sunnudagur, 26. desember 2004


Grey Kjötkrókur var svo alveg uppgefinn þegar hann var kominn aftur til baka úr pakka útréttingunum . . . Posted by Hello
SHARE:
Kertasníkir og Kjötkrókur kíktu í heimsókn á aðfangadagsmorgun í hús í víkinni og færðu þægum krökkum jólagjafir. Heyrst hefur að þeir hafi farið miklum hamförum, reynt að éta kertin úr aðventukrönsum og stolið jólamatnum.  Posted by Hello
SHARE:

laugardagur, 25. desember 2004

Ferðasagan mikla ( framhald )

Jæja...
Þá er að reyna að skrifa meira en þetta tekur rosalegan tíma, best samt að gera þetta sem fyrst áður en ég gleymi þessu öllu.

16. Des - Fyrsti morguninn í Berlín

Martin þurfti að fara til tannlæknis um morguninn svo að Willi ætlaði að vekja mig kl 10 þegar Martin kæmi heim og við myndum svo fara með honum í rúnt um borgina.
Willi og Martin höfðu talað um að hafa morgunmat en þegar ég heyri orðið morgunmatur dettur mér ekkert í hug sem undirbýr mann fyrir þýskan morgunmat. Búið er að leggja fínt á borð og ný bakað brauð úr bakaríinu ásamt heitu kaffi og ógrynni á áleggi. Flest allt eitthvað sem var mér framandi nema kannski spægipylsan... Willi vakti mig ekki fyrr en kl rúmlega 11 en það var fínt að fá að sofa smá til þess að ná upp svefleysi næturinnar áður og smá líkamlegri orku því að labbið var ekkert smá sem við löbbuðum í London.
Er alls ekki vön því að borða morgunmat en þetta kom maganum mínum ekkert rosalega mikið í uppnám.
Plan dagsins var að fylgja Martin í bíltúr um borgina þar sem hann þurfti að sendast borgina þvers og kruss með pappíra í styrtistofur til þess að kynna háreyðingartækið fræga. Þeim fannst því tilvalið að ég og Willi myndum fljóta með svo ég fengi að sjá borgina.
Rúnturinn tók svosem ekkert svo langan tíma en það sem kom mér mest á óvart var hve Berlin er rosalega ólík London. Miklu stærri götur og ekki jafn troðið. Umferðin var líka skiljanlegri og engin ös. London gerir mann líka alveg crazy, sérstaklega þetta með að keyra vitlausu megin á götunni.
Við keyrðum í gegnum skóg og ég hef bara aldrei séð svona stór tré á minni ævi áður og hvað þá svona mörg!! Við enduðum hjá risastóru vatni sem ég held að heiti Wannsee eða eitthvað álíka og er í útjaðri Berlínar. Þar á sumrin liggur fólk í sólbaði og syndir um í vatninu í góðaveðrinu. Við kíktum þar aðeins út og ég get alveg ímyndað mér hvað það sé indælt að vera þarna á sumrin.. mmm
Eftir vatnaskoðunina héldum við aftur inn í miðbæinn þar sem kíkt var á fyrsta jólamarkað ferðarinnar sem endaði á því að verða okkar uppáhalds markaður. Hann var hliðina á Frægustu óperu í Berlin og heitir "Jólamarkaðurinn á Óperutorginu" Rosalega kalt og við ákváðum að fá okkur eitthvað að borða og það yrði sko að vera al þýskt! Það kom því varla lítið annað til greina en að stoppa við einn af matsölubásunum þar sem fékkst grönkohl og panta 3 skamma. Bragðaðist miklu betur en á horfðist og ég held ða ég muni nú ekki afþakka annan skammt í framtíðinni. . . (mynd á myndasíðunni)
willi keypti líka handa mer og sér Gluhwein sem við skelltum okkur í okkur. Fjandi sterkt helvíti sem yljaði okkur á nó tæm. Martin lét sér nægja að fá nokkra sopa enda var hann bílandi.
Keyrðum svo aðeins meira um og þeir sýndu mér Brandenburgertohr, Weltzeituhr og Fernsehturm sem við ákváðum svo að skoða frekar síðar enda nægur tími til stefnu.
Héldum svo heim á leið þar sem að við sátum og sötruðum smá bjór og vín áður en við töltu yfir í næsta inngang á blokkarröðinni ásamt stiganágranna Willi og Martins sem hét Peter og ferðinni var heitið í mat ti lRoberts og Martis sem eru hommapar og vinir þeirra.
Martis hafði eldað helvíti góðan kjúkling sem við borðuðum.
Allt var sem fínast, voða fínt lagt á borð og okkur þjónað eins og í veislu. 5 flöskur af Prosecco voru kláraðar ásamt 2 hvítvín, það voru semsagt allir orðnir svolítið hressir og áttum við gott spjall. Ég skildi nú ekkert svo rosalega mikið í því sem þeir voru að segja en þeir voru svo rosalega indælir aðtala sem mest á Ensku svo að ég skyldi. Willi og Martin sögðu mér svo þegar heim var komið að þeir áttu ekki von á því að Martis og Robert tækju mér svona vel og myndu vera að spjalla við mig um mig og mitt líf því að þeir eru svona hommar sem hafa smá kvenfyrirlitningu og reyna svona helst ekkert að kynnast konum. komst svo síðar að því að þeim höfðu bara fundist ég vera rosalega hress og open minded. Hafa sjálfsagt oft lent í því að vera dæmdir fyrir það eitt að ver ahommar og eru svona svoldið á varðbergi.
Þeir voru svo alveg sjokkeraðir allir saman að ég hefði aldrei farið í handsnyrtingu og það var sko EKKI nóg að klippa neglurnar svona af og til. það væri hreinlega BANNAÐ að klippa þær! :) úúps, hvað er þetta?!
haha
Sæi strákana mína fyrir mér með naglaþjalir á lofti að pússa neglurnar að ofaná og að framan. HAHAHA!
Martin tók mig svo í naglasnyrtingu þegar við vorum komin heim rall full auk þess sem ða Willi og ég stútuðum síðustu 2 Lite sem hann hafði komið með sér frá Íslandi. Ef þetta væri ekki rétti tími til að drekka íslenskan lite með íslending í heimsókn þá væri hann sjálfsagt aldrei! :)

(komið nóg í bili) Stay tuned! :)
SHARE:

miðvikudagur, 22. desember 2004

Tilkynningar

-Þá smá hluti af ferðasögunni kominn inn og hann verður kláraður síðar.

-Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og endilega kíkiði, Titlar við myndirnar eru á íslensku og ensku (tek ENGA ábyrgð á stafsetningarvillum) því að þeir sem koma til með að skoða myndirnar skilja hreint ekkert allir íslensku :)

-Til stendur kannski að 2 snafsar verði annað kvöld í kaupfélaginu með ljúfa jólatónlist fyrir gesti og gangandi látið sjá ykkur

-Kannski spila 2 snafsar líka á jóladag eftir 12 á kaffihúsinu í Vík

-Æfingar eru í fullu gangi fyrir áramótaballið sem verður vonandi alveg heaví skemmtilegt :)
SHARE:

Ferðasagan mikla!

14. desember:

Hildur auðvitað nennti ekki að vakna og skutla mér a´flugvöllinn svo að ég vakti Katrínu og hún blessunarlega nennti að skutla mér þessi elska :* Þó svo að hún væri nývöknuð sjálf.
Þegar ég var núkomin í flugstöðina og búina að tjékka mig inn gullu við einhver fáránleg læti og í kjölfarið á þeima fylgdu skilaboð um að eldur væri laus á fyrstu hæð og að allir ættu að yfirgefa bygginguna og fara út um næsta útgang. Allir voða rólegir töltu bara aftur niður og þar var okkkur sagt að fara baaara aftur upp´:) Týpískt samt fyrir mig hugsaði ég !
Næstu 5 mínútur héldu samt þessi skilaboð og óhljóð áfram en kaupóðir íslendingar eyddu peninugum eins og vitlausir væru.
Eftir einhverja stund kom svo tilkynning um að lögreglan væri búin að ganga úr skugga um það að það væri barasta enginn eldur laus!
Samt skemmtileg byrjun.
Fluginu seinkaði svo aðeins og var flogið kl 15:30 í stað 14:55. Alveg viðráðanleg seinkun.
Dave ætlar svo að koma sækja mig á Stansted upp úr 6. It's finally happening.!!
Nú í flugvélinni er fáranlega flott útsýni. Sólin að setjast og örmjór silfraður máni skriðinn upp. Og ég fékk gluggasæti ! jobbí
Sit svo bara og hlusta á Hárið og les Da Vinci Lykilinn... :)

London 15. des

Flugið gekk ágætlega í gær fyrir utan pirrandi gaurinn hliðina á mér og þurftu mikið að tala. . .
Dave beið mín brosandi á flugvellinum og tók vel á móti mér og eftir smáááá leit að bílnum brunuðum við heim til hans sem tók um 30 mín.
Hann var búinn að búa voða fínt um mig í rúminu SÍNU og hafði meira að segja STRAUJAÐ rúmfötin! Ég sá líka stærstu sæng sem ég hafði sofið í. Enda var hún tvöföld. Grey Dave sagðist vera búinn að búa um sig á gólfinu í næsta herbergi... humm
Bróðir Dave, Rob kom svo við og við fórum út að borða á ítalskan stað sem var voða næs og starfsfólkið allt voða spennt yfir þessum íslendingi sem var hjá þeim að borða. hehe.
Eftir saðsamann og mikinn mat fórum við á Local pub skammt hjá og drukkum nokkra bjóra.
Pöbbamenningin þarna úti er mikið ólík íslensku en þarna fer allltaf einhver einn og kaupir bjór á allt liðið og svo í næsta umgangi fer einhver annar.
Mér var samt tilkynnt það að ég ætti EKKI að kaupa. því að ég væri gestur !
Ég bað því alltaf um einn stóran bjór á meðan strákarnir svolgruðu í sig Corona, sem eru já í flösku. Steve vinur strákanna kíkti svo við og drakk okkur til samlætis. Hress gaur.
Endaði svo full um hálf 11 !
Ég, Rob og Dave fórum svo heim til Dave þar sem við stútuðum Bailey's flösku ásamt því að glamra á gítar og syngja. Bara alveg eins og á íslandi! ;)
Veit ekki hvenær Rob fór en eftir það horfðum ég og Dave á sjónbartið og stútuðum síðustu bjórum kvöldins.
Ræs var kl 8:00 og vorum við komin í neðanjarðarlest kl hálf 10.
Tókum hana í svona 20 mín og svo hófst gangan!!!!!
Fórum í China Town, Soho, Oxford Street og fengum okkur að borða á Wagamama's þar sem Ragna lærði að borða með kínapinnum! hehe. Fékk mér fáranlega góða kjúklingasúpu.
Kannski það fyndnasta við þennan stað er að það sitja allir við langborð svo að þú er raunverulega að borða með 30 manns sem þú þekkir ekkert en er samt heavy cool.
Röltum svo meira og fórum í London Eye og skoðuðum Royal Opera House og fullt af öðrum leikhúsum og sýningarsölum.
Kl 4 tókum við svo Tube aftur til baka og kíktum í Te til Rob og svo þegar við komum heim til Dave pakkaði ég niður, við Powernöppuðum og svo þurftum við að drífa okkur því að ég átti flug kl 20:15 frá London.
Flugið var stutt og mjög gaman. Sat hliðina á rooosa sætum Hokkí spilara sem talaði og talaði og þarna hafði ég ekkert á móti því. :)
Willi og Martin biðu svo skælbrosandi eftir mér við komuhliðið og fögnuðu ægilega :)
Þegar heim var komið beið þar mín prinsessurúm númer 2 og fékk ég 2 RISA kodda :)
Eftir nokkurt spjall fórum við svo að sofa enda var ég búin að labba allan daginn og búin að sofa MJÖG lítið.
SHARE:

sunnudagur, 19. desember 2004

mjeeen

tad eru bara 5 dagar til jola! uff puff....
Eg held ad eg turfi ad fara ad drifa mig heim...
Haldidi ekki bara ad tad se snjokoma her i Berlin....
Helt nu ad eg vaeri laus vid tetta komin svona sunnarlega a boginn...
Gaman af tessu samt, folk allt uppvedrad yfir tessu hvita sem hrynur ofan a tad.
Vorum ad koma heim eftir 5 tuma gongu dagsins og erum buin ad drekka svo mikid glühwein ad madur er kominn med raunverulegt jolasveinanef og bros ut ad eyrum.
Mamma og pabbi bida svo spennt heima eftir fjolgun i fjolskyldunni.... Held eg :)
Willi er ad fara ad kenna mer ad bua til Sushi nuna, (veit ekki hvort ad eg eigi ad segja namm namm) eg hefdi kannski ekki att ad segja Dave hvad mer fyndist tad vera vont hehe. kom aldeilis i hausinn a mer aftur.
Er kannski ad fara ut ad borda med strakunum og einhverjum Adrian sem er mjooog fraegur her i Tyskalandi fyrir leik og song i sokngleikjum.
Sjaumst fyrr en ad tad lytur ut fyrir ad vera
Bless
SHARE:

laugardagur, 18. desember 2004

Hae Tid!!

hallo....
Er akkurat nuna i Berlin og er ad skemmta mer voda voda vel!
Buin ad labba um 5-7 tima a dag sidan i london og er langt komin med ad versla allar jolagjafir.
Er ad fara nuna a aeftir ut ad borda med 4 hommum a koreskan veitingastad og svo er stefnan sett a WOO WOO barinn.
orugglega Gay Bar....
humm
En alltaf gaman ad kynnast einhverju nyju...
Sjaurmst hress og kat! :)
SHARE:

mánudagur, 13. desember 2004

Aldrei má maður ekki neitt!!

Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina
Ég djammaði ekki um helgina

Mjéén


SHARE:

Bless bless

Jæja, nú finnst mér vera tími til að syngja hátt og snjallt ! IT'S THE FINAL COUNTDOWN!!!!
Því að ég er að fljúga út í fríið mitt eins og ég er búin að segja ykkur frá hér áður.
kl 14.50 flýg ég út til London, labba hana alla og skemmti mér með Dave og fer svo til Þýskalands kl 20:15 á miðvikudeginum.

Svaf yfir mig í prófið í morgun.
Var búin ða læra og læra og læra, og lærði svo mikið að ég var svo stressuð ða ég sofnaði ekki neitt.
Svo þegar ég var komin í skólann OF SEIN þá fattaði ég að ég hefði gleymt grafíska vasareikninum :(((
Ömurlegt
er búin að klára jólakortin og fara í klippingu, nú er það bara tiltekt og pakka niður áður en ég fer.

En allavegana
skemmtið ykkur vel og krossið puttum yfir að ég komist örugglega frá þessu skeri ef það er ekki of vont veður !!!
Það væri týpískt.

Sjáumst!
Kossar og knús
SHARE:

laugardagur, 11. desember 2004

Ömurleg helgi

Kannski ætti ég ekki að taka svo djúpt í árinni og segja það.
Ég var nefnilega að spila á Café Barnum (svona er þetta víst skrifað) með 2 snöfsum á fimmtudaginn og gisti heima hjá Fúsa og Krulla, fékk að gista hjá Krulla og sit uppi með brenndan rass. Fer það 2 sögum hvort að það sé eftir ofninn eða Krulla sem hefur þá verið svona "hot"
í gær skundaði ég svo aftur í bæinn á Trausta litla og eyddi nokkrum klst þar áður en ég brunaði aftur yfir þessa sérstaklega leiðinlegu heiði sem er yfirfull af hræddum kjéllingum að keyra og fara sko ALLS EKKI HRAÐAR EN 45 ÞVÍ AÐ GVÖÖÖÐ, ÞAÐ ER SNJÓR!
Gæti tapað mér!
Ástæða ferðarinnar til Víkur var sú að við höfðum verið beðin að spila á balli sem ég hélt nú bara alltaf að væri skólaball en var svo ball á vegum félagsmiðstöðvarinnar minnar ! Ótrúlegt alveg.
Þau eru búin að koma sér upp svona líka magnaðri aðstöðu núna, og tölvur á leiðinni og allt.
orðið miklu flottara heldur en þetta var þegar þetta var að byrja. þó að þá hafi það verið toppurinn, enda mikill sigur þegar við vorum búin að berjast fyrir henni með kjafti og klóm :)
Sound-tjékkið gekk ekki vel enda var sándið hræðilegt en ég held að okkur hafi tekist að laga það eitthvað....
Varð samt alveg gífurlega stressuð á því öllu saman...
Skrítið samt, við ákváðum að byrja okkar spilerí á því góóða lagi "we don't need no education" þar sem ég byrjaði bara alein og strákarnir komu svo inn í. Fékk eitthverja mjög furðulega stressbylgju sem lét mig fá kaldan svita um leið og strákarnir byrjuðu, svona líka mjööööög skrítið...
Spileríið gekk alveg vonum framar þó svo að éghefði verið til í að hafa æft nokkur lög aðeins betur...
En þau verða orðin pottþétt á áramótaballinu ! :)
Vorum svo búin að spila rúmlega 11 og voru þá krakkarnir búinir að dansa og dansa og dansa og virtist vera svaka stuð á þeim.
Fúsi fór líka hamförum og lét eins og óður maður með jólaskrautið sitt ;)
lesið allt um Félagsmiðstöðina á heimasíðunni þeirra.
Og endilega kíkið á myndir . Ef þið eruð bara að fara að skoða myndirnar af okkur þá eru nokkrar, byrja á síðu 10 held ég .
Svo þegar þetta var nú búið og allir þreyttir eftir átökin brunaði ég aftur í bæinn enda próóóf framundan ! :(
hefði eiginlega ekkert átt að vera að standa í þessu! veit ekki alveg hvað ég var að spá..
en allavegana
kom við á Hótel Rangá þar sem ég þurfti að láta Þráinn hafa hleðslutæki fyrir myndavélina...
Þar var árshátíð hjá Framrás í gangi og jiminn hvað fólk var drukkið. Varð alveg fáranlega ill hvað allir voru að skemmta sér vel allsstaðar og að segja mér hvað það hafði það gaman því að ég vissi að ég gat ekki farið að djamma og jafnvel þó svo að ég yrði nú edrú þá væri ekkert útstáelsi á mér þessa helgina :(
Og svo var mér ekkert boðið á árshátíðina. Fullt af frændfólki, vinum og öll fjölskyldan. NEMA ég. finnst ykkur þetta á einhvern hátt sanngjarnt???? ha?

Það eina sem ég lifi á núna er að klára þetta helv. stærðfræði próf og REYNA að ná því. Fara í klippingu, kaupa gjafir handa útlendingunum mínum, klára jólakortin og BÆBÆ, farin frá íslandi! Þar skal ég sko djamma upp djammkvóta síðustu 2 helga ! ! !

Slæmt að hanga inni á laugardagskvöldi, vil ekki heyra neinar sögur hvað var gaman..!
Ætla að halda áfram að reikna.

SHARE:

fimmtudagur, 9. desember 2004

og Vinningshafinn er???????????

jæja, nú fer bara að liða að því að gestur nr 6000 fari að skríða hér inn á síðuna!!!!

Reyndar hafa mun fleiri komið en teljarinn var kominn í 6000 og eitthvað þegar hann núllstilltist vegna einhverra breytinga hjá modernus um daginn....
en anyway
það eru verðlaun í boði!!!
og það er ekkert grín !

Látið vita :)

Sjáumst svo í kvöld á kaffibarnum
SHARE:

og Vinningshafinn er???????????

SHARE:

miðvikudagur, 8. desember 2004

viðburðalík vika

Jæja....
ég er bara heima, að læra, þvo þvott og þrífa.
og að ógleymdum jólakortunum sem eru hætt að vera jafn góð hugmynd og þau voru til að byrja með.

sit bara og læri og læri og læri...

svo ætla ég að minna ykkur á að 2 snafsar eru að spila á selfossi á morgun
og Fritz von Blitz eru að spila á skólaballi í vík á föstudaginn :)

allt að gerast

Held svo að Jóhanna gisti hjá mér um helgina, semsagt
allt að gerast. . .
SHARE:

gat nú verið

nú er allt í lagi :)
hehe



What do you do when the only person who can stop you crying, is the person who makes you cry in the first place?
SHARE:

humm

hvað er að síðunni????
:(
SHARE:

þriðjudagur, 7. desember 2004

Jæja

Mar er alltaf að eyða peningum!
Nú þegar vika er til utanlandsferðar þá erum ég og fúsi búin að festa kaup á hljóðkerfi á svona siiiiirka helminginn af 100 þús og eigum því orðið 2 stóóóra hátalara, mixer og magnara! víí
Mamma og pabbi fljúga heim í kvöld, og eru meira að segja í fluvvélinni akkúrat núna í þessum skrifuðu orðum! ég fæ pakka, fullt af einhverju rauðu segir mamma, á ég OF mikið svart?!

Íslenskuprófið og Táknmálsprófið...
Bleh, reddaði held ég táknmálinu en er fallin í ísl, féll meira ða segja á tima í prófinu og það er aldrei gott.

Erum að spila á Selfossi á fimtudagskvöld...
endilega látið sjá ykkur!!!!!

Held að barinn heiti Kaffi Barinn eða Kaffibarinn eða eitthvað álíka

Svava og Elva, þið fjölmennið með áhangendur ;))))

Ætla að vaka og bíða spennt hvað er í pakkanum ;)
Er líka að læra undir próf. víííhííí
NOT!!

SHARE:

sunnudagur, 5. desember 2004

ekki fagna strax

ég er nefnilega ekki dauð
Sorry...

Mamma og pabbi að gera allt brjálað út í London og meira að segja forseti Íslands er farinn að reyna að kynnast þeim!

Ég er sjálf að drukkna í prófalestri og hélt mína fyrstu EdRÚ helgi síðan í maí... já, MAÍ, mamma sagði að það væri nú tími til kominn. pliff
ég samt fékk mér um 2 glös af dooley's blöndunni hans Ægis því að hún leit svo fjandi girnilega út
og það hefi verið skömm hefði ég ekki drukkið neitt með neinni prósentutölu í

Hlakka roooosa mikið til 14. des
ekki bara af því að ég er búin í prófum
heldur að ég flýg út til London kl 14.15 þann dag og gisti hjá Dave, klikkuðum áhættuleikara, sem fær borgað fyrir að fíflast, öðruvísi en flestir sem ég þekki :)
Hann ætlar svo að sýna mér um London og við ætlum að gera eitthvað skemmtó.
Að kvöldi 15. des flýg ég svo til Berlínar, þar sem Willi og Martin ætla að standa veifandi og klappandi á flugvellinum þegar ég, stelpan sem er alein með stóóra tösku (því hún á eftir að kaupa allar jólagjafir) skröltir í gegnum flugstöðina.
Svo verð ég hjá þeim í góðu yfirlæti alveg þangað til að ég kem heim. þann 21.
Líst ykkur ekki bara vel á þetta?


SHARE:

miðvikudagur, 1. desember 2004

*Things the perfect guy would do*


1. Know how to make you smile when you are down
2. Try to secretly smell your hair or perfume
3. Stick up for you, but still respect your independence
4. Be wrapped up in everything else, but still find time for you
5. Fit his arms firmly around you and make you feel secure
6. Hint that he wants to kiss you
7. Hold your hand and make you feel loved
8. Tell you, you are beautiful even on a bad hair day
9. Never run out of new things to do and places to go
10. Never run out of good jokes
11. Be funny, but know when to be serious
12. Realize he’s being funny when he needs to be serious
13. Be patient when you take forever to get ready
14. Try to hide that one stuffed animal when you come over
15. Act like Mr. Big
16. Apologize for acting like Mr. Big
17. Ask you for a pen in class when you know he has one
18. Blast the music when he picks up the phone
19. Turn it off when he notices that you are on the phone
20. Look at you during class and make you get butterflies in your stomach
21. Shower you with meaningful gifts
22. Bring you flowers , even if he picks them on his way to your house
23. Hug you on a bad day and make clouds seem to lift


Þó svo að hann hefði ekki alla þessa kosti, þá myndi ég alveg sætta mig við nr:1,3,4,5,6,7,20,21,22,23

Bakaði voða fínar lakkrískökur áðan .... mmmmm


SHARE:
Blog Design Created by pipdig