fimmtudagur, 17. nóvember 2005

jólagjafalistinn 2005

djö... þetta átti að vera svooo sniðugt hjá mér..:D
ætlaði að redda mér helviti vel og copy-paste-a gamla óskalista hér áður af blogginu og setja þá inn :) eða það sem ég fékk ekki og langaði ennþá í.

Verst er að ég hef annað hvort fengið þetta allt í gjafir eða keypt það sjálf á endanum, enda alveg orðin úrkula vonar sjálfsagt um að eignast þetta aldrei.

Mig langar í ....

-Augnhárabrettara
-Nigella Lawson bókina
-Capo á gítar ( ekki að ég kunni eitthvað á gítar, en ég kann heldur ekki að hækka lögin manually sjálf ;) )
-stóóóóóran NEMO bangsa ( búin að langa í einn síðan ég fyrst sá myndina.. fann svo Disney búð í vikunni og ætlaði að kaupa STÓRAN nemo... en hann var ekki þar :( ég fór með tárin í augunum heim .... :( )
-gott body-lotion... með góðri lykt takk!
-flott hálsmen, eins og er í tísku núna... gamaldags semsagt
-skrúbb til að nota i sturtu..
-vesku... mér er aaaalveg sama hvernig :) mætti samt vera í stærra laginu og mjúk :)
-flotta lyklakippu... er með ógeðslega ljóta hér
-almennilegan hárblásara
-olíuliti... (já hver veit nema að ég máli annað málverk á ævinni :) )
-eitthvað föndur :) ekki halda að mér leiðist ;)
-augnskugga... ég veit hvernig :D frá bodyshop og heitir eye shimmer og er nr 02
-gerviaugnhárasett... er búin með hitt.. langar í með stökum augnhárum.. koma í 3 lengdum í pakka
-nýju bókina hans arnaldar... og svosem ALLAR spennusögur yfir höfuð
-myndaramma með myndum af vinum mínum í :)
-ætla að vera voðalega baddnaleg og segja írafár diskinn ;) mar vill alltaf vita hvað Viggi frændi er að gera
-bjór-glasa-stand á micstandinn minn :)
-fótsnyrtisett
-augnháragreiðu


eigum við ekki bara að segja þetta gott???
úff.. þetta var bara pínu erfitt!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig