mánudagur, 30. nóvember 2009

Foodblogs

Ég er með óstjórnandi áhuga á matarbloggum eða foodblogs...
Það er orðið þannig að ef ég fæ hugmynd að einhverju sem mig langar til að baka eða elda þá leita ég á matarbloggum að uppskriftum og les svo í gegnum hvernig matarbloggaranum gekk að elda, hvaða trix hann notaði, hvað hann ætlar að gera öðruvisi ef hann eldar eða bakar þetta aftur og enn frekast hvernig honum líkaði við loka afurðina. Með svona bloggum tengist maður matnum betur og ég fæ ennþá meira út úr því að elda hann og baka...

Ég hef örugglega deilt með ykkur uppáhalds matarbloggaranum mínum en það er Joy the Baker. Nýlega fann ég aðra konu sem bloggar og kallar sig Bakerella... áhugavert nafn :) þegar ég fór að skoða gamla pósta frá henni fann ég að þar var hvorki meira né minna eitt stykki bónorð á síðunni. Sjáið póstinn hérna!

lesið svo um það hérna hvernig allt umstangið fór fram í kringum bónorðið..

Næst á tilraunalistanum er að gera svona köku-sleikjóa eða cake pops... verst er að ég hef ALDREI séð sleikjópinna prik til sölu einhversstaðar... Það er annað hvort að panta þau frá US eða setja Viðari það starf að fara að borða svoldið mikið af sleikjóum...

þangað til næst

Prófstress-Ragna
SHARE:

sunnudagur, 22. nóvember 2009

oh, af hverju á maður ekki svona

Teppi með ermum ! þvílíka snilldin !

SHARE:

föstudagur, 20. nóvember 2009

jæja...

búið að stela íþróttaskónum mínum..

ætla samt ekki að væla, enda engin ástæða, ég leita að hamingju ætla að hefja upp raddir og rækta mitt geð, hætta væli og veseni neita, þá veröldin brosir og allir með :)

Þema dagsins er :


Hætt'essu væli! 


...
SHARE:

fimmtudagur, 19. nóvember 2009

Kökukeppni slysó

Ákvað að taka þátt þar sem ég hef óstjórnlega gaman af því gera kökur og tilhugsunin um að gera köku með þemað "SLYS" var afar freistandi :)

Ég braut reyndar heilann lengi um hvað ég ætti að gera þar sem það er mér ansi erfitt að baka köku sem endar sem slys og varð ég að fara aðeins meira artistic leið að útkomunni


...en niðurstaðan varð svo að lokum þessi






TADAAAAAAH ! :)



Hjúpurinn er gerður úr hvítum sykurfondant (eins og er á brúðartertum)
og þeir sem eru að velta fyrir sér hvernig kakan er undir smjörkreminu og hjúpnum þá er hún svona






enjoy
SHARE:

föstudagur, 6. nóvember 2009

mánudagur, 2. nóvember 2009

Upcoming...

Var að spá í að koma með góða afsökun fyrir bloggleysi en there isn't one

svo að ég ætla að lofa bloggi í þessari viku í staðinn. Everybody happy ? ? :)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig