þriðjudagur, 13. desember 2005

stríðnisskap...

ef ég væri á íslandi væri ég einhversstaðar að stríða einhverjum... Er með svona kitl í maganum og langar að stökkva á einhvern og kítla eða hrekkja ! :)

Ætlaði nú ekki að setja lýðinn í sjokk með blogginu í gær :)
og ætlaði svosem ekkert endilega að skrifa um þetta mál, en endaði samt á því, og bara svona til að svara öllum í einu, þá er ég ekkert afbrýðissöm þessa stundina og líður æðislega! :)

Krakkarnir fara í jólafrí á morgun, það þýðir bara eitt. Ég er að passa þá næstu 2 daga þar sem að Mary Ellen fer ekki í frí frá hennar skóla fyrr en á föstudaginn.
Ég og Maddie erum búnar að ákveða að baka muffins og lakkrískurlskökur á fimmtudaginn og svo kannski fara öll saman í sund í tennis club á föstudaginn.
hey, já talandi um tennis klúbbinn!!! :D
Það þufti að kaupa fyrir mig aðgang svo ða ég fái að koma þangað inn. er alveg voðalega mikið flottur staður og blabla...
Var semsagt keypt sérstakt "nanny membership". sem þýðir basicly að ég má koma þangað og gera það sem krakkarnir gera.
Fékk svo kort í síðustu viku sem mar notar til að komast inn á.
á því stendur nafnið mitt....

viljiði bjóða velkomna

Nanny McCarthy!!! :)

þetta væri flott nafn á sjónvarpsþætti um barnfóstrugribbu :)

Fór í Bear Factory í dag, og keypti bangsa fyrir Ellý og Bjögga sem þau ætla að gefa einhverjum í jólagjöf, tjah, smá langsótt... en ég allavegana keypti og klæddi alveg svakalega sætan bangsa :)
ég vona að sá sem á að fá hann lesi ekki síðuna mína :S
bjöggi þú lætur mig bara vita ok?

fæ að sofa út á morgun!! vúhú!!!
Rory skrapp til Amsterdam í gærkvöldi og kom í dag, hann ætlar að fara með krakkana í skólann á morgun, og hreingerningarfólkið kom í dag í staðinn fyrir á morgun, svo að ég ætla mér að kúra uppi í rúmi og ekki gera neitt fyrr en 10, þarf að fara í söngtíma kl 11 sko

Mamma fékk pakkann sem ég sendi henni síðasta mánudag.
Þeir voru eitthvað búnir að gramsa í jólapökkunum og rífa þá smá upp. Mamma lofar að það sjáist ekkert i þá, ég vafði þá nebbla inn í dagblöð líka sko.

Alveg stórmagnað hvað maður getur skrifað um mikið þegar mar hefur ekkert að segja!
svo að ég ætla ða segja mér að þegja!

Þegiðu Ragna!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig