laugardagur, 31. desember 2005

Annállinn...


já, ef þið endist það lengi þá getiði lesið hvað kom fyrir mig á árinu sem nú er að líða....

-Söng á áramótaballi í Leikskálum með hljómsveitinni minni Fritz von Blitz, við sáum um þetta allt sjálf og erum voða stollt af því að gera þetta. :)
-nýársbrennan var haldin degi seinna en reglur gera ráð fyrir þar sem að það var svo vont veður á gamlárskvöld, farið var þá í fræga fyllerísferð þar sem var dregið á og einn maður fékk að kynnast súr og gas sprengingu.
-milli jóla og nýárs dó Trausti.... greyið... Fúsi varð vitni að þeim aðförum. En hann lifnaði við á örskömmum tíma og lifir góðu lífi núna

-Bjargaði 3 göngumönnum frá hálku og köldu veðri þar sem að þeir voru að labba í átt að Stíflisdal og varð veðurteppt þar eina nótt.
-2 Snafsar héldu áfram að spila aðra hverja helgi og bjargaði þetta spilerí fjárhag okkar fúsa þann veturinn.

-ætlaði mér ða ljúka MH á réttum tíma og tók því stærðfræði 503 í kvöldskóla og stæ 403 ( í þriðja sinn) í dagskóla... jakk!!! -sló persónulegt met í leikhúsferðum.. fór 9 sinnum í leikhús á árinu -2 snafsar kláruðu að borga hljóðkerfið -Hamstrarnir fjölguðu sér oft þetta árið... ég sem átti 2 konur.. fékk 17 hamstra i það heila :S

-fór á þorrablót í vík, lítið gerðist annað en við settum saman hljómsveit, ég, einsi, gaui og fúsi og spiluðum eitthvað í hléinu sem við könnumst ekkert við. -afrekaði það að slasa mig frekar lítið á árinu... ég held að ég sé bara orðin flinkari í ða detta! Ragna varð 20 og hélt upp á það með pomp og prakt á Gauknum rúmlega 70 gestir mættu... takk :* -fór í Þorrablótsjeppaferð og var sett í þorrablótsnefnd fyrir næstu jeppaferð.

-datt það í hug að flytja til Ástralíu sem au pair... fann enga nóga hentuga fjölskyldu... en hélt áfram að leita og vona -nýjasta tíska í víkinni var að fara og ELDA eftir fyllerí í vík... -skónum mínum var stolið og ég gisti í heimahúsi hér í vík vegna þrjósku og pirrs yfir týndum skóm... ég réðst samt á mann daginn eftir og hann lét þá af hendi.. -fór í 2 fermingar -fór með fúsa í ferð á föstudaginn langa eins og árið áður, sú ferð varð ekki síður skrautleg heldur en árinu áður, við urðum bensínlaus úti á sandi... ( mælirinn var sko bilaður)

-2 snafsar lögðu land undir fót og spiluðu 2 kvöld á Reyðarfirði í apríl -Ægir stofnaði nýja tísku með að búa til nætursnarl, brauð í vöfflujárni! :) -Vann ferð frá fm 957 á Hróarskeldu í boði Tuborg... frábær ferð í alla staði, fengum allt frítt og búið að tjalda fyrir okkur allt... frír bjór og matur líka... auk þess að við komumst út um allt svæði þar sem við vorum með sérstök armbönd. já.. og ég Bauð FÚSA með mér

-Fór í Hellaskoðun með stebba, sveppa og kalla, mikill ís pirraði okkur en skemmtileg ferð -dimmiteraði frá MH... frábær stund... lékum Bollywood leikara. Fyrirpartý var haldið hérna heima og dagurinn var svo alger snilld í frábæru veðri. -Árún saumaði á mig glæsilegan útskriftarjakka -afrekaði það að úrskrifast með glans úr MH!! risa veisla var haldin heim með 2 bjórkútum og svo ferð á klaustur á ball þegar leið á nóttina... -Ætlaði lengi að fara á sjóinn í sumar... Breyttist aðeins samt þar sem að mörg gigg voru bókuð og margt annað sem ég þurfti að gera. Ég fór semsagt aftur á Höfðabrekku og sé ekkert eftir því. -tókst næstum því að missa af útskriftarveislunni hennar Árúnar vegna mikils misskilnings!

-Skrapp á akureyri ein á fimmtudegi, var þar í 2 nætur ( eina frammi á gangi fyrir framan klósett) fór svo til baka á laugardegi, aftur ein... endaði á balli í tunguseli á laugardagskvöldinu og vann allan Sunnudaginn... týpískt fyrir Rögnu að standa í þessu. -í fríunum mínum frá Höfðabrekku fór ég oftast í sund, sólbað eða til reykjavíkur.

-Söng með pöpunum... tilfinningin að heyra heilt hús með 300 manns kalla mann upp á svið er ólýsanleg... ....að heyra út undan sér kallað ragna, ragna, ragna og fatta þá að það er verið að kalla mann upp á svið... vá -fór til DK á hróarskeldu í byrjun júlí... snilldarferð í alla staði.. sólin skein og við bökuðum og marineruðumst í Tuborg á milli þess sem við fórum á tónleika.

-Unglingalandsmótið var haldið í Vík í sumar.. -Rögnu-pizzu hlaðborð var á höfðabrekku -reddaði 70 manna rútu fyrir sætaferð á ball á klaustri -sat í dómnefn sem forsvarsmaður söngvara í söngvarakeppni á landsmóti -spiluðum fyrir ÓGEÐSLEGA marga í stærsta samkomutjaldi landsins, kynntumst múgæsing og .gaf margar eiginhandaráritanir það sem eftir var helgarinnar.

-prufaði að fikta við að syngja með annari hljómsveit. þar voru þær orðnar 3. -Söng í brúðkaupum í sumar... gaman gaman -Dagga frænka og Siggi giftu sig... flott brúðkaup! -Fór upp í stíflisdal með Fúsa á Stífló 2005. flott brenna í boði Svenna og gaman í alla staði

-Ákvað að flytja til Englands sem au pair, -Bý nú í Englandi hjá frábærri fjölskyldu og kem ekki heim í bráð. -komst áfram í 48 manna úrslit í IDOL... já, þetta gat ég :) hefði samt ekki viljað fara lengra. ég var nebbla að flytil Englands. -Fór að vinna í Holtsbúð, hjúkrunarheimili í Garðabæ. Er núna næstum ákveðin í að læra hjúkrun.

-svenni hélt blesspartý 14. okt. -hélt flott blesspartý 15. okt og allir bestu vinir mínir mættu... -Flutti til Engands þann 19. okt -lærði að keyra vinstra megin á veginum -verð betri og betri í ensku

-bloggaði í 3. sinn um jóin... heimasíðan orðin 2 ára og rúmlega það!
-Þorði út á hraðbrautirnar og get nú heimsótt Svenna og talað íslensku af og til þar sem ég er í Englandi.
-hélt jól úti... skrítin tilfinning að opna pakkana á jóldagsmorgun.
-borðaði íslenska ss pulsu ( þökk sé Bjögga) með hráum og tómatsósu á aðfangadagskvöld
-kom heim um jólin og dvölin framlengdist um heila viku þar sem að afinn úti dó.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig