mánudagur, 28. febrúar 2011

Sticky toffee pudding - Döðlukaka með heitri karamellusósu

Ég kynntist þessum eftirrétt í bretlandi en þessi réttur er mjög vinsæll þar á öllum veitingastöðum og hægt er að kaupa margar tegundir af þessari köku tilbúnni í búðum, oftast í plastílláti með sósunni undir kökunni og þessu er svo stungið inní örbylgju til að hita réttinn.


Ég hef reyndar bara gert þetta 1x áður en þetta er alveg dísæt og þétt kaka með enn sætari sósu

Hér kemur uppskriftin


150 gr döðlur, saxaðar frekar smátt
200 ml sjóðandi heitt vatn
1 tsk matarsódi
60 gr smjör (helst lint)
60 gr sykur
2 egg
150 gr hveiti
1,5 tsk lyftiduft

Aðferðin er ekki flókin:
-saxið döðlurnar og látið í vatnið + matarsódann og látið standa í 10 mín eða á meðan þið gerið deigið
-Deigið er gert þanig að smjör og sykur er þeytt saman í hrærivél eða handþeytara þar til að það er orðið ljóst og svoldið fluffy, þá er eggjunum bætt saman við einu í einu og þeytt vel á milli.
-Að lokum er hveitinu og lyftiduftinu bætt saman við og döðlunum + vatninu helt saman við líka og hrært saman þar til að það er orðið slétt og fínt.

Eins og þið sjáið á myndinni þá nota ég ekki lítið ferkanntað form eins og vanalega er gert heldur lítil form sem ég keypti í Söstrene Grene fyrir mörgum árum. Hægt væri líka að nota Créme Brulée form eða einfaldlega kringlótt form.

Þetta er bakað í 20-30 mínútur í miðjum ofni á um 180 °C eða þar til að prjóni sem stungið er í miðjuna kemur ekki blautur út. Það er þó í lagi að rakir,klístraðir kökumolar séu á prjóninum.

Þegar kakan er heit eða volg, hellið sósunni yfir og berið fram

karmellusósuuppskrift:

200 gr smjör
400 gr púðursykur
250 ml rjómi
1 tsk vanillu extract


Allt sett í pott og soðið í 5 mínútur
SHARE:

2 Ný myndaalbúm komin inn á smugmug

Jæja já.

Hef víst verið töluvert dugleg að setja inn myndir upp á síðkastið. Ég nota helst ekki facebook til þess að geyma myndirnar mínar vegna höfundarréttsins sem tapastvið það og nota þess í stað Smugmug.

Myndaalbúmin eru :


Þorrablót á Eyrarlandi 19. febrúar

og

Þorraferð jeppaklúbbsins 4x3 á flugi 26.-27. febrúar
SHARE:

þriðjudagur, 22. febrúar 2011

Indverkst matarþema - uppskrift af Butter Chicken !

Jæja, þá er komið að því að útskýra aðeins hvað er hérna á myndunum :)

Fyrst sýni ég ykkur hvernig ég gerði Butter Chicken en það þarf að byrja á því að gera hann daginn áður enda þarf kjúklingurinn að marinerast yfir nótt í jógúrt-kryddleginum. 

Til að spara smá pening keypti ég kjúklinga upplæri og úrbeinaði tilblands við kjúklingabringur. Satt best að segja komu lærin betur út hvað varðar áferð og bragð og mun ég ekki reyna að gráta út pening fyrir kjúklingabringum næst þegar ég geri þennan rétt.
Það er að vísu örlítið vesen að úrbeina lærin, taka af þeim skinnið og fituhreinsa, auk þess að skera þau niðrí bita en ef tíminn er ekki vandamál þá myndi ég gera það. 

Það fyrsta sem maður hræðist í þessari uppskrift eru öll skrefin sem þarf að framkvæma en þau eru í alvöru ekki flókin eða rosaleg þegar það kemur að því að gera þetta allt. Það var í raun afskaplega gaman að leggja smá vinnu í þennan góða mat

annað sem maður hræðist eru fjöldinn af kryddtegundum sem þarf að nota í þennan rétt. 
Þessi krydd fást öll í flestum búðum (sum þó aðeins í Hagkaup eða stærri stórmörkuðum). Það var eitt "krydd" sem ég fann ekki í venjulegri búð en það var Kardimommufræ (cardamom pods) en þau fann ég í Asíska markaðnum hliðina á Nings á Suðurlandsbraut. Ef þið finnið þetta ekki þá myndi ég benda ykkur á að googla cardamom pods substitute í staðinn og sjá hvort að kardimommuduft virki ekki jafn vel í staðinn

en þá hefst fjörið
(athugið að ég gerði 2falda uppskrift fyrir 6 fullorðna. Einföld hefði kannski dugað fyrir um 5 + meðlæti)


Dagur 1:



1 Bolli hreint jógúrt + sítrónusafa er blandað saman. Útí það er settur hvítlaukur (maukaður, kraminn eða rifinn á microrifjárni eins og ég gerði) + engifer sem þarf að rífa á járni (hann er alltaf töluvert trénaður annars og ekki vinsælt að fá það uppi sig í svona rétti).
Einnig er tómatmauki,  paprikukryddi, Garam masala (tilbúið krydd) og muldum kardimommum (einnig tilbúið krydd).





Nærmynd af kryddum, hvítlauk, engifer og tómat 




í einfalda uppskrift á að nota 3-4 bringur eða samsvarandi magn af annarsslags kjúklingakjöti


öllu er svo blandað saman



verður fallega bleik-rautt á litinn


og svo geymt og gleymt inní ísskáp þar til daginn eftir ! 

Dagur 2:


Réttsælis frá kardimommufræjunum er :
Kardimommufræ, pipar, sykur, chilliduft, engifer, salt og paprikuduft. í miðjunni er svo kanill.
Ath... hér er ekki verið að fara að baka köku. Seriously !
já og rétturinn mun heldur ekki bragðast eins og kaka ! 

Hér hefst fjörið sem er svo framandi.
Búa þarf til nokkuð bragðsterkt, tómatkryddmauk til að blanda útí jógúrtblönduna sem útbúin var deginum áður. 

Lauk, hvítlauk og engifer er svissað aðeins á pönnu. Þarf alls ekki að brytja það smátt, enda á eftir að mauka þetta allt saman eftir smá stund. Tómatasósunni (passata - fæst í fernum í Bónus eða brytjaðir tómatar í dós sem ýtt er í gegnum sigti) er helt útá og að lokum öll þessi krydd sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan, á myndina vantar reyndar lárviðarlauf og karrý




Þetta er allt svo soðið saman í smá stund og síðan skellt í blandara og 


 víííí!!!!!!




Þegar maukið lítur svona ut í mixernum þarf að losa sig við stóra hluti og annað sem hefur ekki mixast nógu vel. Það er gert með því að skella sigti ofan á skál og þessu hægt og rólega þrýst í gegn. 



þetta tekur lengri tíma en ég hefði viljað... djöfull var ég orðin óþolinmóð þarna þegar hingað var komið í að kremja þessu í gegn, en þetta hafðist og það var ekki meira eftir en þetta ! :)



Þá hefst samsetningin mikla. 

Smjör er brætt á pönnu og kjúklingnum í allri jógúrtmarineringunni er helt útá og hrært í þar til þetta fer að hitna vel. 

Eftirleikurinn er auðveldur eftir þetta allt saman

Kryddmaukinu sem búið var að neyða í gegnum sigtið er helt útá og rjómaskvettu skellt með og allt hitað vel og soðið þar til að kjúklingurinn er klár




Borið fram í skál og ég kaus að setja ferskan kóríander yfir en það var algerlega mín hugmynd.. (bara af því að ég elska kóríander!) 


Fáránlega skemmtilegt að elda þennan mat og rosalega gaman að fá gesti í svona framandi og bragðgóðan mat.

Það kom mér á óvart hvað rétturinn small saman þegar allt var komið á pönnuna og þurfti ekki að bragðbæta neitt eins og maður er oft að gera í rétt lokin. 

