föstudagur, 29. júlí 2011

Gamaldags vínarbrauð




tilvalið í útilegurnar ...


blogg kemur í næstu viku

SHARE:

fimmtudagur, 28. júlí 2011

Busy bee

Ég hef verið meira en lítið upptekin sl 2 vikurnar... unnið út í eitt og gert lítið annað.

Það virðist vera næg röksemdarfærsla hjá yfirstjórn spítalans að það sé í lagi að loka fjöldanum öllum af sjúkraplássum/rúmum yfir sumarmánuðina "af því að það hefur verið gert áður" ?!
Mig dauðlangar að sjá tölfræðina yfir það hvort að það séu FÆRRI sjúklingar á sumrin heldur en á veturna?
Sumarið hefur því einkennst af deildarvinnu á slysadeildinni, vitandi það að að séu sjúklingar um alla ganga uppí húsi þar sem deildar eru lokaðar.

Að vísu er ég farin að sjá fyrir endan á þessu fjöri og fer í sumarfrí eftir kvöldvaktina í kvöld ! Kem svo ekki aftur fyrr en 5. september.
Já loksins á ég mitt fyrsta sumarfrí og dauðkvíður næstum því fyrir því. Hvað á ég að gera í rúmar 4 vikur ??
Held að ég læri að prjóna?
Eða kannski ætti ég að vera súper dugleg að finna og búa til uppskriftir til að setja á bloggið svo þið getið fengið að njóta reglulega næstu vikurnar :)


SHARE:

sunnudagur, 17. júlí 2011

Súkkulaðikaka - djöflaterta - skúffukaka - muffins

Já, þetta er fjölhæf uppskrift.

Ég hef áður sett hana inn undir nafninu Rosalegar súkkulaðimuffins og einnig nota ég þessa uppskrift til að gera skúffuköku. Núna ætla ég að sýna ykkur hvernig ég geri súkkulaðiköku eða djöflatertu eins og margir kalla hana. Kakan er alveg rosalega mjúk og bragðgóð. mmmmm

Ég viðurkenni hér með að kakan er úr Kökubók Hagkaups og eru allar uppskriftirnar þar eftir Jóa Fel.
Þessa köku bakaði ég líka í tólf-földu magni á Halldórskaffi þegar ég sá um kökurnar þar.  Ef ykkur vantar eina góða kökubók þá mæli ég með henni, hún var meira að segja ein af mínu "fyrstu".



Kremið ólíkt mörgum kremum og kemst því næst sem ég hef áður prufað að ná "bakarískremi" án þess að nota ekta súkkulaði.


Uppskrift:

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki/smjör við stofuhita
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk 


Aðferð:
Þeytið smjör, sykur og púðursykur afskaplega vel saman, bætið við eggjum einu og einu í einu og þeytið þar til þetta er loftmikið og girnilegt :)
bætið svo restinni af innihaldinu útí soppuna, hrærið þar til blandað saman og setjið í það form sem hentar hverju sinni ... bakið í miðjum ofni á 180°C í ca 30 mín eða þar til tilbúin. Fer eftir þykkt kökunnar.

t.d.

2x8" tertuform og fáið flotta og háa súkkulaðiköku
2x9" tertuform og fáið "venjulega" súkkulaðiköku
gerið 1.5 uppskrift og gerið kökuna á 3 hæðum (það er mjög flott!)
setjið í skúffukökuform (1 uppskrift smellpassar í formin sem fást með plastlokunum sem smella ofaná).
gerið muffins (og setjið ef til vill súkkulaðibita útí)



Krem:

500 gr flórsykur
80 gr smjör brætt
60 gr kakó
1 tsk vanilludropar/extract
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.


Aðferð:
allt sett í skál og þeytt og þeytt og þeytt :) þar til blandað, flott og slétt en má ekki vera of þykkt, þá er erfitt að setja það á kökuna, það á samt svo sannarlega ekki að vera of þunnt heldur.
SHARE:

föstudagur, 15. júlí 2011

spurning um...

að fjárfesta í svona fyrir næsta sumar??




þetta er s.s. ferða gasofn.



(kaninn er ávallt með'idda!)

:)
SHARE:

fimmtudagur, 14. júlí 2011

Bob's Red Mill heimagert brauð

Ég kíkti í Kost um daginn og fékk með mér heim ýmsar nýjar vörur frá þeim sem ég var ekki lítið spennt fyrir að prufa.
Ég hafði skoðað heimasíðuna hjá Bob's Red Mill og lesið mér til um þessar vörur og fannst allt í kringum þær mjög sniðugt.
Í Bandaríkjunum er þetta vörumerki þekkt fyrir gríðarlega stórt úrval af lífrænum vörum, glúteinfríum vörum og aðallega eru þetta vörur með hinum ýmsum kornum, hveitum og ég veit eiginlega ekki hvar ég á að enda lýsinguna! :) Amk er þetta snilldar viðbót við það sem er til hér nú þegar á íslandi til þess að elda og baka úr og svo ótrúlega þörf viðbót!


Ég ætla að byrja á að blogga um 10 Grain Bread mix sem er snilldar hugmynd að því leiti að maður kaupir poka með hveitiblöndunni sem er stúfull af ýmsum kornum og hveiti, hellir því í skál, bætir við vatni og olíu og það meira að segja fylgir með lítill poki ofan í hveitinu með geri til þess að nota. Svo er bara að hnoða og bíða.

Hér sjáið þið hvernig tilraunin fór hjá mér :)

áður en hafist er handa lítur þetta allt svona út... Þarft einn poka af 10 Grain Bread mix og skál. Simple ?

surprise pakki af geri ofan í pokanum. Snilld ! :)

7 Grömm af geri, akkúrat það sem maður þarf 

1 og 1/4 bolli vatn. Athugið að þar sem þetta eru bandarískarvörur þá er einn bolli hjá þeim 238 ml en ekki 250 eins og evrópskt bollamál (ég hef séð bandarískt bollamál í Pipar og salt) Hafið bara aðeins minna vatn í bollamálinu eldur en vanalega. Þið sjáið að þau eru ekki barmafull hjá mér. Svo eru settar 3 msk af olíu

Blandað saman gróflega með skeið eða sleif 

Sett á borð og hnoðað þegar deigið byrjar að loða saman

Hnoðað í 8-10 mínútur í höndum eða í hrærivél eða þar til deigið verður orðið súper slétt ilmar gríðarlega vel. 

Sett í skál og látið lyfta sér í 1-1.5 klst

Ég set alltaf skálina fyrir ofan heitt vatn til þess að flýta aðeins fyrir hefuninni

Sko hvað deigið er girnilegt þegar það er búið að lyfta sér 2x

tekið úr skálinni, lofti bankað úr og svo sett í form og látið lyfta sér aftur


eftir að braðið hefur bakast.. naaamm!!

perfect... ! 

Ekki setja brauðið í poka, vefjið því inn í viskustykki og látið það kólna aðeins 

í guðanna bænum fáið þið ykkur svo sneið á meðan  brauðið er enn volgt

Með smjöri ? 

með bláberjasultu ?




Mjög bragðgott brauð og sannarlega eitthvað sem maður getur varla bakað heima án þess að fá það tilbúið í poka enda væri gríðarlega mikill kostnaður að kaupa öll innihaldsefnin í stökum pokum og standa svo í því veseni að blanda allt saman sjálfur. 
Þetta er súper einfalt eins og þið sjáið og næturvaktin á Slysó hrósaði brauðinu mjög. Allir voru vel nærðir þá nótt :)


Kíkið inná Facebook síðuna hjá Kosti til að sjá úrvalið sem þau hafa og addið þeim sem vin til að sjá tilboð sem þau setja inn reglulega. :)




SHARE:

þriðjudagur, 12. júlí 2011

Marmarakaka

Góð og alveg rosalega mjúk marmarakaka... My style ! :)



Sama gamla sagan... Þeytið smjör og sykur saman, bætið eggjjum einu og einu við

Setjið öll þurrefnin + vanilludropa + mjólk útí og blandið saman 

Hér eru 2 aðferðir í boði.

setjið 1/3 af deginu í smurt form, takið 1/3 frá og geymið 1/3 í skálinni.
Mín aðferð er
Setjið 2/3 af deginu í form ! :) 


Við þann 1/3 sem efitir er í skálinni bætiði við 1 1/2 msk kakó, 2 msk sykur og 2 msk mjólk og blandið saman.
Hellið síðan brúna deginu yfir hvíta degið  




stingið hníf í kökuna og rennið honum í gegn til að blanda brúna deginu aðeins við það ljósa.  




Uppskrift: 

150 g smjör/smjörlíki
1/ 1/2 dl sykur
2 egg
3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð er eins og skýrt er frá við myndirnar.
Bakað í 30-40 mín í 180°C í miðjum ofni eða þar til pinni sem stunginn er í miðja kökuna kemur hreinn út og ekki með óbökuðu deigi á.




Á Höfðabrekku gerði ég vanalega um 30 marmarakökur í einu. Þá hætti ég að nenna þessu ljóst-brúnt-ljóst deig þegar maður setur deigið í formin... Það var OF mikið vesen.  Ég fór þá að setja ljóst deg 2/3 hlutar og 1/3 hlutann brúnan ofan á það ljósa. Þetta blandast ágætlega saman og kemur vel út.
Prufið hvorugtveggja og sjáið hvað þið viljið gera

Endilega takið kökuna svo með ykkur í útilegur í sumar :)

SHARE:

sunnudagur, 3. júlí 2011

Nokkrar myndir frá írskum dögum


Kíktum á laugardaginn á Akranes til Katrínar og Gumma og einnig á írska daga. 
um kvöldið var farið í garðpartý með gítarspili og tilheyrandi og svo haldið á Lopapeysuballið víðfræga. 
Auðvitað vorum við öll í lopapeysum í tilefni þess


Katrín og Ásdís



Viðar

Ég

Ég og Viðar 



Katrín afmælisbarn




Gummi og Katrín


SHARE:

Grillmarkaðurinn

ég bauð Viðari út að borða á Grillmarkaðinn  á föstudaginn síðasta á fyrsta formlega opnunarkvöldinu. Fyrr í vikunni hafði verið "rennsli" og á fimmtudeginum opnunarveisla.
Var ótrúlega ánægð að hafa náð að panta borð og við klæddum okkur því upp og fórum á formlegt date :)

Vorum bæði afskaplega spennt fyrir að prufa staðinn og vorum harðákveðin í að við skyldum fá okkur kjöt.

Allt þarna er mjög framandi og fallegt á að líta og mörg smáatriði alveg stórskemmtileg.

Til að byrja með þá eru matseðlarnir one of a kind ...

Matseðill eru A4 blöð, fest á voldugt, ryðgað/lakkað járnspjald. 

Afar frumleg leið til að bera fram brauð 

Ég sem drekk ekki rauðvín geri það af og til þegar ég fæ mér nautasteik...

Viðar beið spenntur eftir matnum

í forrétt fengum við okkur skötuselsspjót. 

ég fékk mér nautakótilettu með tilheyrandi meðlæti

mmmm!!!

Viðar fékk sér kjötþrennu, nautakjöt, lambakjöt og önd 



ég hefði kannski snyrt þetta betur EF ég hefði ekki verið alveg búin með magaplássið

Viðar ansi sáttur ! 

mynd yfir grillið margumtalaða


Smá um matinn:

Skötuselurinn var æði... Sterk marinering og mátulega rétt svo eldaður í gegn. Bragðaðist næstum eins og humar.

Steikin sem ég bað um medium kom rare. Það rann ekki einu sinni blóð úr miðri steikinni, hún var það rare steikt. Spurning hvort að hún hefði eldast aðeins meira ef hún hefði fengið nægan tíma til að jafna sig eftir eldunina á grillinu en ég því miður þurfti að senda hana til baka. Eftir 10 mínútur kom hún aftur fullkomlega elduð. Hvað varðar gæðin á steikinni þá var hún mjög mjög bragðgóð. En ég á enn eftir að finna þetta meyra og mjúka nautakjöt á Íslandi sem maður hefur fengið á dýrum veitingastöðum útí heimi.  Á íslenskan mælikvarða er þessi steik á toppnum. 
Fannst svoldið skemmtilegt að fá krullufranskar með og þær eru alltaf góðar. Við reyndar pöntuðum okkur stökkar kartöflur með sem komu í einhversskonar hvítlaukssósu og úff... þær voru góðar! 
Steikin kemur á stórum viðarplatta sem hélt hita í matnum í lengri tíma. Mjög magnað.
Gaman var að fá meðlætið með í litlum skálum þar sem mér finnst svoldið óaðlaðandi að borða meðlæti með steik löðrandi úr blóðugum safa frá kjötinu. Eina sem ég hef útá að setja með meðlætið að mér fannst það koma svoldið úr sitthvorri áttinni. Purée sem var örlítið sætt, sveppir með káli sem var örlítið súrt, krullufranskar og svo salatblöð með fetaosti sem var með sterku rósmarínbragði (eins og hann oftast er).  Ofan á kjötinu flaut svo þunn og vel niðursoðin kirsuberjasósa sem var mjög spennandi á bragðið og full af óvæntum eftirbrögðum og þarofan á baunaspírur sem mér fannst ekki alveg eiga við en mjög ferskar og góðar. 

Þjónustan var góð. Greinilegt var að starfsfólkið er enn að krafla sig fram úr byrjunarerfiðleikum og virtist stundum ganga í hringi en ég get ekki annað en gefið þjóninum okkar (Natasha) súper einkunn. Sérstaklega þegar það kom að því að steikja steikina mína betur og fékk ég 2x statusupdate um að hún væri alveg að koma. 

Viðar var mjög ánægður með sitt en ég ætla ekki að tala fyrir hann hér. Allt hans kjöt var medium steikt og öndin meira kannski útí medium-rare eins og hún á að vera. 

Heildarverð var um 12 þúsund sem ég tel svo sannarlega vera sanngjarnt verð og hef nákvæmlega engu við að bæta með það. 

Klikkuðum á að fara á neðri hæðina og skoða okkur um en við erum bæði svo spennt fyrir að fara aftur og prufa fleira á matseðlinum að það verður vonandi ekki langt þangað til að það verður :)

ég hvet ykkur til að fara á Grillmarkaðinn og fá ykkur góðan mat :) 


SHARE:

föstudagur, 1. júlí 2011

Jarðarber í vændum?

Það virðist sem svo að það muni koma jarðarber í ár... Amk er þessi eina planta sem lifnaði eftir veturinn komin með blóm. Ég er svo búin að kaupa 3 nýjar plöntur sem vaxa nú og reyna að ná hinni :) Verður fróðlegt að sjá

SHARE:

Kryddjurtir, fræðsla

Jæja


Kryddjurtirnar mínar vaxa og dafna og ég vil að þið lesið ykkur aðeins til um hvernig þið skulið rækta svona heima ...

Hér er heimasíðan hjá Garðyrkjustöðinni Engi, þaðan sem ég fékk grænu og bragðgóðu plönturnar mínar :)


www.engi.is

Endilega lesið ykkur svo til um kryddjurtir og ræktun

Engi / Kryddjurtir
SHARE:
Blog Design Created by pipdig