föstudagur, 21. október 2005

mig kítlar ekki!

já, þessu held ég ennþá statt og stöðugt fram :) og er alveg ástæða fyrir því.. mig nebbla kítlar ekki sko.

En ég skal samt fylgja þjóðinni í þessu klukk-kítli og setja niður 5 hluti sem ég þoli ekki

1. Ég þoli ekki þegar fólk lýgur að mér eða segir ekki allan sannleikann. Meira geturðu ekki farið bak við mig!! ég er líka ofsalega paranoid á því að fólk ljúgi að mér og ekki eru margir sem ég treysti fullkomlega fyrir því að segja mér satt og eru hreinskilnir með allar útskýringar og ástæður.

2. Ég þoli ekki að vera kalt á tánum...

3. Ég þoli ekki þegar það tekur mig langan tíma að koma mér út úr húsinu, þ.e.a.s. þegar ég er að fara að gera eitthvað og á eftir að fara í sturtu, mála mig, stússast og eitthvað. Endar alltaf með því að ég geri allt í einhverju flaustri.

4. Ég þoli ekki þegar það er gleymt mér... :s

5. Ég þoli ekki þegar ég verð óskipulögð og er ekki með dagskrá sem ég held og fer eftir...

á ég þá ekki að kítla fleiri?
hehe
jú!

ég kítla Katrínu, Svenna og Hjördísi
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig