Þið sem lesið þetta hérna...
Hlustið nú á mig :)
Næst þegar það er afmæli eða saumaklúbbur eða einhver hópur að hittast og þið eigið að koma með "nammi" þá skuliði gera þetta!
Þetta er AFAR einfalt, og ég lýg ekki
Innihaldsefnin eru líka AFAR fábreytt og eitthvað sem flestir eiga til yfir höfuð. Það eina sem nauðsynlegt er að eiga en kannski ekki allir hafa nú þegar fjárfest í er hitamælir, helst digital (þeir eru bara skemmtilegri og hægt að stilla á fyrirfram ákveðinn tíma svo að hann pípir þegar fyrirframákveðnu hitastigi er náð). Helst ætti maður að nota sælgætis-hitamæli en hann á ég ekki og plana ekki að eignast í náinni framtíð, en þetta virkar alveg svona.
Passa þarf þó að setja hitamælinn ekki í botninn á pottinum svo maður fái ekki falska mælingu!
Þetta er í rauninni ekki brjóstsykur og heldur ekki gamla karamellan sem við þekkjum. Áferðin á þessu er meira eins og Daim og maður bryður þetta því frekar en sjúga eða tyggja.
Fyrst er að setja smjör, sykur, vatn og vanillu extract (ekki essence) í pott á háan hita
Eftir um 10 mínútur lítur þetta svona út. Ef þið viljið setja hitamælinn í þarna þá megið þið það alveg.
Hér er karamellan búin að ná 280° á Farenheit eða um 138°C.
Hér þarf að hræra alveg stöðugt, því karamellan getur brunnið við. Einnig þarf að lækka hitann aðeins þar sem karamellan gæti tekið uppá því að slettast aðein.
Þegar karamellan hefur náð 300-310°F eða 150-154°C er henni hellt í mót. Hér nota ég skúffukökuform.
Bankið svo forminu nokkrum sinnum í borðið til að sprengja loftbólur
Ofaná karamelluna strái ég strax fíntbrytjuðum möndlum og hvítum súkkulaði-dropum.
Hefði notað niðursaxað rjómasúkkulaði hefði ég átt það til :)
Fannst droparnir standa of mikið uppúr og klessti þá ofan í karamelluna, þetta er ljótt í mótinu en kemur vel út þegar búið er að brjóta hana í sundur.
Takið svo upp buffhamarinn og brjótið þetta í litla bita, setjið í fallega skál á borð og byrjið að taka við hrósi!
Geymist í lokuðu íláti við stofuhita
Uppskrift
315 gr smjör
1.5 bolli sykur
2 msk vatn
1 tsk vanilludropar
Soðið saman í potti þar til hitastig karamellunnar nær 150-154°C
Setjið heitt vatn í pottinn strax og búið er að hella karamellunni úr svo hún harðni ekki í.
(gefið svo gestunum restina af karamellunni því annar eigiði eftir að borða hana sjálf!)
p.s.
Hef verið að fá nokkur komment frá lesendum sem hafa verið að prufa og eitthvað mistekist og ætla hér að ítreka 2 atriði sem geta klikkað
nr 1
það er alveg nauðsynlegt að lækka undir karmellunni þegar það fer að sjóða og einnig er nauðsynlegt að hræra stöðugt í ... annars brennur við !
nr 2
Ekki REYNA að sleppa hitamælinum :) það er ekki HÆGT að gera þetta án þess að mæla hitastigið :)
Vonandi gengur ykkur svo vel með framhaldið og hræðist ekki. þetta eru jú bara 2 aðal hráefni, sykur og smjör og restin er að hræra, mæla hitann og éta ;)
mmmm