollurnar.

Galdurinn við að baka þær er að hafa 200°C heitan ofn, alls ekki kaldari en það, EKKI opna ofninn fyrr en bollurnar eru farnar að brúnast og aðal trikkið er að baka þær NÓGU lengi :)

Að þessu sögðu, þá er aðferðin svona


setjið smjörlíki og vatn saman í pott 

þegar suðan er að koma upp og smjörlíkið er bráðnað, 

Setjið hveiti og salt útí og hrærið saman. Hafið ekki áhyggjur á því ef þetta lítur svona út.

Svona endar deigið eftir smá 

setjið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur

Þeytið eggin saman við deigið í 3-4 skömmtum með handþeytara í pottinum þar til deigið er orðið svona 

Mér finnst ágætt að nota sprautupoka (ekki með neinum stút) til að setja deigið á smjörpappír. En það er ekkert mál að gera þetta með 2 matskeiðum 

Spautið deiginu á plötu og hafið ágætt pláss á milli, þær þenjast vel út. Sjáið toppana sem myndast þegar maður sleppir sprautupokanum frá. Það þarf að ýta þeim aðeins niður svo þeir verði ekki of brúnir

Búðingur, karamella, sulta, rjómi og toppunum er dýft ofan í brætt suðusúkkulaði áður en þeim er tyllt ofaná 


Uppskrift
ca 13-15 bollur að meðalstærð

160 gr smjörlíki
4 dl vatn
200 gr hveiti
3-4 meðalstór egg
1/4 tsk salt

Aðferð:
-Smjörlíki og vatn er hitað saman í potti þar til smjörlíkið er bráðið og blandan er komin að suðu.
-Hrærið hveiti og salti saman við með sleif þar til blandan er orðin að samfelldu deigi.
-Látið blönduna kólna í 4-5 mínútur og notist þá við handþeytara og þeytið eggin saman við (sláið þau fyrst í sundur í skál) í 3-4 skömmtum þar til að blandan er orðin að sléttu deigi sem helst vel á skeið.
-Setjið deigið á plötu klædda bökunarpappír með þeirri aðferð sem þið kjósið (sprautupoka með stút eða ekki eða 2 skeiðum) og bakið þetta við 200°C  í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar vel karamellu brúnar að lit (þær eru ekki tilbúnar þegar þær eru að orðnar hálfbrúnar en eru enn ljósar í skorunum, bollurnar þurfa allar að taka á sig lit)
-Sjá tips um hvernig skal baka hina fullkomnu bollu (sem fellur ekki) hér efst :) 
-Látið kólna og setjið fyllingu að vild.

Fylling: 
-Royal búðingur er útbúinn þannig að í duftið er sett um 2/3 af því magni af mjólk sem upp er gefið. Þannig fæst ansi bragðsterkur búðingur sem passar vel á bollurnar. Smyrjið rúmri matskeið af búðing á hverja bollu
-Setjið jarðarberjasultu ofan á búðingsblönduna og að lokum léttþeyttan rjóma.-Tyllið lokinu ofan á og njótið :)Með þessari fyllingu hefur mér ekki þurft vanta eitthvað meira en þetta. Hver á samt sína uppáhalds bollu og það er gaman að breyta út af vananum og prufa nýtt. Hér er ég einungis að koma fram með klassíska gerdeigsbollu

Njótið! :) 


Árdís Rún hafði gaman að Jóa frænda sínum þegar hún var að smakka sína fyrstu bollu 




SHARE:

laugardagur, 1. mars 2014

Gerdeigsbollur á bolludag

Sumir vilja gerdeigsbollur á meðan aðrir kjósa vatnsdeigsbollur.

Sjálf vil ég hafa hvorugtveggja, en það sem fylgir því er töluverður bakstur. Það er samt auðvelt að byrja á að skella í gerdeigsbollur og á meðan þær eru að hefast þá gerir maður vatnsdeigsbollurnar.

Það er svo annað mál hvað fólk kýs að setja á bollurnar sínar.
Mitt uppáhald er jarðarberjasulta, Royal karamellu/vanillubúðingur og rjómi, ég útskýri það aðeins hér neðar hvernig ég útfæri það.

9 bollur, í stærri kanntinum, þetta er 1/2 uppskrift


eftir hefingu nr 2 

það er ekki gott að baka þær of mikið, þær þorna við það






Uppskrift af gerbollum er eftirfarandi (ath að hún er nokkuð stór en lítið mál er að minnka hana um helming, setjið samt áfram 1 egg)


Uppskrift 
(um 18 bollur)
1 kg hveiti
2 pakkar þurrger
2 tsk lyftiduft
120 gr sykur
2.5 dl mjólk
200 gr smjör/smjörlíki
2 dl vatn
1 stk egg
2 tsk kardimommudropar

Aðferð: 
-Öll þurrefnin sett í skál, vökvinn hitaður þar til volgur og smjörið/smjörlíkið bráið, hnoðað
-Látið hefa sig í klst, deiginu er á slegið niður og mótaðar bollur (stærð fer því hve stórar þið viljið hafa bollurnar) og fletjið bollurnar svo aðeins út með lófanum. Þið verðið að gera ráð fyrir að fyllingin muni lyfta bollunni nokkuð mikið svo að það er gott að hafa bolluna sjálfa ekki of háa áður en fyllingin fer í.
-látið hefast á plötunum sem þið bakið bollurnar á, með viskastykki breytt yfir í 30-40 mínútur og bakið svo við 180°C í ca 20-30 mín eða þar til þær eru orðnar létt karamellubrúnar á toppnum.
-Þegar þær eru orðnar kaldar, skerið þær í sundur og dýfið toppnum í brætt súkkulaði eða penslið yfir þær (eða notið teskeið) glassúr að vild (já það er LANG best að skera bollurnar fyrst og setja glassúr/súkkulaði eftirá)

Fylling: 
svona set ég bollurnar saman (það er smá karamella á þeim einnig)
-Royal búðingur er útbúinn þannig að í duftið er sett um 2/3 af því magni af mjólk sem upp er gefið. Þannig fæst ansi bragðsterkur búðingur sem passar vel á bollurnar. Smyrjið rúmri matskeið af búðing á hverja bollu
-Setjið jarðarberjasultu ofan á búðingsblönduna og að lokum léttþeyttan rjóma.
-Tyllið lokinu ofan á og njótið :)
Með þessari fyllingu hefur mér ekki þurft vanta eitthvað meira en þetta. Hver á samt sína uppáhalds bollu og það er gaman að breyta út af vananum og prufa nýtt. Hér er ég einungis að koma fram með klassíska gerdeigsbollu




njótið! :)






SHARE:
Blog Design Created by pipdig