laugardagur, 31. mars 2012

Sveppafyllt ravioli

Ég ætla að drífa mig í að setja þessa uppskrift inn í dag þar sem ég á eftir að setja inn uppskrift fyrir þessa viku og þar sem ég er enn í pasta himnaríki eftir gærkvöldið þá get ég ekki annað en að bloggað um matinn í gær.

já og hann var jafn góður og hann lítur út fyrir að vera 



Mánaðarlegt Gourmet matarklúbbskvöld var haldið hjá mér í gærkvöldi. Í þetta sinn vorum við bara 3 stelpurnar (strákunum ekki boðið með í þetta sinn) og var þemað ítalskt.


Hef nú nokkrum sinnum gert pasta en sór þess þó eið í síðasta skipti sem ég bölvaði kökukeflinu og hve þunnt það þyrfti að fletja út pasta að ég myndi ekki gera pasta aftur fyrr en ég fengi pastavél. 
Viti menn.. Ég fékk eina í láni í vikunni um óákveðinn tíma og gat ekki annað en prufað gripinn í gærkvöldi!


Sem forréttur/meðlæti var ég með ítalskar marineraðar ólífur í piparlegi.

En

Það sem í aðallrétt var:

Sveppafyllt Ravioli með rjómasósu með hvítlauksbrauði og Pinot Grigio hvítvíni (ítalskt að sjálfsögðu)

Pasta in the making 



Sveppir steiktir 


Fyllingin að kólna á bréfþurrku

Fyllingin sett á pastað 

Pasta lagt yfir 

Koddarnir mótaðir 

skorið í sundur 

Soðið ... 



Sáttar Gourmet hjúkkuskvísur ! :)



Uppskrift er fyrir 3 

Pasta: 

250 gr pastahveiti (eða venjulegt)
3 egg
1 tsk salt
1 msk olía

blandað saman með höndum eða í matvinnsluvél, síðan er það hnoðað saman, klætt með plastfilmu og látið standa á borði í 15 mínútur



Fylling 

300 gr blandaðir sveppir
(ég notaði flúðasveppi, portabello sveppi og þurrkaða sveppi)
20 gr skarlottulaukur
2 hvítlauksrif
2 msk ferskt oregano
Salt og pipar
1  dl parmesan ostur

-Þurrkuðu sveppirnir lagðir í bleyti og látnir liggja þar í 20 mínútur.
-Sveppir skornir í bita og steiktir í smá olíu ásamt söxuðum lauk og hvítlauk. Þegar sveppirnir eru orðnir létt brúnaðir er rifnum parmesan osti stráð yfir.
-Mixað í matvinnsluvél eða blandara
-Sett í skál með pappírsþurrku í botninum til að ná extra raka úr blöndunni
-Látið kólna

Ravioli
-Pastanu er skipt í 2 hluta (ath að setja seinni hlutann aftur í plastfilmu, pastað er fljótt að þorna). Flatt út með kökukefli eða pastavél. Ef pastað er klístrað þarf að passa sig að setja nóg af hveiti svo það festist ekki á borðinu eða í vélinni. Takið renninginn og skerið hann í sundur í miðjunni svo þið hafið 2 jafn langa renninga.
-Fyllingunni er dreift með jöfnu milli, penslað yfir kanntana með vatni til að pastað festist vel saman og svo er seinni renningurinn lagður yfir og þrýst vel að fyllingunni. Skorið í kringum með kleinujárni.
(Til eru ravioli járn. Ef þið eigið nóg skápapláss þá eru þau ansi sniðug)
-Endurtakið með seinni deighelminginn
-Sjóðið Ravioli-ið í um 4-5 mínútur söltu vatni (fer eftir stærð koddanna og ath að vatnið þarf að vera sjóðandi þegar pastað er sett ofaní)

Sósa 

-Nokkrir sveppir fínt sneiddir, 1 skarlottulaukur fínt saxaður og smá olía sett í pönnu ásamt fersku oreganoi. Saltað og piprað. Rjóma hellt útá og soðið við vægan hita í 5 mínútur. Kryddað með salti og pipar (ég set líka sveppakraft)

Samsetning

Pasta raðað í skálar, sósu hellt yfir og skreytt með ferskum graslauk og parmesanost.

Ath 


að fáir koddar þýða samt ansi mikinn mat :) 

Hvítlauksbrauðið sem var borið fram var þetta hérna 





Í eftirrétt var svo að sjálfsögðu Tiramisu! 

Uppskrift af tiramisu er HÉR (ég gerði hálfa uppskrift)


Enjoy ! :) 









SHARE:

miðvikudagur, 14. mars 2012

Banana og pekanhnetu cupcakes með karamellukremi


Ég hef gert þessar cupcakes 3x og þær eru alveg rosalega góðar ! Síðast þegar ég gerði þær, þá var ég með þær á afmælinu mínu og skreytti með hvítu, fjólubláu og bleiku skrauti. Þessar cupcakes eru ekki jafn sætar og margar cupcakes eru og því afskaplega góðar með öðru sem er afskaplega sætt.  Kremið er NAMMI og pekanhnetur og bananar eru löngu harðgift í mínum kokkabókum.



Hér setti ég kremið á með hníf og skreytti svo með þykkri karamellu íssósu



Hér skreytti ég kökurnar með rósa-stútnum eins og bleiku cupcakes-in, nema ég byrja yst á kökunni og enda svo innst.



Uppskrift 
(gerir 28 stk) 



(hver bolli 250 ml) 


3 bollar hveiti
1 1/2 tsk matarsódi
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
1 tsk kanill
4 þroskaðir bananar (stappaðir)
3/4 bolli létt súrmjólk
1/2 tsk vanillu extract
170 gr smjör (við stofuhita)
1 1/2 bolli púðursykur
3 egg
1 bolli pekanhnetur, gróft saxaðar

Bakað við 180°C í 15-20 mínútur

Aðferð




-Í skál, blandið saman bönunum, létt súrmjólk og vanillu extract
-Þeytið saman púðursykur og smjör þar til það hefur lýst töluvert og sykurinn er farinn að leysast aðeins upp, bætið þá við eggjum, einu og einu í einu og þeytið mjög vel þar til blandan er loftkennd og ljós.
-Bætið við öllum þurrefnunum og súrmjólkur/eggjablöndunni og hrærið varlega saman þar til að allt er blandað (athugið, ef hrært er of lengi, binst glúteinið í deiginu og kökurnar verða seigar - á við um allar kökur)
-Blandið pekanhnetunum saman við með sleif.
-Setjið í cupcakes kökumót með cupcakes bökunarbollum að eigin vali og bakið í 15-20 mínútur eða þar til að pinni sem stungin er í eina kökuna kemur deiglaus út


Karamellukrem - Uppskrift  
fyrir 12-24 kökur - fer eftir því hvað þið notið mikið krem



1/2 bolli sykur
2 msk vatn

Hitið í potti þar til sykurinn er bráðnaður og orðinn karamellubrúnn, látið kólna aðeins.


3/4 bolli smjör
3 2/3 bolli flórsykur
2-3 msk mjólk/rjómi
1 tsk vanilluextract 

Þeytið vel... þeytið svakalega vel ! 

Bætið í flórsykri eða mjólk ef þið viljið þykkja eða þynna kremið.

Hellið karamellunni útí í mjóum taum og þeytið vel saman. 


punktar!

-Þetta er gríðar stór uppskrift... Ég hef minnkað hana um helming ( nota þá 2 egg í staðinn fyrir eitt og hálft egg)
-Ekki sleppa cupcakes mótinu til að baka þær í.
-Erfitt er að áætla hvað mikið krem þarf á kökurnar, ég nota þó alltaf þessa grunn uppskrift og bæti svo við mjólk eða flórsykri við ef ég er ekki alveg sátt með útkomuna.

enjoy !



SHARE:

þriðjudagur, 13. mars 2012

sunnudagur, 11. mars 2012

Rögnusúðar

Já, uppskriftina má finna hér í þessum link 

En.

Það skemmtlega er að ég var að bæta nýjum myndum inní bloggið um snúðana.

t.d. getið þið núna séð snúðana með súkkulaði

:)

enjoy
SHARE:

mánudagur, 5. mars 2012

Pizzakúlur

Það er næstum því hálf skammarlegt að blogga þetta blogg því þetta er svo idiotproof :) 

Verst finnst mér samt kannski að ég hafi ekki tekið betri myndir af þessu. Ég var nefnilega í gríðarlegu tímahraki, enda að vinna til 4 þennan dag, átti eftir að versla allt inn, taka til, útbúa allt sem ég ætlaði að bjóða uppá í afmælinu og hafa mig til. Það tókst að vísu, enda á ég enn inni einhverja reynslu af því að vera í gríðarlegu tímaleysi í eldhúsi og redda því sem reddað verður :) 
Allt tókst þetta þó og borðið, ég og íbúðin vorum tilbúin kl 21 (úff) þegar gestirnir komu. 

Á öðrum degi þegar betri tími vinnst til mun ég kannski taka myndir og bæta hérna við og vanda mig betur við að hafa kúlurnar jafn stórar :) 

Innihald: 
Pizzadeigskúla, tilbúin útúr búð. 
(gott er að láta deigið standa úti á borði í einhvern tíma áður þar sem deigið verður meðfærilegra) 
Pepperoni
Rifinn mozzarellaostur



Já, þetta er ekki flóknara en svo að ég tók pizzakúluna, ýtti henni aðeins út með fingrunum og skar hana svo í litla teninga með pizzaskera. Tók svo hvern tening, flatti hann örlítið út og stakk 1/4 af pepperoni og smá af rifnum mozzarella osti, lokið það inni og raðið kúlunum í smurt eldfast mót eða á smurða plötu. 

Spreyja svo smá smjörspreyi yfir og strá pizzakryddi yfir. 

Inní ofn þar til kúlurnar eru farnar að brúnast





Borið fram með pizzasósu og hver og einn rífur sína kúlu af. 

Enjoy 





SHARE:
Blog Design Created by pipdig