fimmtudagur, 27. janúar 2005

Miðbæjarrotta!

Var veik í gær, jah, kannski meira slöpp en veik, bara með 7 kommur.. En er góð í dag samt, thank god!
fór í skólann í morgun, svaf eiginlega yfir mig samt, vaknaði við það þegar þráinn tók þjófavörnina af bílnum sínum og mætti því alveg á réttum tíma! :) Heppin þar.
Við vorum nefnilega að horfa meira á Citizen Kane, er alveg að verða besta mynd sem ég hef séð, þetta er eins ogmeð Sjálfstætt Fólk, ég held að ég myndi ekki kunna svona vel að meta hana ef að ég hefði ekki fengið tilsögn við að lesa hana í MH, í CK er okkur sýnt sérstaklega og beðin að taka eftir hinu og þessu sem maður færi ekki að horfa á á annað borð. Allavegana...
Fór svo upp í Borgarleikhús í næsta tíma þar sem við fengum að skoða æfingar á 3 leikritum sem var allt alveg mjög gaman :) Svo var égbara búin
Ákvað ég að gerast einhverfingu og miðbæjarrotta það sem eftir var af deginum, rauk heim, skellti bókum í poka og þrammaði niður Laugaveginn, reyndar með stuttu stoppi íBoltalandi hjá sjúklingnum henni Ásrúnu og frk Katrínu Nývöknuðu :) Eftir smá spjall og pælingar hélt ég för minni áfram með þunga bókapokann og skundaði inn á borgarbókasafn og skilaði mínum bókum. Eyddi svo rúmum klukkutíma í pælingar og dund þar inni og komst að því að það er náttla algert bull að kaupa mannlíf og séð og heyrt og sollis, maður getur lesið þetta allt þarna. FRÍTT, þarf semsagt ekki að borga líka eitt stykki klippingu eða tannviðgerðir í leiðinni :) sniðugt.
Þar sem ég var dottin í þennan menningargír ákvað ég að renna við í bæjarins Bestu komin með annan þungan bókapoka upp á arminn. Varð hugsað um það þegar ég horfði á sinnepið vera að hlýða þyngdarlögmálinu niður lófann á mér að Clinton hafði einmitt staðið þarna með sína Boddígarda og slafrað í sig einni SS með sinnepi, ætli sinnepið hafi líka farið til ferða hjá honum???
Upp laugaveginn hélt ég aftur þar sem ég hjálaði gömlum manni yfir götu, klappaði sætum hundi og keypti mér Joe Boxer nærbuxur (fyrir kvenmenn! sniiiillld!) eins og mig hafði langað í svo vlengi, keypti mér þvi 2!
Kíkti við í Te og kaffi og fékk allar helstu leiðbeiningar um kaup á espressokaffivél (þessari einu réttu í þínu lífi) og er margs fróðari, kaffi er víst ekki bara kaffi... fann svo draumakaffivélina, sem kostar 62 þús! og vil minna alla á það að ég er að verða 20 í næsta mánuði *blikk blikk* :))
ferð mín hélt svo áfram og skreið inn í einhvert kaffihús sem ég ómögulega get munað nafnið á en er allavegana í kjallara og voða old fashion og heimilislegt. fékk mér Latté ostaköku sem var borin fram á indælum ljótum disk með rauðum og bláum rósum, svona eins og langamma átti, eða ég ímynda mér að allar langömmur hafa einhverntímann átt.
Sat svo þarna í reykingarhorninu, til að fá fílinginn og las Galdra-Loft aðeins yfir, gerði ekki miklar heimspekilegar uppgötvanir nema það að óskar á Seljavöllum er sjálfsagt fyrirmyndin að Lofti "ég ætla að búa fjarri öllum mönnum. Mennirnir trufla mig!" hehe. þeir sem vita hvar Óskar býr, þeir skilja þetta :D
Keypti mér svo sápukörfu þegar ég var búin að lesa yfir mig, keypti hana einmitt í búðinni sem ég er búin að spurja Fúsa út í, í hvert einasta skipti þegar við löbbum þar framhjá á leiðinni í spilarí eða úr spilerí, HVAÐ er verið að selja þarna?!!! og hvað myndi maður kalla þessa búð?!!! get ekki sagt að ég sé einhverju nær, en þorði ekki annað en að kaupa eitthvað fyrst að ég var búin að spyrja konuna sem var þarna svona mikils, þetta er einhver búð með einhverjar designers danskar vörur, búðin heitir Sipa eða eitthvað :) hvað heldurðu að maður þurfi a-ð muna það, greip svo þessa sápukörfu og sagði, HEY! mig vantar alveg svona, labbaði út og hugsaði, NEI, mig vantar EKKERT svona :) En það er allt í lagi, búin að finna þessu stað og starf.
Rigndi á mig síðustu 5 mínúturnar heim, en maður er íslendingur, og lætur ekkert svoleiðis á sig fá! :)
SHARE:

miðvikudagur, 26. janúar 2005

oooh hvað ég nenni nú ekki að standa í þessu!

Var eitthvað skrítin í nótt, þegar ég vaknaði í morgun var ég búin að klæða mig úr náttfötunum og taka utan af koddaverinu! fróðlegt að vita hvað mig hefur verið að dreyma, man því miður ekki eftirþví...

Fór í jóga, var rosa þreytt og þetta var voða erfiður tími, lagði mig svo þegar ég kom heim og þegar ég fór í líffræði sneri ég við og fór ekki... hlaut bara að vera orðin veik, svitnaði bara og svar með hovedpine og eitthvað, mældi mig því þegar ég kom heim og jú, var svona eiginelga bókstaflega með hita, en ekkert til að vera að væla, bara 7 kommur...

Skíthrædd samt við að verða veikari eins og t.d. grey árún sem er búin að liggja í viku og nú búin að smita palla sinn. Bara búin að halda mig inni í dag semsagt og ekki gera neitt að viti... drep leiðist auðvitað.
svo er ekkert til að borða hérna.... Þráinn nennir ekki út í búð!!!! Bíddu bara, hann skal sko gefast upp! það verður ekki keyptur matur hérna fyrr en hann gerir það!
ég er búin að kaupa eiginlega allan matinn sem hefur verið keyptur í þessa íbúð! urg

Ætla að fara að sjóða mér soðkökur, á hveiti og hveitiklíð sem ég get kannski möndlað saman... Það er ekkert delivery á mat frá vinum hérna... HUH!
Batchelorette er samt í kvöld og mun halda mér upptekinni í einhvern tíma.

SHARE:

þriðjudagur, 25. janúar 2005

Farðu frá

ég verð stundum soldið pirruð, og svo get ég stundum orðið ill, ég einmitt verð fááááranlega ill þegar að fólk tekur vinstri akgreinina, reynir að REMBAST til að gefa í og SVEIGJA svo fyrir mann þegar vinstri akgreinin rennur saman við hægri!
Þessu lendi ég í svona annan hvern morgun þegar ég fer í skólann þarsem að Langahlíðin breytist í eina akgrein áður en keyrt er inn á hringtorgið, GRRR.
Þeir sem þekkja mig vel og vita hvernig ég bæði lít út og er í fasi á morgnana þá gæti þetta grey fólk sem þykist vera voða að flýta sér með því að svindla svona framúr eða SÉR bara ekki skiltið af því að það er eitthvað umferðalega"fatlað" þá er þetta fólk ekki í býsna góðum málum ef ég verð ill!
Grrr

Dagurinn í dag í skólanum var ansi spes, fyrsti tími var í jarðfræði þar sem við horfðum á plánetu DVD mynd eitthvað.... Annar tíminn var íslenska þar sem við töluðum um hvaða sýningu við ætluðum að fara á næst í leikhúsi og fengum að fara snemma. 3. tíminn var enska 483 þar sem við byrjuðum á að horfa á Citizen Kane sem er víst eitthvað snildarverk í kvikmyndun, og svo einfaldur glósutími í líffræði. Semsagt, gerði ekki SHIT, en það er ágætt ;) svona stundum allavegana.

Kvöldskólinn var mjöööög áhugaverður, jah, kannski meira svona frekar skrítinn.... :)))))

og svoooooo... þá luma ég á frétt, sem er voða spennandi, ég ætla samt að láta ykkur bíða aðeins lengur. en þið fáið að vita þetta fyrr en varir.

SHARE:

mánudagur, 24. janúar 2005

Leikur

Muniði eftir í barnablaðinu í DV = finnið 5 villur á milli mynda?
Nú er komið svona fullorðins með hjálp Photoshop, reynið á gáfurnar og tékkið hvað þið séuð fljót að finna þetta.

"finnið 3 villur leikurinn"
SHARE:

Þorrablót er mannabót

Skrifin hafa legið aðeins niðri í smá stund, bara ekki haft tíma né ráð til að skrifa.

Á fimmtudaginn skellti ég mér á Selfoss á kvöldvöku Fsu þar sem fram komu Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans, Bubbi, Pind og einhverjir fleiri. Góð kvöldvaka svona í heildina litið þó svo að Jón Gnarr og Sigurjón hafi floppað gjörsamlega, annar uppistandari var þarna líka og hann fékk tárin mín sko til að renna! :) snillingur
Eftir kvöldvökuna skellum við okkur smá á Cafébarinn og síðan á Pakkhúsið þar sem áframhaldandi drykkja hélt áfram við undirleik einhverrar hljómsveitar með gott prógramm, við fúsi ákváðum að hita þar upp dansskóna og tókum dansinn, tók samt smá tíma að fá fólk til að smitast af dansbakteríunni svo að við dönsuðum bara ein í smá stund, en það tókst á endanum að fylla dansgólfið. Þegar búið var að henda okkur út fórum við upp á vist og kláruðum Bailey's inn, helvítis tappinn! ;)
Var búin að fá gistingu hjá piltunum og svaf í skuggalega litu plássi mest megnis alla nóttina... soldið erfitt sko í þessum aðstæðum.
brunaði svo snemma á föst í skólann.

Á föst var mér boðið í afmæli Hjá Þóru vinkonu minni úr skólanum niðrá Gauk þar sem ég og Hildur mættum galvaskat til þess að fatta það að við þekktum ekki marga! það reddaðist þó vel og Katrín kíkti við með vinkonu sinni og við trítluðum inn á Hressó þar sem ég hitti Röggu og Elínu af Pítunni og afrekaði það sem svo oft áður að týnast, lenti semsagt inni á Pravda í einhvern tíma og náði að standa í miklum bömmeringum á engum tíma.
þegar ég kom aftur á Hressó voru auðvitað stelpurnar farnar en ég náði að endurheimta Katrínu á endanum og plataði hana með mér og Elínu á Celtic Cross með smá stoppi á Hverfis þar sem að það var EKKERT að gerast! Fór svo heim og lagði mig smá svona áður en ég myndi bruna í sveitina.

á Laugardaginn var nefnilega hið árlega þorrablót Víkurbúa og væntingarnar miklar sem svo oft áður, mér var plantað á einhleypingar borðið mikla til lítils árangurs og voru skemmtiatriðin góð, mamma fékk eitt skot í sambandi við sundlaugina "senn bryddir á Bryndísi" og var þemað í skemmtiatriðunum gott, "Bjálfar voru þeir sem fyrst námu land hér á íslandi og festist seinna meir við þá nafnið BJÓLFAR" og skotið var í Bjólfskviðuleikaranagengið sem bjó í Vik um tíma og hafði mikil áhrif á fólkið :))))
Dansiballið var fínt og fólk alltaf svona misgóðir dansarar, ég er samt enginn dansari þó svo að ég get svo svarið að ég geti dansað stundum, allavegana við þá sem kunna í alvörunni að stjórna og láta mann bara sveiflast með, verð að segja að íþróttakennarinn fær vinninginn!
Stríðninn í mér var ekki fjarri þegar fréttist af Helga litla á leið í einhverja skemmu með konu upp á arminn og var ákveðið að bíða samt smá færis og fara svo og reyna að trufla þar sem samverkamaður okkar átti lykil að húsinu! :)
Skunduðum við inn húsið og fundum Helga inn í Húsbíl föður samverkamannsins með erlendínu nokkurri :) Helgi varð ekkert par hrifinn og sagði okkur öllum ða fara út sem við gerðum, en læddumst brátt inn aftur þar sem þau höfðu skipt um mökunarstað og var kominn á enn furðulegri stað, Sjá myndir
HEHE! soldið gaman að þessu...
Endaði svo á að draga 2 hljómsveitarmeðlimi í eftirpartý heim til Tóta og fékk að launum afnot af flottum kúrekahatti, þar sungum við og sungum þangað til að ég skreyddist heim um hálf 7 og græddi meira aðsegja eitt jólakort, veit ekki sögur af endanum á partýinu.... þær hljóta að fréttast :) Eins og alltaf
SHARE:

miðvikudagur, 19. janúar 2005

björgunaraðgerðir ...

Var alveg ónýt eitthvað í gær, alveg með rosa hausverk og ætlaði að taka til þegar ég kom heim til að gera heimilið svona mannsæmandi áður en mamma kæmi, en ég endaði bara á að leggja mig og svaf alveg þangað til að hún kom heim, ég ætla bara að taka það fram að þetta er í fyrsta sinn síðan á síðasta skólaári að það hefur komið eitthvað teljandi drasl, og mikið leið mér illa að horfa upp á það!

Rauk svo í kvöldskólann og skemmti mér yfir því hvað hann Gunnar Freyr stæ kennari getur talað skuggalega hægt, og EKKI kafnað.

Mamma bauð svo mér og þráni svoldið fínt út að borða eftir kvöldskólann. fórum á Hard rock, pöntuðum og átum svo eins og kóngar, enduðum svo góða máltíð með ofursætum eftirmat og sprungnum maga. en samt mjög gaman. Fegin að pabbi hefði nú ekki verið þarna og tekið málin í sínar hendur með að ákveða hvert skyldi fara, mamma nefnilega sagði okkur frá því um daginn þegar pabbi bauð henni út að borða.
Nei hann fór ekki með hana á Bæjarins Bestu
Heldur stormaði hann með hana inn á Múlakaffi og fékk sér kjöt í paxó með rabbabarasultu! hehe

Lenti svo í rokna björgunaraðgerðum í nótt þegar ég fór að taka úr mér linsurnar og bursta tönnslurnar og sá að það var ástand hjá krílunum mínum, eitt hárlausa bleika krílið var nefnilega oltið út úr hlýjunni í húsinu sínu og lá tístandi og veltandi eins og fullur leikskólakrakki fyrir utan innganginn... Skötuhjúin sem eiga svo að passa afkvæmi sín sátu bara og kjömmsuðu á gulrót og kipptu sér ekkert upp við þetta en grey krílið reyndi að velta sér einhvernveginn inn aftur, enn valt svo aftur út aftur, aftur og aftur. Ragna bretti því upp ermarnar og skúbaði þessu litla brothætta aftur inn með bómullarskífum. las svo einhverja smá ræðu yfir krílinu um að halda sig heima og þegar ég sneri mér að foreldrunum þá sko voru þau ekki á því að fara að viðurkenna slæmt uppeldi og umhugsun heldur réðust á mig og bitu mig!

Vona að þessi kríli haldi sig bara heima...

Morguninn í morgun fór svo í eitthvað Jóga, sem er nú ekki slæmt sko.. bara var ógeðslega þreytt og það var rosalega kalt ... brrrrr....
slökunin eftir á er samt alltaf fín þegar við hlustum á rólega tónlist og kúrum með flísteppi í smá tíma.


SHARE:

þriðjudagur, 18. janúar 2005


Æj, ég verð bara að setja 2 myndir svona í tilefni dagsins ( 1. dagurinn í myndablogginu mínu :))) )
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

hehe... Posted by Hello
SHARE:

Nýtt Nýtt Nýtt...

Ætla að fara að taka upp þá iðju að setja hingað inn skondnar og skemmtilegar myndir, og þá helst ekki af sjálfri mér. Allavegana einu sinni í viku

Fylgist með :)
SHARE:

Brrrr

Það er alltaf sami skítakuldinn hérna í bænum! ojojoj
Er búin að leggja pilsunum sem ég var búin að rífa kát og sæl fram a föstudaginn til að fagna komandi sumri og er að prjóna mér síðar nærbuxur!

En hvað haldiði, Ragna er í góðum málum :)
SHARE:

mánudagur, 17. janúar 2005

Halló hæ

Mánudagar, einhverjir rólegustu dagar sem ég get upplifað.
Voðalega erfitt að sofna á sunnudagskvöldi eftir spilahelgi, og sérstaklega ef maður er ekki búinn að vera vakandi í 12 tíma!!!!!
Sofnaði ekki fyrr en um 5 og þá búin að horfa bæði á Dodgeball og Nóa albinóa, Svo er ég bara í 2 tímum á mán
einum kl 8 og hinum kl hálf 4 ! ! !
svo að ég geri bara ekki neitt! nema já, EKKI NEITT!!!
Ömmubörnunum heilsast vel, held ég.

Fór reyndar í bíó í gær.
Allt gerði það samt að verkum að ég var 4 sinnum hætt við að fara.

í 1. lagi uppgötvaði ég að ég átti hamstrabörn
í 2. lagi, þá var ég allt of sein og bílinn undir fargani af ís og snjó,
í 3. lagi var ég í pilsi og þurfti að klifra inn farþegameginn!
í 4 lagi þá var ég orðin ennþá meira of sein
í 5. lagi þá vissi ég ekkert á hvaða mynd ég var að fara á þegar ég kom í Álfabakka því ða ég hélt að ég væri að fara á Eternal Sunshine en það var ekki verið að sýna hana.... :/
í 6. lagi hringdi ég í Svenna og hann sagði mér að hann væri í sal 2 svo að ég þramma að afgreiðsluborðinu og ætla að kaupa miða í sal 2, nei þá var uppselt! svo fæ ég sms í því þegar ég er að labba út og að skrifa sms til svenna að ég sé farin því að það hafi verið uppselt fæ ég sms frá honum þar sem segir að þetta sé i sal 1 ! ! ég snéri því við og keypti miða í sal 1
í 7. lagi, ég kem inn í salinn og sé FULLT af fólki og sé engann vera að veifa mér eða reyna að láta mig vita hvert ég á að fara... en svo fæ ég sms um að fara á 6. bekk

Eftir þetta ákvað ég að ég ætlaði að vera í bíóinu áfram og horfa á myndina ! :)
Enda allt orðið í orden :)
SHARE:

Svona líta börnin út, nákvæmlega svona, en þau eru bara held ég eitthvað um 6. Ég má bara ekki skoða þau því að það er HARÐ bannað að koma nálægt þeim fyrstu 10 dagana, rétt get kíkt inn um gatið og séð litlar lappir sprikla og onsu ponsu tíst.  Posted by Hello
SHARE:

sunnudagur, 16. janúar 2005

Ragna.... -Amma

Hvað haldiði nema hvað að ég sé orðin AMMA!!!!!!
Já,
AMMA!!!!!
Púmba greyið sem ég hélt statt og stöðugt fram að væri að springa úr fitu er búin að eignast fullt af einhverju litlu bleiku og hárlausu sem einhverjir myndu kalla hamstrabörn eða hvað sem á eiginlega að kallaþetta!
jiminn

Verð ekki við næstu daga

Verð að hjúkra börnunum....


SHARE:

Þegar Ragna breyttist í snjókall.

Jæja, dagurinn leið í gær og matarboðið gekk frábærlega vel, súpan var góð, nautakjötið ágætt og núðlurnar og rækjurnar klassískar.
Svo fórum við í Trivial Pursuit - Genius útgáfuna. Strákar á móti stelpum, semsagt Árún, Ragna og Hildur á móti Fúsa og Palla. Það er skemmst að segja frá því að það var jafntefli :))))))))))))!!!!!
hahaha
Svo skutluðu Palli og Árún okkur Fúsa niðrá Celtic Cross þar sem lítið fólk var mætt svo að við settumst bara aðeins niður í staffaherbergið með strákunum sem voru að spila niðri og spjölluðum aðeins við þá, þegar við komum svo aftur upp um eitt leitið var staðurinn að fyllast og við byrjuðum á að spila þessu helstu slagara, stemmingin var alveg gríðarleg og svo byrjaði húsið bara að fyllast og fyllast og fyllast, alveg þangað til að húsið var orðið stappað og þvílík röð fyrir utan, stemmingin inni var líka alger snilld!
Skemmti mér mjög vel!
Á leiðinni heim var farið að snjóa eins og hann mest mátti og við breyttumst í myndarlega snjókalla á leiðinni heim með skafla á hausnum og al-hvít. og ég sem hélt að það væri koma sumar.... mjén!
Dó samt úr hlátri þegar ég sá stelpu í bleiku, STUTTU pífupilsi og HÁHÆLUÐUM skóm vera skautandi niður brekku þarna út um gluggann og endaði svo á því að ríghalda í ljósastaur, GREJNAÐI alveg úr hlátri, fúsi varð líka vitni að því þegar einhver gaur mætti þrammandi fram hjá glugganum með forlátt jólatré í eftirdragi! hehe
Dávaldurinn Shaleish sást líka inn á staðnum ásamt Óskari á Seljavöllum sem er ekkert minna frægur maður.
Vaknaði kl hálf 1 í morgun við það að síminn hans Fusa lét öllum illum látum í gluggakistunni, hann var ekkert að fara að svara honum svo að ég snéri mér við og ætlaði að láta einhver vel valið "SVARAÐU Í SÍMANN MAR!" orð fjúka þegar ég sé Fúsa liggja með hendina fyrir ofan haus haldandi um hækka-lækka dótið á ofninum og snúa og snúa draslinu sem mest hann mátti! og kalla svo auk þess "HELVÍTIS OFNINN!" ég náttla missti mig úr hlátri og benti honum kurteislega á það að þetta væri SÍMINN hans sem var að gefa frá sér þessi hljóð! hahahaha
Eftir þetta steinrotuðumst við aftur og vörknuðum ekki fyrr en kl 4!!!!!
DAgurinn ALVEG búinn...
Og við sem vorum á leiðinni í heimsókn til Óskars, hehe, hann ætlaði bara að hita upp kaffið aftur sem hann hellti á kl 2. Ragna stormaði í sturtu alveg ónýt yfir því að vera svona nývöknuð og svo brunuðum við af stað í hafnafjörðinn með þær lýsingar á húsinu að hann byggi þar sem enginn Býr, og við fundum það! :)
ótrúlegt alveg . Bíllinn hans hjálpaði aðeins til, enda stóð hann fyrir utan.
ÞEgar þangað var komið dró hann upp vöflujárnið sitt og ragna hófst handa við ofur Vöfflugerð. Eitthvað samdist henni þó illa við vöfflujárnið svona fyrstu 5 vöfflurnar en undir lokin vorum við orðnir svona alveg bærilegir vinir, Óskar sá um að koma með Kakóið og gervirjomann og við smjöttuðum á þessum líka fínustu vöfflum með rifsberjasutlu frá mömmu og með sætum gervirjóma kl hálf 6. fínn matur það.
Held að ég sé að fara að drífa mig í bíó með svenna og einhverjum öðrum fuglum, aldrei að vita nema að maður fái sér morgunkaffi, hádegismat og kvöldmat svona einhverntiman í millitíðinni líka, en er nú búin með miðdegiskaffið :)
SHARE:

laugardagur, 15. janúar 2005

Föstudagurinn kom og fór

Jæja, hann leið ótrúlega hratt þessi föstudagur...
Fór bara í skólann eftir hann verslaði ég aðeins inn... og fór síðan að baka brauð að því að mér leiddist eitthvað.... Heym, minnir mig á það, get borðað það í morgunmat.
Fúsi kom svo einhverntíman seinni partinn og við æfðum aðeins nokkur lög og fórum svo og settum upp hljóðkerfið, var alveg fáránlega stressuð yfir magnaranum því að hann hafði verið að slá út í vík og settum hann þess vegna í viðgerð í Rvk en það var víst ekkert að honum, eða allavegana FANNST Ekkert að honum svo að við krosslögðum bara fingurna...
Fúsi eldaði svo alveg gríðar gott lasagna sem við smjöttuðum á fram eftir kvöldi og svo hófst þessi vegnjulega lllaaaanga bið eftir að fara að vinna. Sátum bara og gláptum á sjónbartið og eitthvða og löbbuðum svo niðrí bæ um 12 leitið.
Sá ég svo strák sem ég kannast við á bará leiðinni niðrí bæ. Við kíktum þar aðeins inn og ég spjallaði aðeins við hann. Það spjall endaði þannig að ég og Fúsi tókum eitt lag þarna inni g áttum að spila meira þegar við sögðumst nú þurfa að fara að mæta í vinnuna okkar.

Kvöldið gekk vel. Afspyrnu lélegt framan af og enginn var neitt svona DAUÐA drukkinn, stemmingin byggðist svo hægt og rólega upp og um 3 leitið var orðin bærileg stemming. Kannaðist við nokkra fugla í hópnum og það er alltaf jafn gaman.
Undir lokin vorum við búin að fá eitt atvinnutilboð og Fúsi orðinn eitthvað nett pirraður á þessum karlmönnum sem héngn yfir okkur, ég hélt satt bestað segja ða þær ætluðu að gleypa mi!
Svo var þarna stelpa sem reyndi og reyndi við mig, voða sæt meira að segja, ég ætti kannski að gerast BI-ari... humm En Fúsi var EKKERT hrifinn af því að hún skyldi snúa sér að mér, haha. greyið...

Vegna ofsaþreytu Fúsa fengum við svo Brodda og Óskar til þess að skutla okkur heim, en þær mættu þarna og bjuggu til lopapeysugengið.

Er með kínverskt matarboð í kvöld, veit nú ekki hvernig það fer... en sjáum til.. :)
þarf að fara að kaupa nautakjöt og svollis núna.
Sjáumst ! :)
SHARE:

föstudagur, 14. janúar 2005

Föstudagur..... STRAX????

Jæja, þessi skrif mín í gær hafa valdið því að ég hef fengið ansi mörg sms, og öll bara á góðu nótunum. Auðvitað eru til svona manneskjur út um allt... Og allir þekkja til einhverra aðstæðna eins og þessar, kannski ekki allir sem BLOGGA um þær samt :) hummm

Fór i leikhús í gær... Á Öxin og Jörðin með einhverjum skemmtilegasta áfanga í skólanum leikhús og leiklistaráfanga í íslensku. Fáranlega gaman, lesum einhverleikrit, förum á leiksýningar, upplestraræfingar, æfingar og fáum að spjalla við höfunda og leikstjóra.
Sýningin í gær var ekkert svo slæm eins og gagnrýnendur höfðu sagt, en þeir voru sjörsamlega búnir að HAKKA í sig sýninguna. Handritið var kannski ekkert allt of gott en það hjálpaði til fyrir mig ða hafa verið búin að lesa bókina. þetta var nefnilega sólbaðsbókin mín og keypt á ESSÓ í vík ;)
Sýningin þung en leikararnir FRÁBÆRIR og lýsing og búningar var alveg 2 og hálft hlutverk í sýningunni.

2 Snafsar spila svo í kvöld og það er alltaf gaman að sjá einhverja sem maður þekkir. :)
SHARE:

fimmtudagur, 13. janúar 2005

Draumaprinsinn

Haha, soldið fyndið....

amoure
You like the sweet, shy type.


What kind of guy are you most attracted to? (CUTE anime pics)
brought to you by Quizilla



SHARE:

Hvað er að?!

Stundum finnst mér fólk vera að tapa sér og sé það yfirnáttúrulega ruglað að það getur mætt með skítkast eins og einhver drottning af einhverju skítkastalandi.
Þegar maður er að eldast með hverjum degi og kominn út í þennan heim og hann farinn að meika meiri og meiri sens með deginum er maður farinnað rekast á fólk sem er svo ógeðslega grimmt að það situr allan daginn og talar ILLA um fólk, þvi miður þekki ég nokkrar svona persónur.

Persónur sem segja að ég hafi sagt eitthvað. Já eitthvað sem HAFI ÁTT að segja, ég segi nú margt en sumt VEIT ég að ég hef aldrei sagt.
En þessar manneskjur sitja bara og búa til kjaftasögur, láta þær snerta sig á einhvern hátt og fara svo að spreða illu orði út um allt og jafnvel tala við bestu vinkonur manns og segja ÞEIM hvað ég á að hafa sagt, common, maður gerir það bara ekki, er ekki allt í lagi??

Í Vík er svo mikið að kjaftasögum að það nær engri átt, en oft geta þær verið mjög skemmtilegar og ekkert sem þarf að æsa sig yfir. Sérstaklega ef þær eru byggðar á misskilningi. Svona í alvöru, þá sest fólk ekki þar saman í hópa og hvíslar á milli sín, "GVÖÖð vitiði hvað hann sagði...." Og þegar sagan er komin reka allir hinir upp stór augu og fara að tala ILLA um manneskjuna.
En nei, svona fólk er maður farinn að þekkja, sem virðist geta talað illa og þennan og hinn og jafnvel um sínu bestu vini, við aðra vini. Fólk sem staðhæfir eitthvað um einhvern án þess að vita alla söguna og þegar rétti aðilinn segir réttu söguna, þá er nú ekki hægt að trúa þeim aðila því að hann er búinn að vera svo vondur og sofa hjá hinum og þessum og ljúga að hinum, sem er nú EKKI alltaf rétt.
Ég ætti kannski að setja upp aðra bloggsíðu til að segja hvað ég segi á hverjum degi, hjá hverjum ég sef hjá, hverjum ég vilji sofa hjá, hvað ég gerði, og svo sérstakan dálk þar sem fólk getur spurt mig hvort að ég hafi gert þetta og hitt eða sagt þetta eða hitt. Og ég get þá svarað eins vel og ég get ef ég kannast við aðstæður, og fengið að NEITA einhverju áður en ég er dæmd sem algjör drusla og tík.

Takk fyrir mig!!!!

(ATH; Taki aðeins til sín sem eiga)
SHARE:

þriðjudagur, 11. janúar 2005

Þegar maður heldur að maður viti svo margt...

Er búin að fá bögg frá ákveðnum aðila .. :) Af því að ég kannast bara ekkert við Nothingman með Pearl Jam....
Með eina hljómsveitarmöppu sem samanstendur af 180 lögum og aðra minni með um 100 lögum hélt ég kannski að ég myndi kannast við svona heeelstu lögin....
En nei, einhvernveginn kannast ég ekkert við þetta lag.
samt hef ég eitt til að hugga mig við, þessi ákveðni aðili er aðeins eldri en ég svo að það er möguleiki að þegar hann sat og dembdi sér í Pearl Jam þá sat ég með greiðu, fléttaði á mér síða hárið og hlustaði á Barbie Girl :)

Anyway. þekkið þið þetta lag?
Er nú búin að hlusta á það núna og það er mjög gott. Bara farið svona helvíti framhjá mér.

Fyrsti tíminn minn í kvöldskólanum er á eftir, get ekki sagt að ég sé jafn spennt fyrir hann og þegar ég fór í fyrsta sinn í skólann þegar ég var 6 ára....
SHARE:

Þriðjudagur.....

Dagurinn í gær alveg fáránlega rólegur.
Byrjaði daginn á að fara út að borða með Svenna í hadeginu. Nei við fórum ekki út að borða, við borðuðum saman ( Svona til að forðast allan misskilning)
Svo leiddist mér einhver ósköp svo ða ég ákvað að mála einhverja veggi í íbúðinni, eða ekki mála þá, heldur mála eitthvað á þá ;) Mamma fær sjokk þegar hún kemru í heimsókn.

Fréttatilkynning

2 Snafsar spila á Celtic Cross um helgina og svo aðra hverja helgi upp frá því! :)
Endilega látiði sjá ykkur !

Virðist sem að annar hver maður hafi verið að sofa yfir sig í gær það hefur eitthvað leigið í loftinu eða þá að það er kominn Vírus í alla síma landsins sem banna þeim að hringja vekjaraklukkunum ;)
SHARE:

mánudagur, 10. janúar 2005

Sumarbústaður helgina 7.-9. jan

SHARE:

Ef einhver er þekktur fyrir að brosa, þá er það Sveppi !  Posted by Hello
SHARE:

Hva, er Eiki að girnast vínið svona rosalega? fyrr má nú aldeilis fyrr vera :) Posted by Hello
SHARE:

og þá var kátt í höllinni, höllinni höllinni Posted by Hello
SHARE:

Bjargað frá áfengisbölinu :)

Ég var svo skelfilega hrædd um það að verða send til helvítis fyrir það að hafa verið svona oft full um jólin að ég ákvað að taka mér frí á föstudaginn til að bæta það upp :))))))))))
Reyndar var ég í stórhættu því að Katrín, Ásrún og Gulla reyndu statt og stöðugt að plata mig í miðborgina að kíkja á næturlífið. Ég tók nú smá áhættu með það að fara með Katrínu og Ásrúnu út að borða á American Style um hálf átta leitið en allt slapp nú þetta.
Fúsi, Orri og Rútur voru svo komnir í sódómu og láu í Keiluhöllinnni í Öskjuhlíðinni í vari, kíkti ég smá á drengina sem höfðu nú lítið að segja, nema kannski það að Fúsi er kominn með nýjan síma! það var aldeilis framför hjá drengnum :) og lítur út eins og geimskip :) haha en cool sími samt.
Þegar ég var búin að klappa fyrir strákunum í keilu kíkti ég niðrá laugaveg til stelpnanna sem voru alveg uppfullar af því að vera búnar að finna drauma konu fyrir strák sem við þekkjum, og vitiði, ég held að það sé bara nokkuð til í því. Hver er draumamaðurinn minn???
Svona talandi um draumamanninn.... Gerði tilraun til að finna hann seina um kvöldið þegar ég brunaði í gegnum Mosfellsbæinn og ferðinni heitið í Stíflisdalinn þar sem heyrst hafði að ekkert vín væri um hönd og að karlmenn yrðu í meirihluta gesta. Ég rúntaðið þangað upp eftir og þar sem ekkert var búið að moka veginn ákvað ég að hefla hann vel og vandlega á Trausta áður en Pollinn kæmi. Ég var samt einhvernveginnn á undan öllum og skoðaði stjörnurnar og norðurljósin vel og vandlega áður en ég fékk upphringingu að bjarga 3 göngumönnum. Þeir höfðu lagt af stað gangandi frá Mosfellsbæ yfir einhverja heiði þar sem ferðinni var heitið í afslöppun í sumarbústað.
Maðurinn með lykilinn að bústaðnum var samt ekki ennþá búinn að gefa neinum kvefið sitt og ætlaði því bílandi. Með honum kom ein stúlkukind og köttur. Það skemmtilega við þeirra bílferð var það að kettinum varð allt í einu brátt í brók og klifraði af eigandanum yfir á bílstjórann og leyfði bílstjóranum að finna eitthvað volgt renna á lærið.
Ég held að þegar hér er komið við sögu að setja nöfn á sögupersónur.

Göngugarpur 1: Sveppi
Göngugarpur 2: Stebbi
Göngugarpur 3: Kalli
Kvefaði maðurinn: Svenni Akerlie
Stúlkukindin: Hulda
Kötturinn: Bjartur Skuggi

Ég ætlaði samt að kíkja bara því að ég var ekkert á leiðinni í sumarbústað, bara í heimsókn og aðallega að gefa Svenna afmælisgjöfina sem ég er búin að vera að veltast með síðan ég kom heim frá Þýskalandi.
Þegar við vorum komin upp að bóndabænum beið okkar samt ÓGEÐSLEGA erfið ganga!!!!
Upp að bústaðnum semsagt, var komið hálf klikkað veður og við þrömmuðum af stað með farangur og mat og óðum snjóinn eins og óð værum.
Eftir smá stund við að komast inn í bústaðinn var kominn tími fyrir mig að koma mér heim en mér fannst eiginlega orðið lítið vit í að fara að keyra í burtu því að það var ofankoma og rosalegur skafrenningur og förin eftir okkur og skaflarnir sem við höfðum drifið yfir áður voru sjálfsagt búnir að stækka töluvert.
Ég ákvað því að að fá að gista, reyndar var það nú aldrei eitthvað ves, Svenni er nú svoddan gull.
Við spjölluðum bara og spjölluðum svo langt fram á morgun, nema Kalli, hann sofnaði snemma :)
Morguninn eftir, jah, eða svona um 1 leitið þá sáum við að viða vorum svona næstum og eiginlega snjóuð inni!!
Mamma hans Svenna var svo komin líka í einhleypingaklúbbinn og fullt af snjósleðum voru á sveimi þar sem Skúli frændi hans Svenna og er nú örugglega oft kenndur við Polarisumboðið var mættur með fjölskyldu, vini og vandamenn og að sjálfsögðu allir með sleða, eða örugglega svona flest allir, meira að segja þeir sem voru 10 ára ! Við brutumst svo seinnipartinn fram úr sköflunum á Polla og Trausta og reyndar festust þeir aðeins... SEm var nú kannski ekkert skrítið. Trausti slapp reyndar við að láta draga sig og hefur hann aldrei þurft þess 7-9-13 en Pollinn þurfti svo aðeins að láta kippa í sig.
Við fórum svo heim, skiptum um föt og svoleiðis.
Svenni var reyndar eftir uppfrá og ég og Hulda ætluðum ekki aftur uppeftir.
Samt fékk ég svo einhverja flugu í hausinn að ég hefði nú ekkert annað að gera því að ég va búin að aflýsa matarboðinu sem ég ætlaði að hafa á laugardagskvöldið og hringdi í Sveppa og lét hann koma og sækja mig og taka mig með uppeftir, við vorum þá komin á "jeppa" :) Eiki og Sunneva voru líka komin í kompanýið.
Ég hafði þarna tekið með mér hljómsveitarmöppuna og vín og þarna átti að tralla.
EFtir gómsæta Freshetta pitzu A La Sveppi fórum við að spila og drekka. Horfðum svo á flugeldasýningu hjá Skúla og svo datt Svenna í hug að fara í blysför!! :)
Semsagt, að taka útikertið með standinum og öllu og bera hann niðureftir til Skúla, tókum við Gítarinn með og Sveppi og Svenni skunduðu af stað með útikertið og ragna fylgdi með.
Hjá Skúla var svaka stuð og Skúli alls ekkert á því að láta mann hvorki að vera með tóman bjór eða tómt staup, þetta því endaði með því að ég var orðin rallandi drukkin!!
Allavegnaa var þetta frábær helgi þó svo að allt komi ekki fram hérna enda tæki þetta þá margar blaðsíður
Enduðu þau svo á að fara á Skauta, nema stebbi en hann þurfti að gera annað og ég fór heim og gerði allt tilbúið í pizzuveislu fyrir 7. Pizzurnar voru étnar næstum upp til agna og svo átti ég bara rólegt kvöld.



SHARE:

mánudagur, 3. janúar 2005

Hæbb

Fréttir gerast.
hef bara engan veginn nennt að skrifa hérna, hef haft allt of mikið að gera við að gera ekkert.
Áramótaballið var snilld
fólk virkilega mætti.
Átti víst eftir að segja hvað ég fékk í jólagjöf

Teflon húðaða pönnu
náttslopp
teppi
snyrtitösku
15000 kall sem ég keypti fyrir:
hálsmen
úr
eyrnalokka
buxur
og
Hring
svo fékk ég líka
ofnhanska
stuttermabol til að setja í bílinn með sogskál sem segir
"front seat driver, Back seat lover"
kertastjaka
bangsa
nælu
englastyttu á vegg
uppblásinn karlmann!
jókersturtuhettu!
kertastjaka með flotkerti

heeld að þetta sé allt

Brennan var haldin í gær.
Duttum nokkur í það og hentum sófa á bálið eftir að hafa setið í honum við brennuna ( við áttum reyndar sófann sjálf )
Síðan var farið í alsherjar leiðangur ásamt mömmu og pabba og þvílíkt fyllerí!
Það var nefnilega verið að kennna okkur börnunum að DRAGA Á. þið vitið örugglega hvað það er ef þið eruð úr Vík
Það gekk eins og í sögu og mikið hló ég!
Maður nokkur í vikinni reyndi líka að sprengja sig í loft upp og verð ég að segja ða það hafi bara tekist nokkuð vel hjá honum.
Fór á 13. brennu í kvöld sem endaði með Bingói. ég Vann! veeeei.
4 kippur af Pepsí í dós! haha
...
gróði þetta
Verst er kannski að Trausti litli fékk Hjartaáfall á leiðinni á Ketilsstaði og er því dáinn greyið...
Svo ætla allir bifvélavirkjar í höfuðstað suðurlandsins að leggja saman vinnu sína og fara í það í fyrramálið að skera greyið upp taka hjartað litla sem hefur slegið ófáa kílómetrana og reyna að finna hjarta tilbúið til ígræðslu.
Verð nú bara að segja það að ég er HISSA hvað hann lifði eiginlega lengi.
Helvítis Tímareimin sem fór allt of snemma miðað við tíma!
urg




SHARE:
Blog Design Created by pipdig