laugardagur, 17. desember 2005

Bloggþörf

Blöggþörf kl hálf 1 á föstudagskvöldi?
þetta getur ekki endað vel...
Annars veit ég að blöggþörf er EKKI góð... maður bloggar yfir sig og þjáist svo af blogg-óþoli næstu daga á eftir.

Hvað er málið með allar þessar sjónvarps-ilmvatnsauglýsingar????
Allt hérna morandi út í þessu á hvaða sjónvarpsstöð sem þú vogar þér að villast inn. Ég meina.. það er ekki eins og þú getir með einhverju móti nálgast lyktina frá sjónvarpinu, og litlar líkur á að þú labbir spes inn í hagkaup til að finna lyktina af CÍNEMA ilmatninu sem þú sást í sjónbartinu kvöldinu áður...

En, nóg komið af röfli.

Ég er sjálfsagt eini kvenmaðurinn sem hefur farið tvær ferðir inn í london ( og ekki af enskum uppruna) og ekki keypt NEITT... hvernig sem það er nú hægt...
Ég kenni því um að ferðafélagar mínir í bæði skiptin hafa samanstaðið af 2 karlmönnum í sitt hvort skiptið... Auglýsi eftir kvenmönnum í næstu ferðir takk! Hitti semsagt Stebba og Sveppa í london í dag. Mikið djö var gaman að sjá strákana :)
alltaf jafn sætir

Hef komist að því að mar verður lestar"veikur" á að vera í lest að lesa og fara afturábak... Nú veit ég hvernig það er að vera sjóveik.. úff

Laug kannski smá hérna fyrir ofan.. tjah, neits, ég skrökvaði, segjum það frekar.
Ég keypti bók á lestarstöðinni...
Skemmtileg bók sem þið eigið eftir að njóta.. :)

bókin kallast "The best book of useless information EVER"
Alveg stórskemmtileg! og stútfull af skemmtilegum upplýsingum um eitthvað sem þú þarft AKKÚRAT ekkert að vita...


Ég ætla hér með að byrja með dálkinn "vissirðu að..."

Vissirðu að ....
... í Indlandi er ódýrara að sofa hjá vændiskonu en kaupa smokk??
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig