Ég satt að segja er farin að gleyma að blogga ansi oft og hef ekki hugmynd af hverju. Ætli það megi ekki kenna Vinabókinni um.
Helst í fréttum er að ég ákvað enn og aftur með ekkert löngum fyrirvara að fara norður um helgina þar sem að Viðar var ekki að koma og er heldur ekki að koma næstu helgi og mér finnast 3 vikur ansi langur tími apart... Í kaupæti hitti ég Arnar Smára og er að gera mitt besta að reyna að venjast þeim pakka smá saman. Þið sem vitið það ekki þá á Viðar 6 ára son sem býr á Akureyri með mömmu sinni og stjúppabba sínum. Ég er nú afskaplega lítið að skipta mér af þeim feðgum en fæ svona að hanga með prinsunum og skemmti mér satt að segja alveg ágætlega við það, reyni kannski helst að sjá um að þeir fái að borða og sofni snemma... :) þ.e.a.s Arnar sofnar snemma og Viðar virðist alltaf sofna á sama tíma og sonurinn svo að ég er þá ein eftir vakandi í kotinu... Þar að læra að nýta mér það aðeins betur :) haha
annað er svoldið stórmerkilegt fréttum... Unga stúlkan (prinsessan) er við það að hefja sambúð! já, og auðvitað er það með norðan-piltinum sínum og ætlar hann að flytja hingað í Stubbaselið með allt sitt dót (sem er án efa allt of margt til að komast hingað inn) sem nýtist örugglega í eitthvað gott... Eins hjónarúm (asnalegt nafn!), flatskjá í stofuna, heimabíókerfi og svona smotterí sem mig hefur alltaf vantað... Hann á meira að segja straujárn sem er meira en ég get sagt þar sem bróðir minn rændi mínu eðal-straujárni (990 kr í RL) til að vaxa brettið sitt (?)... Ég hef nú ekki grátið þann missi síðar heldur forðast enn sem áður að skíta út föt sem þarf að strauja eða læt mig hafa það að ganga í fötum aðeins krumpuðum ;)
Annað er í fréttum... Látum okkur sjá
já,
ég er byrjuð í síðustu 2 vikunum í skólanum. Núna er ég í stjórnun þar sem ég á að stjórna verkefnum og skipta á milli sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á B-7 og ekki má ég gleyma að forgangsraða, skipta eftir færnisviðum, verksviðum, ekki láta fólk gera of mikið eða gera of lítið OG svo framvegis og svo framvegis... jú ! ekki má ég gleyma að úthluta mér verkefnum líka!
Um helgina ætla Ma og Pa og Jobbi litli að koma og vera hjá mér. alls herjar make-over verður gert á íbúðinni og reynt að hliðra til því sem hægt er til þess að koma einhverju af dótinu hans Viðars fyrir sem er væntanlegt fyrr en síðar :) Nánar um það í næstu viku ...
Afskaplega þætti mér vænt um nokkur komment þó að ég biðji ekki oft um þau.
kv
Ragna