sunnudagur, 26. desember 2004
laugardagur, 25. desember 2004
Ferðasagan mikla ( framhald )
Þá er að reyna að skrifa meira en þetta tekur rosalegan tíma, best samt að gera þetta sem fyrst áður en ég gleymi þessu öllu.
16. Des - Fyrsti morguninn í Berlín
Martin þurfti að fara til tannlæknis um morguninn svo að Willi ætlaði að vekja mig kl 10 þegar Martin kæmi heim og við myndum svo fara með honum í rúnt um borgina.
Willi og Martin höfðu talað um að hafa morgunmat en þegar ég heyri orðið morgunmatur dettur mér ekkert í hug sem undirbýr mann fyrir þýskan morgunmat. Búið er að leggja fínt á borð og ný bakað brauð úr bakaríinu ásamt heitu kaffi og ógrynni á áleggi. Flest allt eitthvað sem var mér framandi nema kannski spægipylsan... Willi vakti mig ekki fyrr en kl rúmlega 11 en það var fínt að fá að sofa smá til þess að ná upp svefleysi næturinnar áður og smá líkamlegri orku því að labbið var ekkert smá sem við löbbuðum í London.
Er alls ekki vön því að borða morgunmat en þetta kom maganum mínum ekkert rosalega mikið í uppnám.
Plan dagsins var að fylgja Martin í bíltúr um borgina þar sem hann þurfti að sendast borgina þvers og kruss með pappíra í styrtistofur til þess að kynna háreyðingartækið fræga. Þeim fannst því tilvalið að ég og Willi myndum fljóta með svo ég fengi að sjá borgina.
Rúnturinn tók svosem ekkert svo langan tíma en það sem kom mér mest á óvart var hve Berlin er rosalega ólík London. Miklu stærri götur og ekki jafn troðið. Umferðin var líka skiljanlegri og engin ös. London gerir mann líka alveg crazy, sérstaklega þetta með að keyra vitlausu megin á götunni.
Við keyrðum í gegnum skóg og ég hef bara aldrei séð svona stór tré á minni ævi áður og hvað þá svona mörg!! Við enduðum hjá risastóru vatni sem ég held að heiti Wannsee eða eitthvað álíka og er í útjaðri Berlínar. Þar á sumrin liggur fólk í sólbaði og syndir um í vatninu í góðaveðrinu. Við kíktum þar aðeins út og ég get alveg ímyndað mér hvað það sé indælt að vera þarna á sumrin.. mmm
Eftir vatnaskoðunina héldum við aftur inn í miðbæinn þar sem kíkt var á fyrsta jólamarkað ferðarinnar sem endaði á því að verða okkar uppáhalds markaður. Hann var hliðina á Frægustu óperu í Berlin og heitir "Jólamarkaðurinn á Óperutorginu" Rosalega kalt og við ákváðum að fá okkur eitthvað að borða og það yrði sko að vera al þýskt! Það kom því varla lítið annað til greina en að stoppa við einn af matsölubásunum þar sem fékkst grönkohl og panta 3 skamma. Bragðaðist miklu betur en á horfðist og ég held ða ég muni nú ekki afþakka annan skammt í framtíðinni. . . (mynd á myndasíðunni)
willi keypti líka handa mer og sér Gluhwein sem við skelltum okkur í okkur. Fjandi sterkt helvíti sem yljaði okkur á nó tæm. Martin lét sér nægja að fá nokkra sopa enda var hann bílandi.
Keyrðum svo aðeins meira um og þeir sýndu mér Brandenburgertohr, Weltzeituhr og Fernsehturm sem við ákváðum svo að skoða frekar síðar enda nægur tími til stefnu.
Héldum svo heim á leið þar sem að við sátum og sötruðum smá bjór og vín áður en við töltu yfir í næsta inngang á blokkarröðinni ásamt stiganágranna Willi og Martins sem hét Peter og ferðinni var heitið í mat ti lRoberts og Martis sem eru hommapar og vinir þeirra.
Martis hafði eldað helvíti góðan kjúkling sem við borðuðum.
Allt var sem fínast, voða fínt lagt á borð og okkur þjónað eins og í veislu. 5 flöskur af Prosecco voru kláraðar ásamt 2 hvítvín, það voru semsagt allir orðnir svolítið hressir og áttum við gott spjall. Ég skildi nú ekkert svo rosalega mikið í því sem þeir voru að segja en þeir voru svo rosalega indælir aðtala sem mest á Ensku svo að ég skyldi. Willi og Martin sögðu mér svo þegar heim var komið að þeir áttu ekki von á því að Martis og Robert tækju mér svona vel og myndu vera að spjalla við mig um mig og mitt líf því að þeir eru svona hommar sem hafa smá kvenfyrirlitningu og reyna svona helst ekkert að kynnast konum. komst svo síðar að því að þeim höfðu bara fundist ég vera rosalega hress og open minded. Hafa sjálfsagt oft lent í því að vera dæmdir fyrir það eitt að ver ahommar og eru svona svoldið á varðbergi.
Þeir voru svo alveg sjokkeraðir allir saman að ég hefði aldrei farið í handsnyrtingu og það var sko EKKI nóg að klippa neglurnar svona af og til. það væri hreinlega BANNAÐ að klippa þær! :) úúps, hvað er þetta?!
haha
Sæi strákana mína fyrir mér með naglaþjalir á lofti að pússa neglurnar að ofaná og að framan. HAHAHA!
Martin tók mig svo í naglasnyrtingu þegar við vorum komin heim rall full auk þess sem ða Willi og ég stútuðum síðustu 2 Lite sem hann hafði komið með sér frá Íslandi. Ef þetta væri ekki rétti tími til að drekka íslenskan lite með íslending í heimsókn þá væri hann sjálfsagt aldrei! :)
(komið nóg í bili) Stay tuned! :)
miðvikudagur, 22. desember 2004
Tilkynningar
-Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og endilega kíkiði, Titlar við myndirnar eru á íslensku og ensku (tek ENGA ábyrgð á stafsetningarvillum) því að þeir sem koma til með að skoða myndirnar skilja hreint ekkert allir íslensku :)
-Til stendur kannski að 2 snafsar verði annað kvöld í kaupfélaginu með ljúfa jólatónlist fyrir gesti og gangandi látið sjá ykkur
-Kannski spila 2 snafsar líka á jóladag eftir 12 á kaffihúsinu í Vík
-Æfingar eru í fullu gangi fyrir áramótaballið sem verður vonandi alveg heaví skemmtilegt :)
Ferðasagan mikla!
Hildur auðvitað nennti ekki að vakna og skutla mér a´flugvöllinn svo að ég vakti Katrínu og hún blessunarlega nennti að skutla mér þessi elska :* Þó svo að hún væri nývöknuð sjálf.
Þegar ég var núkomin í flugstöðina og búina að tjékka mig inn gullu við einhver fáránleg læti og í kjölfarið á þeima fylgdu skilaboð um að eldur væri laus á fyrstu hæð og að allir ættu að yfirgefa bygginguna og fara út um næsta útgang. Allir voða rólegir töltu bara aftur niður og þar var okkkur sagt að fara baaara aftur upp´:) Týpískt samt fyrir mig hugsaði ég !
Næstu 5 mínútur héldu samt þessi skilaboð og óhljóð áfram en kaupóðir íslendingar eyddu peninugum eins og vitlausir væru.
Eftir einhverja stund kom svo tilkynning um að lögreglan væri búin að ganga úr skugga um það að það væri barasta enginn eldur laus!
Samt skemmtileg byrjun.
Fluginu seinkaði svo aðeins og var flogið kl 15:30 í stað 14:55. Alveg viðráðanleg seinkun.
Dave ætlar svo að koma sækja mig á Stansted upp úr 6. It's finally happening.!!
Nú í flugvélinni er fáranlega flott útsýni. Sólin að setjast og örmjór silfraður máni skriðinn upp. Og ég fékk gluggasæti ! jobbí
Sit svo bara og hlusta á Hárið og les Da Vinci Lykilinn... :)
London 15. des
Flugið gekk ágætlega í gær fyrir utan pirrandi gaurinn hliðina á mér og þurftu mikið að tala. . .
Dave beið mín brosandi á flugvellinum og tók vel á móti mér og eftir smáááá leit að bílnum brunuðum við heim til hans sem tók um 30 mín.
Hann var búinn að búa voða fínt um mig í rúminu SÍNU og hafði meira að segja STRAUJAÐ rúmfötin! Ég sá líka stærstu sæng sem ég hafði sofið í. Enda var hún tvöföld. Grey Dave sagðist vera búinn að búa um sig á gólfinu í næsta herbergi... humm
Bróðir Dave, Rob kom svo við og við fórum út að borða á ítalskan stað sem var voða næs og starfsfólkið allt voða spennt yfir þessum íslendingi sem var hjá þeim að borða. hehe.
Eftir saðsamann og mikinn mat fórum við á Local pub skammt hjá og drukkum nokkra bjóra.
Pöbbamenningin þarna úti er mikið ólík íslensku en þarna fer allltaf einhver einn og kaupir bjór á allt liðið og svo í næsta umgangi fer einhver annar.
Mér var samt tilkynnt það að ég ætti EKKI að kaupa. því að ég væri gestur !
Ég bað því alltaf um einn stóran bjór á meðan strákarnir svolgruðu í sig Corona, sem eru já í flösku. Steve vinur strákanna kíkti svo við og drakk okkur til samlætis. Hress gaur.
Endaði svo full um hálf 11 !
Ég, Rob og Dave fórum svo heim til Dave þar sem við stútuðum Bailey's flösku ásamt því að glamra á gítar og syngja. Bara alveg eins og á íslandi! ;)
Veit ekki hvenær Rob fór en eftir það horfðum ég og Dave á sjónbartið og stútuðum síðustu bjórum kvöldins.
Ræs var kl 8:00 og vorum við komin í neðanjarðarlest kl hálf 10.
Tókum hana í svona 20 mín og svo hófst gangan!!!!!
Fórum í China Town, Soho, Oxford Street og fengum okkur að borða á Wagamama's þar sem Ragna lærði að borða með kínapinnum! hehe. Fékk mér fáranlega góða kjúklingasúpu.
Kannski það fyndnasta við þennan stað er að það sitja allir við langborð svo að þú er raunverulega að borða með 30 manns sem þú þekkir ekkert en er samt heavy cool.
Röltum svo meira og fórum í London Eye og skoðuðum Royal Opera House og fullt af öðrum leikhúsum og sýningarsölum.
Kl 4 tókum við svo Tube aftur til baka og kíktum í Te til Rob og svo þegar við komum heim til Dave pakkaði ég niður, við Powernöppuðum og svo þurftum við að drífa okkur því að ég átti flug kl 20:15 frá London.
Flugið var stutt og mjög gaman. Sat hliðina á rooosa sætum Hokkí spilara sem talaði og talaði og þarna hafði ég ekkert á móti því. :)
Willi og Martin biðu svo skælbrosandi eftir mér við komuhliðið og fögnuðu ægilega :)
Þegar heim var komið beið þar mín prinsessurúm númer 2 og fékk ég 2 RISA kodda :)
Eftir nokkurt spjall fórum við svo að sofa enda var ég búin að labba allan daginn og búin að sofa MJÖG lítið.
sunnudagur, 19. desember 2004
mjeeen
Eg held ad eg turfi ad fara ad drifa mig heim...
Haldidi ekki bara ad tad se snjokoma her i Berlin....
Helt nu ad eg vaeri laus vid tetta komin svona sunnarlega a boginn...
Gaman af tessu samt, folk allt uppvedrad yfir tessu hvita sem hrynur ofan a tad.
Vorum ad koma heim eftir 5 tuma gongu dagsins og erum buin ad drekka svo mikid glühwein ad madur er kominn med raunverulegt jolasveinanef og bros ut ad eyrum.
Mamma og pabbi bida svo spennt heima eftir fjolgun i fjolskyldunni.... Held eg :)
Willi er ad fara ad kenna mer ad bua til Sushi nuna, (veit ekki hvort ad eg eigi ad segja namm namm) eg hefdi kannski ekki att ad segja Dave hvad mer fyndist tad vera vont hehe. kom aldeilis i hausinn a mer aftur.
Er kannski ad fara ut ad borda med strakunum og einhverjum Adrian sem er mjooog fraegur her i Tyskalandi fyrir leik og song i sokngleikjum.
Sjaumst fyrr en ad tad lytur ut fyrir ad vera
Bless
laugardagur, 18. desember 2004
Hae Tid!!
Er akkurat nuna i Berlin og er ad skemmta mer voda voda vel!
Buin ad labba um 5-7 tima a dag sidan i london og er langt komin med ad versla allar jolagjafir.
Er ad fara nuna a aeftir ut ad borda med 4 hommum a koreskan veitingastad og svo er stefnan sett a WOO WOO barinn.
orugglega Gay Bar....
humm
En alltaf gaman ad kynnast einhverju nyju...
Sjaurmst hress og kat! :)
mánudagur, 13. desember 2004
Aldrei má maður ekki neitt!!
Bless bless
Því að ég er að fljúga út í fríið mitt eins og ég er búin að segja ykkur frá hér áður.
kl 14.50 flýg ég út til London, labba hana alla og skemmti mér með Dave og fer svo til Þýskalands kl 20:15 á miðvikudeginum.
Svaf yfir mig í prófið í morgun.
Var búin ða læra og læra og læra, og lærði svo mikið að ég var svo stressuð ða ég sofnaði ekki neitt.
Svo þegar ég var komin í skólann OF SEIN þá fattaði ég að ég hefði gleymt grafíska vasareikninum :(((
Ömurlegt
er búin að klára jólakortin og fara í klippingu, nú er það bara tiltekt og pakka niður áður en ég fer.
En allavegana
skemmtið ykkur vel og krossið puttum yfir að ég komist örugglega frá þessu skeri ef það er ekki of vont veður !!!
Það væri týpískt.
Sjáumst!
Kossar og knús
laugardagur, 11. desember 2004
Ömurleg helgi
Ég var nefnilega að spila á Café Barnum (svona er þetta víst skrifað) með 2 snöfsum á fimmtudaginn og gisti heima hjá Fúsa og Krulla, fékk að gista hjá Krulla og sit uppi með brenndan rass. Fer það 2 sögum hvort að það sé eftir ofninn eða Krulla sem hefur þá verið svona "hot"
í gær skundaði ég svo aftur í bæinn á Trausta litla og eyddi nokkrum klst þar áður en ég brunaði aftur yfir þessa sérstaklega leiðinlegu heiði sem er yfirfull af hræddum kjéllingum að keyra og fara sko ALLS EKKI HRAÐAR EN 45 ÞVÍ AÐ GVÖÖÖÐ, ÞAÐ ER SNJÓR!
Gæti tapað mér!
Ástæða ferðarinnar til Víkur var sú að við höfðum verið beðin að spila á balli sem ég hélt nú bara alltaf að væri skólaball en var svo ball á vegum félagsmiðstöðvarinnar minnar ! Ótrúlegt alveg.
Þau eru búin að koma sér upp svona líka magnaðri aðstöðu núna, og tölvur á leiðinni og allt.
orðið miklu flottara heldur en þetta var þegar þetta var að byrja. þó að þá hafi það verið toppurinn, enda mikill sigur þegar við vorum búin að berjast fyrir henni með kjafti og klóm :)
Sound-tjékkið gekk ekki vel enda var sándið hræðilegt en ég held að okkur hafi tekist að laga það eitthvað....
Varð samt alveg gífurlega stressuð á því öllu saman...
Skrítið samt, við ákváðum að byrja okkar spilerí á því góóða lagi "we don't need no education" þar sem ég byrjaði bara alein og strákarnir komu svo inn í. Fékk eitthverja mjög furðulega stressbylgju sem lét mig fá kaldan svita um leið og strákarnir byrjuðu, svona líka mjööööög skrítið...
Spileríið gekk alveg vonum framar þó svo að éghefði verið til í að hafa æft nokkur lög aðeins betur...
En þau verða orðin pottþétt á áramótaballinu ! :)
Vorum svo búin að spila rúmlega 11 og voru þá krakkarnir búinir að dansa og dansa og dansa og virtist vera svaka stuð á þeim.
Fúsi fór líka hamförum og lét eins og óður maður með jólaskrautið sitt ;)
lesið allt um Félagsmiðstöðina á heimasíðunni þeirra.
Og endilega kíkið á myndir . Ef þið eruð bara að fara að skoða myndirnar af okkur þá eru nokkrar, byrja á síðu 10 held ég .
Svo þegar þetta var nú búið og allir þreyttir eftir átökin brunaði ég aftur í bæinn enda próóóf framundan ! :(
hefði eiginlega ekkert átt að vera að standa í þessu! veit ekki alveg hvað ég var að spá..
en allavegana
kom við á Hótel Rangá þar sem ég þurfti að láta Þráinn hafa hleðslutæki fyrir myndavélina...
Þar var árshátíð hjá Framrás í gangi og jiminn hvað fólk var drukkið. Varð alveg fáranlega ill hvað allir voru að skemmta sér vel allsstaðar og að segja mér hvað það hafði það gaman því að ég vissi að ég gat ekki farið að djamma og jafnvel þó svo að ég yrði nú edrú þá væri ekkert útstáelsi á mér þessa helgina :(
Og svo var mér ekkert boðið á árshátíðina. Fullt af frændfólki, vinum og öll fjölskyldan. NEMA ég. finnst ykkur þetta á einhvern hátt sanngjarnt???? ha?
Það eina sem ég lifi á núna er að klára þetta helv. stærðfræði próf og REYNA að ná því. Fara í klippingu, kaupa gjafir handa útlendingunum mínum, klára jólakortin og BÆBÆ, farin frá íslandi! Þar skal ég sko djamma upp djammkvóta síðustu 2 helga ! ! !
Slæmt að hanga inni á laugardagskvöldi, vil ekki heyra neinar sögur hvað var gaman..!
Ætla að halda áfram að reikna.
fimmtudagur, 9. desember 2004
og Vinningshafinn er???????????
Reyndar hafa mun fleiri komið en teljarinn var kominn í 6000 og eitthvað þegar hann núllstilltist vegna einhverra breytinga hjá modernus um daginn....
en anyway
það eru verðlaun í boði!!!
og það er ekkert grín !
Látið vita :)
Sjáumst svo í kvöld á kaffibarnum
miðvikudagur, 8. desember 2004
viðburðalík vika
ég er bara heima, að læra, þvo þvott og þrífa.
og að ógleymdum jólakortunum sem eru hætt að vera jafn góð hugmynd og þau voru til að byrja með.
sit bara og læri og læri og læri...
svo ætla ég að minna ykkur á að 2 snafsar eru að spila á selfossi á morgun
og Fritz von Blitz eru að spila á skólaballi í vík á föstudaginn :)
allt að gerast
Held svo að Jóhanna gisti hjá mér um helgina, semsagt
allt að gerast. . .
gat nú verið
hehe
What do you do when the only person who can stop you crying, is the person who makes you cry in the first place?
þriðjudagur, 7. desember 2004
Jæja
Nú þegar vika er til utanlandsferðar þá erum ég og fúsi búin að festa kaup á hljóðkerfi á svona siiiiirka helminginn af 100 þús og eigum því orðið 2 stóóóra hátalara, mixer og magnara! víí
Mamma og pabbi fljúga heim í kvöld, og eru meira að segja í fluvvélinni akkúrat núna í þessum skrifuðu orðum! ég fæ pakka, fullt af einhverju rauðu segir mamma, á ég OF mikið svart?!
Íslenskuprófið og Táknmálsprófið...
Bleh, reddaði held ég táknmálinu en er fallin í ísl, féll meira ða segja á tima í prófinu og það er aldrei gott.
Erum að spila á Selfossi á fimtudagskvöld...
endilega látið sjá ykkur!!!!!
Held að barinn heiti Kaffi Barinn eða Kaffibarinn eða eitthvað álíka
Svava og Elva, þið fjölmennið með áhangendur ;))))
Ætla að vaka og bíða spennt hvað er í pakkanum ;)
Er líka að læra undir próf. víííhííí
NOT!!
sunnudagur, 5. desember 2004
ekki fagna strax
Sorry...
Mamma og pabbi að gera allt brjálað út í London og meira að segja forseti Íslands er farinn að reyna að kynnast þeim!
Ég er sjálf að drukkna í prófalestri og hélt mína fyrstu EdRÚ helgi síðan í maí... já, MAÍ, mamma sagði að það væri nú tími til kominn. pliff
ég samt fékk mér um 2 glös af dooley's blöndunni hans Ægis því að hún leit svo fjandi girnilega út
og það hefi verið skömm hefði ég ekki drukkið neitt með neinni prósentutölu í
Hlakka roooosa mikið til 14. des
ekki bara af því að ég er búin í prófum
heldur að ég flýg út til London kl 14.15 þann dag og gisti hjá Dave, klikkuðum áhættuleikara, sem fær borgað fyrir að fíflast, öðruvísi en flestir sem ég þekki :)
Hann ætlar svo að sýna mér um London og við ætlum að gera eitthvað skemmtó.
Að kvöldi 15. des flýg ég svo til Berlínar, þar sem Willi og Martin ætla að standa veifandi og klappandi á flugvellinum þegar ég, stelpan sem er alein með stóóra tösku (því hún á eftir að kaupa allar jólagjafir) skröltir í gegnum flugstöðina.
Svo verð ég hjá þeim í góðu yfirlæti alveg þangað til að ég kem heim. þann 21.
Líst ykkur ekki bara vel á þetta?
miðvikudagur, 1. desember 2004
*Things the perfect guy would do*
1. Know how to make you smile when you are down
2. Try to secretly smell your hair or perfume
3. Stick up for you, but still respect your independence
4. Be wrapped up in everything else, but still find time for you
5. Fit his arms firmly around you and make you feel secure
6. Hint that he wants to kiss you
7. Hold your hand and make you feel loved
8. Tell you, you are beautiful even on a bad hair day
9. Never run out of new things to do and places to go
10. Never run out of good jokes
11. Be funny, but know when to be serious
12. Realize he’s being funny when he needs to be serious
13. Be patient when you take forever to get ready
14. Try to hide that one stuffed animal when you come over
15. Act like Mr. Big
16. Apologize for acting like Mr. Big
17. Ask you for a pen in class when you know he has one
18. Blast the music when he picks up the phone
19. Turn it off when he notices that you are on the phone
20. Look at you during class and make you get butterflies in your stomach
21. Shower you with meaningful gifts
22. Bring you flowers , even if he picks them on his way to your house
23. Hug you on a bad day and make clouds seem to lift
Þó svo að hann hefði ekki alla þessa kosti, þá myndi ég alveg sætta mig við nr:1,3,4,5,6,7,20,21,22,23
Bakaði voða fínar lakkrískökur áðan .... mmmmm
mánudagur, 29. nóvember 2004
Hvað haldiði að ég hafi fundið
Bráðskemmtilegt.
Vantar eitthvað á endann en hann er einhvernveginn þannig að við fórum a djammið, urðum blindfullar
með sjampóbrúsa í sjallanum, reyndum að ræna hjólkoppum
stálum grolsch bökkum og glasi, kæliboxi með engu loki og skóm. hehe
svaka gróði....
Akureyri 17. júní 2003
Jæja. Við ætluðum sko þokkalega að fara til Akureyrar á Road trip ég og Árún og ekkert múður með það!!! Hehe. Árún reyndar að vinna til 5 á mánudeginum og ég til 2 en það stoppaði okkur ekki neitt frekar en eitthvað annað eins og hæsi og slæm heilsa. Ég rauk úr vinnunni og beint í sturtu og fór svo að pakka niður eins og brjáluð væri og ákvað að það væri nú betra að taka meira með heldur en minna því að þá væri aðeins minni hætta á að ég myndi gleyma einhverju alveg BRÁÐNAUSYNLEGU (eða ekki) J hehe. Kvenmaðurinn að ryðja sér rúms eitthvað þarna J ég flýtti mér eins og vitlaus væri og sótti síðan bílinn til pabba sem hafði nú eitthvað kíkt á crazy-car til að gefa honum faraleyfi þar sem það voru all margir sem spáðu honum dauða á þessari hraðferð norður! Hehe. En hver hlustar á svoleiðis???? Ég stóð drusluna eins og ég mögulega gat úr ógeðslegu rigningunni hérna í Vík og vonaði svo innilega að fá að sjá gula fíflið á Akureyri . Árún var í vinnunni þegar ég kom kl 5 og við fórum heim til hennar svo að hún gæti stokkið í sturtu og klárað að pakka niður svo fékk ég líka smá skoðunartúr í nýju íbúðinni hennar .... Áður en haldið var svo norður urðum við að taka bensín á kaggann og svo var það bara let’s go!!!!! Ég gerði nú ágæta tilraun með að fara vitlausa leið norður þegar ég kom út úr göngunum og stefndi á Akranes, Árún var eitthvað ekki alveg sammála og ég snéri við á veginum 1. skipti af mörgum í þessari ferð. Við brunuðum í norður átt með tónlistina í botni í alveg dúndrandi góðu skapi og vorum að skemmta okkur konunglega enda þegar Stefnir hringdi í konuna spurði hann á endanum hvað við værum eiginlega búnar að drekka marga bjóra ! J hehe. Af reglu ætluðum við að stoppa í Staðarskála en allt í einu voru þeir orðnir 2 (löng saga) svo að við ákváðum að stoppa frekar á síðari Staðarskálanum, á milli Staðarskálanna tveggja sáum við stein sem leit alveg út eins og tjald í fljótu bragði litið og við gátum ekki hætt að hlæja við hlógum samt ekki alveg jafn mikið og þegar Árún vinkaði gaurnum sem stóð úti að míga beint að þjóðveginum! Tíminn leið alveg ógeðslega hratt á leiðinni, eða allavegana svona í minningunni að minnsta kosti..... Svo þegar Inga lét vita af sér á Akureyri kl hálf 9 þá fórum við að reyna að flýta okkur aðeins meira þar sem ég var búin að reikna með að komast á Ak kl korter yfir tíu. Inga var orðin eitthvað pirruð á að bíða eftir okkur þegar við loksins komum og við vorum ekki alveg vissar ég og Árún hvort að hún myndi ekki bara snúa við og fara aftur á Egilsstaði á Stuðmannaball þar.... en sem betur fer varð hún kyrr. Þegar við vorum búnar að finna Ingu var komið að finna súluna okkar þar sem við ætluðum að gista..... .var nú alveg ótrúlega lítið mál þegar allt kom til alls og var hliðina á tjaldstæðinu sem allt var búið að vera brjálað á..... HEHE við skyldum sko gera eitthvað af okkur. ..... Eftir make-upið fyrir kvöldið og bjóropnunina varð að drífa sig í að drekka því að kvöldið var ekkert allt of langt. Eftir að við höfðum DÁIÐ úr hlátri yfir tíkallinum í klósettinu eftir að Árún hafði verið á því og að kallinn skammað okkur á gistiheimilinu var ákveðið að skilja alla síma eftir og stinga snuffinu og öllum öðrum nauðsynjum í vasana hennar Árúnar og arkað út á tjaldstæði þar sem við vorum nú vissar um að þekkja ekki nokkurn mann en annað kom nú á daginn þegar stelpurnar réð
sunnudagur, 28. nóvember 2004
á lyfjum
get allavegana öruggleg aekki sofnað strax.
Röddin hefur nú formlega sagt bæ og verð ég ekki viðræðu hæf fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn
laugardagur, 27. nóvember 2004
Ræ ræ ræ
Var að syngja á Celtic Cross í kvöld (nótt) er veik með kvef og Hálsbólgu! jakk
er núna hás og raddlaus
já, klukkan er 5,56 að morgni til og við bíðum hérna eftir pizzu sem fúsi var að panta...mmmmm
plan á morgun er sofa, læra, batna, og syngja!
endilega kíkið á Celtic Cross...
kveðja
ÉG
fimmtudagur, 25. nóvember 2004
miðvikudagur, 24. nóvember 2004
rest in peace
Var búinn að vera voða veikur síðustu daga og mamma og pabbi brunuðu með hann á dýraspítala hérna í bænum og þar var greyið pínt fram og til baka.
Það kom svo í ljós að hann var með mjööög slæma sykursýki og sykurstuðullinn í honum var 20 þegar hann á bara að vera 4.
Mamma og pabbi tóku því þá ákvörðun að lóga honum því að þau gátu ekki hugsað sér að fárveikan kött sem liði obbolega illa og þurfa að gefa honum insúlín tvisvar á dag.
Þetta er semsagt annað gæludýrið mitt sem deyr þetta árið :(
Kisi var samt svo rooosalega mikill persónuleiki, og kúrari af lífi og sál. Hver á að hita mér á tánum núna?! :(
Sjúkraflutningur
frekari fréttir síðar þegar hann er búinn í rannsóknum...
þriðjudagur, 23. nóvember 2004
Jájá, hér er ég
Fór svona aldeilis líka bara snemma að sofa eða svona um eitt og leið alveg voða vel í gamla rúminu mínu ;) Kötturinn kom reyndar nokkuð margar ferðir til að athuga hvort að hann kynni ekki enn að vekja mig og jú, það kann hann sko.
Laugardagurinn var framan af hreint óvenjulegur enda var ég drifin í sund í -10 °C frosti fyrir kl 11 ofan í 35°C heitan pott þar sem ég skalf og skalf og synti fram og til baka á meðan Siggi og Jói létu sér líka vel að ég væri að hræra upp í vatninu. Það var nefnilega að koma heitarara vatn inn. SVo þegar potturinn var kominn í svona helvíti þægilega gráðutölu þá var mér svo mál að pissa að ég varð að fara upp úr og nennit ekki aftur ofaní :) Svo átti ég líka stefnumót sem ég var að verða of sein á :)
Bíllinn var nefnilega orðinn þiðinn og Trausti stóð þurr í saltpolli inn á verkstæði þegar ég opnaði hurðina. Fúsi var líka mættur á svæðið því að hans bíll hafði líka staðið inni um nóttina, reyndar í öðrum erindagjörðum, hann var nefnilega að fá sér ný gleraugu fyrir eigandann. úti í byl stóðum ég of fúsi vopnuð 2 gulum svömpum, fötu með heitu vatni og til að vera ennþá meiri kellingar þá vorum við með heitt vatn á slöngu líka :) En common, það var heavy frost !
Þegar búið var að þvo, þurrka, ryksuga, þurrka af, taka til og raða þá var BÓNAÐ báða dekurbílana ;) Grey Trausti sem var orðinn svo skítugur gefur nú skít í allan skítinn því að hann festist ekki á honum :)
Hljómsveitaræfing var haldin heilög og mættu allir með bjór. (nema krulli) Örugglega það eina slæma við að vera söngkona á fylleríi er það að hún getur drukkið og drukkið og alltaf haldið á bjór á meðan strákarnir verða að drekkaá milli laga.. Ég var semsagt orðin RÚLLANDI fyrir hálf 10! Þegar æfingin var búin skelltum við okkur árúntinn með Krulla og svo létég alla crasha í heimsókn til Helga. Þaðan var leiðin látin liggja niðrá bar, reyndar mistókst ferðin mín upp í crúserinn hans Krulla þegar ég steig á klakastykki á leiðinni of flaug hálfa leiðina inn, já bara hálfa því að ég skelti sköflungnum svo harkalega í stigbrettið að það STÓR sér á mér og ég er með marblett dauðans :( Fúsi hló og hló og dró mig inn í bílinn og off we go, niðrá bar.
Tobbi snillingur var búinn að poppa og kom með popp með sér á barinn sem hann deildi með fólki. Snuffið hans Sigga kláraðist svo að við settum íslenskt í staðinn ofan í president dolluna.... haha !
Sunnudagurinn endaði svo í svaaaka fjallaferð með Krulla og Atli var líka á sínum bíl. Rúntuðum inn á Heiði og fundum slatta af snjó. Allt í einu fór reyndar að bera á vondri olíulykt og þegar krulli stoppaði í smá stund á meðan hann var að bíða eftir að Atli færi yfir Kerlingardalsá þá héldum við áfram að finna lyktina. (Var samt búið að fara út og gá, en ekkert fannst) þegar krulli svo bakkaði ég smá, sagði ég að nú væri kannski tími til að stoppa og tékka á bílnum því að honum var búið að blæða í poll undir bílnum. Þá var drepið á og fundið út að bíllinn dældi út olíu af sjálfskiptikælinum og þá má víst EKKI keyra bílinn lengra. Atli tók okkur því í tog og ákveðið að halda sömu leið til baka. Fullt af ám og lækjum var á leiðinni sem þýðir að við urðum bara að HALDA OKKUR!!!!!!!!!!!!!!!! Því að þegar atli fór ofaní lækinn og þurfti svo að gefa aðeins í þegar hann fór upp á bakkann sem þýðir að við fórum á FULLUM hraða ofaní og uppúr aftur!!! :)
hefði átt að koma í íþróttatopp.. man það næst fyrir næsta sunnudagsrúnt.
Þegar síðasti skaflinn var eftir komu traustabrestir í Atla og þá voru víst farnir einu sinni enn Öxlar og Kross... það var semsagt bara afturdrifið sem varð að bjarga okkur úr þessu en það tókst með tímanum :)
Wicked helgi!
föstudagur, 19. nóvember 2004
Ísdrottning
Það er varla að Trausti virki ( en virkar þó ) og hvað þá ég ...
Svo þegar maður er alltaf í þessum stuttu ferðum á leiðinni í skólann og heim þá hitnar bíllinn ekkert, heldur safnar klaka innan á rúðurnar. Trausti verður orðinn ansi brynvarinn ef ég fer ekki austur um helgina með hann í þíðingu, hehe.
fimmtudagur, 18. nóvember 2004
Jæja, það er bara kominn fimmtudagur...
Í gær var miðvikudagur og ég mætti hress og kát í Jógafötunum í leikfimistíma... Enda er ég í Jóga ( Já Svava, búin að prufa buxurnar :) Nei nei, haldiði ekki bara að í salnum standi fallegur, dökkhærður maður sem sagði JÆJA! Nú ætlum við að dansa, ég get bara sagt það hér og nú að ég kann EKKI að dansa en ákvað nú að gefa manninum séns þar sem hann var nú svoldið sætur.
REyndar átti ég ekki að dansa við hann, heldur við bara þennan og hinn en hann kenndi okkur bara ágætlega að dansa Foxtrott og Salsa, ekki það að ég held að ég kunni að nota þessa dansa á næsta réttarballi, en sjáum til.
ATH:
2 Snafsar verða á Celtic Cross þarnæstu helgi (Svona fyrir þá sem mættu ekki síðustu helgi)
Stefnan er samt sem áður tekin austur um helgina og aldrei að vita nema við í stóru sveitinni setjum bara upp prógramm fyrir áramótaball?!!!!!
miðvikudagur, 17. nóvember 2004
It's beginning to look a lot like Christmas...
Svo Breytti ég herbeginu mínu... hehe, svona barely samt, færði bara rúmið og nú er það komið undir gluggann... Miklu meira danspláss í herberginu núna..
Svo fór ég í bíó með fúsa kl 8 á Bad Santa. Þetta var Kiss Fm forsýning sem Gunna Dís Móbó fari gaf mér miða á. Takk! ;)
Myndin var kannsk iekkert svo rosalega góð en ágæt afþreying.
Missti mig líka í myndatökum í snjókomunni í gærkvöldi...
endilega kíkið á SMÁ sýnishorn ;)
Snjór :)
mánudagur, 15. nóvember 2004
Voða voða flink :)
Breytti þessu alveg sjálf, verst að snilli mín í tölvunum nái ekki lengra, því að ég get lífsins ómögulega sett mynd í bakgrunn á powerpoint slide...
en nóg um það.
Það er ekkert voða gaman fyrir mig að vera skrifa og skrifa og sjá svo að það eru um 100 heimsóknir á dag á síðuna... en enginn skrifar neitt nema aðrir bloggarar sem eru meira að segja nefndir á síðunni minni ;)
Svo, endilega opnið ykkur og látið í ykkur heyra !
Má ég biðja um óskalag ? ? ? ? !!!!!!!!! Áttu "Svartur Afgan"
Fúsi kom svona í fyrra fallinu á föstudaginn, jah eða svona um 5 leitið. Ég var kannski ekki í allt of góðu dagsformi enda höfuðið búið að vera að kvelja mig allan daginn. Reyndi bara að hafa mig rólega, svona líka til að hlífa röddinni því að maraþon var framundan. Fórum út að borða á ELdsmiðjunni og fengum svaka fína pizzu, og við gleymdumst ekki ( Ég og Stefnir eyddum mörgum tímum þarna einu sinni ) Svo hófst bara biðin... Fáránlega skrítið bara að bíða og bíða eftir því að klukkan yrði 1 því að þá ætluðum við að mæta til vinnu :) Svoldið skrítið, héngum bara heima og gláptum á sjónbartið, ásamt því að drekka einn bjór eða svo...
Þegar Ragna var búin að eyða áætluðum tíma í að gera sig sæta og Fúsi búinn að halda því fram að hann væri rosalega sætur skutlaði Jói frændi okkur niðrá Celtic Cross þar sem við stilltum upp dótinu aftur fengum okkur einn róandi drykk. Fólk var þá þegar farið að flykkjast að og við ákváðum bara að byrja á slaginu 1. Fólk fór strax að taka undir og fólk byrjaði jafnvel að dansa fyrir 2. Óskalögin fóru að berast og það er bara gott og gaman að fá þau, en bara ef við erum með þau á prógramminu.... Það þýðir semsagt ekkert að verða illur ef við GETUM ekki spilað það...
Aðal "Hit-ið" var Svartur Afgan (HLusta á Zeppelin....) URRRGGGG Þetta kvöld vorum við látin spila það 4 eða 5 sinnum!! Gaman var að fá áheyrendur sem ég þekkti og kíkti Svenni Akerlie við í blessferð áður en hann flaug til Tælands kl 5 og með honum Eiki, Bjöggi, Sveppi, Finnur, Ármann og uuu man ekki, held að þetta sé allt. . . 2 gestaspilara fengu að spila en annar þeirra var strákur sem við "könnuðumst" við frá Selfossi og svo var hinn einhver gaur sem er að spila með barþjóninum (Fribba). Það STÓÓÓÓÓRRRMERKILEGA var það að hann er örvhenntur og spilaði á gítarinn þannig. jájá, það hefur maður oft séð... En hann spilaði á gítarinn hans Þráins! og hann er með strengjunum réttum, því að Fúsi er rétthenntur. Svo pæliði í því hvað það var fyndið að sjá hann taka öll gripin á hvolfi!!!!!!! Við störðum bara á gaurinn. er þetta hægt?????? En svo vissulega var það hægt, því að við vorum að horfa á hann...
Spiluðum og spiluðum eins og við gátum alveg þangað til að klukkan var orðin korter í 6 en þá vorum við orðin svoooldið lúin...
Fengum okkur einn kveðjubjór og töltum af stað með Valda sem félagsskap. Síðasti bjórinn var tekinn með sér og ég fann á mér á alveg ótrúlegum tíma. Ákvað að koma við í reiðhöllinni og vekja heimilisfólk, en þar var bara ó-heimilisfólk, semsagt Rúna og Inga og greip ég í tómt þeg ar ég ætlaði að skríða upp í til Gullu, Enduðum svo á vínsmakki hjá Valda og þar sat ég uppi með 2 ljóðabækur!! Áritaðar!!! hummmm. Við vorum svo komin heim rétt fyrir 8 þar sem við sofnuðum á því græna. Stein-sofnuðum.
Vorum vakin um hálf 2 og skelltum okkur í dag-fötin ;) og skunduðum í Smáralind til að fá okkur að borða og eyða deginum. Þegar við vorum búin með allt sem okkur datt í hug að gera tók ég Fúsa í óvissuferð sem endaði í Jólalandi í Garðheimum :))))) Lítið mál að gleðja mig... :) haha...
Eldaði svo pastarétt fyrir fúsa og Jóa sem var bara ekkert svo slæmur og við fórum svo í Bíó, á the Grudge.... mjééén hvað ég var hrædddddd!!!!!!!!!!!! Hef aldrei fengið gæsahúð, kaldan-heitan svita og skolfið að hræðslu!
Þegar við komum heim tók ég aftur minn tíma í að gera mig sæta og svo skutlaði jói okkur attur niðrá Celtic Cross Og þar voru strax komnir aðdáendur... haha. eða réttara sagt fólk sem við þekktum ;) Fréttum sagt af fólki sem hafði komið fyrr um kvöldið og spurt hvort að stelpan og strákurinn yrðu ekki aftur um kvöldið, ekki svo slæmt að heyra þetta.
Spileríið hófst og fólk var ofurölvi strax fyrir 2 og fólk var farið að dansa ofan í möppunni kl 2 svo ða ég þurfti að ríghalda í statívið og möppuna svo að það myndi bara ekki fara í crowdið. Urðum að taka okkur hlé kl korter í 3 því að annað er ekki hægt mar og þá hvarf fólkið alveg eins og kvöldið áður, áttum gott spjall við strákana sem voru að spila niðri þegar við fundum hljómsveitarherbergi niðri sem fór fram hjá okkur kvöldinu áður ;) Svo var það bara spileríið sem hélt áfram ásamt óþolandi mörgum óskum um svartan afgan og Dolly Parton lög ( það síðarnefnda erum við t.d. EKKI með, og ekki heldur með undir Bláhimni) Siggi, Jói og fleiri kíktu við og tóku vel undir í fjöldasöngnum. Rosalega gaman að þagna í miðju erindi og heyra sönginn frá fólkinu glymja í efri hæðinni. Hættum að spila aðeins fyrr en kvöldið áður, eða svona um 05,15 því að við vorum eiginlega alveg búin á því, ég í röddinni og fúsi kominn með marða putta og engan g-streng :)
Fólkinu var svo öllu smalað í eftirpartý í reiðhöllina sem stóð til tæplega 8 og það var ansi skemmtilegt að horfa á morgunsjónbart badnanna með kókómjólk við hönd. ÉG náði að sofa alveg til hálf 3 en fúsi eitthvað styttra, fórum og fengum okkur að éta á KFC og svo að sækja hljóðkerfið (Hanna Celtic eigandi sagði okkur þar að einhver hefði migið á barinn og fólk hefði ælt út um allt, semsagt, sögulegt fyllerí! ) og skutla því í Garðabæ þar sem Jón Þór tók á móti því.
Skellti mér svo með sjálfri mér í leikhús og sá Héri Hérason og þótti það nokkuð gott. ÞEGar´eg kom út... brrrrr, búið að snjóa og snjóa og ég á bandaskóm með snjó upp á ökla að skafa Trausta litla ....
Klifraði svo beint upp í rúm og sofnaði á mínum græna.
Hæsin sem ég var komin með eftir þennan maraþon söng er farinn og er til í slagið aftur :)
Spilafíklarnir niðri sögðu að það væri nú rosalegt að vera að spila 3 kvöld í röð, og þegar þeir segja það vera mikið, þá hlýtur maður að verða að trúa þeim.
Anyway,
ÞAð er aldrei að vita nema að við séum að spila eitthvað aftur þarna. en tíminn leiðir það betur í ljós :)
föstudagur, 12. nóvember 2004
trallalææææ
en allavegana
Endilega kíkið á okkur um helgina ef þið eigið leið fram hjá, það nefnilega kostar bara ekkert inn og ef við verðum voða leiðinleg þá getið þið bara tölt niður þar sem spilafíklarnir eru að spila.
Takk allir sem mættu
miðvikudagur, 10. nóvember 2004
Fréttir, Fréttir, Fréttir, Fréttir, Fréttir
Hehe,
ég hef svo sannarlega fréttir
muniði eftir blogginu mínu á sunnudaginn þar sem stóð að ég og Fúsi (2 Snafsar) myndum KANNSKI spila á Celtic Cross á fimmtudaginn, átti bara að tala við eigandann á þriðjudaginn ( í kvöld semsagt ) og þegar ég kom þá sagði hún, oh ég var að bíða eftir að þú kæmir, strákurinn sem ætlaði að vera um helgina datt nefnilega út!!! Hún var semsagt að bjóða okkur heila spilerí helgi!!! jibbí
en þurfum samt að taka eitt prufukvöld fyrst eins og reglan er alltaf og ef þaaað gengur vel... þá fáum við líklegast að spila um helgina... hvað haldiði bara!
Það væri semsagt himneskt ef allir sem sjá sér fært að mæta að koma, því að það stendur allt og fellur með helgina hvort að við höfum góðan stuðningshóp og ég hafi góða rödd og það vita reyndar allir að Fúsi er voða klár.
Ég er orðin svaka spennt og ætla á morgun að reyna að redda okkur hljóðkerfi og ég ætla að fara og versla mér MIC, hef dregið það aaaallt of lengi ... :/
Er strax orðin spennt og vona bara að þið segið sem flestum frá þessu og að það komi sem flestir, veit ekki hvenær við byrjum um kvöldið en reikna bara svona með 10 og erum búin kl 01.00...
ooh, firrrrillldin í mavanum eru á flögrinu...
ætla að fara að horfa á Survivor endursýninguna....
heyrumst!!
þriðjudagur, 9. nóvember 2004
Hætt við að verða móðir
En allavegana, hef hætt við að verða móðir svona í náinni framtíð því að ég fattaði það að lítil smábörn skilja álíka jafn vel hvað ég er að segja við þau eins og þegar ég er að reyna að segja þessum varðhundum mínum að hætta að rusla út ;)
Sjáum samt til hvernig þetta gengur í næstu viku
Aðal frétt vikunnar er sú að ég get orðið farið að leggja fyrir neðan gluggann minn aftur eftir laaaanga bið. Það er semsagt komin heil gata þarna fram hjá og því hægt að keyra í Stubbaselið ofan frá og neðan :) Höggborar og fleyar eru semsagt með öllu horfnir en eitt stykki lítil grafa hefur dagað uppi þarna ásamt 2 sætum strákum sem eru að leggja hellur ennþá. Ekki væri nú samt leiðinlegt ef það kæmi allt í einu 20 stiga hiti! hehe.
Er algerlega að fara að tapa mér úr stressi fyrir alla þessa fyrirlestra sem ég þarf að fara að flyta núna næstu 3 vikur og svo er ég að fara að gera heimasíðu um Birgittu Halldórsdóttur. Býð fram snúða fyrir hvern þann sem getur hjálpað mér við að setja hana upp á mannsæmilegan hátt, þetta er nefnilega lokaverkefni í íslensku 3736 (Glæpasagnaáfangi) *blikk blikk*
Vinna í kvöld og svo hópverkefna vinna.
Það fer nú að verða sniðugt að fara að kaupa jólagjafir....?
mánudagur, 8. nóvember 2004
sunnudagur, 7. nóvember 2004
Soooofa. mmmm
1. Búin í skólanum, fór svo heim og pakkaði niður, ákvað að skella mér í kringluna svo og keypti mér hálsmen sem passaði við skyrtuna sem ég keypti fyrir síðustu helgi. Datt þetta bara svona í hug hálf 5 en átti að sækja Ingibjörgu kl 5. Þetta var samt fjandi mikil bjartsýni í þessari rooosalegu umferð hérna í bænum, og eiginlega enginn séns að finna stæði. En sem betur fer er ég aldrei lengi að ákveða mig og náði þessu og var mætt heim til Ingibjargar hress og kát alveg á næstum réttum tíma ;) Þegar ég var búin að troða Ingubjörgu inn í bílinn þreysti ég niðrá Freyjugötu, og sótti Jónu Sólveigu. Pakkaði henni saman og tróð henni líka í bílinn og hún mætti með M&M sem við byrjuðum strax á að ráðast á. enda var þetta í poka á stærð við ruslapoka og greinilegt að þetta yrði verðugt viðfangsefni næstu 2 klukkutímana. Á selfossi var keyptur matur handa Trausta og haldið áfram að rífast við Kára sem vildi ekki hafa Trausta á veginum, en hann er seigur kappinn og lætur ekki undir stjórn nema hjá eigandanum :) vel upp alinn ;)
2. Skilaði stelpunum heim til sín og fór svo á kaffihúsið þar sem ég borðaði með Curtis og Mike áhættuleikurum voða góða pizzu sem tók kanski ansi langan tíma að gera en var samt góð þegar hún loksins kom, enda var ég eiginlega ekkert búin að borða um daginn og M&Mið var skammgóður vermir.
3. Rúntaði svo út á Höfðabrekku og spjallaði í nokkurn tíma við Sólveigu og Höllu Rós og það var ákveðið að ég myndi mæta í vinnu kl 10 morguninn eftir.
4. Hljómsveitaræfing var haldin heilög en ég var ákveðin í því að halda mér rólegri vegna mikilla anna daginn eftir en það fór samt þannig að ég skrölti á kaffihúsið með Fúsa mér við hlið um 12 og áhættugaurarnir létu mig drekka bjór í skiptum fyrir að ég, Fúsi og Palli eitruðum fyrir þeim með íslensku neftóbaki og snuffi, því fylgdi ansi mikill hlátur hjá okkur íslendingunum en nokkur tár hjá "hörðu" köllunum sem hafa dagvinnu við að láta kveikja í sér og henda sér fram af björgum :) hehe.
5. Þegar klukkan var farin að nálgast 2 stakk Jóhanna upp á því að við skyldum fara á settið sem var út í Höfðabrekku og sjá síðasta Wrapið. Carina skutlaði okkur, okkur vitandi að við vissum ekkert hvernig að við fengjum far heim en það skipti nú engu máli, það reddast allaf og líka um 40 manns að vinna þarna svo að hlyti nú að reddast hvernig sem færi. Dave tók mig undir verndarvæng sinn og sýndi mér allt þarna, einnig fékk ég að horfa á Rick breytast í Gerry Butler því að hann er stuntmaðurinn fyrir hann. Eftir það horfði ég á síðasta skotið og veit því endirinn á myndinni.... en ekkert annað ;) allavegana ekki nema svona aaaðalatriðin. Svo rétt fyrir 5 kom Elsa og sótti okkur og ég klifraði upp í rúm heima en gat engan veginn sofnað, var einhvernvegin so í skýjunum því að þetta hafði verið svo cool, búið að gera tjörn inni í hellinum, meira að segja foss og læti, búinn til af slökkviliðinu í Vík. hehe. Svar Spencer orðinn að einhverju kvenkyns sjávarskrímsli með brjóst og sítt hár! hehe.
6. Fór að vinna og var ein til kl 2 en þá kom Willi, ég svona reyndi að muna hvernig þetta var sem við gerðum þetta í sumar, hehe, tók semsagt um 15 mínútur þegar ég var að skræla allar helvítis kartöflurnar EIN fyrir kartöflusalatið hvenig í ósköpunum það var sem við gerðum kjúklingasalatið en það rifjaðist upp þegar ég horfði á karrýið í hillunni. kl hálf 4 skrölti ég heim og komst að því að rauðvínið í hvítu skyrtunni hefði farið úr í þvotti. knúsaði kisa og dreif mig af stað i bæinn.
7. Svona á leiðinni til Reykjavíkur datt mér í hug að koma kannksi bara við í Úthlíð í heimsókn til Atla og krakkanna sem voru þar, og ég var búin að afboða komu mína til. Var nú svoldið skrítinn svipurinn á liðinu þegar ég þeysti í hlað færandi hendi með pakka handa afmælisbarninu. voða fín 4 járnstaup í leðurhulstri, hentaði vel því að hann var líka búinn að fá Jameson í afmælisgjöf líka, síðustu fréttir frá partýinu voru þær að einhver lítil nýting hafi orðið í matnum því að mestu matmennirnir skiluðu honum ÖLLUM :) hehe
8. Fékk mér hádegis/kvöldmat heima og varð Subway fyrir valinu og vááá hvað ég var orðin svöng, Gulla gull var mætt á svæðið og þurfti að horfa upp á mig að borða því að hún ætlaði svo að skutla mér upp í Grafarvog í partý nr 1. Eftir vel heppnaða tilraun til að reisa við "hanakambútáhlið" lúkkið og skella á mér 6 tegundum af augnskuggum þá leit ég bara helvíti sæmilega út og dreif mig í Ríjúníonið til Ella, þar voru bara Guðný ósk og Elli á svæðinu og sambýlingur Ella í sambýlinu. Þegar fólk fór svo að mæta blandaði elli frábæran drykk ofan í okkur stelpurnar en svo rétt fyrir 11 skutlaði Guðný Ósk mér niðrá Celtic Cross þar sem blesspartýið hjá Svenna var og eitthvað rólegt var enn yfir liðinu þar og árangur drykkjuleiksins ekki kominn í ljós, ég ákvað því að skella mér yfir í Þjóðleikhúskjallarann þar sem Dave beið mín, en ætlaði ekki að vera lengi, þar var hins vegar opinn bar og Spencer var duglegur að fara á barinn enda er hann með það stórar hendur að það rúmast í þeim 5 stórir bjórar, og þegar hann fór að ná sér í einn náði hann alltaf bara í 4 auka og slammaði þeim á borðið, ég taldi einhverntíman og þá voru 16 fullir bjórar! og fullt af fullu fólki! það var farið að dansa en Dean ákvað að skella sér að Prikið og þangað hef ég bara komist einu sinni inn áður, en þá var ég svo sannarlega ekki í fylgd stórra og stæðilegra manna sem skelltu sér V.I.P leiðina alls staðar inn. meira að segja líka á Hverfis. össh!
Ég sagði skilið við þá þar og labbaði yfir á Sólon þar sem Arnar Már, Svenni, Atli, Hildur, Sonja, Tobbi og Siggi voru. Þegar þau fóru út (eða gerðu sig þess líkleg til þess) ákvað ég að skrölta bara heim en á leiðinni hitti ég gaur út kvikmyndatíminu sem ég veit bara ekkert hvað heitir og hann spurði hvort ég væri virkilega að fara heim! hann dró mig inn á 22 en þar átti að rukka okkur til að fara inn, gaurinn reddaði því með því að hringja í einhvern sem lét hleypa honum inn sem vin og ég sem kærustu hans ! uuuu. óóóóóókey....
Þar voru svo einhverjir af liðinu líka inni og einhver slatti var dansaður! I believe in a thing called love sló algerlega í gegn á gólfinu....
Þegar leiðinlegt lag kom ákvað ég að halda áfram för minni heim og munaði minnstu með að ég sæti upp með einhverja Camerustráka en náði að hverfa áður en þeir föttuðu að ég var að hverfa á braut.
Á leiðinni var það svo einhver gaur sem ákvað að fylgja mér heim alla leið upp að dyrum ! URGH!!! tókst loksins að losa mig við hann!
Heima reyndi ég að ala upp börnin mín sem hafa verið að gera það að leik að róta öllum matnum upp úr dallinum, draga bómulinn úr húsinu sínu og dreifa honum út um allt, og stríða hvorri annarri!! össh! held að ég geti ekki meikað þetta. þær eru alveg bandvitlausar báðar tvær.
Það getur svo vel verið að 2 snafsar séu að spila á Celtic Cross núna næsta, eða þarnæsta fimmtudag svo takiði bara báða dagana frá til öryggis og ég mun segja ykkur frá því hvernig þetta mun fara.
þangað til næst.
Bæbbz ;)
fimmtudagur, 4. nóvember 2004
Bjáluð
PLIFF!!!
Það getur nú ekki verið mikið mál að setja einhvern renning á skjáinn til að vara fólk við mar, og þetta er nú oft gert.... Það eru alveg slatti af fólki brjálað sem ég hef hitt í dag.
Samkeppnin er nú ekki það hörð á milli þessara stöðva að það þarf að eyðileggja þætti fyrir áhorfendanum????
En anyway.
Var að vinna í gær og svo fór ég að vinna í þessum fjandans fyrirlestri. bjakk
Dagurinn í dag, svona fyrir utan illskuna út í Stöð 2 er búin að vera svona skííít sæmó þó svo að ég hafi ekki sofið shit í nótt. Gat ekki sofnað, og þegar ég gat sofnað þá gat ég ekki sofið, og allt þar fram eftir götunum. Vann verðlaun í íslensku 503 (Freyju Draum) af því að ég gat bent á einhverja staðreynarvillu í textanum, ég er kannski upprennandi Gettu Betur keppandi... úff. sem þýðir það að ég verð að falla á þessari önn, og næstu, svona til að geta komist í liðið næsta haust. en hvað gerir maður ekki til að koma gáfum sínum á framfæri, sérstaklega þegar þær eru metnar upp á Freyju Draum, og það Stóran Freyju Draum :)))
Eitthvað hvítt og mjög óæskilegt blasti við mér út um gluggann áðan í dönsku sem lét mig verða kalt á tánum við tilhugsunina um nánari kynni við þetta hvíta undur...
Svo er það bara vinna í kvöld. :)
sjáumst
miðvikudagur, 3. nóvember 2004
Gúten tag. Er lifandi
fór semsagt austur um helgina og spilaði og söng eins og ég gat og djammaði þess meira. Endaði eftir spilerí á höfðabrekku í rooosa Halloweeen partý.
Í gær skrapp ég svo á Selfoss og eldaði kjúkling og sveppasósu fyrir Fúsa og Krulla. Eftir vel heppnaðan mat fórum við svo og leigðum spólu, fléttuðum okkur saman upp í sófa og horfðum á Troy. Voða góð.
Næsta helgi er eins óráðin og hún getur mögulega verið og ætla ég ekkert að hugsa um það fyrr en á föstudaginn...
föstudagur, 29. október 2004
Pirringur dagsins
GRRRRRRrrr
og klukkan ekki nema rétt 8... Bleh!
Stressið fyrir helgina er að versna enda var ég að komast að því að hinn eini sanni Gerald Butler er söngvari!! Mjééén!
*hóst, hóst, ræsk, ræsk* Nú má maður ekki fá kvef!
Pirringur dagsins
GRRRRRRrrr
og klukkan ekki nema rétt 8... Bleh!
Stressið fyrir helgina er að versna enda var ég að komast að því að hinn eini sanni Gerald Butler er söngvari!! Mjééén!
*hóst, hóst, ræsk, ræsk* Nú má maður ekki fá kvef!
Pirringur dagsins
GRRRRRRrrr
og klukkan ekki nema rétt 8... Bleh!
Stressið fyrir helgina er að versna enda var ég að komast að því að hinn eini sanni Gerald Butler er söngvari!! Mjééén!
*hóst, hóst, ræsk, ræsk* Nú má maður ekki fá kvef!
fimmtudagur, 28. október 2004
OJ!
já
SNJÓR!!!! Bjakk!
Þurfti að vakna kl 4 í morgun til að skutla Ninnu út á BSí
Við spjölluðum laaaangt fram á nótt og hlóum enn meira, mikið rosalega var gaman hjá okkur.
Höfðum margar sögur að segja
Þeir sem vita ekki hver Ninna er þá er það dönsk stelpa sem var að vinna á Höfðabrekku, alger stuðbolti.
Náði svo að afreka að SOFA yfir mig í morgun... :/
mjén.
enda kannski hefði ég dáið ef ég hefði farið út í snjóinn.
Fúsi minn kemur á ettir og við ætlum að æfa prógrammið...
þarf líka að fara í IKEA á ettir og kaupa mér barstól.
hehe
miðvikudagur, 27. október 2004
Rest in peace
Svo fór ég að skoða hann um daginn og fann stórann hnút í maganum á honum. vissi eiginlega ekki hvað það gat verið og svo þegar þetta var nú ekkert að lagast þó svo að ég varað reyna að hjúkra honum ákvað ég að hringja niður í dýraríki og spurja hvað þetta gæti verið... Konan þar sagði þetta gæti verið þarmateppa af því að það væri búið að gefa honum of mikið grænmeti. jújú gat alveg staðist sko.. var alveg að springa og gat varla gengið.
Fór því með hann upp á dýraspítala og þar var hann úrskurðaður með kílaveiki og ekkert hægt að gera í málinu nema að svæfa hann.
Ég fékk að eiga heiðurinn að því og hann sofnaði rólega í lófanum á mér.
Var frekar erfitt að sjá tómt búrið þegar ég kom aftur heim og ákvað því að rjúka til og kaupa bara 2 nýja. :)
Semsagt.
Litla fjölskyldan farin að stækka hérna í stúfholtinu þar sem Tómon jr. og Púmba eru komnir í hópinn og eru enn sem komið er ekki farnir að slást (voða mikið ) :)
Athugið... djamm framundan
2 snafsar munu halda áfram tónleikaferðinni næstu helgi og spila nú næsta laugadagskvöld á Höfðabrekku. Áætlaður tími tónleikahalda er +23 til +2.00..
Athugið að þetta verður ekki auglýst frekar, heldur eigið þið bara að láta þetta berast og best væri ef þið gætuð öll mætt :)
Ekkert mun kosta inn... :))
Þeir sem eru ennþá að velta fyrir sér hverjir í ósköpunum eru 2 snafsar... Þá eru það 2 rúglaðir fúglar ... Ragna og Fúsi :)
Sjáumst sem flest ...
Kveðja
þriðjudagur, 26. október 2004
brrrrr
Þessi venjulegi frostvaraþurrkur og ískaldir puttar eru farin að láta finna fyrir sér og ég sver, að um leið og ég blotna í lappirnar í ógeðslegu slabbi þá er ég flogin til Spánar. bæbæ
Var að vinna í gær, og á að vinna í kvöld. Sem betur fer var bara ekki Rassgat í bala að gera í gær svo að þetta var nú bara frekar easy og ég náði að kynnast strákunum aaaaðeins og vel :)
Langar svo heavy mikið í bíó í kvöld. En við sjáum til hvernig það tekst.
Rakst á hana Svövu af öllum fuglum í smáralindinni í gær og tókst okkur að eyða svolitlum pjéning í óþarfaföt :) samt í sitthvoru lagi. Vorum bara að peppa okkur upp með samtalinu og stormuðum svo inn í næstu búð með hvatningarópin enn í æðunum, sem virðast hafa virkað, fyrst við keyptum eitthvað :)
mánudagur, 25. október 2004
góðan dag þið öll
Idol var haldið heilagt, nema ég var bara aaaalein að horfa á það, búhú.
Svo var farið á hljómsveitaræfingu, og mættum öll. sem telst vera helvíti góður árangur og æft upp eitt stykki nýtt lag... þar sem ég þarf að leika einhvern PERRA.... mikið hafa strákarnir gaman af því..
Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvað þetta lag er þá er þetta "trylltur trannsi" ... "ég er að búa til karlmann...." hehe! Ekki svo slæmt það.
Eftir nokkra drykki og eftir smá rúnt, kíktu allir á kaffið þar sem stuðið var nú ekkert rosalegt en þegar fólk er fullt þá getur arhöfnin " að horfa á málningu þorna " verið mjög skemmtilegur :) Þegar Fúsi sagðist vera að drífa sig heim! þá var mér boðið í partý útá höfðabrekku og ég ákvað að slá til og klifraði upp í einhvern Land Rover sem var fararskjótinn okkar :) Kannaðist reyndar aðeins við einn af þeim en það skipti nú ekki miklu máli! Ég ætlaði ekki að fara snemma að sofa!!
Nokktir mættu í partýið þar sem afsprengi drykkjarins "Sex on the beach" var drukkinn og hét orðið "sex in the locker-room" ;)
Seint og síðar meir þegar flestir voru farnir að sofa og tími fyrir mig að fara heim... þá komst ég barasta ekkert heim! enda allir driverar steinsofani...
Ég endaði því á að skríða upp í til Willi og sobbna þar... :)
Þegar búið var að sækja mig út áhöfðabrekku og heilsan alveg verið betri... Held samt að hún hafi verið svona af því að ég svaf ekki rassgat!!
ÞEgar´eg kom heim var ég sett í sláturgerð! að horfa ofan í blóðmör-balann fór samt alveg með það og ég lagði mig smá eftir það, alveg þangað til að Fúsi kom og við æfðum prógrammið fyrir kvöldið, Svo bakaði ég fuuuuuuuuult af snúðum :)) Fyrir björgunarsveitarstrákana mína og fór og horfði á alla snúðana hverfa ofan í þá á sögulegum tíma...
Fór svo út að borða með Marit, Uros og Ninnu á kaffinu og svo hófst meik öpp tíminn svo ég yrði reddí fyrir kvöldið.
Allt gekk eins og í sögu á kaffinu og spilaði Einsi með okkur á bassa sem var mjög skemmtilegt.
Eftir um 3 tíma spil hættum við, og það var alveg svaka stemming. en urðum að hætta því að löggan var komin í málið. Hefur mér verið sagt að hátt í 70 manns hafi verið þegar mest var.
Er trúlega komin með gigg næstu helgi, þá á Höfðarekku...
í guðana bænum bendið mér á einhver ensk skemmtileg lög því að við getum ekki spilað nein íslensk þar... Og þurfum því að finna og æfa um 30 ensk lög núna í vikunni ef eitthvað verður af þessu, sem ég svo sannarlega vona.
en....
við heyrumst krúsurnar mínar :)
bæbb
fimmtudagur, 21. október 2004
þvílíkt veður !
Skellti mér svo eftirminnilega á djammið á laugardaginn að það var næstum mitt síðasta og lenti á endanum í eftirpartýi með 80 % stroh út í kók í annarri og... ég man ekki hvað var í hinni... :) endaði á að rata so ekki heim og skreið því upp í rúmið mitt kæra um 10 morguninn ettir :)
Ritgerðarskrif voru allsráðandi svona það sem eftir var helgarinnar og átti mánudagurinn að fara í það líka...
gott plan? :)
en mjén.. það var komið svoooo vont veður á laugardaginn að það var alveg rosalegt. bílar foknir, hús horfin og rúður í molum í öðru hverju bílastæði í víkinni.
Ég bara lokaði grey trausta inni og játaði mig veðurteppta um kvöldið... Ég færi víst ekki fet þegar það voru 50 m/s undir fjöllunum.
Reyndi samt með bjartsýni að rjúka fram úr rúminu kl 5,30 og tékka á veðrinu svo að ég gæti brunað beint í skólann... en neehei. ennþá of mikið rok, eða um 45 m/s í kviðunum... :/ ennþá of mikið rok fyrir hann litla Trausta.
Rafmagnið ákvað nú svo um hádegið að fjúka út í veður og vind líka svo að það var ekkert ryksugað, ristað brauð, poppað popp eða hvað annað heimskulegra sem mér datt í hug að gera.
Kíkti því bara út á höfðabrekku og fékk að vinna... :)
Kvikmyndaliðið var allt í fríi vegna veðurs og heimtaði mat kl hálf 6. humm... það var samt ekki að skilja, að ef það kæmi ekki rafmagn kl 4 þá væri bara hreinlega ekki matur kl hálf 6. :)
En eftir allt þá kom rafmagnið og matur framreiddur fyrir allt þetta fólk.
Náði meira að segja að spjalla við átrúnaðargoðið hennar Ingibjargar, hann Gerard Butler.
Samtalið fjallaði samt eitthvað meira um karrýfisk og kjúkling en stefnumótið sem ég var að bíða eftir. :)
Eftir launaútborgun spjallaði ég við hættulegu leikarana(áhættuleikararnir) og endaði á að horfa á einhverja mynd með þeim upp á hóteli. Það sem þeir gátu bullað.... það lá við að ég gæti ekki svarað fyrir mig... ótrúlega skemmtilegir.
Þegar myndin var búin sá ég að það þýddi ekkert annað en að drulla sér bara sem fyrst í bæinn því ég myndi ALDEI meika það að vakna kl 6 og lagði því að stað um 12 og var komin svona eitthvað um 2 eftir örugga fylgd sjúkrabílsins frá Vík. : )
laugardagur, 16. október 2004
Komin í sveitina eftir langa fjarveru...
Anyway.
Fékk vinnu á Hótel Kirkjubæjarklaustri á fimtudagskvöldið og dreif mig því austur seinnipartinn á fimmtudaginn og fór að elda,brasa og vaska upp á hótelinu. Voru eitthvað um 117 manns í mat út af einhverri ferðamálaráðstefnu. Allt gekk voða smooth og var ég klifruð upp í rúmið mitt heima hjá ömmu og afa uppi á Hunkubökkum um 4 um nóttina.
Föstudagurinn fór nú mest megnis framan af að liggja og sofa, og lesa og sofa, og lesa aðeins meira og sofna einu sinni enn. Svona er þetta stundum :) Rauk síðan til Víkur undir kvöldmat því að ég hélt að ég þyrfti að fara að gera svoldið sem reyndist svo ekki vera. :( fúlt. Endaði því á halda Idol daginn heilagan með bjór og kíktu Hjördís, Fúsi og Krulli við.
Þegar Idol var búið og Ragna búin að slétta þetta litla hár sem eftir er á hausnum á henni var þrammað út í æfingarhús og að vanda var auðvitað ekkert söngkerfi frekar en fyrri daginn og alls enginn bassaleikari. Strauk því til Tryggva þar sem var alveg rosa partý og fólk bættist við í jafn óðum. Ég, Fúsi og Jón Örn stofnuðum litla hljómsveit sem samanstóð af blokkflautu, harmonikku og gítar en náðum þó ekki að fullæfa prógrammið áður en við þrömmuðum niður við undirleik Jóns Arnar með "allir dansa kónga " svo að gítarinn, harmonikkan og hristieggið varð að duga.
Þegar búið var að vekja alla nærstadda nágranna létum við fúsi okkur hverfa á pöbbinn og auðvitað ákvað ég að týnast þegar þangað var komin og lét Elsu skutla mér út á Höfðabrekku þar sem Carina og Willi voru að elda "english breakfast" fyrir kvikmyndaliðið sem stóð í næturtökum og kom í mat um 3 leitið um nóttina. :) Ég hélt uppi stuðinu á staðnum fyrir þreytta starfsfólkið með dönsum við Queen ásamt Ninnu. :) hehe.
Fékk að bjarga einhverjum sætum útlendingi sem var læstur úti og fékk því að fylgja honum á herbergið sem var svo alveg skelfilega óvart rafmagnlaust og hann sem þurfti að fara í sturtu og ég með ljós á símanum.... hehe. :)))))
Fékk einhverntíman rúmlega 4 held ég far með Tobba heim til Víkur þar sem ég sofnaði vært með Tígra malandi við hliðina á mér.
Home sweet home.
Svaf alveg skelfilega mikið út og afþakkaði laugardagsgrjónagrautinn og svaf aðeins lengur. Fúsi kom auðvitað að mér fáklæddri sem fyrr og dró mig á körfuboltaleik kl 2 úti í íþróttahúsi þar sem Drangur lék við Þór frá akureyri og við RÉTT töpuðum. ég hef ekki taugar í svona spennu!
Stefnan er svo tekin á djammið í kvöld aftur og jafnvel einhverja góða bjór-hljómsveitaræfingu. Planið er að reyna að enda djammið í sundlaug Víkur þar sem hún er víst að verða full af vatni og engar eftilitsmyndavélar komnar ofaní .... ennþá :)
fimmtudagur, 14. október 2004
Börn eru svo hreinskilin :)
Hér koma nokkur gullkorn.
HVERNIG VEIT MAÐUR HVERJUM MAÐUR Á AÐ GIFTAST?
"Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maðursjálfur. Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafagaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna.
"Alan, 10 ára."
Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hannætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint."
Kirsten, 10 ára.
Á HVAÐA ALDRI ER BEST AÐ GANGA Í HJÓNABAND?
"Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð."
Camille, 10 ára.
"Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara aðvera bjáni."
Freddie, 6 ára.
HVERNIG SÉR MAÐUR HVORT ÓKUNNUGT FÓLK SÉ GIFT?
"Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana."
Derrick, 8 ára.
HVAÐ EIGA FORELDRAR ÞÍNIR SAMEIGINLEGT?
"Bæði vilja ekki eignast fleiri börn."Lori, 8 ára
HVAÐ GERIR FÓLK Á STEFNUMÓTUM?
"Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru.Meira að segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Lynnette, 8 ára.
"Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur."
Martin, 10 ára.
HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ FÆRIR Á STEFNUMÓT SEM ENDAÐI ILLA?
"Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttunum."
Craig, 9 ára.
HVENÆR ER ÓHÆTT AÐ KYSSA EINHVERN?
"Ef hann er ríkur."
Pam, 7 ára."
Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það erekki sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því."
Curt, 7 ára.
"Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og eignast með honum börn. Þannig á maður að gera."
Howard, 8 ára
HVORT ER BETRA AÐ VERA EINHLEYP(UR) EÐA Í HJÓNABANDI?"
Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir stráka. Það verður einhver að taka til eftir stráka."
Anita, 9 ára.
HVERNIG VÆRI HEIMURINN EF ENGINN GIFTIST?"
Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka."
Kelvin, 8 ára.
HVERNIG Á AÐ VIÐHALDA ÁSTINNI Í HJÓNABANDINU?
"Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt húnlíti út eins og vörubíll."
Ricky, 10 ára.
3000
reyndar voru komnir m 7000 en svo datt þetta eitthvað út og núllstilltist...svo...
Er á leiðinni austur á ettir og er að fara að vinna á Hótel Kirkjubæjarklaustri í kvöld. svo veit ég ekkert hvað e´g geri við mig. ætli égloki mi bara ekki inni og skrifi ritgerðir?!
þriðjudagur, 12. október 2004
zzz
Fékk samt pakka... litla nælu... í gær.... bala af því að ég var so dulleg :)
þriðjudagur, 5. október 2004
Ferðasagan
Þegar yndislegi bróðir minn var búinn að skutla mér á BSÍ leið ekki langur tími þangað til ég kynntist einhverjum því að ég arkaði inn um dyrnar með flugfreyjutöskuna mína samferða annari stelpu sem var nú annsi líklegur ferðafélagi. Hún Sagðist heita Kolla og við ákváðum að kría okkur saman meðan við biðum eftir hinum... Keyptum bara miða í rútuna og biðum.... Rétt fyrir 5 fattaði ég að ég hafði gleymt símanum mínum í rúminu heima!! SHIT! ég myndi ekki lifa af þessa ferð. Fékk því að hringja hjá Kollu og Þráinn var sendur í björgunarleiðangur... Hann var bara uppi í kringlu að RÚNTA!! hann rétt náði að koma með símann áður en ég fór.
Rútuferðin fór eiginlega mest í að kynnast fólkinu en einhverja vantaði, því að einhverjir komu
beint á flugvöllinn og einn virtist hafa sofið yfir sig, greyið...
Á flugvellinum þegar búið var að tékka alla inn var valhoppað inn í fríhöfnina og fyrstu krónum dagsins eytt.... Ákvað að kaupa mér 6 mánaða linsupakka :) og fékk mér nýja púða í gleraugun...
Hinir plöntuðu sér á barinn og fyrsti bjórinn var drukkinn... Strákarnir drukku einna hraðast svo ða þeir myndu þora að kynnast okkur stelpunum... hehe. Einn gaur vakti þó athygli mína... Hann var svo mikið eldri en hinir strákarnir! hehe. fannst hálf fyndið að hann hafði hringt inn... Svo kynnti hann sig. hann hét Guðmundur (sama nafni og Bangsinn hennar Gunnu Dísar sem hún hafði skírt þegar hún var 3 ára) svo að hann hét Gummi Bangsi það sem eftir var. Seinna kom svo í ljós að þetta var ljósmyndari frá Séð og Heyrt... Úff mar þyrfti að passa sig núna!! :)
Einhvernveginn tókst Gunnu að smala okkur öllum út í flugvél á réttum tíma og vorum við litin hornauga þegar við þrömmuðum inn í flugvélina með bros á vör og samkjaftandi. Ekki skánaði lúkkið þegar strákarnir fóru að panta bjór.
Rétt áður en við lögðum af stað frá landganginum ríkur Elli upp og fer að slá sig hér og þar... Hélt aðhann væri nú alveg aðtapa sér en svo ríkur hann inn á klósett.. hann sem var að koma af klósettinu! svo kemur hann til baka af klósettinu og svarar engum spurningum um hvað er að og rýkur því næst inn í flugmannaklefann. Já, hann hlauta að vera að ræna flugvélinni og var að leita að vasahnífnum. Var nú alveg sallaróleg því ég vissi að við vorum nú ekki komin á loft :)
Svo kemur hann loksins alvarlegur í framan og tilkynnir okkur það að hann hafi týnt passportinu!! :) haha. ótrulegur! við sýndum samt vegaabréfið rétt áður en við komum inn í vélina. Flugvélin var semsagt kyrrsett því að Elli var að fríka út og breiðleit sett á. Allavegana þangað til að Elli lítur á Eydísi og spyr " setti ég ekki vegabréfið í töskuna þína til að rýma fyrir bjórnum sem ég smyglaði inn!?" þá mundi Eydís(Bailey's) og flugvélinni var leyft að leggja af stað enda passportið komið í leitirnar.
Flugið tók endalausan tíma og það rann af lokum af strákunum. Þegar við lentum í Stansted fundum við töskurnar og keyptum okkur miða í Stansted Express sem flutti okkur til London. (enginn ennþá týndur... )
mánudagur, 4. október 2004
laugardagur, 2. október 2004
Strákar... er þetta satt? :)
fimmtudagur, 30. september 2004
Farin....
Þráinn ætlar að skutla mér nirrá BSÍ...
Bæ!
miðvikudagur, 29. september 2004
Allt rekst maður á
http://pb.pentagon.ms/jakobz/?pb=sidur&id=26144
Finnið nafnið mitt..
PLanið um að láta lítið fyrir mér fara í MH hefur greinilega ekki tekist alveg..
Bless bless...
Planið fyrir næstu 2 daga er þannig hljóðandi eins og ég kemst næst...
1. Mæta niðrá BSÍ kl korter í 5 í fyrramálið.
2. Flug frá Keflavíkurflugvelli kl 07:40
3. Lending kl 11.30 að staðartíma ( klukkutími á undan)
4. Koma sér til London og finna hótelið
5. Byrja að gera sig fína... Dress-code-ið er "Dress for the red Carpet"
6. Farið á MOBO awars sem byrjar held ég um 8 eða eitthvað
7. Þegar MOBO er búið verður skellt sér að djammið og kynnt sér hözzlaðferðir englendinga.
8. Fara að sofa, ekki fyrir 4 þó.
9. Vakna SNEMMA
10. Versla, versla, versla
11. Vera búin að koma sér á flugvöllinn og borga undir gáminn með dótinu sem ég verð búin að kaupa.
12. Flug heim til Íslands kl 19:50 að staðartíma og lent á Keflavíkurflugvelli kl 21:40
13. Ragna kemur aftur til Reykjavíkur um leið og einhver NENNIR að sækja hana... (Lofa nammi eða einhverju öðru...) :)
Sjáumst....
(reikna með aðtaka einhverjar myndir sem koma svo inn á myndasíðuna um helgina vonandi.)
þriðjudagur, 28. september 2004
bara strax kominn þriðjudagur?
Sparnaðaráætlanir mínar ganga vel og má sjá Rögnu þeysast eftir götum borgarinnar á hverjum degi kl 12:15 á alveg bensínlausum Charade. Ástæðan fyrir því að hún er á þessari flegiferð er sú að hún er á leiðinni heim til að elda sér hádegismat, jah, eða allavegna fá sér brauð með skinku og osti...
Gerði við bílinn minn alveg sjálf í gær! haha. fór í smá rallý yfir holt og hæðir (óslétta vegi hraðahindrandir eins og maður kallar þetta hérna í borginni) sem endaði þannig að bíllinn fór að ganga svona líka helst til undarlega!
Parkeraði honum því bara, poppaði upp húddinu og sko! gerði bara við. Var svona eitt stykki kertaþráður floginn af og einn annar alveg að detta af. Ekki skrítið að þetta gengi eitthvað illa hjá Trausta því að þegar það eru bara 1000 cc. í litlu vélinni á honum...
ís var borðaður í ísbúðinni í Fákafeni (þegar búið var að þvo smurolíuna af puttunum á Rögnu)
og svo farið á rúntinn með Sveppa.
Fékk upphringingu frá Kiss fm áðan... Á að fara í Iceland Express á morgun og borga flugvallaskattana og hótelkostnaðinn... Jakks.
Eniga, meniga, pjéninga...
mánudagur, 27. september 2004
Fyrir áhugasama :)
Vandamálið með flesta megrunarkúra er að þú færð ekki nóg að borða (svelti
kúrinn), fæðið er of einhæft (bananakúrinn) eða þú ferð á hausinn
(nautalundakúrinn). Þetta hefur þær afleiðingar að fólk svindlar í
megruninni eða hættir eftir 3 daga. En nú hafa amerískir sérfræðingar
komið fram með smábarnakúrinn og íslenskir starfsbræður þeirra aðlagað'ann
okkar aðstæðum. Þú hefur tekið eftir því að öll tveggja ára börn eru
grönn. Nú er lykillinn að velgengni þeirra á þessu sviði öllum
aðgengilegur. Hafðu samband við lækni áður en þú byrjar á þessum kúr,
annars þarftu að fara til læknis að honum loknum. Gangi þér vel.
1. dagur.
Morgunmatur: Eitt hrært egg, ristuð brauðsneið með appelsínumarmelaði.
Borðaðu tvo bita af egginu, notaðu ekki gaffal, hentu restinni af egginu
á gólfið. Taktu einn bita af brauði, smyrðu síðan marmelaðinu yfir
andlitið og fötin þín.
Hádegi. Fjórir vaxlitir (hvaða litur sem er), handfylli af kartöfluflögum
og eitt mjólkurglas, drekktu 3 mjólkursopa og helltu restinni niður.
Kvöldmatur. Nagaðu blýantsstubb, gleyptu tvær krónur og gyllta tölu. 4
sopar af flötu Sprite.
Kvöldsnarl. Hentu ristaðri brauðsneið á eldhúsgólfið.
2. dagur.
Morgunmatur. Taktu brauðsneiðina frá því í gærkvöldi upp af
eldhúsgólfinu. Drekktu úr einu vanilludropaglasi og borðaðu eina túpu
af grænmetiskrafti.
Hádegi. Hálfur varalitur ?Pulsating Pink? og lófafylli af Purina hundamat
(valfrjálst bragð). Einn ísmola eftir vali.
Eftirmiðdagur. Sleiktu stóran sleikjó þar til hann verður klístraður,
farðu með hann út og misstu hann í drulluna. Taktu hann upp og sleiktu
hann þar til hann er hreinn aftur. Taktu hann þá inn aftur og misstu
hann á góða ullarmottu.
Kvöldmatur. Troddu litlum stein eða baun upp í vinstri nösina á þér.
Helltu applsínu-Svala yfir kartöflumús og borðaðu með skeið.
3. dagur
Morgun-matur: Tvær pönnu-kökur með miklu sýrópi, borðaðu aðra með
fingrunum, klesstu síðan fingrunum í há-rið á þér. Mjólkur-glas,
drekktu helminginn, settu hina pönnu-kökuna ofan í glasið. Eftir
morgun-mat skaltu taka sleikjóinn upp af ullarmottunninni, sleikja af
kuskið og setja síðan sleikjóinn á setuna á góðum hæginda-stól.
Hádegi. Þrjár eldspýtur, hnetusmjörs- og sultusamloka. Hræktu nokkrum
bitum af henni á gólfið. Helltu mjólkurglasi á borðið og sötraðu það
upp.
Kvöldmatur. Taktu upp brauð-sneiðina frá því í gærkvöldi og fáðu þér einn
bita. Full skál af ís, lófafylli af kartöfluflögum, dálítið af rauðu
púnsi. Reyndu að láta eitthvað af púnsinu frussast út um nasirnar á
þér.
4. dagur.
Morgunmatur. Fjórðungur af tannkremstúpu, gerðin skiptir ekki máli, biti
af handsápu, ein ólífa. Helltu mjólkurglasi yfir kornflöguskál og
hálfan bolla af sykri. Þegar korn-flögurnar eru gegnumblautar, drekktu
þá mjólkina og gefðu hundinum kornflögurnar.
Hádegi. Borðaðu brauðmola af eldhús- og borðstofugólfinu. Finndu
sleikjóinn og kláraðu hann.
Kvöldmatur. Glas af spaghetti og kakómalti. Skildu kjötbolluna eftir á
diskinum. Smávegis augnbrúnalitur í eftirrétt.
>>ÞETTA KLIKKAR EKKI EF ÞÚ FYLGIR FYRIRMÆLUM KÚRSINS.
Helgin mikla !
sunnudagur, 26. september 2004
þriðjudagur, 21. september 2004
Ósigur
Horfðum líka á dáleiðslu á Audda í 70 mín... Ekkert SMÁ fyndið!!!!!
En verð nú samt að segja hvað ég var voðalega dugleg.... Var með pasta í kvöldmatinn með nýbökuðu brauði og gerði svo alveg snilldar eftirrétt sem ég bjó til og hannaði alllllveg sjálf!
Getið séð mynd af honum á mBloginu mínu ....
Skóli á morgun.
Nýjustu fréttir eru að ég er að fá stóra sendingu af eyrnatöppum frá Noregi svo að ég geti reynt að læra hérna heima þar sem and.....****** *** **** fleygurinn er mættur aftur fyrir neðan gluggann minn!!!