sunnudagur, 29. mars 2009

þú hefur verið kýld í ...

NEFIÐ!!!

er alveg hel aum í nefinu eftir Skímóball í gær sem ég og Árún fórum á í gærkvöldi. Einhver gamall aðdáandi Skítamórals drakk 5 bjórum og mikið og fór hamförum dansgólfinu. Þessi "dama" dansaði með öllum búknum og hendur fylgdu með og sló hún mig svo all svakalega í nefið að ég sá fljúgandi fugla fyrir framan augun á mér, heyrði brakhljóð og fann svo þennan skemmtilega sársauka. Andskotinn... ég skreiddist því út af dansgólfinu, potaði í nefið og ákvað að brjóskið snéri ennþá fram en ekki til hliðar og fór að dansa aftur með dúndrandi nef. Þá kemur aftur skítamóralsaðdáandINN og missir bjórglasið sitt (það 15. í röðinni það kvöldið) ofaná ristina á mér og það svona líka SMALLAST við það... Þó svo að glasið væri ekki óbrotið var ég óbrotin og við fyrstu skoðun ekkert skorin. Á þessum tímapunkti var ég orðin miklu meira en smá pirruð og fór til Árúnar að ég væri farin HEIM og var komin heim um 3. Fram að þessu var kvöldið samt mjög fínt. . . Árún kom hingað heim og við drukkum í okkur skítamóralinn og höfðum okkur að fíflum við að tala við Viðar á skype og msn. 

takk fyrir kvöldið Árún :) 
SHARE:

mánudagur, 23. mars 2009

Mánudagur enn og aftur...

Ég satt að segja er farin að gleyma að blogga ansi oft og hef ekki hugmynd af hverju. Ætli það megi ekki kenna Vinabókinni um. 

Helst í fréttum er að ég ákvað enn og aftur með ekkert löngum fyrirvara að fara norður um helgina þar sem að Viðar var ekki að koma og er heldur ekki að koma næstu helgi og mér finnast 3 vikur ansi langur tími apart... Í kaupæti hitti ég Arnar Smára og er að gera mitt besta að reyna að venjast þeim pakka smá saman. Þið sem vitið það ekki þá á Viðar 6 ára son sem býr á Akureyri með mömmu sinni og stjúppabba sínum. Ég er nú afskaplega lítið að skipta mér af þeim feðgum en fæ svona að hanga með prinsunum og skemmti mér satt að segja alveg ágætlega við það, reyni kannski helst að sjá um að þeir fái að borða og sofni snemma... :)  þ.e.a.s Arnar sofnar snemma og Viðar virðist alltaf sofna á sama tíma og sonurinn svo að ég er þá ein eftir vakandi í kotinu... Þar að læra að nýta mér það aðeins betur :) haha

annað er svoldið stórmerkilegt fréttum... Unga stúlkan (prinsessan) er við það að hefja sambúð! já, og auðvitað er það með norðan-piltinum sínum og ætlar hann að flytja hingað í Stubbaselið með allt sitt dót (sem er án efa allt of margt til að komast hingað inn) sem nýtist örugglega í eitthvað gott... Eins hjónarúm (asnalegt nafn!), flatskjá í stofuna, heimabíókerfi og svona smotterí sem mig hefur alltaf vantað... Hann á meira að segja straujárn sem er meira en ég get sagt þar sem bróðir minn rændi mínu eðal-straujárni (990 kr í RL) til að vaxa brettið sitt (?)... Ég hef nú ekki grátið þann missi síðar heldur forðast enn sem áður að skíta út föt sem þarf að strauja eða læt mig hafa það að ganga í fötum aðeins krumpuðum ;)

Annað er í fréttum... Látum okkur sjá
já,
ég er byrjuð í síðustu 2 vikunum í skólanum. Núna er ég í stjórnun þar sem ég á að stjórna verkefnum og skipta á milli sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á B-7 og ekki má ég gleyma að forgangsraða, skipta eftir færnisviðum, verksviðum, ekki láta fólk gera of mikið eða gera of lítið OG svo framvegis og svo framvegis... jú ! ekki má ég gleyma að úthluta mér verkefnum líka!

Um helgina ætla Ma og Pa og Jobbi litli að koma og vera hjá mér. alls herjar make-over verður gert á íbúðinni og reynt að hliðra til því sem hægt er til þess að koma einhverju af dótinu hans Viðars fyrir sem er væntanlegt fyrr en síðar :) Nánar um það í næstu viku ...

Afskaplega þætti mér vænt um nokkur komment þó að ég biðji ekki oft um þau.

kv
Ragna 

SHARE:

mánudagur, 16. mars 2009

er hress í fríi...

LOKSINS er ég komin í eina viku í frí frá verknámi og verkefnum, verkefnaskilum og martröðum sem því tengist....

öldrun var bara ágæt fyrir utan ýmislegt eins og gengur og gerist.. Sáttust var ég kannski við að fá Gullu (hjfr) í Vík sem sérfræðikennara þar sem að að vera með nema er hluti af hennar diplómanámi í hjúkrun. 

Viðar kom á fimmtudagskvöldið og ég var að vinna þá... svo að ég fékk smá kúr fram á föstudag. Fórum síðan austur eftir síðasta umræðufundinn í öldrun og veðrið fyrir austan Skóga var alveg snarkolvitlaust... stikurnar á  veginum sáust ekki nema af og til og mikill vindur var sem gerði förina yfir ísilagðan veginn ekki spennandi. Við virðumst hafa sloppið í gegnum bylinn því að bílar sem voru á ferð hálftíma síðar voru að gefast upp í kófinu og endaði kvöldið með útkalli björgunarsveitarinnar og litla björgunarleiðangra að sækja fólk úr bílum sem höfðu gefist upp eða fólk sem hafði einfaldlega sjálft gefist upp.

Á föstudaginn kíktum við familían á Ströndina (f utan þráinn sem var fenntur í kaf hjá Pétursey) Fylgdumst við með Bessa keppa í Idol og fukum svo heim.

Helgin fór í það hjá Viðari að flísaleggja útidyraganginn (gulbrúnu hrjúfóttu flísarnar eru farnar.. *hneigjasig*)  og pabbi gerði við bílinn hans Viðars í staðinn. Ég var meira fyrir og með uppsteyt auk þess sem ég gerði verkefni í öldrun, klæddi mig upp í bjsv búning og stjórnaði bílum á bílastæðinu við kirkjuna í Vík við útförina hjá Jóni Þóri heitnum 

Þegar við lögðum af stað til Reykjavíkur hringdi ég á eldsmiðjuna og pantaði pizzu.. það passaði jú alveg, 2 tíma bið og við fengum sms um að 7 mínútur væru í pizzuna þegar við vorum að koma miklubrautina inní bæinn :)

hressandi ! :)

Byrjaði daginn í dag á því að stuða Hermann, Blása í Önnu og bjarga litlu barni sem brjálaður Chicagobúi átti..


vikan óráðin fyrir utan vinnu á slysó og mat hjá Döggu frænku

skemmtilegt :D 
SHARE:

miðvikudagur, 11. mars 2009

hæ hæ

Langar bara að segja 2 hluti hérna þar sem ég er að mygla á Þjóðarbókhlöðunni að vinna verkefni uppúr viðtalinu sem ég tók við aðstandanda í morgun ..

númer 1: Egill (Hennar Mattýar) er að spila á kaffinu í Vík á laugardaginn ásamt vini sínum.. 
loksins er eitthvað svona djamm í Vík og ég held að ég verði að mæta


númer 2: 2 Snafsar eru búnir að bóka sig með Eurovisiondjammkvöld á kaffinu þann 16. maí í 4. skiptið. 

TAKIÐ ÞAÐ FRÁ og farið strax að hlakka til :)


SHARE:

sunnudagur, 8. mars 2009

komin heim frá snjóalandinu mikla...

nánar tiltekið AKUREYRI... jedúdda mía hvað það getur snjóað mikið þarna... ég fann bílinn minn loksins undir snjóskafli eftir hádegið þegar ég var búin að elda fyrir piltana. Fór smá rúnt um hverfið og Akureyringar eru ekki beint þeir duglegustu við að moka götur bæjarins *hósthóst* og það olli því að festi mig næstum. SÆLL... og ég á 4x4 "trölli"...

Akureyringar, já eða Akureyrarbær hefur þá venjuna á að þeir moka bara alls ekkert um helgar og ef það snjóar, þá sorrý jú man. Það er því allt í förum, og sköflum og úff...  :)fyrir mitt leyti  á að MOKA ef það snjóar. Í dag hefur samt eitthvað verið spreðað þar sem að aðeins var verið að moka helstu skaflana af íbúðargötunum... það verður örugglega aldeilsi krepputals hamagangur á bæjarskrifstofunni þar á bæ þegar reikningarnir fyrir mokstrinum koma inn... 

Brynja, Valdi og Harpa komu með mér norður og þið þurfið ekkert að vita hver þau eru ef þið vitið það ekki nú þegar. :) Eftir einhverjar bílaumræður ákváðum við að fara á mínum þar sem hann er á góðum blöðrum og 4x4. Það var alveg ágæt ákvörðun þegar við vorum að leggja af stað suður í dag. Veðrið í kringum Holtavörðuheiði var ekker til að hrópa húrra yfir og var heiðin illfær og blint á köflum... við lentum næstum á einum bíl og bíllinn fyrir aftan okkur, tjah, ég veit ekki alveg hvað stoppaði hann í að lenda ekki á okkur... kannski var það skaflinn sem við sátum í. Vorum samt bara um 40 mínútur yfir og 5 tíma alla leið með hamborgarastoppi í Staðarskála og verður sá tími að teljast vel ásættanlegur þó svo að maður sé alltaf frekar lúinn þegar maður kemst loksins heim.

Plan vikunnar eru 3 verkefni til að skrifa og skila síðan 16. mars... Viðvera í Fríðuhúsi og svo ýmislegt annað skemmtilegt :)


sjáumst svo :D

p.s. Hið langdregna ferli að reyna að fá drauma-sumarstarfið virðist vera á lokastigi... update síðar ;)
já og hey... af því að ég stefni að því að vinna á LSH.. þá er hérna smá useless knowledge:

SHARE:

miðvikudagur, 4. mars 2009

örblogg

-Er byrjuð í öldrunarverknáminu núna.... Með Gullu hj.fr. í vík sem sérfræðikennara (hluti af hennar diplómanámi í HÍ) - heppin ég
-Kirkjustarf, félagsstarf, líknardeild L-5 og fríðuhús (dagvistun fyrir heilabilaða) eru áfangastaðir mínir þessar 3 vikurnar
-Tengdó á afmæli í dag, 75 ára karlinn.. fór ásamt allri tengdafjölskyldunni út að borða í Perlunni í gær og my oh my þar er alltaf góður matur
-Gospel námskeið í Vík síðustu helgi... núna er minn æðsti draumur að komast í Gospelkór Reykjavíkur (það verður tekið til skoðunar næsta haust)
-er ekki ennþá komin með sumavinnu... Vona innilega að fá inni á Slysó en þar er allt óráðið og ekkert líklegt að nemar á 3. ári fái að taka hjúkkuvaktir... krossleggjum fingur...


já... ÖRstutt...


Helgin alveg óráðin en ég hefði afskaplega gott af því að læra og byrja á einhverjum af þessum verkefnum sem ég á að skila eftir rúma viku. - sæll
SHARE:
Blog Design Created by pipdig