Já, þetta er fjölhæf uppskrift.
Ég hef áður sett hana inn undir nafninu
Rosalegar súkkulaðimuffins og einnig nota ég þessa uppskrift til að gera skúffuköku. Núna ætla ég að sýna ykkur hvernig ég geri súkkulaðiköku eða djöflatertu eins og margir kalla hana. Kakan er alveg rosalega mjúk og bragðgóð. mmmmm
Ég viðurkenni hér með að kakan er úr Kökubók Hagkaups og eru allar uppskriftirnar þar eftir Jóa Fel.
Þessa köku bakaði ég líka í tólf-földu magni á Halldórskaffi þegar ég sá um kökurnar þar. Ef ykkur vantar eina góða kökubók þá mæli ég með henni, hún var meira að segja ein af mínu "fyrstu".
Kremið ólíkt mörgum kremum og kemst því næst sem ég hef áður prufað að ná "bakarískremi" án þess að nota ekta súkkulaði.
Uppskrift:
150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki/smjör við stofuhita
2 egg
260 gr hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 gr kakó
2 dl mjólk
Aðferð:
Þeytið smjör, sykur og púðursykur afskaplega vel saman, bætið við eggjum einu og einu í einu og þeytið þar til þetta er loftmikið og girnilegt :)
bætið svo restinni af innihaldinu útí soppuna, hrærið þar til blandað saman og setjið í það form sem hentar hverju sinni ... bakið í miðjum ofni á 180°C í ca 30 mín eða þar til tilbúin. Fer eftir þykkt kökunnar.
t.d.
2x8" tertuform og fáið flotta og háa súkkulaðiköku
2x9" tertuform og fáið "venjulega" súkkulaðiköku
gerið 1.5 uppskrift og gerið kökuna á 3 hæðum (það er mjög flott!)
setjið í skúffukökuform (1 uppskrift smellpassar í formin sem fást með plastlokunum sem smella ofaná).
gerið muffins (og setjið ef til vill súkkulaðibita útí)
Krem:
500 gr flórsykur
80 gr smjör brætt
60 gr kakó
1 tsk vanilludropar/extract
1 stk egg
2 msk kaffi
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.
Aðferð:
allt sett í skál og þeytt og þeytt og þeytt :) þar til blandað, flott og slétt en má ekki vera of þykkt, þá er erfitt að setja það á kökuna, það á samt svo sannarlega ekki að vera of þunnt heldur.