miðvikudagur, 19. október 2005

jæja, stóri stóri stóri dagurin að renna upp!!

Það skemmtilega við það að vera ungur er það að lífið er alltaf að koma með eitthvað nýtt og spennandi, og dag hvern er alltaf eitthvað meira og meira að koma fyrir sem manni finnst vera alveg STÓRKOSTLEGT!
Ég er búin að standa mig af því allt of oft síðustu ár að upplifa merkilegasta atburð lífs míns! :) sem boðar bara gott... ég er semsagt alltaf að upplifa eitthvað merkilegt :) jeeei

já, ég er búin að koma orðum að þessu svona næstum því...

Á morgun kl 15:40 mun ég yfirgefa ísland í þónokkurn tíma.
Ég er að fara til Waybridge 30 mín suðvestur út frá London og verð þar næstu 9 mánuði.
Heimferðir eru ekki mikið planaðar nema það að ég stefni á að koma heim um áramótin. Verða semsagt jólin úti.
Lofa engu samt um það eins og staðan er núna :)

Ætla að láta þetta gott heita og vona að ég heyri sem mest í ykkur.
Ég held að ég fái að komast á netið þarna :) svo að ég blogga líklegast bráðlega.

Ekki vera hrædd, ég er hjá svo að ég held alveg frábærri fjölskyldu... :) og spennan að stigmagnast núna.
Verður mjög gaman

Allir eru velkomnir í heimsókn til mín úti og er ég alltaf tilbúin í pöbbarölt og verlsunarleiðangur :D


Síðasta kveðja Rokkgellunnar frá Íslandi í þónokkurn tíma

Bless Bless :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig