fimmtudagur, 21. desember 2023

Rauðkál

 


Jólarauðkálið, hið eina sanna og hérna kemur uppskrift að heimagerðu Jólarauðkáli! 

Lykin af jólarauðkálinu sem mallar á eldavélinni setur svoldið jólin í húsið. Mögulega er það vegna þess að  þetta eitt af þessum verkum sem maður kýs að gera korter í jól. 

Persónulega finnst mér best að velja smáa rauðkálshausa þar sem blöðin í þeim eru fíngerðari og verða betri þegar búið er að saxa þau niður í strimla.  Ég er líka ekkert of sparsöm á ljót og þykk blöð utan á rauðkálshausunum og tek þá hiklaust af áður en ég saxa. Það eru jú jólin! 

Uppskrift

700 gr fínt saxað ferskt rauðkál 
50 gr smjör
50 ml rauðvínsedik 
50 ml Rubena saft (eða 3 msk rifsberjahlaup)
safi og rifið hýði af einni mandarínu 
3 msk sykur
1 stöng kanill
6 stk negulnaglar 
1 lárviðarlauf 
1/2 tsk salt 
1/4 tsk svartur pipar 


Aðferð

-Skerið hausana í tvennt og skerið rótina innanúr hausunum (sjá mynd) 
-Skerið hausana aftur í tvennt svo að þið eruð með 1/4 haus og saxið þá svo í strimla eins fínt og þið treystið ykkur í (þeir sem vilja geta notað gróft rifjárn eða matvinnsluvél með grófasta rifjárninu) 
-Steikið rauðkálið í smjöri á rúmlega miðlungs hita í 10 mínútur og hrærið á meðan
-Bætið öllum öðrum innihaldsefnum uppskriftarinnar útí og látið suðuna koma upp. Setjið lokið á og látið malla í 60 mínútur á lágum hita með lokið á. 
-smakkið til hvort ykkur finnist vanta sykur 

Setjið í krukkur og geymið í ísskáp. 
Mér finnst best að velgja rauðkálið örlítið áður en ég ber það fram. 

2 smári rauðkálshausar

Jólarauðkálssuppskrift
Skornir í tvennt og rótin skorin úr.

jólarauðkál
skornir í ferninga

Saxað í fíngerða strimla, annað hvort með hníf eða grófu rifjárni 

Rauðkál uppskrift
Bryjið á að steikja rauðkálið í smjöri í 10 mínúturi og bætið svo restinni útí, látið sjóða í 60 mínútur áður en allt er sett í krukkur sem lokast vel - geymist í ísskáp




SHARE:
Blog Design Created by pipdig