þriðjudagur, 16. júlí 2019

Kjúklingabitar með sítrónu og kryddjurtumSafaríkir og bragðgóðir kjúklingabitar

Ótrúlega einfaldir en setja smá öðruvísi tón á venjulegu krydduðu kjúklingabitana sem maður er vanur að elda heima. 


Einföld, hrein hráefni

Ekki fleiri innihaldsefni en þetta 

Öllu blandað saman og kjúklingabitum velt uppúr leginum
Kjúklingabitum raðað á grind með einhverju undir til þess að grípa safa og fitu og restinni af marineringunni dreift yfir bitana 
Kjúklingabitnarnir að krauma í ofninum 

Tilbúið! 

Uppskrift
8-12 kjúklingabitar að eigin vali 

1 msk rifinn sítrónubörkur (ca af einni sítrónu)
2 rifin hvítlauksrif
1 msk saxaðar ferskar kryddjurtir  - rósmarín og timian var fyrir valinu hér
(það er einnig hægt að nota 1 tsk af þurrkuðum)
1 tsk saltflögur
1 tsk nýmalaður pipar
3 msk góð ólífuolía
safi úr einni sítrónu
8-12 kjúklingabitar (leggir, læri, vængir)


Aðferð

-Öllu sem þarf í marineringuna blandað saman. Salt, pipar, kryddjurtum, hvítlaukur,  sítrónubörkur, ólífuolía, sítrónusafi
-Helt yfir kjúklingabitana og þeim velt um í marineringunni þar til þeir eru allir vel þakktir henni og látið standa á borði í 30 mín hið minnsta (eða allt að 12 klst í ískáp)
-Kjúklingabitunum raðað á grind sem er fyrir ofan ofnskúffu (svo bitarnir liggi ekki í safanum og safanum er safnað í ofnskúffuna fyrir neðan), restin af marineringunni úr skálinni er sett yfir bitana og svo eru þeir eldaðir í ofni á 190°C í 45 mínútur (yfir- og undirhita)

Bar kjúklingabitana hér fram með stökkum ofnbökuðum kartöflum (linkur neðar) og ofnbökuðu brokkolíi 


Annað:
-Ég bar þetta fram með ofnbökuðum stökkum kartöflum, ofnbökuðu brokkolí, olífuolíu og kaldri hvítlaukssósu
-þessa kjúklingabita er gott að grilla og sniðugt að eiga tilbúna í frysti til þess að taka með í útileguna. Setur þá frosna í kæliboxið og þeir halda kæliboxinu köldu á meðan þeir þiðna. Munið bara að það er mikilvægt að snúa svona bitum oft á grilli svo þeir brenni ekki áður en þeir eru tilbúnir.


SHARE:

laugardagur, 8. júní 2019

Rabbabarabitar


Svoldið öðruvísi rabbabarakaka, í rauninni rabbabarabitar eða stykki. Sé þetta skorið í litla bita  þá geymist bitarnir vel í nokkra daga í lokuðu boxi.

Ofan á rabbabaranum er sæt deigmylsna með stökkum möndlum og vanillubragði sem gerir punktinn yfir i-ið.

Ég geri uppskriftina í matvinnsluvél en það er hægt að gera þetta í mjög öflugum blender líka.

Möndlur 

Smjörið skorið í bita 
Bætt útí hveitiblönduna í matvinnsluvélinni

púlserað saman en þó ekki meira en svo að það eru enn smjörbitar sjáanlegir 

Skiptið hveitiblöndunni í tvennt til að gera 2 deig 

Deig nr 1 komið saman, sett í frysti í 10-15 mín 

samsetningin er fljótleg og einföld.

Inn í ofn í 55-60 mínútur, næstneðstu rim á 190°C Uppskrift 
(passar í 33x23x skúffukökuform) 
130 gr hakkaðar möndlur (með hýði eða ekki)
415 gr hveiti
1 1/2 tsk salt
80 ml kalt vatn
200 gr sykur
300 gr smjör
1 msk vanillusykur (má sleppa ef hann er ekki til)
500 gr fíntskorinn rabbabari (ca 1 L) - má vera meiri ef þið viljið.

Aðferð: 
-Ef þið eruð ekki með hakkaðar möndlur þá getið þið byrjað á að mala heilar möndlur í matvinnsluvélinni áður en þið byrjið á deiginu. Ekki mala þær of fínt, þið viljið hafa bita í blöndunni en ekki gera möndlumjöl 
-Setjið hveiti og salt í matvinnsluvélina, skerið kalt smjör nýkomið úr ísskápnum í bita og púlserið smjörið saman við hveitiblönduna þannig að það séu þó ennþá einhverjir smjörbitar eftir
-Skiptið hveiti- og smjörblöndunni í tvennt til þess að gera svo tvennskonar deig. 

Deig nr 1: 
Setjið hana aftur í matvinnsluvélina, bætið 80 ml af ísköldu vatni útí í mjórri bunu og vinnið saman í deig. Takið deigið úr vélinni, fletjið það út í þykkan disk, pakkið inn í matarfilmu og setjið í 10-15 mínútur inní frysti. 

Deig nr 2 
Setjið saman við hana sykur, vanillusykur og möndlur og klípið saman þannig. 

-Skerið rabbabarann
-Setjið smjörpappír í skúffukökuformið 
-Fletjið út deig nr 1 og leggið í botninn á forminu.
-Dreifið rabbabaranum yfir 
-Deifið deigi nr 2 yfir rabbabarann (ég notaði ekki alveg allt deigið) 

Bakist inní, næstneðstu rim, í 55-60 mínútur á 190°C 

Þegar bitarnir eru tilbúnir, takið þá útúr ofninum og færið úr forminu og látið kólna á borði eða bretti. 

Ath, þeir eru frábærir heitir með ís eða rjóma! :) 
SHARE:

föstudagur, 5. apríl 2019

Brauðbollur með súkkulaði

Mýkstu súkkulaðibollur sem þið munið eflaust nokkurntíman smakka.
... já ég ætla ekki að spara lýsingarnar 😊

Þessar bollur eru örlítið sætar, með smá súkkulaði. Fullkomnar með smjöri og osti og jafnvel enn betri með Nutella eða öðru súkkulaðismjöri 🙈Uppskrift: 
1 bréf þurrger
1 egg
2 dl mjólk
1 tsk kardimommudropar
450 gr hveiti
1/2 tsk salt
50 gr sykur
75 gr mjúkt smjör
100 gr súkkulaðibitar eða saxað suðusúkkulaði


Aðferð:
-Velgið mjólkina og hrærið út í hana eggi og kardimommudropum. Stráið gerinu yfir, hrærið létt saman og látið standa í 10 mínútur.
-Setjið öll þurrefni í hrærivélarskál (ekki súkkulaðið þó) og hellið svo mjólkur, eggja og gerblöndunni útí og hnoðið deigið með hnoðaranum á hrærivélinni í 10 mínútur
-Takið smjörið í smáum skömmtum með skeið eða fingrunum, bætið smátt og smátt útí hrærivélaskálina á meðan deigið er að hnoðast. Ath að fyrst um sinn sest smjörið allt í skálina og gæti þurft að nota sleikju til þess að losa smjörið úr hliðunum á skálinni en með þolinmæði kemur þetta allt saman í eitt deig aftur. Hnoðið áfram í 5 mínútur.
-Látið deigið hefast á hlýjum stað í klst
-Sláið deigið niður, stráið súkkulaði yfir það og hnoðið það létt saman til að dreifa súkkulaðinu jafnt um deigið.
-Mótið litlar bollur 50-70 gr (fer eftir stærðinni á mótinu sem þið látið bollurnar í) og raðið jafnt í smurt skúffukökumót eða stórt eldfast mót. Látið þær ekki snertast
-Látið hefast á hlýjum stað í 30 mínútur
-Áður en deigið er sett inn í ofn er það penslað með eggi
-Bakist við 190°C í 15-18 mínútur eða þar til að bollurnar eru orðnar karamellubrúnar að lit.


Add caption


Enjoy!


SHARE:

þriðjudagur, 19. mars 2019

Páskalegar bollakökur

Páskalegar bollakökur með litlum Cadbury eggjum 

Þessi litlu egg eru alveg ótrúlega góð og erfitt að halda sig frá því að borða þau öll áður en þau fara ofan á bollakökurnar en reynið að standast freistinguna :)
-Eða gera eins og ég, kaupa 3 poka til öryggis 

Fallegar, vorlegar bollakökur með appelsínubragði. Fallegar á borði og í veisluna og tekur stuttan tíma að útbúa. 


Uppskrift: 
gerir 12 bollakökur 

125 gr smjör
200 gr sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar/extract
raspað hýði af 1 appelsínu
300 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
125 ml mjólk

Glassúr
4 dl flórsykur 
appelsínusafi

Aðferð: 

-þeytið saman í hrærivél eða handþeytara smjör og sykur þar til það hefur lýst.
-Bætið við eggjum, einu og einu í einu og þeytið mjög vel á milli. Þeytið áfram í um 2 mín eftir að seinna eggið er komið útí.
-Bætið við appelsínuberkinum og vanilludropunum og blandið saman
-Setjið útí hveiti, lyftiduft, matarsóda og mjólk og hrærið saman þar til að þetta er orðið að samfelldu deigi. Ekki hræra lengur en mögulega þarf
-Setjið deigið í 12 bollakökuform í bollakökumóti (annars fletjast þær út í ofninum og ná ekki að lyfta sér svona hátt upp) 
-Bakist inní ofni við 180°c við 25 mínútur 
-Látið kólna
-Hrærið saman flórsykur og appelsínusafa. Erfitt að segja nákvæmlega hvaða magn af safanum þarf en reynið að miða við að hafa glassúrinn þykkan svo að eggin tolli ofaná og glassúrinn renni ekki allur af kökunum.
-Raðið Cadbury-eggjunum ofaná, látið glassúrinn harða aðeins og njóóóótið!

Fyllið formin næstumlátið kólna áður en glassúrinn er settur á 

seinna um daginn hurfu ansi mörg egg af bollakökunum... þessi liggur sterklega undir grun 😎
SHARE:

fimmtudagur, 14. mars 2019

Pizzasnúðar

Klassískir pizzasnúðar en einnig fylgja hugmyndir að mjög frumlegum pizzasnúðum sem gaman er að prufa líka.

Virka í raun fyrir allan aldur og eru frábærir fyrir barnaafmælin, útilegurnar, kaffitímana, nestistímana og fleira og fleira. 

Þessir pizzasnúðar eru frábærir vegna hve mjúkir þeir eru (þið hafið örugglega aldrei smakkað aðra eins! 😎 Þeir geymast líka vel í 2-4 daga.

Eins og þið sjáið svo í hugmyndum að fyllingum er hægt að leika sér mikið með innihaldsefnin svo að þetta henti sem flestum 😊Uppskrift 
(gerir 50-55 litla snúða)

450 gr hveiti
1 msk sykur
1 tsk salt
1 bréf þurrger
3 msk matarolía
1 dl mjólk
300 ml volgt vatn
góð ólífuolía

Hugmyndir að fyllingum
-pizzasósa
-skinka
-pepperoni (skorið í bita)
-kjötsósa (Bolognese)
-hráskinka
-fersk basilíka
-pulsur
-hvítlaukssmjör
-ostur
-ólífuolía
-ólífur
-pestó
-ýmis ítölsk krydd
-rifinn ostur
-mjúkur ostur (camembert t.d.)
-chutney

Aðferð: 
-Blandið innihaldsefnum saman í skál/hrærivélarskál og hnoðið saman í 2-3 mínútur eða þar til deigið er vel komið saman. Það má vera nokkuð blautt og ekki hafa það of stíft.
-Látið hefast í 40 mínútur undir viskastykki
-Fletjið deigið út í ílangan ferhyrning, ekki hafa deigið of þunnt.
-Smyrjið sósu á deigið og setjið fyllingu að eigin vali á. Dreifið rifnum osti yfir og hellið að lokum ólífuolíu í mjórri bunu yfir allt deigið (þetta er galdurinn fyrir mjúka pizzasnúða í marga daga 😉)
-Rúllið snúðunum upp eins og ég sýni á myndinni hér neðar (rúlla langhliðunum inn að miðju), skerið svo á milli rúllanna með pizzaskera og klárið að rúlla upp rúllunum. (þetta sparar þá vinnu að fletja út deigið í tveim skömmtum)
-Skerið rúllurnar í 4 cm breiða snúða, raðið þeim á bökunarpappírsklædda bökunarplötu og þrýstið létt með lófanum ofan á hverja rúllu.
-Látið snúðana standa á borði við herbergishita í 20 mínútur áður en þið bakið þá (má sleppa ef ekki gefst nægur tími)
-Bakið í ofni við 200°C í 13-15 mínútur eða þar til þeir hafa náð að gyllast smá. Varist að ofbaka þá ekki því að þá verða þeir harðir og tómatsósan brennur auðveldlega.

ATH. Ef þið notið kjötálegg eða e-ð annað álegg sem almennt geymist í kæli þarf að geyma snúðana í kæli eftir dag nr 1.

áleggið sem ég notaði hér var það sem átti í ísskápnum 


Pizzasósa, pulsur, rifinn ostur, hráskinka, afgangs bolognese sósa, Olifa Puglia ólífuolía, 
rúllur rúllaðar upp frá sitthvorri langhliðinni þar til þær mætast í miðju. Skerið þá á milli rúllanna með pizzaskera og klárið að forma rúllur. 

raðið pizzasnúðunum á plötu, látið standa á borði í 20 mínútur til að hefast örlítið og bakið svo í ofni

Munið að "tagga" mig á instagram "ragnab" og nota hasthtaggið #ragnapunkturis ef þið sýnið frá því sem þið gerið af síðunni á samfélagsmiðlum 😉

njótið
xoxo
SHARE:

mánudagur, 25. febrúar 2019

Kjúklingabringur í ofni með tómötum og ferskum kryddjurtum

Litríkur réttur úr hreinum hráefnum sem vekur athygli á matarborðinum og slær í gegn.


Fyrir 3

3 kjúklingabringur
1 msk ferskt rósmarín
1 msk ferskt timian
1 hvítlauksrif
4 msk góð ólífuolía
salt og pipar eftir smekk.

2 lúkur af smáum krisuberjatómötum
flögusalt
góð ólífuolía

Til þess að setja yfir þegar rétturinn er kominn út:
Basilíka og parmesanostur

Aðferð:
-Skerið hvítlauksrifið niður í bita, grófsaxið kryddurnirnar og setjið ásamt olíu, salt og pipar saman í mortél. Steytið létt saman og veltið svo bringunum uppúr olíunni.
-Raðið bringunum í eldfast mót og raðið í kringum þær tómötum sem búið er að skera í helminga. Veltið þeim um í olíunni og kryddinu.
-Eldið í 190°C ofni í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
-Þegar rétturinn er kominn út er ferskri basilíku stráð yfir sem búið er að skera í strimla og parmesan annað hvort rifinn yfir eða skorinn í litlar sneiðar með skera stráð yfir.

Frábært að borða með þessum rétt nýtt súrdeigsbrauð, salat og/eða blómkálsmús

SHARE:

mánudagur, 4. febrúar 2019

Ostakaka

Þessa uppskrift gerði ég svo oft þegar ég vann á Halldórskaffi að ég gerði hana ekki í mörg ár!

Þegar ég fór svo að halda upp á barnaafmæli krakkanna þá langaði mig rosalega mikið til að gera þessa köku og þurfti svo nokkrar tilraunir til þess að rifja upp uppskriftina þar sem ég hafði hvergi skrifað hana niður :)

Þetta er klassískt ostakaka með stökkum kexbotni.
Ég hef alltaf sett berjablöndu eða jarðarber ofan á kökuna en það er hægt að setja allt sem hugurinn girnist ofan á, grunnurinn er alltaf sá sami.
Kexkökur settar í lokanlegan poka og brotnar með kökukefli eða buffhamri þar til að það eru engir stórir bitar eftir.
Bræddu smjöri helt ofan í pokann og öllu velt saman þar til allt kex hefur fengið smjör í sig. 

Kex- og smjörblöndunni hellt í hringlaga smelluform og slétt úr með skeið. Ekki þrýsta eða þjappa blöndunni
Kælið kexbotninn 
Þeytið saman rjómaost, flórsykur, sítrónusafa og vanilludropa 

þeytið rjóma 

blandið blöndunum saman og bætið matarlíminu  útí þegar búið er að leysa það upp 

Gott að hafa aðstoðarmann sem spyr 5x á mínútu "hvað gera núna mamma " ;) 


Þegar ostakakan hefur verið í kæli eða frysti í klst og hefur stífnað er berjum raðað yfir 

Jarðaberjahlaupi hellt varlega yfir ostakökuna, ath má ekki vera heitt 


Skorið meðfram kökunni allan hringinn og forminu smellt utanaf kökunni. Pönnukökuspaða eða stórum hníf stungið undir botninn til þess að losa hana af botninum og hún færð yfir á annan disk. 


Uppskrift
300 gr digestive kex
200 gr smjör (brætt)
500 ml rjómi
400 gr rjómaostur
2 msk sítrónusafi
3 matarlímsblöð
150 gr flórsykur
2 msk sítrónusafi
1 tsk vanillu extract
Frosin ber
Rautt jello

Aðferð 
-Kexkökur settar í lokanlegan poka og brotnar niður í mylsnu með kökukefli eða buffhamri þar til engir stórir bitar af kexi eru eftir.
-Bræddu smjöri er hellt út í kexmylsnuna og öllu velt um þar til að kexið hefur drukkið jafn í sig allt smjörið.
-Spreyið spreyform létt með PAM (nonstick spray) og hellið kexblöndunni í formið. Sléttið hana til með skeið en ath að þjappa eða pressa kexið ekki niður, þá verður kexbotninn of þéttur og harður
-Kælið botninn
-Þeytið saman rjómaost, sítrónusafa, vanillu extract og flórsykur í einni skál
-Þeytið rjóma í annarri skál
-Blandið saman rjómanum og rjómaostablöndunni. Best þykir mér að byrja á að setja rjómann smá saman útí rjómaostablönduna (í 3-4 skömmtum eða svo) og þeyta létt með handþeytaranum á milli til að blanda þessu saman.
-Látið matarlímsblöð liggja í köldu vatni þar til þau eru orðin mjúk. Leysið þau upp í 1,5 dl af mjög heitu vatni, látið blönduna standa og kólna aðeins.
-Hellið matarlímsblöndunni útí ostakökublönduna á meðan þið hrærið með handþeytaranum. Ostakökublandan mun þynnast aðeins við þetta en hún þéttir sig aftur þegar hún kólnar.
-Setjið blönduna yfir kexbotninn. Passið að hún fari vel út í allar hliðar svo að hlaupið renni ekki niður úr forminu þegar þið hellið því yfir.
-Látið kökuna standa í ískáp í frysti í klst.
-Dreifið frosinni berjablöndu yfir ostakökuna
-Útbúið rautt hlaup úr pakka (etv frá Jello). Ekki nota nema brot af því vatni sem gefið er upp. Í einn Jello pakka set ég 1,5 dl af sjóðandi vatni og leysi upp duftið. Bæti svo 1,5 dl af köldu vatni. Hellið varlega yfir öll ber. Líka hægt að nota ausu. (reynið að forðast að hlaupið myndi mikla froðu)
-Kælið kökuna aftur

Skerið meðfram kökunni til að losa formið frá kökunni. Notið svo pönnukökuspaða eða langan hníf til þess að losa botninn undan kökunni og látið hana renna yfir á kökudisk (einnig hægt að bera hana fram á botninum úr forminu)


Njótið :)

SHARE:
Blog Design Created by pipdig