fimmtudagur, 17. mars 2005


urg, pirrandi mynd!
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

"ég á líka frænku á akranesi"

nei, ég á reyndar ekki frænku á Akranesi, allavegana ekki svo ég viti til...
Þetta er bara snilldar frasi.
Hver veit hvaðan?????
Allavegana, sagan bak við Akranes hjá mér er engin nema að í hvert skipti sem ég hef verið spurð upp á síðkastið (síðkastið farið að ná svoldið langt aftur) hvert planið væri þá hef ég alltaf svarað "fara á Akranes?"
Auðvitað kom svo að því þegar mér datt í hug að drífa mig á Akranes...
Ákvað að gera þetta að svona stelpuferð og ræna Árúnu, jah, sem ég og gerði, en ég fékk eitthvað samvisubit yfir að bjóða bara henni og skilja Palla greyið eftir svo að ég bauð palla líka, en var samt á leiðinni búin að tala við Svenna Akerlie svo að ég yrði ekki svona ein með parinu ... Svo fór samt á endanum að Palli nennti ekki svo ða við fórum 3, Ég, árún og Svenni. Brunuðum á Trausta sem aldrei fyrr og skemmtum okkur gríðar vel. Kom upp sú hugmynd hve fáááránlega fyndið það væri að tékka sig inn, öll 3 á Hótel Venus :D Svenni sagði líka ða þar væru svona hristirúm sem þú setur pening í... verð að prufa það einhverntíman ;)
á Akranesi tókum við léttan rúnt og fórum í smá ískaldan göngutúr sem var samt ansi hressandi og örkuðum um draugalegustu hluta Akraness eins og aldgerir töffarar eeeee, óhræddir töffarar :)
Eftir smá actionary hjá Svenna tókum við aftur annan rúnt, þetta var ekkert ósvipað og að vera í útlöndum... maður þekkti EKKERT!
Heimleiðin gekk eins og hún átti að ganga og allir komust heilir heim, á endanum.

Er skíthrædd um að vera að veikjast, ég semsagt er á óverdósi af panodil Hot, sólhatti og ólífulaufum, það hlýtur að virka

En nóg um kvart og kvein, nú er komið að smá monnti :) ég nebbla var að baka.... mmmmmm
bakaði geggjaðar muffins (sem eiga upprunanlega að vera botn í sjónvarpsköku en er bara helvíti gott svona! ) og Ítalskar Biscotti

Sagan bak við Biscotti svona sem hafa ekki grænan hvað það er ! :)
The Italian biscotti has its etymological origin in the Middle French
bescuit, which referred to a type of hard seamen's bread, and literally
means "twice cooked." Interestingly, the German zwieback means the same
thing: zwie twice + backen to bake. So, zwieback, the current French
biscotte, biscotti, and rusk all refer to variations on a theme: a bread
that is baked once, sliced, then baked again till it's very dry. From its
original consumption as a bread suitable for long ocean voyages, it's
evolved into a snack bread ideal for dipping into coffee or tea, as well as
a type of teething biscuit beloved by gap-toothed 1-year-olds, and their
parents.

og þar hafiði það...

anyway. ég ætla að fara að lúlla...

Sjáumst hress og kát. :)


SHARE:

miðvikudagur, 16. mars 2005

"þetta ekki vera hæð númer 3??"

vaknaði í morgun við þvílíkan djöfulgang.... tók mig langan tíma að fatta hvað það var í gangi. komst að þeirri niðurstöðu svo að það væri einhver í fjandanum að dingla dyrabjöllunni frammi ganginum, hvernig gat þráinn lokað sig þarna frammi hugsaði ég líka um leið og ég leit á klukkuna og sá að hún var tíu mín í 8!!!
opnaði svo hurðina eins illa útilítandi og ég get orðið á morgnana (árún, þú veist hvað ég meina!) og spyr grimm "hvað er?!"
hvað haldiði, stendur ekki einhver grey kínversk kerling frammi á gangi með þvottabala alveg skíthrædd og segir "þetta ekki vera hæð númer 3??!" uuuuuuuuuuuuuuu, neeeeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiii svaraði ég, lokaði pent og fór að sofa aftur í smá stund í viðbót!
SHARE:

þriðjudagur, 15. mars 2005

jæja...

Sólin skín og dagurinn lítur út fyrir að vera fínn enn einn daginn í þessari viku, en neeei, það er ennþá manndrápskuldi.
Bjartsýniskastið sem ég fór í er aðeins að dvína og ég er búin að setja pilsin upp í skáp og fela sandalana, það er víst ennþá bara mars... :/

Mh er svo sérstakur skóli að það verður farið í útskriftarferð innanlands! :) ekkert smá cool. ég sá heldur ekki fram á það að geta farið eitthvað til úgglanda. og hvert haldiði að ferðinni sé heitið?!!!!!!
nú haldiði ekki bara á HÖFÐABREKKU!!! ekkert smá fyndið sko.
þið sem vitið það ekki þá er Höfðabrekka sveitahótel 5 mín austar við Vík og einmitt uppáhalds hótelið mitt enda var ég kokkur þar síðasta sumar :) og langar jafnvel að verða þar bara aftur núna !
Matur, gisting og ball og læti fyrir MH-inga, sé fyrir mér sparnað ársins og ætla að vera heima í faðmi fjölskyldunnar og redda mér bara driver :)

heyrðið, haldiði ekki bara að það hafi einhver stolið sólgleraugunum mínum áðan! urg...
upp í skóla meira að segja.
maður má ekki líta af svona birgittu haukdal gleraugum í 3 min. þá eru þau farin á annað nef.
Þarf semsagt að drífa mig í sólgleraugnaleiðangur sem fyrst ef að sólin ætlar að halda áfram að skína svona á nefið á manni.
SHARE:

mánudagur, 14. mars 2005

Helgin í fáum orðum

var að vinna á föst á pítunni semsagt, kíkti til Sveppa svo í idol...
Var mjög gaman að spila á Celtic þó svo að við vorum niðri alla helgina og fékk nokkra kossa þennan föstudaginn, flesta samt frá stelpu sem var alveg obsessed!!
verslaði föt á laugardaginn og skildi Fúsa eftir heima eins og litla óþæga krakkann, vildi eiginlega heldur ekki gera honum það að fara í stelpubúðir :)
þegar ég svo kom heim var þessi elska svo að taka til (Var svona mikið drasl hérna???!!!) og ég endaði á að elda geggjaðan mat (Grillaðar kjúklingabringur með hvítlauksveppum, alvöru sveppasósu, salati með pestó og hvítlauksdressingu) og hvítvín og læti svo með til að skola niður..., fór síðan í leikhús að horfa aftur á Draumleik og var aftur jafn gaman þar! kom svo heim og borðaði osta yfir sjónbartinu og töltum svo aftur nirðá Celtic þar sem allt var crazy og húsið stappað!!! mikið var kalt að labba heim...


Hittum hressa færeyska stelpu á leiðinni heim á laug...... ekkert smá fyndið... hún hafði séð okkur á Celtic Cross fyrr um kvöldið og sagði MMMMEEEGJA FLOTT aftur og aftur. við hlógum upp hálfan laugaveginn.. snillingur

Svo hef ég komist að því að fúsa finnst EKKI fyndið þegar strákar labba upp að okkur og segja "hæ stelpur!" ég skil það ekki einu sinni hvernig fólki getur sagt þetta enda er fúsi bara EKKERT kvenlegur.... :)

Annað hvort er ég svona lesbísk útlýtandi að fólk heldur að ég geti ekki verið með strák þarna hliðina á mér eða að þeir horfa svoina mikið á mig að þeir taka ekki eftir Fúsa...
ætla ekki að velta mér mikið upp ur þessu samt.

kveðja...
Ragna ástrali
SHARE:

sunnudagur, 13. mars 2005

Fréttir af mér

Jæja, ég er búin að þegja yfir því svoldið lengi hver áform mín eru núna næsta haust....

Ástæðan fyrir því að ég er nú ekki búin að segja voða mörgum frá því er sú að þetta er búið að vera allt ansi óljóst...

ÉG ER AÐ FLYTJA TIL ÁSTRALÍU!!!!!!

fer sem au pair til fjölskyldu í Brisbane með 3 stráka mánaðarmótin okt-nóv...
Þau einmitt hringdu í mig í morgun (shit, ég var svo hás að ég gat ekki talað! ) og þetta allt staðfest held ég.þ
ætli ég fari ekki að fræða mig um hvernig maður drepur ástralskar kóngulær! ARG. það eru víst allar tegundir í heiminum til þarna í Ástralíu, og ég sem hoppa upp í loft ef ég sé dordingul!


En hvernig lýst ykkur á??
SHARE:

fimmtudagur, 10. mars 2005

Sæl og blessuð öll :)

Já, ég skal segja ykkur það, það er nebbla kominn fimmtudagur!! og ekki mikið eftir af honum!! Hvernig getur þetta gerst svona viku eftir viku að maður missir af vikunni...
Er nú svosem ekki búin að gera mikið af mér síðan ég söng í íslenskutíma... En ég horfði á Nemó í gær og fékk nýbakaða súkkulaðiköku undir miðnóttina. Ekki slæmt það!
Ér búin að nefna 3 af hömstrunum mínum....
Einn er svartur, da brother in da hood hann heitir Krummi, pabbi kom með það nafn :)
Svo vantar á einn hægri framlöppina og er alger hetja. hann heitir Stúfur
og svo er einn ótrúlega feitur og hleypur og hleypur eins og brjálaður væri í hlaupahjólinu, hann heitir Neisti :)

Hinir 2 bíða eftir nöfnum en ég get ekki þekkt þá í sundur, kannski ráð að taka Nýtt Líf múv á það og lita þá :)

2 Snafsar eru svo á Celtic Cross alla helgina. :)

C YA
SHARE:

miðvikudagur, 9. mars 2005

Bloggþörfin komin í gang aftur

Ég lofaði mér að blogga ekkert fyrr en ég yrði búin með ferðasöguna því að þá myndi mér aldrei takast að klára hana, og nú er hún buin!!!
fór í leikhús í gær að sjá Draumleik sem er samstarfsverkerfni útskriftarnema úr leiklistarskóla íslands og Borgarleikhússins, haldiði ekki bara að Johanna Friðrika fari ekki bara með aðal hlutverkið og af þvílíkri snilld að allir víkarar, þið bara veriðið að flykkjast á leikritið (frumsýnt á föstudaginn) og sjá það!!

Var náttla að spila alla síðustu helgi og verð líka 2 næstu helgar bara svo að þið vitið hvert þið verðið að kíkja:D
Fór í afmæli til sveppa á laugardaginn og skemmti mér hel vel enda fólk þarna sem ég þekkti :)

skólinn er að gera mig crazy enda eru skilaverkefni á skilaverkefni ofan á dagskránni og í flestum tilfellum þarf að skila þeim sem fyrirlestri, hvað haldiði að ég hafi gert í gær?! SUNGIÐ Í TÍMA.
maður á aldrei að skrópa í hópavinnnu, þá ereinmitt prangað inn á mann einhverju svona
SHARE:

Ferðasagan framhald nr 2!

....

Gísli frændi réð ekkert við kraftinn í bílnum og tók svo eitt stykki kollhnís niður brekkuna aftur og sem betur fer meiddi hann sig ekkert.
Eftir þetta óvænta atriði varð að lokaatriði jeppaleikanna og var haldið inn að hlýja sér, opna fyrstu/fleiri bjóra og svo þegar allt var reddí, þá var etið snilldar þorramat sem var búið að búa á snyrtilegan máta þrátt fyrir frumstæðar aðstæður.
Annállinn var með skemmtilegra móti og góðum punktum, upplesturinn á honum sá Bessi um og péturseyjarbræður sáu svo um að skiptast á inn á milli ferðasagna að koma með auglýsingar.
Fékk sjálf einhver skot, allavegna eina auglýsingu þar sem ég auglýsti eftir fari :) og helst kraftlausum bílum og svo var einnig sagt frá ævintýrinu þegar ég og Dóri húktum í "lífshættu" á fjallsbrún og biðum eftir snöggum höndum að binda pelastikk og festa saman bíla.
Þegar öllum skipulögðum skemmtiatriðum var lokið voru gefin verðlaun (sést allt á myndasíðunni held ég) og kosin ný nefnd....
Þar lenti ég í vesi enda var nýja nefndin skipuð
Guðrúnu Maríu
Atla Má
Orra Ö
Guðna
Palla
og...
MÉR!!!!!
Semsagt, einhleypingafélagið...
ég kannski verð nú ekki, en ég segi ekki frá því akkúrat núna, þarf að fá ýmislegt á hreint fyrst.
Trallað var og tjúttað fram eftur öllu og skemmti ég mér konunglega! svaf svo alveg unaðslega eins og ég geri alltaf, en þurfti samt að hafa aðeins fyrir því að komast í kojuna mína, þurfti að sýna 3 klær til þess, híhí, grey strákurinn samt...
Svaf svo svo lengi að ég vaknaði upp ein í herberginu við þau komment frammi sem ég vil ekki beint vakna við en þau komu frá ákveðnum aðila hve HRÆÐILEGT það sé að vakna á morgnana í fjallakofa og að piiiisssssssssa í sig eins og hann hafi aldrei þurft að pissa áður en neeei, verið með standpínu og þá neinei væni, þú þarft bara að BÍÐA!!
Breiddi upp fyrir haus og reyndi að telja mér tru um að ég hefði ekki verið að vakna við þetta.

Allt í einu voru allir jeppar horfnir nema nokkrir og skil ég ekki hvernig það fór svona fram hjá mér... en greyið þeir því að þeir sem eftir voru fóru álftavatnakrók og niður öldufell í rosalega góðu veðri, allir nema Össi og Nagli en þau ætluðu að reyna við Landmannalaugar og þangað á selfoss en sneru við vegna lélegs skyggnis, og við í glampandi sól littlu neðar...

Hamborgarar voru svo snæddir að gömlum vana í Víkurskála og rifjuð upp skemmtileg atvik....

Frábær ferð í alla staði!!!
SHARE:

þriðjudagur, 8. mars 2005

Framhald af þorraferð

Shit, ég verð nú að reyna að klára þetta helvíti!

Allavegana. við borðuðum matinn okkar þarna uppi, eða þeir sem gátu beðið en ekki verið að borða í bílunum.... ekkert verra að borða á ferð samt :D
Á leiðinni niður gerðist svo það fáranlega fyndna að Elli greyið stendur allt í einu EINN uppá Breiðbak og bíllionn sem hann átti að hafa far með einfaldega horfinn. Jah, ekki langt samt, enda var Gísli frændi ekkert horfinn, hann hafði einfaldlega GLEYMT Ella uppi á Breiðbak og brunað niður í æsingnum. Elli ekkert allt of ánægður því ekki er gaman að fatta hvað maður er rosalega lítið merkilegur að það sé hægt að gleyma manni! Svo er nú reyndar ekki reyndin með Ella og hann merkilegur maður, og í Þorranefnd og allt! en Gísli líka bara skelfilega æstur! :)

Neyðarkall hafði komið frá Össa og Lóló þar sem við vorum uppi á Breiðbak og hafði þá slitnað viftureim í Grand og komst hann hvorki lönd né strönd. Reynt var að redda þessi með þvi að finna aðra en það gekk ekki eftir og fórum því Ellabíll og Einsa bíll niðrí Hólakofa þangað sem Guli Kafbáturinn var búinn draga hann og reynt að redda málum. Fattaðist helvíti merkilegt! Í stað þess að hringja í Sigga Gými og spurja hann númerið hjá Sæla í Framrás þá var víst líka hægt að spurja dóttur hans sem var víst þarna á staðnum! :)
Ekki var hægt að redda málunum og þvi össa og Lóló troðið í gráa stálið og brunað aftur upp á Axlir þar sem farið var í æsispennandi snjóþoturall og eru skemmtilegar myndir af því á myndasíðunni!!!!!
Haldið var svo heim á leið með frostbitnar kinnar og farið í jeppaleika þegar komið var niðrí kofa.
fyrst var farið í kappakstur, sem gekk þannig fyrir sig að jeppum var raðað við ráslínu og svo ræst bilana af stað! það eina sem var frábrugðið venjulegri keppni var að sá vann sem var síðastur í mark! :)
Einsi vann þá keppni með glæsibrag. 2. þrautin var svo sett þannig upp að 3 tiltölulega léttir og jafnléttir bílar voru settir í röð með spotta bundna í sig og svo talið keppendur í 3 lið og þau sett í reipitog, eða eiginlega, hvaða lið er fyrst til að draga bílinn sinn í mark! mitt lið vann ekki, og kenni ég snöggri hemlun hjá Sigga Gými um :D hefðum samt sjálfsagt tapað anyway.
3. leikurinn var spyrna upp í brekku hægra megin við skálann. bílarnir byrjuðu við rót brekkunnar og sá sem komst hæst setti markið sem var svo reynt að bæta í næstu atrennu, 2 og 2 bílar kepptu úi senn
SHARE:

þriðjudagur, 1. mars 2005

Þorraferðin ! :)

Hafði einhvernveginn bara engan tíma til að skrifa þetta í gær... Svo þarf maður líka að vera í ansi miklum ham til að nenna því, en í dag skal þetta gerast svo að ég fari nú ekki að gleyma.

Eftir smá vesen hafði mér tekist að redda mér fari í ferðina, hjúkket, var orðin frekar hrædd þarna á tímabili, ég endaði semsagt á að fara með Einari Karli og Unni á Land Cruiser, hehe, ég einhvernveginn elti þá bíla og þessi bíll er nú bara held ég næstum alveg eins og bíllinn hans Einsa sem ég hef hingað til verið að fara með á.

Föstudagur:
Var náttla í bænum og brunaði því austur eitthvað um 2 leitið með fullan bíl af drasli og 2 hömstrum sem mamma ætlaði að fá í Víkina . Mikið rosalega var ég viss um að hafa gleymt einhverju!!!! en það yrði þá bara að koma í ljós. Ég hlakkaði svo gríðar mikið til að é hélt að ég myndi ekki lifa þetta af! Planið var að allir hittust á Kaffihúsinu kl 7, borðuðum pizzu og héldum svo af stað um 9 eða svo... Glætan samt að það myndi standast en so what :) Pizzan var góð, þó svo að sumir hafi fengið overdós af piparkornum og allar 9" pizzurnar búnar þegar síðasta hollið kom. Þegar ég var búin að fara 2 aukaferðir heim að sækja dót sem ég gleymdi þar þá taldi ég allt vera komið sem mig vantaði og festi mig í bílinn hans Einsa þegar allur hópurinn var búinn að borða og til í tuskið, sem var alveg ótrúlega snemma, klukkan ekki nema um 9 held ég. voru held ég 8 bílar sem lögðu þarna af stað og í þeim voru:


Einsa bíl (AKA takkabíllinn) - Einar, Unnur, Ragna Björg
Sigga Gýmis bíll - Gýmirinn, Helgi (AKA HelgA), Anna og Doreen
Jósa bíll - Jósi, Helena
Gauja bíll - Gaui, Sæunn, Guðrún
Geðveiki willysinn - Vilborg, Bessi (hressi?)
Gráa stálið - Elli, Halldór Ingi
Doddi - Jói, Palli
Stríðsvagninn - Guðni, Gísli

Held að þetta sé svona nokkurnveginn rétt en það skiptir ekki öllu máli. Á leiðnni pikkuðum við svo upp 2 ferðalanga sem tældu okkur með loðnum og köldum leggjum en þeir voru Guðbjörn og Stjáni sem komust ekki lengra á Fordinum með sleðakerruna og tók einsi kerruna og Sigga sem farþega og Guðbjörn tróð sér einnig í annan bíl, Stjáni talaði um það svo alla leiðina hvað þetta væri nú góð kerra sem Vegagerðin átti og hve mikið hann væri nú búinn að keyra hana á þjóðvegum landsins :) Færðin innúr var ekkert til að kvarta yfir, lítill snjór og sá snjór sem varð fyrir okkur var harðfenni. Inni í kofa voru 3 sleðamenn í engu stuði (Ingi Már, Hjördís Rut og Atli Már) planið var að láta lífgast aðeins yfir stemmingunni. Það yrði örugglegur vinningur í þeirri baráttu :) Allir báru dótið sitt inn og ég náði kojunni minni :) sef alltaf vel þar :D það er semsagt fyrsta kojan til hægri þegar þú kemur inn í litla herbergi, og don't dare að stela henni!!!!
Fyrstu bjórar kvöldsins voru brátt opnaðir eftir að komið var í kofann og hafist handa við að kynda ogkveikja á kertum í öllum skúmaskotum, Klósettið var í gangi en það þurfti samt fyrst að hætta sér út með stóra fötu út í læk og reyna að detta ekki ofan í hann við að ná í smá vatn til þess að nota svo til að sturta ofan í klósettið manually. En klósett var þetta og held ég að kvenþjóðin hafi verið hálf fegin að þurfa ekki að standa með rassinn einhversstaðar úti í skafli með grýlukerti. Þó að það sé nú ekkert nema hressandi samt :)
Einhvernveginn fylltumst við
Fúsi allt í einu þeirri löngun sem kemur alltaf eftir ein bjór, þ.e. að sita og spila á gítar og syngja, fólk tók eitthvað með undir og Haukur sló í gegn með UKULELE :) fyndið hljóðfæri enda alveg PÍNKU lítill gítar. Þegar maður fyllist þessari löngun þá endar maður líka fullur sem var svo keisið. Allir skemmtu sér mjög nema kjéllingin hann Fúsi sem fór að sofa fyrir 1 og var svo engan veginn hægt að vekja hann aftur þó að trúiði mér, ég reyndi!!! Jósi var ekkert ánægður með að sjá G&T vin sinn dauðann svona snemma. þó svo að Fúsi haldi því statt og stöðugt fram að hann hafi bara farið að sofa, ræææææt :))))))
ég klifraði í kojuna mína um 3 og voru þá einhverjir ennþá á fótum en ekki nógu mikið stuð fyrir mig að nenna að hanga yfir því.

Laugardagur:
Ég hef komist að því að ég sef alveg roooosalega fast! Svaf það alveg af mér þegar fólk kom í herbergið, alveg 6 með dót og læti og lagðist til svefns allt í kringum mig. Var smá stund að fatta hverjir þetta voru eiginlega! Flestir voru samt farnir að rumska nema Bessi hressi sem hafði verið plantað þarna inn og var víst ekkert við góða heilsu enda búinn að rækta jarðveginn eitthvað fyrir utan kofann um nóttina, ég veit ekki hvort að hann hafi bara verið svona stressaður yfir því að vera farþegi hjá Vilborgu :) Einnig voru Einar Karl, Jósi og Gaui eitthvað furðulegir en TREO átti eftir að kippa þeirra lífi í lag.
Morgunmaturinn var samloka og trópí, linsurnar settar í augun, einhverju nesti mokað í tösku og svo var ég reddí sneddí ! veðrið var geðveikt og átti að rúnta eitthvað inn á langasjósleið. Þarna höfðu jeppar bæst í hópinn og veit ég satt að segja ekkert hvenær þeir komu!!!! Allavegana voru þessir jeppar með í ferðinni inneftir

málningardollan - Gísli frændi
willy's - Óli
Cherokee - Konni, Oddi

Bílarnir voru hitaðir og sýndust ansi klárir í ferð dagsins þó að sumir driverar voru ekki alveg jafn hressir og því sá maður konur undir stýri á allavegana 3 bílum þar sem að karlmaðurinn sat í farþegarsætinu, grár og gugginn :) nefni engin nöfn.
Mikil þoka mætti okkur þegar við vorum komin inn á langasjósleið og sá mar ekki rassgat, grái 31" cherokee-inn var skilinn eftir á leiðinni og fengu farþegar hans far með öðrum. ferðinni var svo heitið upp á Breiðbak og þegar við vorum komin upp í hlíðar fjallsins KEYRÐUM við upp úr þokunni!!! geeeeðveikt, þegar upp var komið stóðu allir og göptu enda rosalegt útsýni!!! sáum allt í kringum okkur og þoka lá yfir öllu láglendinu eins og sjór!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig