fimmtudagur, 16. apríl 2009

próflestur að hefjast...

Af því að ég er ekki búin að vera í bóknámi síðan einhverntíman í febrúar á ég erfitt með að átta mig á mikilvægi þess að fara að lesa undir próf ! :-O

það eru samt 20 dagar í próf en ég ætla að vera dugleg og ná í eitt skipti að fara yfir allt þetta gífurlega mikla námsefni sem sett er fyrir í hverjum áfanga. 

prófin eru svo líka bara 3 svo að ég hef ekki eina ástæðu fyrir kvarta fyrir utan það að ég er ekki búin fyrr en 14. maí sem er svolítill munur frá 27. febrúar í fyrra. 
Prófin í ár eru Geðhjúkrun, Öldrunarhjúkrun og Hjúkrunarstjórnun. Er nú þegar búin að skila ótalmörgum verkefnum og ritgerðum úr þessum áföngum sem vega nú eitthvað í lokaeinkunn en það er víst krafa að standast lokaprófin sem ég ætla ekki að fara að klikka á núna og hef í rauninni enga ástæðu til þess að hræðast það allt í einu. Mér leiðast hins vegar próftíðir alveg rosalega og ég verð alveg yfirtjúnuð og leiðinleg. Don't worry ég er búin að vara Viðar við. :)

16. maí verða 2 snafsar á kaffinu í Vík og síðan byrja ég að vinna 18. maí á slysó sem hjúkrunarfræðingur *sjitt* Þá er alveg HARÐBANNAÐ að fara eitthvað að slasa sig og kíkja í heimsókn! 

ég asnaðist til þess að hlusta á Viðtal sem Freys Eyjólfsson tók við Ástþór Magnússon í gær á Rás 2. Maðurinn (Ástþór) er alveg á mörkunum á því að vera hæfur til þess að ganga úti á götu meðal fólks. Hann drepur einhvern í heift einn daginn held ég. Greyið. hann gat komið með góð svör við þessum spurningum sem Freyr kom með en kaus það að rasa í hringi og hálft í hvoru öskra á útvarpsmanninn.


(Varúð, veldur pirringi)

 
 Freyr Eyjólfsson tók viðtal við Ástþór Magnússon í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag.
SHARE:

mánudagur, 13. apríl 2009

Páskafjör

ég og Viðar höfum ekki lagt upp í neinar langar ferðir síðan við komum aftur til Reykjavíkur nema að okkur datt í hug í örlitla stund í gærkvöldi eftir páskasteikina að skella okkur alla leið til Víkur á ball... en það varð ekkert úr því. Þess í stað kom Systa í heimsókn og endaði kvöldið með að prinsessan á heimilinu drakk örlítið of mikið og neitaði að fara niður í bæ! :-O sjokker....

Páskasteikin í gær var lambalæri sem var eldað eftir uppskrift að "páskakiðs læri" úr Silfurskeiðinni. Alveg gliiimrandi gott og alveg purrfect eldað. Ég verð þó að viðurkenna að 3 kg læri er í meiri kantinum handa 2 svo að það verður lambalæri í ýmsum útfærslum í matinn út vikuna. Ég er nú reyndar nokkuð vön ýmsum tilraunum með mat eftir að hafa unnið á Höfðabrekku í 3 sumur svo að Viðar fær að prufa eitthvað af þeim útfærslum :)


Það er búið að vera alveg frábært veður í Borginni um páskana, Sól, smá gola og 7-8°C, Við ákváðum þess vegna að fara í göngutúr í laugardalslaugina í gær og nýta þessa sólargeisla í framleiðslu á nokkrum freknum og á Viðar vann þá keppni.

Til þess að jafna okkur á páskaeggjaáti og fráhvarfseinkennum frá þjóðvegaakstri keyrðum við á móti umferð á Selfoss þar sem að ég gat ekki beðið neitt með að kíkja á Vigfúsdóttur sem fæddist sæt og fín þann 11. apríl, nokkuð mörgum dögum eftir áætlaðan lendingartíma, en það er allt í lagi... hún er alveg fullkomin og mér sýnist bara að Fúsi og Guðný hafi orðið foreldrar um leið og hún fæddist því að þau eru strax orðin mjög foreldraleg með litluna :)
Hérna eru 2 myndir af mér og frumburðinum sæta sem vildi ekkert annað en bara sofa hjá mér.


En það var nú bara allt í lagi :)

xox
Ragna
SHARE:

föstudagur, 10. apríl 2009

gleymdi blogginu...

Já alveg steingleymdi að blogga...

Það er líka búið að vera alveg insanely mikið að gera síðan þarsíðasta þriðjudag

eins og ..

í síðustu viku þurfi ég að skrifa 2 verkefni, verða veik, undirbúa og plana óvissuferð, vinna, vera í fullu verknámi, tala á aðalfundi curator og segja af mér sem Gjaldkeri hjfr nema félagsins, fara svo í óvissuferð, Syngja með ónefndu trúbbabandi með Agli á föst kvöld og svo var Brunch hjá mattý á laugardaginn. Viðar kom svo í bæinn á laugardeginum og var setið frameftir það kvöld og spjallað þar sem að nokkrir gestir kíktu við.

Viðar og ég fórum svo norður á sunnudeginum til að pakka niður og þrífa íbúðina hans viðars. Hentum svo öllu í flutningarbíl á þriðjudeginum eftir allan hamaganginn og keyrðum í loftköstum suður til að taka á móti búslóðinni. Henni var hent upp í íbúð og hafist handa við að raða. Lítill tími hefur samt fundist í að klára það verk því að ég fór að vinna daginn eftir og á fimmtudeginum fórum við á Klaustur í fermingu uppá Hunkubökkum hjá henni Pálu Katrínu.

já og við erum ennþá í Vík

sem er ágætt... þá pirra kassarnir heima í stubbaseli okkur ekki :)

Þorbjörg engill reddaði mér hárlit og hártopps klippingu kl 9 í morgun og ég var að þvo litinn úr hérna heima... þvílíkur MUNUR .... :) ég er allavegana með páskalitinn í hárinu ;)
hafið það nú fínt um páskana og borðið nóg af súkkulaði !
SHARE:

fimmtudagur, 2. apríl 2009

miðvikudagur, 1. apríl 2009

Breytingar í vændum

Jæja..


Það er sko aldeilis mikið búið að veltast í hausum á manni. Einhverjir telja það frekju af mér að vilja að Viðar komi suður og flytji inn með mér. Ég hef alltaf sagt að það sé vegna þess að ég vilji nú klára skólann hérna í HÍ í hjúkrun enda bara eitt ár eftir. Fólk virðist bara ekki vera að skilja það !

Eftir miklar pælingar hef ég ákveðið að taka síðasta árið á Akureyri og þarf þess vegna að vera á 2 árum fyrir norðan, þeas 3. og 4. þar sem kúrsarnir eru ekki kenndir á sömu árum hérna fyrir sunnan og fyrir norðan. 

Viðar ætlar samt að koma í næstu viku hingað til Reykjavíkur og við förum svo aftur norður næsta haust. 

hana nú

frekja hvað ?
SHARE:
Blog Design Created by pipdig