föstudagur, 11. nóvember 2005

blogg vikunnar..

Já ég hef frá mörgu að segja, ætla að vona það að ég hafi þolinmæði til þess að segja frá því öllu..

Ætli að það sé ekki best að byrja á síðustu helgi.

Ég skrapp nebbla til Oxford eins og myndirnar á myndasíðunni sýna. Lagði af stað svona í fyrra fallinu til þess að fara þetta allt í birtu og allt það. Enda vissi ég EKKERT hvert ég var eila að fara fyrir utan það að ég ætlaði mér að enda förina í Oxford, helst í húsakynnum Sveins og Róberts.
Hafði ég fengið nokkuð ágætar upplýsingar hvernig ég ætti að rata til þeirra þegar ég væri komin til Kiddlington. En för mín áður en þangað væri komin var alfarið á minn aulaskap að komast sjálf.

M25, sem er hraðbraut og nýji vinur minn er ekkert svo slæm... hún fer hringinn í kringum London og því ansi góð til þess að það er alltaf auðvelt að komast inn á hana og út af henni aftur, þurfi maður að fara á milli tveggja staða. Ég fór semsagt inn á hana og átti svo að taka M40 út af henni og taka svo A40 eftir það, og Svo A44 og þá átti ég að vera nooookkuð save á að komast klakklaust til Kiddlington.
Búin að skoða þetta á korti og allt saman.
Allt tókst þetta nú bara mjööög vel, svona fyrir utan það að ég hélt að ég æri búin að villast svona ca. 7 sinnum á leiðinni og ætlaði baaaara að snúa við og fara heim! en... af einhverri einskærri þrjósku ákvað ég að standa Punt(o) bílinn minn og reyna þetta nú...
var komin í íbúðina hjá strákunum um 2 leitið og hafði því um 3 tíma til að dunda mér.
Fór meðal annars í Iceland, sem er með alveg rosalega auglýsingarherferð hér úti núna. Bregst varla að ég vakni á morgnana kl 7 við útvarpið sem segir "that's why moms go to iceland!"
Allavegana. . . ég labbaði einn hring í búðinni með alveg rosalegt sólheimaglott því að "I was in Iceland!" ég sá ekkert íslenskt... ekki einu sinni íslenskt lambakjöt. Ég fann þess í stað NÝSJÁLENSKT lambakjöt. En eitt veit ég . að nýja sjáland er janf merkilegt og ísland fyrir það að það eru fleiri kindur þar en fólk! :)
Strákarnir komu heim um 5 á Volvo family-wagon og þá beið Ragna brosandi og sæl búin að vaska upp og gera allt svona líka glansandi fínt... hefði mætt þeim með inniskóna þeirra, náttslopp og pípu í dyrunum hefði ég fundið það allt í íbúðinni. þess í stað stóð ég bara brosandi í dyrunum :)

Ég Svenni skutluðumst svo út í Sainsbury's að kaupa veigar fyrir partýið. 2 kassar af bjór, fullt af snakki, og nammi, og gosi, og líter af vodka og flaska af bols blue! já, og kostaði ekki meira en 6-7000 kall!! og geeeeri aðrir betur!!
hér er ekkert mál að halda partý! kostar bara ekkert á við það sem maður þyrfti að punga út á íslandi!

Davíð flugmaður kom svo um 7 leitið með píanóið og hófust óformlegar æfingar fyrir kvöldið. Skemmtum okkur svona lika alveg prýðilega skal ég segja þér.
Þegar fólk var svona flest allt komið... (ath, BARA strákar) fórum við út með flugeldana sem Davíð hafði komið með og gerðum smá búmm búmm... mjög skemmtilegt það :D
Söngurinn og gleðin hélt svo áfram og ekki varð hendin tóm af bjór í eitt augnablik... 2 stelpur komu svo á endanum og fljótlega var haldið af stað niðrí miðbæ Oxford þar sem ragna komst i Ruglið svo ekki sé meira sagt...
Það mikið rugl að Sveinn þurfti að bjarga okkur frá Alsírska hernum... já, tjah, hvað get ég sagt :/ They reaaaally like blond girls... Sá svo reyndar einn þaaað sætan að ég gat bara ekki ýtt honum frá mér endalaust... segi ekki meira..

Kom heim og "sofnaði" værum blundi áður en ég lagist á koddann.. Hefði nú samt verið gott að fá sér einn Hlölla áður... Þarf einhvernveginn að redda þvi.

Morguninn eftir vaknaði ég við það að Davíð stóð í einhverju rosalegu svefnrugli að banka á allar dyr, og hlaupandi út um allt kallandi "ÞAÐ VANTAR LYKLANA AF ÚTIDYRAHURÐINNI,, ÞAÐ ERKOMIN SENDING!" Ég er endalaust búin að hlæja að þessu enda var hann svo svefnruglaður og paranoid að það var alveg ógeeeeðslega fyndið.
laugardagurinn fór í lítið annað en að koma sér heim í Weybridge, og villast alveg ógeðslega á leiðinni! fyrir utan það að það var rosaleg umferð... allt þetta gerði það að verkum að ég var 2 og hálfan tima á leiðinni. samanber rúmlega 1 á leinni TIL Oxford.
Jæja, þá er ég búin að rifja upp síðustu helgi..

Fór í klippingu á miðvikudaginn... var ekkert smá stresssuð því að ég hafði heyrt fáranlegar sögur af klippifólki hér á landi.
Ég tók mig til og skoðaði Yell.com ansi náið og hringdi á einar 14 stofur til að spurja hvað það kostaði að fá strípur og klippingu.
Fann loks stofu sem vildi gera þetta fyrir AÐEINS 80 pund... sumar stofur buðu mér um 130 pund fyrir það sama. en það var vist einhver afsláttarmánuður hjá þessari stofu. Hmhair.co.uk
af hverju er það aldrei á íslandi...?

Horfi á Lazytown á hverjum morgni kl hálf 9 á BBC 2 og skemmti mér mjög vel :)
þetta er ekkert smá vinsælt hérna!
heyrði í gær þegar ég var að sækja Madeleine úr skólanum einhverja mömmu hóta um 3 ára syni sínum "If you don't pick up your jacket, there WILL BE NO Lazytown when we get home!" grey strákurinn varð voða leiður og tók upp jakkann og dró hann það sem eftir var af leiðinni.

Heyrði svo á tal 2 kvenna á meðan ég var að bíða. Þær voru að tala um jólafrí krakkanna... þær eru búnar að plana hvern einasta dag hjá þeim í að fara eitthvað og hitta vini sína og í jólaskreytingagerð... því að þær gætu bara ekki höndlað það að hafa krakkana heima allan daginn í jólafríinu!!!
what the?
ef þú átt barn... áttu þá ekki að EIGA barnið og vilja hafa það hjá þér svona endrum og sinnum..,
ég meina, alltaf var ég heima... stundum send út í snjóskafl með húfu, vetlinga og skóflu og látin gera nýtt heimili af og til ... :)

Fer til oxford held ég í kvöld, ekki nema að ég ákveði eitthvað annað..
er svo að passa annað kvöld.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig