föstudagur, 30. maí 2008

spennt?

Vaknaði með smá spennuhnút í maganum áðan... aðal ástæðan er sú að ég er að fara að keyra til Akureyrar eftir smá stund og ætla ég að stoppa við Hjá Evu og Geirnýju sem ákváðu að vinna á Sjúkrahúsi Sauðárkróks í sumar! :) Svo ætla ég líka að stoppa við í kaffi hjá Hrönn vinkonu :) kominn tími til að ég kíki á stelpuna...
... til þess að láta mig vakna ennþá spenntari þá vaknaði ég við lagið "ég fer í fríið" (ljósin á ströndu skína skær, skipið það óðum færist nær trallalla) og það er hreinlega eitt af mínum uppáhalds ! :) 

best að klára að pakka niður

c ya 
SHARE:

miðvikudagur, 28. maí 2008

RIP

Ætlar einhver á annað borða að fara á Þjóðhátíð þetta árið? 
ég er nefnilega búin að komast að því að ég er í fríi frá FÖSTUDEGI fram á MÁNUDAG... Hef aldrei verið í svona góðu fríi í kringum versló áður og ég bað ekki einu sinni um það. sweet
SHARE:

neeeeei :(

það kviknaði í þjóðhátíðinni 


mér líður bara illa við að sjá þetta! 

SHARE:

mánudagur, 26. maí 2008

Ljóska?

þar sem ég hef ekkert að segja þá get ég sagt ykkur eitthvað algerlega pointless...

stóð í sturtu áðan, með eitthvað í auganu sem meiddi mig virkilega... Rétti upp vísifingurinn, miðaði á augað á mér og POTAÐI í það öllu afli... djísuss... ég er nú ekki í lagi... 
það er betra að vita en að halda að maður sé með linsurnar í augunum... sú aðferð að pota í augað á sér og færa linsuna til virkar einungis þegar linsurnar eru í, alls ekki þegar þær eru í boxinu á vaskborðinu. Aðgerðir sem þessar (án linsa) valda rauðu og enn aumara auga og smá pirring yfir asnaskapnum í ljóshærðu stelpunni

passið ykkur!
xxx

Ragna
SHARE:

HAHAHAHA


Smá til að vekja hláturtaugarnar í ykkur á mánudagsmorgni ;)
SHARE:

sunnudagur, 25. maí 2008

Glimrandi fín helgi...

Fór austur á fimmtudaginn þegar ég var búin að sofa eftir næturvaktina, kíkti aðeins við hjá Fúsa og Guðnýju og ég og Fúsi æfðum nokkur ný lög sem við tókum upp í prógrammið.
Endaði svo fimmtudagskvöldið á örlitlu kennderí-i með freyðivínsflösku sem sat svo allan föstudaginn í höfðinu á mér svo að ég var mjög róleg það kvöldið :) Afrekaði það samt að liggja uppí sófa hjá Stjána og Sigga, poppa og horfa á Die Hard I, hana hafði ég bara ALDREI séð
áður... *segi-varla-frá-svona*

Eurovision-teitið á kaffinu tókst ROSALEGA vel... Allir sungu með og flest allir dönsuðu svo að 2 snafsar og einn bjór (Svenni) voru mjög sátt þegar þau fóru heim til sín.. sem var EKKI snemma...

Hér kemur ein mynd af Jobba síðan í góða veðrinu á laugadeginum þegar við fórum að leika niðrí fjöru

og að lokum 2 myndir af okkur frá laugardagskvöldinu


Við vorum líka svo vinsæl þetta kvöldið að 2 ljósmyndarar voru á svæðinu og tóku ÓTRÚLEGA margar myndir.. .svo margar að fólk var farið að velta því fyrir sér hvort að við værum orðin fræg (svo er nú ekki).. Fæ vonandi myndirnar á CD áður en langt um líður og sýni einhverjar hér :)

takk fyrir góða helgi :)
SHARE:

fimmtudagur, 22. maí 2008

STELPUR, A must-have !!!

Jább, núna er að koma sumar og það sem er "INN" í sumar hvað varðar sumarförðun er allskonar litaður eyeliner. sægrænn, ljósblár, fjólublár, gull, neongrænn, appelsínugulur.. name it ! mjög flott að setja litla mjóa línu af svona æpandi lit og setja mikinn maskara með. Ef þér finnst þetta vera frekar ljóst og vera ennþá andlitslaus þá er töff að lita innan í augnhvarmana með svörtum eyeliner til þess að gera augun aðeins meira áberandi.

Ég var nú þegar búin að kaupa 2 nýja eyelinera bara til að geta verið svoldið "töff" en svo uppgötvaði ég ALGERT must-have sem ég fann í "make up store" í Kringlunni/Smáralind. Þetta er vökvi sem heitir "mixing liquid" og er þannig gerður að hann breytir augnskugganum þínum, hvort sem að það er fastur augnskuggi eða duft-augnskuggi, í vatnsheldan eyeliner(Hann er líka til að festa laust glimmer).
Við eigum nú allar einhverja flott augnskugga, bronsaða eða einhverja í töff litum sem verða flottir á okkur í sumar ! :)

Nýtum það sem við eigum og notið ímyndunaraflið !

smá tips:
er búin að vera að prufa mig áfram með þennan vökva og hef komist að þvi að það er "best" að dýfa mjóum eyeliner pensil (svona eða svona) ofaní vökvann og svo setja pensilinn í smá horn á augnskugganum og ná þar í augnskugga og blanda svo saman á handarbakinu, gera svo mjóa línu á augað :)
þetta er geðveikt :)


Hérna er grein um sumartískuna 2008 í förðun...
stelpur... neonlitir eru inn!


(er nokkuð voðalega augljóst að ég er á nætuvakt og hef góðan tíma til að eyða í blogg?)
SHARE:

miðvikudagur, 21. maí 2008

ljótar hendur..

Það eru flest allir óánægðir með hendurnar á sér og hef ég orðið vitni af OF mörgum samtölum þegar fólk (gjarnan kvenfólk) er að metast um hver er með ljótustu hendurnar, lengstu puttana, stystu puttana, beygluðustu puttana, skakkar neglur og GUÐ MÁ VITA HVAÐ !

úff

ÞESSAR hendur sem eru hérna eru samt örugglega ljótustu hendur sem ég hef séð lengi...
en hver á þessar hendur?

-þetta eru hendur á frægri leikkonu
-þetta eru hendur á konu sem er rétt rúmlega 30 ára

hver á hendurnar?

klikkið HÉR til að sjá hver myndi vinna keppnina í "ég er með ljótari hendur en þú!" í stelpupartýinu þínu!


SHARE:

þriðjudagur, 20. maí 2008

Hér kemur tilkynningin
nú er bara að skella djammfötunum í þvottavélina fyrir helgina, muna að fara í ríkið, ekki seinna en á föstudaginn og sjáumst svo :)
SHARE:

mánudagur, 19. maí 2008

sææl

rosalega finnst mér 2 auglýsingar í sjónvarpinu vera góðar þessa dagana en það eru:

þessi auglýsing frá símanum 

og svo er það þessi frá Vínbúðinnisit núna uppí sófa eftir góðan dag þar sem ég fór á fund í kaupþing sem gjaldkeri Curator, fór svo á annan fund á Café Oliver í framhaldi af því, fékk ný gler í gleraugun og keypti mér buxur sem passa, nærföt sem passa (já allt er að hverfa) og myrkvunargardínur í herbergið (svo ég geti sofið eftir næturvaktir) ...

ég er orðin svo langþreytt á að eiga ekki neinar buxur sem ég er ekki að missa niður um mig og svo virðist sem að ég sé ekki lengur á "milli númera"... buxnakaup verða því vonandi auðveldari í einhvern tíma.


Smá tilkynning kemur á morgun !!! :)
SHARE:

laugardagur, 17. maí 2008

ég er mótmælandi..

ég viðurkenni það, já ég stend í þöglum mótmælum þessa dagana!

þar sem að ég persónulega á ekki vörubíl þá mótmæli ég háu bensínverði með því að leggja bílnum og hjóla allt það sem ég þarf að komast. Þó svo að staðirnir séu í ólíkum póstnúmerum... iss, það er minnsta málið. Ég er að verða nokkuð góð í brekkunum held ég bara og ég er mikið búin að bæta mig í hjólaleikninni síðan í danmörku í ágúst þegar ég komst ekki út á götu án þess að vera búin að FLJÚGA á höfuðið og lá flækt í dekkjum og stíri út undir húsvegg og beið eftir að Árún gat jafnað sig á hláturskrampanum til að aðstoða klaufabárðinn. 

Var núna að koma úr vinnunni, hjólandi að sjálfsögðu og stefni á að hjóla aftur í fyrramálið !
(engin loforð eða fögur fyrirheit  fylgja fyrri setningu!)

jæja.

ég er þreytt

góða nótt
SHARE:

fimmtudagur, 15. maí 2008

Stolt af sjálfri mér..

já, maður á annað slagið að klappa á öxlina á sjálfum og segja "þú ert bara svoldið dugleg Ragna"

-Mér finnst ég vera dugleg að hafa misst 30+ kíló
-Mér finnst ég dugleg að vera að læra hjúkrun
-Mér finnst ég dugleg að hafa flutt af íslandi, ein, í rúma 9 mánuði
-Mér finnst ég dugleg að búa ein og standa mig vel
-Mér finnst ég dugleg að geta ákveðið hverjir eru vinir mínir og hverjir ekki
-Mér finnst ég dugleg að reyna alltaf að gleðja fólk og gera því eitthvað gott
-Mér finnst ég dugleg að vera að vinna á krabbameinsdeildinni, innan um mikla sorg og veikindi og standa mig vel
-Mér finnst ég dugleg að hafa lagt bílnum í heilan dag og hjólað út um ALLAN bæ
-Mér finnst ég dugleg í svo mörgu öðru...

ég er sko rosalega stolt af mér !

Ef ég er ekki stolt af mér ? 
hver þá ? 


...
...
...


mz u all guys

xxx
SHARE:

Hreiðurgerð?

nei, andskotinn nei ! ég var búin að segja að ég er ekki ólétt..

samt er ég á fullu að skoða tæki og tól sem VERÐA Að vera í framtíðar-drauma-húsinu..
Verst er kannski að baðið þar verður að vera amk 30 fm ef það á að standast kröfur :)
Innfeld kaffivél, gufuofn og gaseldavél með pönnu er alger nauðsyn líka...

ég held að ég ætti að koma mér út í sólina og hætta þessum dagdraumum :)
SHARE:

Farin að æfa mig !!!

þar sem við tökum einhver Michael Jackson-lög á HESTAMANNABALLINU í sumar (já, þið lásuð rétt, annað en í fyrra þá verður hestamannaball 21. júní... merkið það á dagatölin...)

já, hvað ætlaði ég að segja

þar sem við ætlum aðtaka einhverja Jackson slagara, þá held ég að MÁLIÐ sé að ég fari að æfa mig í þessu :

SHARE:

þriðjudagur, 13. maí 2008

hæbbsíhó

Jæææja..


ekkert hefur eiginlega gerst hjá mér síðan um helgina... Ég samt einhvernveginn slysaðist á aðalfund Leeds fan club á íslandi í gær... skemmtilegt... Mér leið samt eins og alsherjar svikara þar sem ég hafði horft á Manchester United krýnt meistaratitlinum á sunnudaginn og það er mitt lið. En jæja... Er orðin svoldið lúin eftir helgina, ekkert búin að sofa neitt allt of mikið, eða vel, eða lengi á morgnana og vinna í gær og í dag. Ég get samt ekkert kvartað yfir þessu þar sem ég er komin í frí fram á kvöldvakt á föstudaginn. Fríið er nú þegar ansi planað og sé ég ekki fram á að fá neitt að sofa út nema kannski á föstudginn. Gott að vakna snemma þó..

Fékk ekkert allt of góðar fréttir áðan sem voru þó ansi óskiljanlegar svona frá þriðja aðila svo að litli hjúkkuneminn sem þykist verða fróðari og fróðari um æxli og krabbamein með hverjum deginum ætlar að mæta á svæðið á morgun, leita uppi lækna og spyrja nauðsynlegra spurninga og fá svör á læknamáli sem ég vonandi skil.

Sumarið virðist vera að koma til Íslands... allavegana er helvítis krían komin samkvæmt síðustu fréttum. Síðustu 2 daga er búið að vera mjög hlýtt og notalegt veður og nýtti ég tímann eftir kvöldmat í að hjóla stóóóran hring um Reykjavík...
SHARE:

mánudagur, 12. maí 2008

Til að stikla á stóru...- Frost og Funi
-Veiðisafnið
-Draugasafnið
-Grillaður humar 
-Þingvellir
-Fótbolti?
-Bíó
-Söngur í brúðkaupi
-heitur pottur
-nýr kjóll

og nokkuð fleira sem ykkur kemur ekkert við :)

SHARE:

fimmtudagur, 8. maí 2008

Krabbi krabbi

Er byrjuð að vinna á 11E á Hringbraut sem er krabbameinsdeildin...
Vaktirnar eru búnar að vera frekar skemmtilega so far þó að þetta sé obbsu erfitt svona til að byrja með, þarna eru jú allir með alvarlegt krabbamein....

Er að syngja í Brúðkaupi hjá Sollu og Viktori á laugardaginn í Grasagarðinum í Laugardal, það verður frekar skemmtilegt... svo er helgin svona mis mikið plönuð nema að ég ætla að njóta þess að vera í ágætu fríi og ætla að KÚRA :)

ætlaði bara aaaaðeins að láta vita af mér...

c ya :)
SHARE:

sunnudagur, 4. maí 2008

Komin úr bústaðarferð...


jimundur minn :)

þetta var fjööööööör!
fórum í gær með smá stoppi í Mosó í ríkinu og bónus að kaupa veigar og mat. Veðrið sem við vorum ekki búin að búast við að yrði sem best, allavegana ekki eins og í fyrra (þá var ferðin líka 2 vikum síðar) var í alla staði ÆÐISLEGT !!! Sátum úti í sólbaði og ég og Kolla fórum í pottinn og sóluðum okkur aðeins þar líka.  
Eftir að sólin var búin að baka okkur aðeins skelltum við okkur í RISA-TWISTERinn og stóðum okkur ágætlega með rassana út í loftið og ofan á hvort öðru.  Þegar twisterinn var búinn var grillið akkúrat tilbúið svo að allir skiptust á að setja kræsingarnar sínar á grillið og opnaðir voru nokkrir bjórar og hvítvínsflöskur :)

Eyvi og Himmi stóðu sig ágætlega með fjöldasöng og í hópinn bættust nokkrir gaurar úr næsta bústað sem höfðu runnið á ****lyktina og vildu fá að vera með öllum hjúkkunum í partýinu, fyrir utan að þeir voru með 8 kassa af bjór sem átti eftir að klára. Þeir voru einmitt í steggjapartýi en steggurinn var DAUÐUR og ekkert hress... 
Steggurinn og bróðir hans lifnuðu þó við og kíktu í partýið seinna um kvöldið og fóru jafnvel í pottinn líka. . .  
Annars var ferðin rosalega góð og mikið hlegið, en við viljum vita hver hafi SKI*** á helvítis gólfið á klósettinu!! p.s.
ég held að metið frá í fyrra með hvað margir komust fyrir í pottinn hafi verið slegið !
SHARE:

laugardagur, 3. maí 2008

mikið er ég fegin að ég er ekki orðin biluð!

Ég vaknaði í morgun kl 5 við þvííílík læti. Ligg auðvitað fyrir neðan opin gluggann hérna í Stubbaseli og lætin voru ekkert af venjulegum djamm-toga, heldur var eins og ég stæði fyrir neðan hátalarakerfið á einhverri Moskvu í Istambúl eða einhverju í þá áttina. 

Ég var auðvitað kjéngrugluð, sat og horfði á gardínurnar og hugsaði... ok.. ég er EKKI að heyra eitthva rugl, og ég ER vakandi, ákvað svo að ég myndi sko muna þetta og hve vel ég var vakandi þegar ég heyrði þetta til þess að fara ekki að efast um sjálfa mig þegar ég myndi vakna morguninn eftir og hlæja í ruglinu á mér..

ég varð samt obbu fegin þegar ég las frétt á mbl um einhvern listagjörning í Listaháskólanum sem er hérna handan við hornið... ég er þó að minnsta kosti ekki orðin biluð :)

Ritgerðin er eiginlega fínító og er búin að leggja hana frá mér þangað til á sunnudaginn þegar ég kem úr bústaðnum. Í dag verð ég bara að finna mig til fyrir ferðina miklu, hlaða myndavélarnar  og taka smá til eftir ritgerðartörnina í gær.


SHARE:

föstudagur, 2. maí 2008

úffss..

í dag hef ég setið límd við tölvuna (með góðum dozing off-hléum og matartímum, snarltímum, drekkutímum og fleiru) og þykist vera að vinna í lokaritgerð annarinnar.. Ekki er ein ritgerð neitt svo afskaplega slæm... en hún á samt að vera 10-15 bls og það eru gerðar einhverjr kröfur til merkilegra heimilda.. þess vegna fer allur tíminn sem maður eyðir í tölvuna ekki bara að pikka inn stafi og orð, heldur líka að lesa heimildir, ákveða hve góðar þær eru og vinna svo úr þeim. 
já, þetta tekur einfaldlega allt sinn tíma. Erfitt er samt að vita að ÞEGAR ég er búin með þessa ritgerð ÞÁ er ég komin í sumarfrí !!! :)) 

á morgun er fyrirhuguð bústaðarferð hjá hjúkkunum að Snorrastöðum á Snæfellsnesi... á sama stað og í fyrra og jih, bara ef ég gæti klárað þessa ritgerð áður en það verður, svo að ég þurfi ekki að hafa ritgerðardrauginn á eftir mér allan tímann. 

jæja... bls 10 er komin upp á skjáinn og þegar ca bls 12 verður búin þá á ég bara eftir að klára að vinna úr heimildaskráningunni... kannski að það megi bíða fram á sunnudag ? :)


SHARE:

trúiði kjaftasögum?

en svona til að hafa það 100% á hreinu þá er ég ekki ólétt (þykir leitt að segja ykkur þetta) 

ósæðin mín er bara eitthvað furðuleg... já eða ég... það er annað hvort.
SHARE:

fimmtudagur, 1. maí 2008

Raularinn

auðvitað eru komnar myndir :D


SHARE:
Blog Design Created by pipdig