ATH að upprunanlega er kjúklingurinn grillaður í jógúrtsósunni áður en honum er blandað saman við maukið en ég kaus að nota uppskrift sem gerði það ekki. Sparar aðeins fyrirhöfnina :) 


Meðlætið var ða sjálfsögðu NaanBrauð en uppskriftina má finna hér á síðunni eða HÉR


Allt að smella saman í eldhúsinu 


Pottarnir rétt áður en allt var sett á borð



Saffran Hrísgrjón 



Bombay Aloo 


Matarborðið 


Sticky toffee pudding 



Þetta blogg fjallar aðeins um Butter Chicken en hinar uppskriftirnar munu koma hér síðar. 
Ef þið eruð að skoða þessa síðu löngu eftir að þessi færsla var skrifuð þá munið þið finna þessar uppskriftir í viðeigandi flokkum vinstra megin á síðunni :)


Uppskrift :

Dagur 1: 

3-4 kjúklingabringur eða samsvarandi magn af kjuklingakjöti 

1 bolli hreint jógúrt 
1.5 tsk sítrónusafi 

1/4 tsk kardimommur (ekki dropar)
1/4 tsk Garam Masala
1/2 tsk paprikukrydd
1 tsk marinn, kraminn eða rifinn hvítlaukur
1 tsk rifinn engifer 
1 msk tómatpúrra 

- Öllu blandað saman og hellt yfir kjúklinginn
-geymt í ískáp yfir nótt 

Dagur 2:

1 stk laukur, gróft saxaður
5 hvítlaukrsif, söxuð 
3 msk matarolía
1 cm langur bútur af engifer, saxaður
1,5 bolli tómatasafi (passata)

3 lárviðarlauf 
1 tsk karrý 
1 tsk paprika (duft)
1 tsk salt
1 tsk sykur
1/4 tsk negull 
1/4 tsk kanill
1/2 tsk chilli krydd eða Cayenne pipar
pipar á hnífsoddi


-Laukur, hvítlaukur, engifer steikt saman á pönnu í 2-3 mínútur og svo tómatasafa + kryddum bætt útí og látið sjóða í smá tíma 
-Blandað í mixer þar til það virðist blandað saman +haha+
-sett í sigti og allt drasl sigtað frá 


til að setja réttinn saman

-3 kúfaðar skeiðar af smjöri bræddar á pönnu. 
-Kjúklingnum er bætt útá og hitað þar til það fer að sjóða
-Kryddmauki bætt útá + 1/4 bolla af rjóma og soðið þar til kjúklingurinn er tilbúinn


og SVONA gerið þið Butter Chicken 

auðvitað langar mig svo að heyra í ykkur ef þið leggið í tilraunaeldamennsku heima hjá ykkur :)



SHARE:

föstudagur, 18. febrúar 2011

Indverskt matarþema

Gourmet matarklúbburinn hittist í gærkvöldi. Í þessum mánuði var komið að mér að elda. 
Þar sem ég var veik síðast þegar ég átti að sjá um matinn hafði ég fyrir löngu ákveðið hvað ég ætlaði að gera og gat satt best að segja ekki beðið eftir að prufa þetta. 

Ég hef sl ár verið að prufa mig áfram í indverskri matargerð og hef komið mér upp all góðu kryddsafni sem þarf til þess að elda þessa tegund matar. 

Í gær gerði ég uppáhalds indverska réttinn minn, Butter Chicken ásamt meðlæti sem var Bombay Aloo (karrý kartöflur með tómat og kóríander), Saffran Hrjósgrjónum, naan brauði og auðvitað var papadums með á borðinu 

í eftirrétt var breski eftirrétturinn sem ég elska svo mikið, Sticky Toffee pudding.

Eftir allt átið spiluðum við öll saman Ticket To Ride sem er stórskemmtilegt spil :), kjöftuðum aðeins meira og enduðum svo í Wii keppni fram á nótt.

lovely!


uppskriftir af þessum réttum koma seinna :)



Butter Chicken

Saffran hrísgrjón

Bombay Aloo

Naan brauð

Gourmet fólkið mikla 

eftirréttur : Sticky toffee pudding

SHARE:

miðvikudagur, 16. febrúar 2011

Tebollur

Þessar tebollur eru mjög líkar þeim maður fær í bakaríum nema að þær eru kannski ekki alveg jafn þéttar.
Hægt er að gera þær litlar eins og smákökur en ég vil oftast hafa þær frekar stórar og dugir þessi uppskrift því bara í 6-8 tebollur hjá mér :)





Uppskrift: 


3.5 dl hveiti
1.5 tsk lyftiduft
3/4 dl sykur
100 gr smjörlíki/smjör
1.5 tsk kardimommudropar
1 egg
1 dl mjólk
1 dl rúsínur eða grófsaxað suðusúkkulaði (eða 1/2 dl af hvoru)

Aðferð: 

Setjið öll þurrefnin í skál og myljið saman smjörinu með höndunum.
Gott er að taka lúku fulla af hveiti og smjörmulningi og nudda 2 höndum saman til að ná mestu klumpunum úr. Að lokum þarf að blandan að líta út eins og mulið kex og ekki með stórum bitum af smjöri.

Hrærið saman eggi og mjólk þar til deigið  verður samfellt.
Ath það er nokkuð þykkt !

Bætið rúsínum og/eða súkkulaði saman við


Setjið á plötu klædda bökunarpappír með 2 skeiðum. Það er í lagi að kúlurnar séu úfnar og ójafnar. Kökurnar renna töluvert mikið út, svo passið ykkur að hafa ekki of stutt á milli.

Mínar kúlur eru eins og mandarína að stærð.

Bakist við 180°C í miðjum ofni í ca 15-20 mínútur eða þar til að kökurnar hafa tekið nokkurn lit í könntunum og falla ekki saman ef þið bankið í þær með puttunum.
Ath, ef þær eru í dekkri kanntinum þá eru þær stökkari og það er það sem ég kýs sjálf



Ef ykkur langar, þá getiði dýft hálfum kökunum ofan í bráðið hjúpsúkkulaði og eruð þá komin með tebollur eins og úr bakaríi

Þessa uppskrift er tilvalið að gera í miðri viku ef það koma gestir í kaffi einnig slá þessar alltaf í gegn í útilegum, lautarferðum sem og öðrum ferðalögum

Fljótleg og auðveld uppskrift
SHARE:

sunnudagur, 6. febrúar 2011

Framkvæmdir í Stubbaseli, part II

verið að líma upp síðustu flísarnar. Létum sérsmíða þennan járnkannt í kringum uppþvottavélina. Skemmtilegt að segja frá því en við erum jafnöldrur.. Hún er framleidd í febrúar 1985 og því síung ! 

Loksins var farið að fúga 

ok, þetta er svoldið uppstillt mynd, En ég fúgaði "smá"


Gólfflísanrar ... Sjáið myndir af gömlu flísunum hérna fyrir neðan 

Nýja eldhúsljósið. Alveg rosalega hvítt og bjart ! Þannig vil ég hafa  lýsinguna í eldhúsinu. Dimmer er samt málið 

Fullbúið ! 


Næst á dagskrá er að láta sprautulakka skúffurnar meira í stíl við flísarnar... Erum samt enn að ákveða litinn þó svo að hugmyndin sé komin.
Ætlum líka að setja plexigler þarna vinsta megin við hnífastandinn til þess að loka þessu horni aðeins af. Það er hálf pirrandi stundum að horfa á kaffivélina úr stofunni :)

Kv
Ragna
SHARE:

miðvikudagur, 2. febrúar 2011

Framkvæmdir í Stubbaseli, part I

Fyrir framkvæmdir. Alls ekki al-slæmt en rosalega var ég orðin þreytt á þessum flísum!

Brjóta... Þarna fannst mér allt ganga svoooo hratt :) 

Gifsveggurinn fór óvart með... Brúni stóri flekkurinn er gat inní vegginn

betri mynd af gatinu

Allt farið! 


Byrjaður að brjóta af gólfinu... Flísarnar voru pikkfastar og endaði þetta því með brotvél og miklum látum 

Hér er iðnaðarmaðurinn að hræra 

Mjög góður í að hræra... Sjáið allt rykið í kringum hann... Helv brotvél 


Veggurinn kominn. Á eftir að fúga 



og hér sést glitta í gólfið... Enn vantar í kringum uppþvottavélina og að fúga allt. 




SHARE:
Blog Design Created by pipdig