þriðjudagur, 19. mars 2019

Páskalegar bollakökur

Páskalegar bollakökur með litlum Cadbury eggjum 

Þessi litlu egg eru alveg ótrúlega góð og erfitt að halda sig frá því að borða þau öll áður en þau fara ofan á bollakökurnar en reynið að standast freistinguna :)
-Eða gera eins og ég, kaupa 3 poka til öryggis 

Fallegar, vorlegar bollakökur með appelsínubragði. Fallegar á borði og í veisluna og tekur stuttan tíma að útbúa. 


Uppskrift: 
gerir 12 bollakökur 


125 gr smjör
200 gr sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar/extract
raspað hýði af 1 appelsínu
300 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
300 gr rabbabari
125 ml mjólk

Glassúr
4 dl flórsykur 
appelsínusafi


Aðferð: 

-þeytið saman í hrærivél eða handþeytara smjör og sykur þar til það hefur lýst.
-Bætið við eggjum, einu og einu í einu og þeytið mjög vel á milli. Þeytið áfram í um 2 mín eftir að seinna eggið er komið útí.
-Bætið við appelsínuberkinum og vanilludropunum og blandið saman
-Setjið útí hveiti, lyftiduft, matarsóda og mjólk og hrærið saman þar til að þetta er orðið að samfelldu deigi. Ekki hræra lengur en mögulega þarf
-Setjið deigið í 12 bollakökuform í bollakökumóti (annars fletjast þær út í ofninum og ná ekki að lyfta sér svona hátt upp) 
-Bakist inní ofni við 180°c við 25 mínútur 
-Látið kólna
-Hrærið saman flórsykur og appelsínusafa. Erfitt að segja nákvæmlega hvaða magn af safanum þarf en reynið að miða við að hafa glassúrinn þykkan svo að eggin tolli ofaná og glassúrinn renni ekki allur af kökunum.
-Raðið Cadbury-eggjunum ofaná, látið glassúrinn harða aðeins og njóóóótið!

Fyllið formin næstumlátið kólna áður en glassúrinn er settur á 

seinna um daginn hurfu ansi mörg egg af bollakökunum... þessi liggur sterklega undir grun 😎
SHARE:

fimmtudagur, 14. mars 2019

Pizzasnúðar

Klassískir pizzasnúðar en einnig fylgja hugmyndir að mjög frumlegum pizzasnúðum sem gaman er að prufa líka.

Virka í raun fyrir allan aldur og eru frábærir fyrir barnaafmælin, útilegurnar, kaffitímana, nestistímana og fleira og fleira. 

Þessir pizzasnúðar eru frábærir vegna hve mjúkir þeir eru (þið hafið örugglega aldrei smakkað aðra eins! 😎 Þeir geymast líka vel í 2-4 daga.

Eins og þið sjáið svo í hugmyndum að fyllingum er hægt að leika sér mikið með innihaldsefnin svo að þetta henti sem flestum 😊Uppskrift 
(gerir 50-55 litla snúða)

450 gr hveiti
1 msk sykur
1 tsk salt
1 bréf þurrger
3 msk matarolía
1 dl mjólk
2-2 1/2 dl volgt vatn
góð ólífuolía

Hugmyndir að fyllingum
-pizzasósa
-skinka
-pepperoni (skorið í bita)
-kjötsósa (Bolognese)
-hráskinka
-fersk basilíka
-pulsur
-hvítlaukssmjör
-ostur
-ólífuolía
-ólífur
-pestó
-ýmis ítölsk krydd
-rifinn ostur
-mjúkur ostur (camembert t.d.)
-chutney

Aðferð: 
-Blandið innihaldsefnum saman í skál/hrærivélarskál og hnoðið saman í 2-3 mínútur eða þar til deigið er vel komið saman. Það má vera nokkuð blautt og ekki hafa það of stíft.
-Látið hefast í 40 mínútur undir viskastykki
-Fletjið deigið út í ílangan ferhyrning, ekki hafa deigið of þunnt.
-Smyrjið sósu á deigið og setjið fyllingu að eigin vali á. Dreifið rifnum osti yfir og hellið að lokum ólífuolíu í mjórri bunu yfir allt deigið (þetta er galdurinn fyrir mjúka pizzasnúða í marga daga 😉)
-Rúllið snúðunum upp eins og ég sýni á myndinni hér neðar (rúlla langhliðunum inn að miðju), skerið svo á milli rúllanna með pizzaskera og klárið að rúlla upp rúllunum. (þetta sparar þá vinnu að fletja út deigið í tveim skömmtum)
-Skerið rúllurnar í 4 cm breiða snúða, raðið þeim á bökunarpappírsklædda bökunarplötu og þrýstið létt með lófanum ofan á hverja rúllu.
-Látið snúðana standa á borði við herbergishita í 20 mínútur áður en þið bakið þá (má sleppa ef ekki gefst nægur tími)
-Bakið í ofni við 200°C í 13-15 mínútur eða þar til þeir hafa náð að gyllast smá. Varist að ofbaka þá ekki því að þá verða þeir harðir og tómatsósan brennur auðveldlega.

ATH. Ef þið notið kjötálegg eða e-ð annað álegg sem almennt geymist í kæli þarf að geyma snúðana í kæli eftir dag nr 1.

áleggið sem ég notaði hér var það sem átti í ísskápnum 


Pizzasósa, pulsur, rifinn ostur, hráskinka, afgangs bolognese sósa, Olifa Puglia ólífuolía, 
rúllur rúllaðar upp frá sitthvorri langhliðinni þar til þær mætast í miðju. Skerið þá á milli rúllanna með pizzaskera og klárið að forma rúllur. 

raðið pizzasnúðunum á plötu, látið standa á borði í 20 mínútur til að hefast örlítið og bakið svo í ofni

Munið að "tagga" mig á instagram "ragnab" og nota hasthtaggið #ragnapunkturis ef þið sýnið frá því sem þið gerið af síðunni á samfélagsmiðlum 😉

njótið
xoxo
SHARE:

mánudagur, 25. febrúar 2019

Kjúklingabringur í ofni með tómötum og ferskum kryddjurtum

Litríkur réttur úr hreinum hráefnum sem vekur athygli á matarborðinum og slær í gegn.


Fyrir 3

3 kjúklingabringur
1 msk ferskt rósmarín
1 msk ferskt timian
1 hvítlauksrif
4 msk góð ólífuolía
salt og pipar eftir smekk.

2 lúkur af smáum krisuberjatómötum
flögusalt
góð ólífuolía

Til þess að setja yfir þegar rétturinn er kominn út:
Basilíka og parmesanostur

Aðferð:
-Skerið hvítlauksrifið niður í bita, grófsaxið kryddurnirnar og setjið ásamt olíu, salt og pipar saman í mortél. Steytið létt saman og veltið svo bringunum uppúr olíunni.
-Raðið bringunum í eldfast mót og raðið í kringum þær tómötum sem búið er að skera í helminga. Veltið þeim um í olíunni og kryddinu.
-Eldið í 190°C ofni í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
-Þegar rétturinn er kominn út er ferskri basilíku stráð yfir sem búið er að skera í strimla og parmesan annað hvort rifinn yfir eða skorinn í litlar sneiðar með skera stráð yfir.

Frábært að borða með þessum rétt nýtt súrdeigsbrauð, salat og/eða blómkálsmús

SHARE:

mánudagur, 4. febrúar 2019

Ostakaka

Þessa uppskrift gerði ég svo oft þegar ég vann á Halldórskaffi að ég gerði hana ekki í mörg ár!

Þegar ég fór svo að halda upp á barnaafmæli krakkanna þá langaði mig rosalega mikið til að gera þessa köku og þurfti svo nokkrar tilraunir til þess að rifja upp uppskriftina þar sem ég hafði hvergi skrifað hana niður :)

Þetta er klassískt ostakaka með stökkum kexbotni.
Ég hef alltaf sett berjablöndu eða jarðarber ofan á kökuna en það er hægt að setja allt sem hugurinn girnist ofan á, grunnurinn er alltaf sá sami.
Kexkökur settar í lokanlegan poka og brotnar með kökukefli eða buffhamri þar til að það eru engir stórir bitar eftir.
Bræddu smjöri helt ofan í pokann og öllu velt saman þar til allt kex hefur fengið smjör í sig. 

Kex- og smjörblöndunni hellt í hringlaga smelluform og slétt úr með skeið. Ekki þrýsta eða þjappa blöndunni
Kælið kexbotninn 
Þeytið saman rjómaost, flórsykur, sítrónusafa og vanilludropa 

þeytið rjóma 

blandið blöndunum saman og bætið matarlíminu  útí þegar búið er að leysa það upp 

Gott að hafa aðstoðarmann sem spyr 5x á mínútu "hvað gera núna mamma " ;) 


Þegar ostakakan hefur verið í kæli eða frysti í klst og hefur stífnað er berjum raðað yfir 

Jarðaberjahlaupi hellt varlega yfir ostakökuna, ath má ekki vera heitt 


Skorið meðfram kökunni allan hringinn og forminu smellt utanaf kökunni. Pönnukökuspaða eða stórum hníf stungið undir botninn til þess að losa hana af botninum og hún færð yfir á annan disk. 


Uppskrift
300 gr digestive kex
200 gr smjör (brætt)
500 ml rjómi
400 gr rjómaostur
2 msk sítrónusafi
3 matarlímsblöð
150 gr flórsykur
2 msk sítrónusafi
1 tsk vanillu extract
Frosin ber
Rautt jello

Aðferð 
-Kexkökur settar í lokanlegan poka og brotnar niður í mylsnu með kökukefli eða buffhamri þar til engir stórir bitar af kexi eru eftir.
-Bræddu smjöri er hellt út í kexmylsnuna og öllu velt um þar til að kexið hefur drukkið jafn í sig allt smjörið.
-Spreyið spreyform létt með PAM (nonstick spray) og hellið kexblöndunni í formið. Sléttið hana til með skeið en ath að þjappa eða pressa kexið ekki niður, þá verður kexbotninn of þéttur og harður
-Kælið botninn
-Þeytið saman rjómaost, sítrónusafa, vanillu extract og flórsykur í einni skál
-Þeytið rjóma í annarri skál
-Blandið saman rjómanum og rjómaostablöndunni. Best þykir mér að byrja á að setja rjómann smá saman útí rjómaostablönduna (í 3-4 skömmtum eða svo) og þeyta létt með handþeytaranum á milli til að blanda þessu saman.
-Látið matarlímsblöð liggja í köldu vatni þar til þau eru orðin mjúk. Leysið þau upp í 1,5 dl af mjög heitu vatni, látið blönduna standa og kólna aðeins.
-Hellið matarlímsblöndunni útí ostakökublönduna á meðan þið hrærið með handþeytaranum. Ostakökublandan mun þynnast aðeins við þetta en hún þéttir sig aftur þegar hún kólnar.
-Setjið blönduna yfir kexbotninn. Passið að hún fari vel út í allar hliðar svo að hlaupið renni ekki niður úr forminu þegar þið hellið því yfir.
-Látið kökuna standa í ískáp í frysti í klst.
-Dreifið frosinni berjablöndu yfir ostakökuna
-Útbúið rautt hlaup úr pakka (etv frá Jello). Ekki nota nema brot af því vatni sem gefið er upp. Í einn Jello pakka set ég 1,5 dl af sjóðandi vatni og leysi upp duftið. Bæti svo 1,5 dl af köldu vatni. Hellið varlega yfir öll ber. Líka hægt að nota ausu. (reynið að forðast að hlaupið myndi mikla froðu)
-Kælið kökuna aftur

Skerið meðfram kökunni til að losa formið frá kökunni. Notið svo pönnukökuspaða eða langan hníf til þess að losa botninn undan kökunni og látið hana renna yfir á kökudisk (einnig hægt að bera hana fram á botninum úr forminu)


Njótið :)

SHARE:

miðvikudagur, 30. janúar 2019

Guacamole - Lárperumauk


Gómsætt, ferskt, einfalt.

Slær alltaf í gegn í boðum að bjóða upp á ferkst guacamole


Ég verð að viðurkenna að koma Costco og að geta keypt hágæða avocado hefur breytt því hve oft og hve oft ég versla mér avocaado. Costco avocado eru avocado sem endast uppá borði í 2-3 vikur og inn í ískáp í meira en mánuð, ekki upp full af strengjum eða fara úr því að vera grjóthörð og óæt í leðju á 2 dögum uppá borði.

Hér er uppskrift af guacamole sem ég geri reglulega. 

Uppskrift: 
4 þroskuð og mjúk avocado 
1 tsk saltflögur 
safi úr 1 lime 
2 msk mjög fínt saxaður laukur (helst rauðlaukur) 
1 tsk mjög fínt saxaður hvítlaukur 
2 tómatar saxaðir niður í litla bita 
safi úr 1 lime 
saxað kóríander eftir smekk 

Aðferð 
-Setjið avocado, limesafa og salt saman í skál. Notið mojitopinna, gaffal eða mortél til þess að stappa þetta saman. Reynið að halda góðum bitum eftir og gera þetta
-Saxið niður laukinn, hvítlaukinn, tómatana og blandið varlega saman við.
-Bætið við söxuðum kóríander eftir smekk
-Setjið inní ískáp með filmu yfir þangað til þetta er borið fram(þannig að ekkert loft komist að svo þetta haldist grænt)
-Smakkið til og bætið við salti ef ykkur þykir vanta uppá

-Hægt að setja aukalega siracha sósu eða chiliduft.
-Hægt að bæta góðri ólífuolíu saman við.
Vil vekja athygli á að ég er oftast búin að fjalla um uppskriftirnar sem koma hingað inn á instastory á instagraminu mínu
Endilega fylgið mér þar ef þið viljið sjá hvað er væntanlegt á Ragna.is ;) 

enjoy 

SHARE:

föstudagur, 18. janúar 2019

Risarækjur með tómötum og hvítlauk

Ég er oft að reyna að finna uppá einhverju kolvetnasnauðu og þessari uppskrift klambraði ég saman í sumar og hef gert nokkrum sinnum síðan.
Það má sanni segja að Instagramið hjá mér logi þegar ég pósta þessum rétti og ég veit að margir bíða eftir uppskriftinni.

Hægt er að nota uppskriftina sem forrétt, aðalrétt eða meðlæti. Ég hef borið rækjurnar fram með súrdeigsbrauði eða naan og hvorugtveggja er jafn gott þó svo að mér sýnist brauðæturnar elska súrdeigsbrauðið meira fyrir þær sakir að það drekkur svo vel í sig safann af réttinum (sem er algerlega himneskur btw!).

Rétturinn er einfaldur með örfáum innihaldsefnum og hér kemur uppskriftin loksins.


Uppskrift
Fyrir 3 í aðalrétt

500 gr smáir tómatar (því sætari því betri)
2 hvítlauksrif (1 hvítlauksrif ef það er stórt)
góð ólífuolía
nokkrar greinar af fersku timian (má sleppa eða nota þurrt)
600 gr risarækjur (ég kaupi mínar í Costco og vel stórar rækjur "tail on)
saltflögur
nýmalaður pipar
2 ferskar mozzarellakúlur
Fersk steinstelja eða kóríander (hvort sem ykkur líkar betur við)

Aðferð: 
-Tómatar skornir í helminga, settir í eldfast mót, hvítlaukur marinn eða skorinn smátt, dágóðum slatta af ólífuolíu hellt yfir, örlítið af salti, timiangreinum raðað yfir og velt með töng þar til að allt hefur fengið á sig olíu,
- Sett inn í ofn í 10 mínútur á 220°C.
-Tekið útúr ofninum. Þiðnum rækjum velt saman við, kryddað með aðeins meira salti og nýmöluðum pipar.
-Mozzarellakúlur rifnar niður og ostinum dreift yfir réttinn. Helmingnum af fersku steinseljunni/kóríandernum dreift yfir.
-Sett inn í ofn í 12-15 mínútur á 220°C eða þar til osturinn er bráðnaður, örlítið gullinn og rækjurnar orðnar bleikar.
-Restin af kryddjurtum stráð yfir.

Frábært að bera fram með brauði til þess að dýfa í safann sem fellur af í eldfasta mótið.
Hægt að bera fram með fersku Romainsalati og olífuolíu.


Tómatarnir skotnir til helmingja og settir í eldfast mót. 
Timian úr garðinum :) 
Rækjum bætt við þegar búið er að elda tómatana 

Rifnum mozzarella og kryddjurtum bætt við Rækjurnar eru gráar þegar þær eru hráar. Þær verð bleikar þegar þær eldast. 

Frábær réttur. Léttur í maga og unaðslega bragðgóður 

EnjoySHARE:

laugardagur, 15. september 2018

Steiktar Edamamebaunir

Uppáhalds snakkið síðastliðnar vikur og loksins kemur uppskriftin hingað inn 😊

Edamamebaunir eru orðnar vinsælt snakk á flestum veitingastöðum og það er svoldið síðan frosnar Edamamebaunir fór að fást frosnar hjá öðru frosnu grænmeti í Krónunni. Síðan þá hef ég verið að prufa mig áfram með uppskriftir hérna heima og fyrir nokkrum síðan tókst mér að fullkomna uppskriftina (að mínu mati)

Gjörið svo vel

Uppskrift
1 poki Edamamebaunir (400 gr)
2 msk olía
1-2 rif hvítlaukur (kraminn eða rifinn)
1/2 tsk chilliflögur
2 msk tamarisósa
1 tsk sesamolía
2 msk saxaður ferskur kóríander
saltflögur eftir smekk


Aðferð:
-ATH, þið eruð aldrei að fara að setja hitann á pönnunni upp í mikið meira en 3/4 upp í hæsta. Helst hafa hana bara miðlungsheita þar sem það er bara markmið að elda baunirnar en ekki steikja þær og brúna. Hvítlaukur er fljótur að fá beiskt bragð ef hann eldast um of og tamarisósan á að þykkna og verða að sírópi en ekki brenna við pönnuna.

-Setjið frosnar eða þiðnaðar baunir á miðlungsheita pönnu með 2 msk af olíu til að steikja uppúr. Veltið þeim reglulega.
-Bætið krömdum hvítlauk útá (ef rifin eru lítil set ég 2, annars set ég 1)
-Bætið chilliflögum útá (hér má vissulega setja minna. Ég kaupi mínar chilliflögur í Tiger)
-Bætið tamarisósu útá. (hún er bragðsterkari en soya sósa og þess vegna vel ég hana. Hér má vissulega nota soyasósu í staðinn)
-Veltisteikið áfram þar til tamarisósan hefur þykknað og hvítlaukurinn er eldaður.
-Bætið sesamolíunni útá og slökkvið undir hitann.
-bætið söxuðum kóríander útá og veltið öllu saman.
-Áður en allt er fært yfir í skál, stráið saltflögum yfir allar baunirnar (mér finnst gott að hafa þetta nokkuð salt - minn smekkur). Þið prufið ykkur bara áfram og það er lítið mál að bæta salti við eftirá.
-Færið yfir í skál. Það er ekki nauðsynlegt að skafa alla olíu, hvítlauk og chilliflögur af pönnunni. Bragðið er komið :)
Þetta eru baunirnar sem ég kaupi í Krónunni

Allt steikt á miðlungshita á pönnu 

Bæta kóríander og sesamolíu útá 


Sett í skál og smá auka salti stráð yfir 

Enjoy 😙

SHARE:

laugardagur, 21. júlí 2018

Kjúklingaborgarar með ferskum kóríander


Ferskt á bragðið og djúsí. 
Mjög skemmtileg tilbreyting frá nautahakksborgurum :) 


Hægt er að nota borgarana eina og sér með meðlæti, sem borgara í pítubrauð (og nota þá jafnvel tzatziki sósu í stað pítusósu) eða sem tilbreyting í buffi á hamborgarann. 


Blandið saman öllum innihaldsefnum í skál
Látið kjötdeigið standa í 30 mín (ekki í ísskáp). 

Steikið á pönnu við miðlungs hita (eða grillið) 


Uppskrift:
gerir 5 stk 

500-600 gr kjúklingahakk (fæst t.d. í Nettó) 
1/2 laukur saxaður fínt 
1 hvítlauksrif saxað smátt
1 dl brauðmylsna 
1 egg  
1 dl saxað kóríander 
1 msk paprikukrydd
1/2 tsk chilipiparkrydd 
2 tsk saltflögur 
pipar eftir smekk 

Aðferð: 

-Allt sett saman í skál og blandað saman með sleif eða höndum. 
-Mér finnst gott að láta kjötdeigið standa í 30 mín til að láta kryddin og kóríander bragðbæta kjötið enn betur. 
-Vigtið 150 gr af kjötdeigi, mótið í kúlu og fletjið út með lófunum á milli 2ja handa eða notið hamborgarapressu. 
-Steikið á pönnu með 4-5 msk af olíu til að fá þá extra krispí. Varist að hafa pönnuna of heita því þá verða þeir of dökkir að utan áður en þeir eldast í gegn. 

Smá tips...
-Það er vissulega hægt að grilla buffin 👍
-Ekkert mál að útbúa fyrirfram og taka með sér í útilegu ef maður vill tilbreytingu frá venjulega grillmatnum þar 😀
-Tryllt að bæta við fínt söxuðu fersku chili. 💥
-Ef þú ert ekki hrifin/nn af kóríander þá skaltu setja sama magn af ferskri ítalskri steinselju (flatlaufa steinselju). 


Pítubrauðin sem ég notaði hérna má finna hér á síðunni 

Mæli svo auðvitað með að þið fylgið mér á instagram og í instastories ;)  :) 


-
SHARE:

laugardagur, 2. júní 2018

KartöflugratínKartöflur, hvítlaukssósa, ostur! 

Ég veit alveg hvaða kartöflurétt þið ættuð að gera með steikinni um helgina. 

Þennan. 


Kartöflugratín 
fyrir u.þ.b. 6
4 bökunarkartöflur 
3,75 dl rjómi
1,25 dl mjólk
2 msk hveiti
4 hvítlauksrif (rifin, kramin eða söxuð smátt)
1 tsk salt
nýmalaður svartur pipar eftir smekk (gott að hafa svoldinn slatta!) 
1-2 bollar rifinn ostur

(einnig gott að setja ferskt saxað rósmarín eða timian) 


Já. æðislegheitin eru ekki flókin.


Samsetningin er líka auðveld. 


Takið bökunarkartöflurnar (skrælið ef þið viljið) og skerið þær í sneiðar og svo í minni bita, (eins og pizzusneiðar).

Blandið rjóma, mjólk, hveiti, hvítlauk, salti og pipar saman í skál hrærið saman. 


Setið helminginn af kartöflunum í eldfast mót og hellið helmingnum af rjóma,hvítlauksblöndunni yfir. Skellið svo (varlega! ) restinni af kartöflunum útí og hellið yfir restinni af rjómblöndunni yfir. 


Setjið álpappír yfir mótið og inn í ofn á 200°C 


Ath að þetta gratín tekur langan tíma, þarf sjálfsagt að byrja á því töluvert á undan aðalréttinum í matnum þ.e.a.s. ef það stendur ekki til að gera lambalæri eða annað slíkt). 


Eftir 50 mínútur takið þá álpappírinn af og setjið eins mikinn ost yfir og þið viljið (ég: mikinn), látið brúnast áfram í 10-15 mín Ekki fá panic kast ef ykkur finnst þetta of þunnt þegar þið takið þetta útúr ofninum. Þetta þykknar aðeins við að standa og það er í raun nauðsynlegt að láta þetta standa í ca 10-15 mín áður. annars er þetta bara OF heitt !


Njótið :) 

SHARE:

sunnudagur, 20. maí 2018

Túnfisksalat - það besta!


Frábært túnfisksalat, auðvelt og klikkar aldrei. 


Já, ég ætla að vera svo kræf að segja að þetta sé besta túnfisksalat sem þið hafið smakkað. 
Það er svo ljúffengt að fólk sem heldur því fram að það borði ekki túnfisk og hvað þá niðursoðinn túnfisk í túnfisksalati hefur skipt um skoðun eftir að hafa smakkað þetta! 😀

Ég hef gert þetta túnfisksalat svo vandræðalega oft að það er skrítið að ég hafi aldrei komið því verk að setja uppskriftina hér inn. 
Raunar er ein túnfisksalatsuppskrift hér nú þegar en hún er allt öðruvísi og meira til þess að henda einhverju saman með nánast engri fyrirhöfn.

Þetta túnfisksalat er öðruvísi en öll önnur að því leitinu til að hér er ekkert majónes og í staðinn fyrir það er notaður sýrður rjómi og kotasæla. 


Uppskrift: 

3 egg 
1 dós túnfiskur í vatni 
1/2 rauðlaukur (eða 1 skarlottulaukur) 
1 dós sýrður rjómi (% tala skiptir ekki máli) 
1 lítil dós kotasæla (ef maður á stóra kotasæludós þá notar maður tómu dósina af sýrða rjómanum til að mæla magnið, eins og ég gerði hér sjá mynd) 

Krydd: 
hér gilda engar mælieiningar nema smekkur hvers og eins 

Karrý 
Laukduft 
hvítlauksduft 
Aromat 
(stundum set ég líka lawry's og/eða paprikukryddInnihaldsefnin 

Aðferð: 

-Sjóðið 3 egg og kælið, skerið í smáa bita 
-Skerið laukinn, mjög smátt. (myndband hvernig það er gert er hér)
-Hellið vatninu af túnfisknum og brjótið hann upp í smáa bita 
-ATH mikilvægt: Kryddið þetta saman áður en sósan fer útí. 
-Blandið kotasælu og sýrðum rjóma saman við og hrærið saman. 

Setjið egg, rauðlauk og túnfisk saman í skál 

Kryddið blönduna áður en sósunum er blandað útí 

Hrærið vel saman kotasælu og sýrðum rjóma 


psst. TUC kexið sem er með salt og pipar er fullkomin pörun með þessu salati 

SHARE:
Blog Design Created by pipdig