Ég er það heppin að ég á afa sem er gjörsamlega berjaóður!
84 ára er karlinn að týna tugi lítra af krækiberjum útum allar sýslur og í ár fékk ég 5 lítra af berjum hjá honum. Ég er nú ekki mikið fyrir að borða krækiber ein og sér, en finnst hins vegar krækiberjasaft og krækiberjahlaup algert sælgæti og ákvað því að gera hvorugtveggja í ár.
Krækiberjahlaup er aðeins meira mál heldur en sultan þar sem við þurfum að nota safann úr berjunum en ekki berin sjálf. Auðveldasta aðferðin er að skella berjunum í gegnum berjapressu og skilja þannig hratið frá berjunum en við sem höfum ekki lagt í svoleiðis kaup getum þrátt fyrir það búið til krækiberjahlaup! (það kostar bara smá vinnu í staðinn)
Grunn uppskriftin er þó svona
1 líter berjasafi
1 kg sykur
Þið farið svo eftir þessu þegar þið gerið hlaupið og breytið stærðunum eftir því sem þið hafið af saft, en hlutföllin halda sér
(Ath að aftan á melatin pokunum er sagt að maður þurfi meira af meltatini en þetta, en þetta er nóg)
Ég byrja allaf á að skola berin og satt best að segja er mér næstum alveg sama þó örlítið lyng læðist með. Það mun alltaf verða sigtað frá hvort sem er.
Til þess að fá safann úr krækiberjunum eru þau sett í pott og soðið upp á þeim í 20 mínútur. Þau eru ekki eins og bláberin sem springa sjálfkrafa við suðu heldur þarf svo að stappa á þeim með því áhaldi sem ykkur þykir best. Mér finnst best að nota kartöflustappara. Öll berin eru kramin þar til þau springa og gefa frá sér safann.
Þá er hratið sigtað frá með sigti eða með því að strengja taubleyju yfir skál og festa á börmunum með teygju eða bandi og gott er einnig að setja eitthvað ofan á hratið til að mynda smá meiri þyngsli á hratið (meiri safi! :) )
|
Svona er hægt að kaupa í Byggt og Búið, Húsasmiðjunni, Byko og á fleiri stöðum. |
Þetta læt ég standa yfir nótt.
Daginn eftir mæli ég saftina, helli henni í pott og sýð uppá henni með sykrinum í um 10 mínútur eða þar til sykurinn er uppleystur.
Ef ég vil gera krækibejasaft, þá helli ég henni þarna af og set í glerflöskur sem ég hef geymt (hvítlauksolíuflöskur t.d.)
útí berjasafann + sykurinn í pottinum set ég Melatín duftið sem ég hef blandað saman við 2 msk af sykri svo að það hlaupi ekki í kekki í pottinum, sýð í 10 mín í viðbót og helli svo safanum í krukkur og loka krukkunum með því að tylla lokinu á.
Varðandi það að sótthreinsa krukkurnar þá hef ég ekki farið í þær aðferðir sem margir nota... S.s. þær að t.d. þvo krukkurnar og setja þær svo í stóran pott fullan af vatni og sjóða þær í einhverjar mínútur, þvo þær og setja þær í 100°C heitan ofn í klst og örugglega til fleiri aðferðir.
Ég einfaldlega þvæ krukkurnar annað hvort í mjög heitu vatni í höndnum eða í uppþvottavélinni og læt þar við sitja. Ég geymi krukkurnar svo í skáp og geymast þær í rúmt ár án þess að hlaup/sulta skemmist hjá mér og þess vegna hef ég ekki breytt út af þessum vana
Munið að henda aldrei glerkrukkum :)
og
Munið að vera í svörtum fötum á meðan þið standið í þessu stússi ! (Krækiberjasafi litar!)
Uppskrift af Bláberjasultu
Hér