mánudagur, 27. júní 2005

að lofa upp í ermina á sér...

jájá, ég lofaði miklu bloggi... en neinei, ég rauk audda í bæinn eftir vinnu á þriðjudaginn og var þar fram á fimmtudag. þar blogga ég nú lítið.
Svo upphófst langur tími af því að vera upptekin. vinna og vinna og fara svo beint á hljómsveitaræfingu á föstudaginn.. svo er ég nú líka aðeins búin að vera blekuð! svona til að hita upp fyrir Hróarskeldu. nokkrir bjórar á miðvikudaginn með Finnsku stelpunum á Höfðabrekku ( Jenni og Eije) og svo aftur á fimmtudaginn, en þá fór ég í pottinn með Fúsa, palla og Guðna, endaði svo á kaffinu að kveðja Ceciliu (sissí) sem var að fara aftur til Svíþjóðar, já og svo audda aftur á föstudaginn líka! hehe, enda var hljómsveitaræfing og svo hitti ég einhverja furðufugla sem voru sko á því að vera komnir til tunglsins þar sem að þeir VÆRU KOMNIR SVONA LANGT ÚT Á LAND!! jesús minn hvað þeir voru pirrandi!!! þvílíkir stælar í þeim!! Svo á laugardaginn hrundi ég audda í það! enda var hestamannaballið.
Giggið okkar gekk vel í hléinu og söng ég líka með Pöpunum. vá þið getið ekki ÍMYNDAÐ ykkur hver tilfinningin er að vera einhversstaðar og heyra RAGNA, RAGNA, RAGNA hrópað úti í sal af öllu þessu fólki! ég tók semsagt paradise by the dashboard light sem fyrr :D svo komum við á svið strax eftir það og heyrði ég að það hefði verið rosalegur troðningur. Trylltist allt endanlega þegar við tókum Norska lagið!! úff. þetta var rooosalegt.
Ég flúði svo bara heim kl 4 þar sem að ég þurfti að gefa 120 manns að borða daginn eftir.

í dag verð ég að pakka niður því að í fyrramálið flýg ég til danmerkur... shit, þetta er real!
ó boj.

Ég mun því ekkert blogga næstu vikuna, enda verð ég í hróarskeldu
SHARE:

mánudagur, 20. júní 2005

óstöðvandi

tjah, svo virðist sem svo að áhugaleysi mitt á bloggi undanfarið hafi valdið því að ég er með uppsafnaðann bloggáhugabunka hérna einhversstaðar norðan við heiladingulinn...
hef eiginlega hugsað um allt of oft í kvöld hvað ég yrði að blogga aftur í kvöld :)

Settist niður í gær og tók af mér restina af gel-nöglunum... semsagt sat ein og pússaði og pússaði með því sem ég fann (gamalli pappanaglaþjöl) og jesúsminn... þetta tók alveg sinn tíma. sem betur fer voru ekki margar eftir.

Gaman af þessu...

Hefur einhver fengið sinadrátt í puttana... ? ég nebbla fékk sinadrátt inn í lófann þannig að baugfingurinn og langatöng drógust niður.. þetta var nú freeekar óþægilegt... þetta gerðist alveg í miðri pússun á hægri þumalputtanum, Svona in case ef þið vilduð vita það. hehe

held að ég skreppi í bæinn jafnvel á miðvikudaginn... er í fríi þá og fram á fim kl 5. Held jafnvel ef allt gengur upp að ég taki með mér 2 finnskar stelpur og við gerum eitthvað skemmtó.

Er farin að vera svolítið óþolinmóð með þetta hróarskeldudæmi, ekki nóg með að mig hlakki ÓSTJÓRNLEGA til að fara, heldur þá er Egils ekkert búið að hafa samband við okkur og láta okkur hafa miðana. en samt í dag... þá eru akkúrat bara 8 dagar þangað til að við fljúgum út! ó boj! og ég sem er nú alltaf með allt á hreinu.

Þetta blogg er að fara í tómt rugl úr þessu held ég.

því meiri komment, því meira blogg!
SHARE:

Endurrisan

Jæja, blessuð og sæl.

mikið hefur verið að gerast í mínu lífi upp á síðkastið. þar ber nú auðvitað hæst útskriftin mín ! en haldiði ekki bara en að stúlkan hafi náð að útskrifast úr MH á réttum tíma. Hinn ný útskrifaði kjólameistari hún Árún saumaði jakkann glæsilega sem ég klæddist og restin af fötunum var samtíingur héðan og þaðan út búðum Reykjavíkur. Ekki má gleyma grænu skónum sem tók eilífðartíma að fá.
í tilefni af áfanganum var haldin vegleg veisla hérna í vík. Grill ogbjór eins og fólk gat í sig látið.
Komu um 50 manns allt í allt í matinn. Gjafirar voru rosalegar! ætla að reyna að telja allt upp hérna

stáldisk
2 málverk
fondue pott
perlur (svona til að perla með!)
pezkall
blómavasa
body-bath pakka
salt og piparkvörn
stálpiparkvörn
glasamottur
grínstyttu
kertahús
2 upphengjanlega kertastjaka
eldunar "timer"
2 kampavínsflöskur
15 kampavínsglös
20 þús kall
10 þús gullgring
stúdentastjörnuna
kaffi og kaffibolla
pikknikk sett
svo á ég eftir að fá ipod photo 60 GB frá mömmu og pabba en ég kaupi það þegar ég fer til DK

Svo eftir veisluna og ískökuát var haldið á ball á klaustri þar sem að hljómsveitin Tilbrigði spiluðu vegna Enduro mótsins á klaustri. SvenniGullog Sveppi önd fylgdu okkur stúlkunum austur á bóginn (Gullu og Katrínu) og skemmtum við okkur alveg gríðar vel á þessu balli! kom allavegana skemmtilega á óvart, ég audda skundaði af stað með stúdentahúfuna ogheimtaði að fá frítt inn! sem ég og fékk ! :) fékk svo eitthvað af barnujm frá einhverjum og einhverjum sem óskaði mér þannig til hamingju... ég hætti bara ekki að græða! Haldið var svo í eftirpartý til Atla Þórs og þaðan skutlaði Broddi okkur stelpunum svo heim í víkina... ég svaf aaaaaalla leið!

En nóg um það .

Hef verið svoldið dugleg að djamma upp á síðkastið. Enda tók ég 2 fríhelgar í prófunum! :) Barinn stendur alltaf fyrir sínu og vorum við 2 snafsar þar með snilldar eurovision fíling um daginn...
2 snafsar eru svo reglulega á hótel dyrhóley og var t.d. rokna djamm þar síðustu helgi þegar við spiluðum fyrir víkurbúa. annað eins hefur ekki sést! steinþór henti þeim síðasta út kl 6. rétt í tæka tíð fyrir morgunmatinn. Höfðabrekkustaffið var eitthvað mis vinnufært daginn eftir samt !

Gerði ýmislegt af mér í síðustu viku....
Fékk þá snilldar hugmynd að rjúka á Akureyri alein á fimmtudaginn kl 3 sem ég og gerði! en ekki hvað?
Trausti var heill heilsu og allt gekk vel. var komin á Akureyri um 11 minnir mig, með nokkrum stoppum á leiðinni á helstu stöðum eins og í matvöruverslun, ríkinu og í íbúðinni að sækja ískáp undir bjórinn! :)
Eitthvað vesen var þó með gististað og með hverjum ég ætlaði að gista! svo að ég svaf svona eiginlega í bókstaflegri merkingu á klósettinu hjá Hilda og Gústa þar sem þau gistu. ég hef nú svosem örugglega sofið á verri stöðum en það! :D áður en ég þó fór að sofa kíktum við crewið á vinir vors og blóma ball í sjallanum... fátt var um manninn sem við eiginlega skildum ekki en skemmtum okkur því meira í staðinn.enda hægt að dansa þar sem lítill var troðningurinn og ágangurinn. labbið heim tók okkur svo rúmar 40 mín... það var fjandi langt get ég sagt ykkur! og rigning í þokkabót! en pliff. við víkurbúarnir erum stökkbreytt afbrigði af hinum venjulega homo sapiens og erum löngu búin að þróa með okkur vatnsvörn í ysta lag húðarinnar ! hehe.
Hitti svo loks árunu í greifapizzu á föstudeginum og vöktum svo sveppa, svenna, bjögga og ellý sem voru á tjaldstæðinu í hömrum hjá kjarnaskógi! þar sem að það var nú kominn 17. júní tókum við árún rúntinn og náðum í palla á endanum sem tók okkur í sightseeing around the town. kíktum líka í jólahúsið. ég skal segja ykkur að það þarf ekkert voða mikið til að gleðja Rögnu og þeir sem þekkja mig þá þarf bara að NEFNA jólin þá brosi ég hringinn. ég gladdist því mjög að geta hlustað á heims um ból þann 17. júní ! :)
Bílasýninging stóð svotil undir vætingum þó svo að þar hefðu verið bílar sem áttu ekkert skilið að vera þarna og bílar á rúntinum sem áttu að vera þarna. en svona er þetta alltaf. kostaði samt heilan 1000 kall inn!
og ekki nóg með það,. þá var mar líka rukkaður um 500 kall til að sjá burn-outið sem BTW var bara með 4 bílum! Eiki, sunneva, kalli og helgi voru líka ´buin að tjalda þarna á tjaldstæðinu hjá hinum og við grilluðum okkur kvöldmat á meðan svenni fór að sofa :) spjölluðum við eitthvað fram á nóttina en kíktum í smá göngutúr nokkur af okkur þegar okkur var orðið kalt á tánum á ða sitja svona enda ekkert rosalega heitt þarna í norðrinu. og Eiki var með leiðarvísun á leiksvæði íkjarnaskógi þar sem við lékum okkur í nokkra stund með smá hláturkrömpum á köflum.hehe. eitthvað til á cameru :D
Þegar eiki og sunneva fóru svo að sofa ákvað svenni að nú væri tími til ða vakna svo að við spjölluðum eitthvað lengra. Sveppalingur var orðinn furðanlega drukkinn og meira að segja farinn að tala færeysku þegar þar var við sögu komið, með rússneskum slettum meira aðsegja ! Rokkgellan svaf svo vært í einhverju tjaldi, hliðina á einhverjum. :)

á laugardaginn byrjuðum við áGreifanum og svo fórum við á spyrnukeppnina sem við VORUM LÁTIN BORGA 500 KALL INNÁ! þar sá mar nokkra drauma bíla og aðra bíla sem manni langaði ekkert í! fór áður en úrslitin voru eða svona um hálf 6 leitið. ég var nebbla ða fara að keyra ein til víkur. og hvað haldiði að ég hafi gert þegar þangað var komið?? nú! audda skellt mér á ball í tungunni!!! hehe... ég er bnú hálf klikkuð svona þegar ég hugsa þetta til baka! ég hafði nú bara verið að keyra í 6 tíma straight! :D

en ég ætla að reyna að fara að henda inn myndum svona við fyrsta tækifæri en ég er alveg fullt ða vinna og nenni ekkert endilega ða fara að sitja ogblogga þegar ég kem heim kl hálf 11 á kvöldin

Minni samt á hið magnaða Papaball næstu helgi! þeir sem hafa farið einu sinni vita við hvað ég á!
SHARE:

mánudagur, 6. júní 2005

gamalt blogg

Þar sem að ég er svo afspyrnu lélegur bloggari upp á síðkastið set ég inn blogg frá hestamannaballinu í fyrra, svona bara til að hita ykkur upp fyrir þann 25. í þessum mánuði :)


mánudagur, júní 14, 2004

mánudagur, góðan dag

ohhh mi langar so í river rafting..
Árún var búin að beita mig það miklum þrýstingi ða ég var búin að láta undan en það er víst ekki sjéns að ég fái frí í vinnunni :(((((((( riiisa hópar alla helgina.
Mar kannski reynir í smá sárabót að kíkja á ball á klaustri ef ég treysti mér til...
En allavegana...
Það var alveg rokna ball haldið hérna á laugardeginum með engum öðrum en snillingunum úr sniglabandinu!
Byrjað var í smjá upphitun heima hjá orra og svo haldið af stað á ball um 1 leitið. Fullt af (fullu) fólki var mætt og hljómsveitin byrjuð að spila.
Dreif liðið sig því strax á gólfið og landsmót í bjórhellingum og káfi hófst að vanda.
Einhver slagsmál voru á svæðinu og ennþá er verið að leita ð stelpunni sem var verið að slást um.
Reyndar hef ég heyrt að ein þekkt héðan úr víkinni hafi farið hamförum á gólfinu, ekki fengið neinn til að sofa hjá og ´þess í stað komið sér í slag. Hélt að það væri kannski ekki til að ná í stráka, en einhvernveginn fer hún að þessu allavegana.
Í hléeinu var svo kallað Fritz von Blitz á svið og við mættum þangað galvösk og til í slaginn.
En svo þegar farið var að byrja ða spila biðum við bara og biðum eftir að það væri slegið inn í lagið. en þegar betur var að gáð. þá var enginn trommuleikari við settið.
Þegar búið var að hringja í Kauða þá lá hann uppi í rúmi STEINsofandi og búinn að vinna yfir sig. Hann varð því að sleppa meiköppinu og drífa sig á ball enda biðu 200 manns eftir næsta lagi.
eftir 7 lög tóku sniglabandið við en á leið minni af sviðinu bað söngvarinn mig um hvort að ég gæti ekki komið upp aftur til að taka eitt lag.
ég sagðist ekkert kunna!! hann sagði að ég hlyyyti nú að kunna "ég vil að þú komir" og þá var það ákveðið því að ég kannaðist við viðlagið :)
Þegar ég var so klöppuð upp á við byrjuðu þeir svo á allt öðru lagi sem ég kunni enn síður!!(man í dagekkert hvaða lag þetta var einu sinni!!) Þá var það bara þessi eina lína sem ég kunni úr laginu sungin aftur og aftur og samdi svo bara rest á staðnum. Þeir höfðu mikið gaman af þessu! Svo tóku þeir reyndar fyrir um samið lag.
Fékk ég smá nasasjón af því hvernig það er að vera að syngja á sveitaböllum þar sem mér var réttur captain peli, stolið textum úr möppunni (Sem einhver dyravörður tók svo af kauða og skilaði) einn beraði bringuna fremst upp við sviðið og beðið var um einhver óskiljanleg óskalög! :))))
Þegar ég var búin að hanga í 10 mínutur í rimlunum tókst dyravörðunum að losa puttana einn af einum og henda mér út, enda ætlaði ég EKKI fyrst heim. Tókst mér svo að smygla mér svo aftur inn samt eftir allt. Og sátum og og fúsi að tala lengi við Hauk greyið sem tapaði eiginlega gítarnum. Hann fannst fyrir einhverjum árum í vegkanti og haukur keypti hann af þeim aðila sem fann hann. og ´buinn að eiga hann í 5 ár eða svo. Kom svo upp á ballinu að gilsi í Sniglabandinu kannaðist við töskuna, opnaði hana og sagði, NEI! gítarinn minn!!! Og þannig er nú það. Þetta er Gibson metinn upp á 250 þús takk fyrir og honum hafði verið stolið af Gilsa fyrir 8 árum síðan. Bömmer maður!
Jæja, eftir smá sorg og sút var tölt aftur til Orra í skyldu-eftirpartý sem var lítið fjör í. Orri týndur og einn stóll brotinn ásamt skemmtilegum uppþornuðum bjórpollum á gólfinu frá fyrirpartýinu sem maður límdist við.
Ég og Haukur drógum svo Helga greyið í göngutúr sem endaði heima hjá Hauk í risasamloku sem held ég að hafi samanstaðið af pepperoni, smjöri, beikoni, skrömbluðum eggjum og brauði. Getur ekki verið mikið meira óhollt er það? :)
Jæja
Þrátt fyrir loforð mitt um að koma ekki heim fyrir 14,00 var ég komin upp í rúm hérna heima eftir rabbabbaratínslu á heimleiðinni um hálf átta og skemmti mér við ða horfa á baddnaebbnið í nokkra stund áður en ég steinrotaðist og vaknaði ekki fyrr en Jón Hilmar vakti mi um 3. Það er nú ekki í fyrsta skiptið sem honum tekst það!!

posted by Ragna_Rokkgella @ 14:02 - Halló, segið eitthvað! (0)
SHARE:

föstudagur, 3. júní 2005

hæbb!!!

jájájájá
fer alveg að fara að blogga og setja inn allt sem á daga mína hefur drifið síðustu vikuna :)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig