fimmtudagur, 25. nóvember 2010

BE MINE !

Þó svo að cupcake hálsmenið sé það fallegasta þá eru þessi 2 hin einnig alveg rosalega falleg. Endilega skoðiði síðuna. 









SHARE:

þriðjudagur, 23. nóvember 2010

Fokdýrir kökudiskar. How to do it yourself !

Mig hefur lengi langað í kökudisk á fæti. Mér finnast þeir nefnilega svo flottir á veisluborði.
Ég hef þó iðulega fundið 2 ástæður sem hafa orðið til þess hingað til að ég hef ekki eignast kökudisk á fæti.

nr 1: Kökudiskar á fæti kosta +6000 kr
nr 2: Kökudiskar á fæti taka mikið skápapláss

Um daginn á einhverju matarbloggsbrowsinu mínu rakst ég þó á sniðugt blogg þar sem kona benti á þá hugmynd að setja saman sinn eigin kökudisk fyrir brot af því verði sem þeir kosta útúr búð.

Ég hélt fyrst að það væri auðveldast að finna diskana í verkið í Kolaportinu en ég var að leita mér að glærum diskum. En að lokum rakst ég á alveg fullkominn disk í The Pier og keypti allt efnið þar.
Ég meira að segja gerði 2 diska !
Efnið kostað rétt yfir 3000 kr (samtals) og útkoman er svona eftir að "fæturnir" voru límdir undir (hægt er að kaupa glerlím í flestum byggingarvöruverslunum. Ég er svo lukkuleg að hafa aðgang að Gunnsu sem notaði glerlímið sitt til að líma saman diskana).

Hér er diskunum staflað upp. 

Sést kannski frekast hér. Þetta eru 2 glærir diskar, misstórir og undir eru ísskálar á hvolfi sem diskarnir eru límdir á

lítið mál að stafla diskunum og gera flottar borðskreytingar :) 

Hér er gott kreppuráð og endilega hafiði augun hjá ykkur þegar þið farið um búðirnar í aðdraganda jólanna því þetta er fullkomin jólagjöf og klárlega jólagjöf sem maður hefur efni á að kaupa

cya :)
SHARE:

mánudagur, 22. nóvember 2010

Vanilla eða Vanillu"bragð"





Nú hafa nokkrir spurt mig hver sé munurinn á Vanillu essence (Kötlu-Vanillu dropar eða imitation vanilla og Vanillu extract

Munurinn á bragði er töluverður og af einni ástæðu
Essence er einfaldlega bragðefni búið til í verksmiðju.
Extractinn er búinn til með því að láta vanillustangir liggja í alkahóli og vatni í visst langan tíma.
Með því fæst mjög sterkt ekta vanillubragð sem gerir kökur, krem, eftirrétti og allt sem ykkur dettur í hug að setja vanillu extractinn útí að rétti með sterku og fylltu vanillubragði

já og vissuð þið að Vanilla er næst-dýrasta krydd í heimi, á eftir Saffran ? :)


Vanilluextract fæst í helstu búðum  (held þó ekki Bónus eða Krónunni) og lítur yfirleitt svona út


Kostar svoldið mikið miðað við aðra dropa en er þess virði


Ef þið eruð serious um að helga ykkur extractinu þá mæli ég með að þið rennið í Kost í Kópavogi því að þar færst stór stór stór flaska (473 ml) á 1600 kr rúmlega ! (í stað 700 kr fyrir 59 ml) 
Lítur svona út 


Bráðlega mun ég svo vonandi sýna ykkur hvernig maður gerir Créme Brulée. 
Þar er reyndar notuð alvöru vanillustöng.  En þegar maður elskar vanillu þá er allt með vanillu gott.

mmmm







SHARE:

sunnudagur, 21. nóvember 2010

sunnudagur..

en enginn "þunnurdagur". ó seisei nei !
Hér var slakað á í gær :)

Í Stubbaseli var þó ansi þröngt á þingi um helgina. Mamma og pabbi komu og gistu, Jói frændi var í heimsókn og svo birtust Þráinn bróðir og Karen kærastan hans.
Þið sem setjið upp spurningarmerki þá eru jú aðeins 2 svefnherbergi í íbúðinni og ekkert risastór stofa (þó að ég geti ekki kvartað undan smægðinni) og hér sváfu víst allir og allir með eitt stk sæng og enginn á hörðu gólfi.  Þetta var þröngt en enginn dó úr súrefnisskorti né varð fyrir óbætanlegum skaða eftir að honum hafði verið troðið um tær. Einnig varð ekkert klósettslys.
Hér var því allt í ró og spekt  !

Var í fríi í dag þar sem ég vann næturvakt sl fimmtudag og nutum ég og Viðar því dagsins.
Ég byrjaði í sjálfsmorðstilraun í ræktinni, hitti Viðar svo í heitu pottunum, röltum um Kolaportið og að lokum var pöntuð pizza og farið að sjá Due date í nýja bíóinu í Egilshöll.
Mæli með því að taka bíltúr þangað eitt bíókvöldið í stað þess að fara í bíóið sem þið eruð vön að fara í. Þetta er stórt og flott bíó með góðum sætum.
Það er líka ansi ómögulegt að einhver hávaxinn muni skyggja á myndina þar sem það er töluverður halli á sölunum.

Hlakka til næstu viku.
Þarf að elda eitthvað sniðugt (úr saltfiski helst) og sýna ykkur svo nýju kökudiskana mína.
Auðvitað mun ég standa vaktina á Bráðadeildinni og passa upp á að fólk deyi ekki og helst stuðla að því að  því batni  (eða amk líði betur).

Toppurinn á vikunni verður væntanlega með Viðbragðsaðilapartýi  þar sem samankemur starfsfólk lögreglunnar, slökkviliðs Reykjavíkur og Slysa- og bráðadeild. :) vííí  !
SHARE:

fimmtudagur, 18. nóvember 2010

Mexíkósk kjúklingasúpa

Þessi uppskrift kemur frá Hildi vinkonu en hún bauð okkur upp á svona súpu um daginn í saumaklúbb

Ég er orðin að óþolandi gesti því að ég bið vinkonunrnar í saumó að vera með "gestainnlegg" á ragna.is og hér er innleggið hennar Hildar :)


Kjúklingasúpa

4 kjúklingabringur 

Steiki kjúklinginn á pönnu. Læt hann svo bíða og set hann í súpuna alveg í lokinn.

2 geirar hvítlaukur
1 púrrulaukur
3 rauðar paprikur
Ein og hálf msk Hot curry paste frá Rajah.

Allt þetta er steikt á pönnu í smástund með 3-4 msk olíu.


Síðan helli ég þessu í stóran pott og set út í:

200 gr rjómaostur
3 grænmetis eða kjúklinga teningar
1 flaska Heinz chilisósa
Einn og hálfur líter af vatni
1/4 rjómi
Pipar

Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.

Sett á borðið með:
Snakk
Sýrður rjómi
Ostur







Enjoy ! 

SHARE:

miðvikudagur, 17. nóvember 2010

Fondant-skreyting

Skreytti skírnartertu á laugardaginn. 
Ansi sátt með útkomuna



aaaaah. svo fallegt




daginn eftir var nafnið svo sett á 


SHARE:

þriðjudagur, 16. nóvember 2010

Svunta... Svuntur... tískuvara?

á nú þegar 2 svuntur sem ég nota næstum aldrei.
Já ég er alger sóði þegar það kemur að því að halda fötunum mínum frá matnum eða matnum frá fötunum.
Vanalega er það mix af hvorugtveggja.

Á Höfðabrekku vann ég alltaf í kokkajakka. Það var þæginlegt þar sem (þetta vita ekki allir) að það er hægt að opna jakkann og svissa um framhlið. Þ.e. ef jakkinn er hnepptur þannig að hann er hnepptur yfir til hægri þá er hreinlega hneppt frá og hneppt yfir til vinstri. Þar með ertu komin með hreina framhlið á jakkann !!



en....

því miður er það ekki hægt á venjulegum fötum.
Sem kemur mér að umræðuefninu.

Mig langar svo í flotta svuntu að ég er alvarlega farin að spá í að spandera nokkrum þúsundköllum í eina.
(the logic er að ef ég á fína, sæta, skemmtilega svuntu... þá nota ég hana oftar ??? jebb!)

Leitirnar hingað til hafa skilað mér:

kostar 30 dollara ÁN sendingarkostnaðs



og þessi kostar það sama




iss. þessi kostar bara 85 dollara !
ooo... og svo er það þessi.
Er eftir Jessie Steele
Charlotte var í svona svuntu í SATC II þegar hún var að gera cupcakes með bleiku kremi
einnig 30 dollarar




Þessi er líke Jessie Steele... gæti allt eins verið kjóll í Frakklandi :)


Svo rakst ég á þessar... þær væru fullkomnar fyrir vinkonu mína sem borðar alltaf í svuntunni þar sem hún slettir annars alltaf mat yfir fínu fötin sín  !



En nú er komið nóg af pælingum. Spurning að láta VISA kortið skreppa í heimsókn rafrænt til Bandaríkjanna og hætta þessu þusi ?

Hvaða svunta fær ykkar atkvæði?

SHARE:

mánudagur, 15. nóvember 2010

Karamellubrjóstsykur (Daim)

Þið sem lesið þetta hérna...
Hlustið nú á mig :)

Næst þegar það er afmæli eða saumaklúbbur eða einhver hópur að hittast og þið eigið að koma með "nammi" þá skuliði gera þetta!

Þetta er AFAR einfalt, og ég lýg ekki
Innihaldsefnin eru líka AFAR fábreytt og eitthvað sem flestir eiga til yfir höfuð. Það eina sem nauðsynlegt er að eiga en kannski ekki allir hafa nú þegar fjárfest í er hitamælir, helst digital (þeir eru bara skemmtilegri og hægt að stilla á fyrirfram ákveðinn tíma svo að hann pípir þegar fyrirframákveðnu hitastigi er náð). Helst ætti maður að nota sælgætis-hitamæli en hann á ég ekki og plana ekki að eignast í náinni framtíð, en þetta virkar alveg svona.
Passa þarf þó að setja hitamælinn ekki í botninn á pottinum svo maður fái ekki falska mælingu!

Þetta er í rauninni ekki brjóstsykur og heldur ekki gamla karamellan sem við þekkjum. Áferðin á þessu er meira eins og Daim og maður bryður þetta því frekar en sjúga eða tyggja.

Fyrst er að setja smjör, sykur, vatn og vanillu extract (ekki essence) í pott á háan hita


Eftir um 10 mínútur lítur þetta svona út. Ef þið viljið setja hitamælinn í þarna þá megið þið það alveg. 



Hér er karamellan búin að ná 280° á Farenheit eða um 138°C. 
Hér þarf að hræra alveg stöðugt, því karamellan getur brunnið við. Einnig þarf að lækka hitann aðeins þar sem karamellan gæti tekið uppá því að slettast aðein. 





Þegar karamellan hefur náð 300-310°F eða 150-154°C er henni hellt í mót. Hér nota ég skúffukökuform.
Bankið svo forminu nokkrum sinnum í borðið til að sprengja loftbólur 






Ofaná karamelluna strái ég strax fíntbrytjuðum möndlum og hvítum súkkulaði-dropum. 
Hefði notað niðursaxað rjómasúkkulaði hefði ég átt það til :)



Fannst droparnir standa of mikið uppúr og klessti þá ofan í karamelluna, þetta er ljótt í mótinu en kemur vel út þegar búið er að brjóta hana í sundur. 



Takið svo upp buffhamarinn og brjótið þetta í litla bita, setjið í fallega skál á borð og byrjið að taka við hrósi! 
Geymist í lokuðu íláti við stofuhita



Uppskrift 

315 gr smjör
1.5 bolli sykur
2 msk vatn
1 tsk vanilludropar

Soðið saman í potti þar til hitastig karamellunnar nær 150-154°C 
Setjið heitt vatn í pottinn strax og búið er að hella karamellunni úr svo hún harðni ekki í. 

(gefið svo gestunum restina af karamellunni því annar eigiði eftir að borða hana sjálf!)


p.s. 
Hef verið að fá nokkur komment frá lesendum sem hafa verið að prufa og eitthvað mistekist og ætla hér að ítreka 2 atriði sem geta klikkað 

nr 1
það er alveg nauðsynlegt að lækka undir karmellunni þegar það fer að sjóða og einnig er nauðsynlegt að hræra stöðugt í ... annars brennur við !
nr 2
Ekki REYNA að sleppa hitamælinum :) það er ekki HÆGT að gera þetta án þess að mæla hitastigið :) 

Vonandi gengur ykkur svo vel með framhaldið og hræðist ekki. þetta eru jú bara 2 aðal hráefni, sykur og smjör og restin er að hræra, mæla hitann og éta ;) 

mmmm


SHARE:

sunnudagur, 14. nóvember 2010

Spennandi vika framundan

Já...

vinna og vinna, sem er nú alltaf ágætt en einnig ætla ég að blogga um heimagerðan karmellubrjóstsykur (eins og Daim) og Mexíkóska kjúklingasúpu

Á fimmtudaginn er svo gourmet-kvöld hjá englandsfara-hjúkkunum svo að það er alltaf fjör ! :)

endilega fylgist með
SHARE:

laugardagur, 13. nóvember 2010

Bökuð New York ostakaka



í tilefni þess að þessi uppskrift birtist í mogganum í dag þá uppfærði ég hana aðeins og setti how to myndir inn


Ég var með þessa ostaköku í útskriftarveislunni minni. Ég satt best að segja elska bakaðar ostakökur... Ekkert allt of mikið vesen, bara smá flórsykur yfir og hún er tilbúin... smá klístruð kaka og alveg ómótstæðilega BRAGÐGÓÐ... Klárlega kaka sem er worth trying. Mér amk finnst að það sé kominn tími fyrir íslenska ostakökumatgæðinga að leggja matarlímið á hilluna og prufa bakaðar ostakökur 



Þessa köku er best að gera deginum áður en hana skal ekki borða fyrr en AÐ MINNSTA KOSTI 4 tímum eftir bakstur og þarf hún að vera alveg köld.


Kexbotn
300 gr digestive kex, mulið í vél eða í höndunum
50 gr sykur
85 gr smjör
kexinu og sykrinum er blandað saman og bræddu smjöri hellt yfir... Því er svo blandað vel saman og sett í botninn á kringlóttu smelluformi og skellt í ískáp meðan hitt er hrært saman




Ostakaka
800 gr rjómaostur
150 gr sykur
230 gr sýrður rjómi (ég notaði 18%)
2 egg
15 gr kartöflumjöl
5 ml vanillu EXTRACT... (ekki essens... ekki kötludropa... alvöru vanillubragðið er lykillinn :) )
ath að ekki er nauðsynlegt að nota hrærivél en það auðveldar verkið töluvert 







Fyrst er rjómaosturinn hrærður aðeins til að mýkja hann. Þarnæst er sykrinum bætt útí og þetta tvennt hrært vel saman í um 30 sekúndur. Bætið því næst kartöflumjölinu, eggjunum og vanillu extractinu og hrærið saman.



                       
Að lokum er sýrða rjómanum bætt útí en það er gott að hræra hann aðeins í boxinu áður eða setja í aðra skál og hræra þar þar sem hann er svo stífur og gæti annars endað í litlum kekkjum hér og þar í deiginu. Öllu er blandað saman og síðan hellt yfir botninn.



26 cm form 
Margar uppskriftir segja að baka eigi ostakökur í vatnsbaði til þess að það sé ekki of mikill "beinn hiti" eða "direct heat". Hann ku víst valda sprungum í kökunni og of dökkum hliðum. Ég lagðist í töluverða rannsóknarvinnu á netinu og fann það út að það á að vera svipað gott að vefja einfaldlega álpappír utan um formið og ýta honum ekki of þétt að forminu... Með því hindrar maður aðeins hitann í að koma að forminu... Ég amk tók MJÖG langa örk af álpappír, braut í tvennt ca og kuðlaði utan um formið. Kakan sprakk ekki og endarnir urðu ekki of brúnir : success...




Kakan er síðan bökuð við 200 °C í 40 mínútur  (styttra ef kakan verður fljótt brún!) og síðan látin kólna í lokuðum ofninum í ca 20 mín og restina á borði eða sett í kæli. Það er eðlilegt að hún falli. 
Fáið samt ekki taugaáfall þegar þið takið kökuna úr ofninum og hún dansar til og frá eins og óbökuð kaka. Þið getið séð hvað ég meina í endanum á þessu myndbandi hérna -->



Á netinu má finna alveg ÓTRÚLEGAN fjölda uppskrifta af amerískum ostakökum. Ég er búin að lesa töluvert mikið um þessar kökur í gegnum tíðina og hef komist að því að það eru ýmsar kreddur til um hvernig þessar kökur eigi að vera bakaðar. Ég hins vegar endaði á að lítast best á þessa uppskrift sem ég deili hér með ykkur.


ég mun blogga síðar um þessi frábæru cupcakes sem eru einnig á borðinu :)


Ofaná kökuna má setja ferska ávexti, setja jafnvel karmelluíssósu yfir eða hvað sem ykkur dettur í hug.
Fyrir útskriftina útbjó ég heita bláberjasósu sem samanstóð af bláberjum, vatni, sítrónu sem soðin var með, sykri og maizenamjöli... Bláber og vanilla er líka unbreakable par ! 

uppskriftin að bláberjasósunni sem ég geri er 

100 gr bláber
 50 gr sykur 
soðið þar til berin springa

þykkt með maizena mjöli sem hefur verið leyst upp í vatni

Það má þó með sanni segja að kakan hafi slegið í gegn. Mun gera hana aftur við tækifæri ! 


enjoy ;)




SHARE:

föstudagur, 12. nóvember 2010

Höfuðáverka-kökukeppni

Snillingarnir á slysó efndu til kökukeppni á Viku Bráðahjúkrunar. . .

þetta var afraksturinn

heilablæðingarnar mínar




vinningskakan! 


SHARE:

miðvikudagur, 10. nóvember 2010

Sver það...

Að ég er aaalveg að fara að blogga

og kannski bara á morgun !


í kvöld bakaði ég 12 cupcakes sem voru þær ógirnilegustu kökur sem ég hef nokkurn tíman bakað !

já ég sver það !

Ástæða þessara "mistaka" er kökukeppni á slysó sem fer fram á morgun í tilefni Viku Bráðahjúkrunar.
Þema keppninnar er "höfuðáverkar"

Í fyrra var þemað "trauma" og gerði ég köku sem ég kaus að kalla "Heimiliserjur"


ég vann nú enga vinninga þá en ég tel að það sé bara ALGERT aukaatriði það er bara lveg ógeðslega gaman að vera með ! 


 Það verður spennandi að sjá hvaða snilldar kökur munu vera með á morgun 
SHARE:

þriðjudagur, 2. nóvember 2010

draumurinn þegar ég eignast garð


pizzaofn í garðinn!!

p.s. 
er búin að semja við Viðar, ég geri pizzur fyrir Viðar ef hann gerir pizzaofninn :) 
SHARE:

Hvítlauksbrauð / Hvítlaukspizza


Hér er snilldin...
Þetta er SVO góð pizza að ég myndi gera 2 svona og eina með pepperoni ef ég fengi að ráða. 
Galdurinn kemur frá árunum mínum á Halldórskaffi. Þar var þessi pizza fundin upp. 
Þettar er sumsé ekki gert eins og hér í Reykjavík, þar sem pizza með osti er bökuð og svo hvítlauksolíu penslað yfir þegar hún kemur úr ofninum.
Þess í stað er íslenskt smjör soðið saman í potti með 1-2 krömdum hvítlauksrifjum og smá steinselju (þurrkaðri eða ferskri)


Notið uppskiftina að pizzabotnum hér á síðunni 
Bræðið smjör með hvítlauki og steinselju sem  er svo dreift yfir pizzuna


svona einhvernvegin
(þetta er eins og bearnaise sósa... haha)

Smá trikk er að salta aðeins !


Ostinn yfir og svo inní ofninn


Þar til að hún er gyllt og búbblandi 



Taddaaaaah!

p.s. skil ekki hvaðan þetta eldfjall kom. Svona kemur næstum aldrei. En til að losna við svona úr pizzum þarf maður að stinga gaffli í deigið áður en það fer inní ofn

Enjoy
SHARE:
Blog Design Created by pipdig