sunnudagur, 11. desember 2005

Djamm og london baby!! -Framhald.

já. allavegana

Vaknaði hress og kát kl 10 á laugardeginum, var ekkert smá stressuð um að sofa yfir mig.. vaknaði þvi kl 7,8,9 og að lokum kl 10! :D
Ég hafði nebbla fengið fyrirmæli um að vera komin á Liverpool street station í London kl hálf 1. Og það tekur mig hálftíma að komast á Waterloo og svo þurfti ég að taka 2 sinnum tube til að komast á Liverpool street.
Ástæðan fyrir þessu ferðalagi var sú að Eggert bróðir hans Svenna var að koma frá Noregi í heimsókn og ég átti að hitta þá þarna kl hálf 1.
Ég var komin tíu mín yfir 12 og á góðum tíma. Svenni inneignarlaus og ég vissi ekkert hvernig Eggert leit út, jah, júh, hafði séð einhverjar myndir.. en taldi mig nú ekki vera það örugga að geta labbað að manninum og sagt hæ ég heiti Ragna.
Heyrði í svenna um korter yfir 12 og þá var hann búin að vera fastur í umferð með rútunni sem hann var í og ógisslega seinn... Var því ákveðið að ég myndi bara hitta Eggert þarna fyrir framan Costa Café.
Fékk nákvæmlegar útlitslýsingar... "já sko.. hann er svona næstum krúnurakaður, svipað hár mér og lítur út fyrir að vera að fara á fjöll" Viti menn... kl korter í 1 labbaði maður þarna að sem ég ákvað að vinda mér að og segja "hæ ég heiti Ragna" við.
Hann hafði víst líka fengið útlitslýsingar... "já sko.. hún er alltaf brosandi"
Ákváðum bara að skella okkur í Tube-ið aftur og fara á Tottenham court road.
fínn staður til að byrja för okkar á Oxford street og keyptum líka inneign handa Svenna :D sniðug ha? :)
Svenni kom svo loksins einhverntíman og við röltum af stað oxfordstreet en beygðum svo brátt af henni og stefndum á Leicester Square og Covent Garden...
Verslaði EKKERT.. .:) believe it or not! (já þið ráðið því alveg ) þvældist því bara inn og út úr skíða-, snjóbretta-, útiveru-, sportbúðum.... Verst að það náðust ekki myndir :) ég hafði nebbla mikinn áhuga á þessum búðum... SÉRSTAKLEGA strákunum sem unnu þarna! :)
Flott jólaljósin þarna...
Just made my day að heyra einhvern gaur á Covent Garden spila "streets of London"
Lag sem minnir mig á Dave síðan frá síðustu jólum þegar ég var í London og á árángursríkar tilraunir Svenna við að kenna mér þetta lag!

læt textann fylgja hérna með


Streets Of London

Have you seen the old man in the closed down market
Kicking up the paper with his worn out shoes
In his eyes you see no pride
And held loosely by his side,
yesterday's paper telling yesterday's news

How can you tell me you're lonely
And say, for you, that the sun don't shine
Let me take you by the hand
And lead you through the streets of London
I'll show you something to make you change your mind

Have you seen the old gal who walks the streets of London
Dirt in her hair and her clothes in rags
She's no time for talkin, she just keeps right on walkin'
Carryin her home in two carrier bags

How Can you tell me....

In the all night cafe at a quarter past eleven
Same old man sitting there on his own
Looking at the world over the rim of his teacup
Each tea lasts an hour and he goes home alone

How can you tell me....

Have you seen the old man outside the seaman's mission
Memory fading like the ribbons that he wears
In our winter city, the rain cries a little pity
For one more forgotten hero in a world that doesn't care

How can you tell me you're lonely
And say, for you, that the sun don't shine
Let me take you by the hand
And lead you through the streets of London
I'll show you something to make you change your mind
I'll show you something to make you change your mind


Fengum okkur að borða killer hamborgara á TGI Friday's. Held að ég hafi verið svaka dóni og gleymt að þakka Eggerti fyrir matinn :/ Svona er mar illa innrættur... Geri það því hér með ef hann les þetta einhverntíma.. Hjúkk! málinu reddað!!! :)
Á leiðinni til baka gáfu strákarnir sér smá tíma til að reyna að vinna stóran bangsa í tívolíi... (ég var ekkert búin að suða sko... HÓST) tókst ekki í þetta skiptið... en þeir fá kannski sjéns seinna :p
Dagurinn leið hratt.. eiginlega allt of hratt...
Maður er farinn að meta tíma sinn með félögum aðeins betur en maður gerði heima. . . Enda er maður svoldið langt frá þeim. En, maður kynnist nýjum :p

Reyndi mitt besta að plata strákana til að koma með mér til Weybridge... Eins og fyrst var ákveðið ætlaði Svenni að koma með mér, en það var áður en Eggert skrapp til Englands. Ég reyndi og reyndi og reyndi.. en allt kom fyrir ekki.. Ég fór ein heim og lokaði gestaherberginu sem ég var búin að gera svo fínt :(
næst kannski bara...

Dagurinn í dag ekkert búinn að vera góður...
Afinn á heimilinu er held ég svona við það að deyja, á að gera tilraun og taka kannski af honum löppina :/ og allt annað virðist vera að bila í leiðinni..
Hef því bara reynt að loka mig inni í herbergi í dag og leyfa þeim að eiga sinn tíma. Nennti sjálf ekki ein út í kuldann.. brrrr :)

Bendi einnig á myndirnar á ragna.safn.net undir djömm í englandi, þar má finna einhverjar myndir frá Oceana og 2 frá london..
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig