þriðjudagur, 18. október 2016

Ofnbakaðar kartöflur

mmm... Hvítlaukur, smjör, kolvetni.
Þessa blöndu elska flestir er það ekki? :)






Hér er mín uppskrift að stökkum ofnbökuðum kartöflum sem henta með hvaða rétti sem er, hvort sem það sé áramótakalkúnninn, naut og bearnaise, kjúklingaréttur eða fiskur.
Þetta er afskaplega einföld uppskrift sem samt sem áður er sjálfsagt öðruvísi en þið eruð vön að útbúa kartöflur svo það er tilvalið að prufa þessa uppskrift sem fyrst ! :)
Sjóðið kartöflurnar í 10 mín 

hellið vatninu af 

hristið pottinn svo kartöflurnar merjist vel 

blandið saman bráðnu smjöri, olíu, hvítlauk og kryddi 
Raðið kartöflunum á plötu, stráið yfir sjávarsalti og nýmöluðum pipar 


mmmm... Krispí en samt svo flöffí ! 



Fyrir 3
3 bökunarkartöflur
30 gr smjör
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
30 ml matarolía
1/2 tsk Seasoned Salt (t.d. frá Lawry's)
1 tsk rósmarín (2 tsk ef það er notað ferskt)
sjávarsalt
nýmalaður pipar


Aðferð:
-Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Þið fáið alveg að ráða í hverskonar bita :)
-Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur í söltu vatni
-Á meðan, bræðið smjörið og bætið útí það olíu, seasoned salti, hvítlauk og rósmaríni
-Hellið vatninu af kartöflunum en hafið þær áfram í pottinum.
-Hristið pottinn rækilega svo að kartöflurnar merjist töluvert
-Hellið smjör/olíunni útá kartöflurnar og hristið kartöflurnar um í pottinum svo þær þekjist alveg af blöndinni
-Raðið kartöflunum á bökunarplötu á bökunarpappír, stráið yfir smá sjávarsalti, svörtum pipar og bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur við 220°C hita á blæstri.  (Ath ef þið setjið kartöflurnar í eldfast mót þá þarf það að vera mjög stórt svo kartöflurnar "svitni" ekki í stað þess að bakast svona
-Það þarf oftast ekki að snúa bitunum en ef þið viljið gera það þá gerið þið það þegar tíminn er hálfnaður.
-Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar karamellubrúnar á endunum og stökkar að sjá.


Njótið! :)

SHARE:

Ofnbakaðar kartöflur

mmm... Hvítlaukur, smjör, kolvetni.
Þessa blöndu elska flestir er það ekki? :)






Hér er mín uppskrift að stökkum ofnbökuðum kartöflum sem henta með hvaða rétti sem er, hvort sem það sé áramótakalkúnninn, naut og bearnaise, kjúklingaréttur eða fiskur.
Þetta er afskaplega einföld uppskrift sem samt sem áður er sjálfsagt öðruvísi en þið eruð vön að útbúa kartöflur svo það er tilvalið að prufa þessa uppskrift sem fyrst ! :)
Sjóðið kartöflurnar í 10 mín 

hellið vatninu af 

hristið pottinn svo kartöflurnar merjist vel 

blandið saman bráðnu smjöri, olíu, hvítlauk og kryddi 
Raðið kartöflunum á plötu, stráið yfir sjávarsalti og nýmöluðum pipar 


mmmm... Krispí en samt svo flöffí ! 



Fyrir 3
3 bökunarkartöflur
30 gr smjör
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
30 ml matarolía
1/2 tsk Seasoned Salt (t.d. frá Lawry's)
1 tsk rósmarín (2 tsk ef það er notað ferskt)
sjávarsalt
nýmalaður pipar


Aðferð:
-Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Þið fáið alveg að ráða í hverskonar bita :)
-Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur í söltu vatni
-Á meðan, bræðið smjörið og bætið útí það olíu, seasoned salti, hvítlauk og rósmaríni
-Hellið vatninu af kartöflunum en hafið þær áfram í pottinum.
-Hristið pottinn rækilega svo að kartöflurnar merjist töluvert
-Hellið smjör/olíunni útá kartöflurnar og hristið kartöflurnar um í pottinum svo þær þekjist alveg af blöndinni
-Raðið kartöflunum á bökunarplötu á bökunarpappír, stráið yfir smá sjávarsalti, svörtum pipar og bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur við 220°C hita á blæstri.  (Ath ef þið setjið kartöflurnar í eldfast mót þá þarf það að vera mjög stórt svo kartöflurnar "svitni" ekki í stað þess að bakast svona
-Það þarf oftast ekki að snúa bitunum en ef þið viljið gera það þá gerið þið það þegar tíminn er hálfnaður.
-Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar karamellubrúnar á endunum og stökkar að sjá.


Njótið! :)

SHARE:

sunnudagur, 2. október 2016

Eplaskífur


Mér þykir næstum því hálf leitt að vera að setja inn uppskrift sem þar sem þú þarft að eiga sérstaka pönnu til að geta útbúið þetta :)

Svo finnst mér líka hálf leitt að vera að gefa ykkur uppskrift að EPLAskífum sem innihalda engin epli! :) Eitt sinn voru þessar eplaskífur bakaðar með eplum eða eplamús inní en það tíðkast víst ekki lengur.
Þess í stað eru eplaskífurnar vanalega bornar fram með sultu og stráð yfir þær flórsykri

Amma Ragna heitin gaf mér þessa pönnu sem ég á og ég held alltaf alveg gríðarlega upp á hana.
og svo til að gefa ykkur tips þá er alveg gríðarlega sniðugt að gefa matgæðingum sem eiga.allt.undirsólinni. svona pönnu að gjöf í jólagjöf eða við annað tækifæri


Bleik skál. Það verður allt betra úr bleikri skál 

allt sett saman í skál fyrir utan eggjahvíturnar

hrært saman og svo er þeyttum eggjahvítum hrært varlega samanvið 

muna, nota lítinn hita á pönnuna, annars verða eplaskífurnar hráar að innan og of dökkar að utan 

það getur tekið nokkrar tilraunir að læra að snúa eplaskífunum við í pönnunni, mér finnst best að setja þær fyrst upp á hlið í nokkrar sekúndur

og svo á hvolf 

ég velti þeim svo nokkrum sinnum um í pönnunni svo þær steikist jafnt og bakist í gegn 

alveg ótrúlega krúttlegt!! :) 

Bleikt mót. Allt betra í bleiku! :) 

heimagerð bláberjasulta og heimagert rifsberjahlaup. 


Uppskrift 
(gerir 24-28 stk af eplaskífum) 

130 gr nýmjólk
130 gr súrmjólk 
250 gr hveiti 
25 gr sykur
2 tsk kardimommur (ekki dropar, heldur duft) 
1/4 tsk salt 
2 tsk lyftidudt 
2 egg (hvíturnar skildar frá og þeyttar sér) 

Aðferð: 
-Setið saman í skál, mjólk, súrmjólk, þurrefni og 2 eggjarauður, hrærið saman. (EKKI fá flog ef það eru kekkir, þeir eru algerlega í lagi) 
-Stífþeytið eggjahvítur í sér skál og bætið útí deigsoppuna varlega með sleif. (ATH ef eggin eru lítil þarf að bæta meiri vökva (mjólk) í deigið).
-Deigsoppan á að renna úr ausu í eplaskífupönnuna, hún á ekki að vera of þykk. 
-Hitið pönnuna á vægum hita. Setjið örlitla doppu af smjöri í hverja holu fyrir sig og fyllið holurnar 4/5 fullt. 
-Ekki bíða of lengi með að snúa þeim við því að þá verða eplaskífurnar holar að innan. Gott er að nota grillpinna (tré eða járn) eða tannstöngul til þess að stinga í eplaskífurnar til að velta þeim við. 
-Rúllið eplaskífunum á alla hliðar í 2-3 mínútur eða þar til þær eru ekki lengur hráar í gegn. Ég mæli með að smakka eina til að vera viss! ;) (eða stinga hreinum tanstöngli í þær og sjá hvort að hann komi hreinn út) 
-Bragðast besta heitar og berist fram með flórsykri og sultu. Einnig er hægt að bera þær fram með Nutella og flórsykri til að prufa eitthvað nýtt. 

Njótið 






SHARE:

miðvikudagur, 28. september 2016

Haustsúpa - Tómatkjötsúpa



Ég elska kjarnmiklar súpur og mér finnst alltaf voðalega haustlegt að hafa stóran pott með súpu mallandi á eldavélinni.
Uppáhalds haustsúpan er að sjálfsögðu gamla og góða íslenska kjötsúpan (sem verður bráðlega sett hérna inn) en einnig finnast mér Frönsk Lauksúpa og Buttnernut graskerssúpa afskaplega góðar haustsúpur

Ég hef verið að reyna að minnka kolvetnin (eins og allir eru að gera þessa dagana) og langaði í súpu af tómatagrunni með kjöti og ekki uppfulla af rjómaosti eða rjóma :) Þessi súpa fellur undir mataræði eins og Clean eating, Whole30 og Paleo (svona ef þið eruð e-ð að spá í því).

Þessi æðislega súpa bragðast svo vel með íslenska grænmetinu sem er nú í búðum að mæli ég með að þið prufið að gera þessa súpu á meðan það er enn í hillunum :)


Uppskriftin er að vísu afskaplega stór, en hún passar fyrir einn bakka af hakki og hentar hún mjög vel til þess að eiga í frystinum til þess að bjarga kvöldmatnum seinna í vetur (geymist líka í 3-4 daga í kæli).


Uppskrift (um 5 lítar eða fyrir ca 8-10 manns)
2 msk matarolía eða kókosolía
1 bakki hakk
1 laukur, fínt saxaður
4 hvítlauksrif fínt söxuð
gulrætur, skornar í skífur (ca 750 ml þegar búið er að skera þær niður)
sellerí, skorið í þunnar sneiðar (400 ml)
1,5 L vatn
1 dós heilir tómatar
1 dós saxaðir tómatar
1 ferna passata - tómatsafi
2 kjötkraftsteningar
1 tsk salt
1 tsk nýmalaður pipar
1 tsk oregano
1 tsk timían
1 tsk basilíka
(sé notað ferskt krydd þá þarf helmingi meira)
hvítkál skorið í teninga (750 ml)

ATH að ég kýs ekki að tiltaka fjöldann af gulrótum, fjöldan af sellerístöngum og að segja 1/2 hvítkálshaus (mér finnast þetta afar ónákvæmar mælieiningar). Ég hins vegar kýs frekar að saxa þetta og mæla í stórri 1 L mælikönnu og eru mælingarnar út frá því.

Aðferð
-Steikið saman hakk, lauk og hvítlauk þar til kjötið er brúnað
-Bætið gulrótum og sellerí útí og steikið aðeins lengur
-Bætið öllum vökva útí, tómötum, vatni og tómatsafa
-Kryddið
-Sjóðið saman í 15 mínútur
-Bætið hvítkálinu útí og sjóðið í 10 mínútur í viðbót við lágan hita.


Kjöt, laukur, hvítlaukur, tómatar, tómatsafi, vatn og krydd komið útí 

látið malla saman í 15 mínútur

hvítkálið komið útí og búið að sjóða í 10 mínútur í viðbót


Eins og þið sjáið þá er samsetningin alveg hrikalega einföld og það þarf ekki að byrja að útbúa súpuna mörgum klst áður en þið ætlið að borða hana

Punktar:
-Hægt er að bæta svo mörgu sniðugu út í þessa súpu að listinn er óendanlegur. Sem dæmi er gott að setja pastaskrúfur útí í stað hvítkálsins.
-Hægt er að bæta við kartöflum
-Þegar súpan er borin fram er hægt að strá yfir hana rifnum osti eða setja sýrðan rjóma


Njótið :)









SHARE:

miðvikudagur, 4. maí 2016

Grískar kjúklingabringur

Gómsætar kjúklingabringur sem henta vel í matarboð. Auðvelt að undirbúa jafnvel deginum áður(fyllinguna eða setja allt saman) ef það er lítill tími til stefnu daginn sem gestirnir koma.

en hey.. þetta er sko ALLS ekki bara til að bjóða gestum í mat! :) Þetta er líka gómsætur matur fyrir alla fjölskylduna!


Í raun er þessi uppskrift afskaplega auðveld í framkvæmd. Það er líka eitt hentugt við hana að þú notar ca hálfa fetaostskrukku og hálfa ólífukrukku svo að þú átt eftir í einn heilan skammt í viðbót seinna meir. 


Byrjið á að setja fyllinguna saman í skál, fetaost, rauðlauk fínt saxaðan, saxaðar ólífur, hvítlauk, steinselju. 
                                        

Blandið kryddblönduna og kryddið kjúklingabringurnar báðum megin 



Skerið vasa í kjúklingabringurnar og setjið fyllinguna í. Ég læt þær svo standa upp á hlið í eldföstu móti, þá fellur fyllingin ekki úr. 

Eldið í ofni á 180°C í um 35-40 mínútur eða þar til fulleldaðar. 





Fylling í 4 bringur
2 dl fetaostur (ca hálf krukka) - ekki olían með
1/2 rauðlaukur saxaður smátt
3 msk söxuð fersk steinselja (mælt eftir að búið er að saxa hana - ég nota flatlaufasteinselju (ítalska) sem ég rækta sjálf en fæst orðið í flestum búðum)
4 helmingar af sólþurrkuðum tómötum, saxaðir
1 - 1,5 dl ólífur, (mælt áður en þær eru saxaðar)
2 hvítlauksrif, rifin eða kramin

Kryddblanda
1/2 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk hvítlauksduft
2 tsk oregano eða ítölsk kryddblanda

Aðferð: 
-Ég nota sömu uppskrift hvort sem ég set fyllinguna í 3 eða 4 bringur ;) 
-Blandið öllum innihaldsefnum í fyllinguna saman í skál. 
-Útbúið kryddblönduna í skál, (ath að nota hvítlauksduft en ekki hvítlaukssalt!). Kryddið kjúklingabringurnar báðum megin (oftast einhver afgangur af kryddi)
-Skerið vasa í bringurnar og setjið fyllinguna í. 
-Látið bringurnar standa upp á hlið í eldföstu móti og setjið inní 180°C ofn í 35-40 mínútur eða þar til þær eru gegneldaðar 

Tillögur að meðlæti
-Sætar kartöflur skornar í teninga og kryddaðar með restinni af kryddblöndunni + ólífuolíu og bakaðar í sama tíma og bringurnar. 
-Kúskús
-grænt salat 
-Gott er að gera sósu úr soðinu af rennur af bringunum.




SHARE:

laugardagur, 23. apríl 2016

Snúðakaka






Snúða- eitthvað getur bara ekki klikkað og það gerir þessi kaka svo sannarlega ekki :) 



Þetta er mjúk kaka með bráðnum kanil/púðursykri innaní sem er unaðslegt að borða með stóru glasi af mjólk :) Ég ætla ekki að svekkja ykkur með að segja að þetta séu snúðar sem eru líka kaka... þetta er kaka sem svipar nokkuð til snúða með kanilfyllingu og þess vegna hlýtur kakan þetta nafn ;)

Best finnst mér kakan vera þegar hún er volg og borða þá hana þá gjarnan með rjóma en einnig er hún góð köld svo örvæntið ekki þó að hún klárist ekki í fyrsta rennsli ;) 

Einn mesti kostur þessarar köku er að hún er búin til úr hráefnum sem maður á alla jafna til og það tekur afar lítinn tíma að gera hana (þarf ekki hrærivél eða handþeytara).



Öll hráefni sett í skál fyrir utan bráðið smjör 
Hrært saman
úr verður mjög þykk deigsoppa 

hér er búið að hræra smjörinu saman við
kanilblandan undirbúin. Sjáið að ég þvæ ekki einu sinni skálina inná milli ;) hér er allt gert til að hafa þetta sem einfaldast 

kanilblandan hrærð saman
kanilblöndunni dreift jafnt yfir deigið 
skorið í gegnum deigið með hníf til þess að blanda henni aðeins saman við



inní ofn, taka út, setja glassúr yfir, skera og NJÓTA ! :)



Uppskrift 
Kaka:
480 gr hveiti
250 gr sykur
1/2 tsk salt
4 tsk lyftiduft
3 3/4 dl mjólk
2 egg
2 tsk vanilluextract/dropar
75 gr smjör (brætt)

kanilblanda:
225 gr smjör (mjúkt)
100 gr púðursykur
2 msk hveiti
1 msk kanill
(2 dl hnetur ef vill)


Aðferð

Kaka:
-Blanda saman í skál öllu nema bræddu smjöri. Hræra saman þar til að myndast samfellt deig
-Blanda bræddu smjörinu saman í 2 skömmtum og hræra vel.
-Smyrja í smurt skúffukökuform

Kanilblanda
-Blanda saman í skál mjúku smjöri (hægt að lina það á lágum krafti í örbylgju ef það er að koma beint úr ísskápnum), hveiti, kanil og púðursykur og hræra vel saman
-Setja í doppum yfir allt deigið og fara svo í gegnum doppurnar með hníf og blanda kanilblöndunni þannig við deigið

Baka í miðjum ofni á 180°C í 30-35 mín

Ofaná 
-Þegar kakan er bökuð og aðeins búin að kólna er gerður glassúr úr mjólk, flórsykri og vanilluextract/dropum. Magn og þykkt fer eiginlega alveg eftir smekk


njótið  ! ;)













SHARE:
Blog Design Created by pipdig