laugardagur, 3. desember 2005

þrumur og eldingar

slapp vel í gær þegar ég fór að sækja strákana í skólann.. var smá úði og ég, svona bara til að sýna hve mikill englendingur ég er, þrammaði með regnhlíf og stóð fyrir utan skólann ásamt öllum hinum regnhlífunum, það eru til alveg endalaust margar tegundir af regnhlífum!
strákarnir löfruðust út rosalega seinir, svo magnað hvað strákar geta verið viðutan og geta svosem bara labbað í hringi í 1 tíma eða svo og ekkert munað hvað þeir eiga að gera.
skal setja dæmi á eftir...

en...

það sem ég ætlaði að segja
þegar voru svona ca 5 skref í húsið byrjaði úðinn að breytast í rigninu... og þegar ég var að loka hurðinni var úðinn orðinn að hagléli, og þegar ég kom inn var komin rigning með hagléli og svo fór guð að taka myndir af mér!
þvílíkar eldingar og þrumurnar eins og ALLUR bandaríski herinn hafi ákveðið að fara frá írak í herþotum og flogið yfir húsið.

hin sagan um að strákar geta dröslast í marga tíma var sú að ég bað hann voða næs að vera ekki lengi í sturtu eftir sund.þar sem að amma hans væri að bíða með kvöldmat og Madeleine var þar og audda afinn. ég beið og beið og eftir heilar 25 mín labbaði ég á eftir 3 öðrum mömmum sem voru komnar öskuillar líka.
ég sagði honum að það væri EKKI kurteisi að láta ömmu, afa, madeleine og mig BÍÐA eftir sér með einhverjum fíflagangi. og ég hafði beðið hann um að vera snöggur.
varð svo svaka grimm og
bannaði honum svo að fara í sweet shop í staðinn og hann varð öskuillur! :D
já, mar gefur ekkert eftir!!
leið samt ekkert smá illa yfir því á leiðinni heim með að hafa refsað honum svona. Hann sem sagðist HAFA ÞURFT að bíða eftir Oscar, hann hefði verið svona lengi. En á annað borð þá er það líka Molly að kenna að hann er lengi að fara í skóna. svo að ég nenni ekki að hlusta á það.
Ég sagði samt Mary Ellen frá þessu, og hún sagði mér til léttis að þetta hefði verið rétt og að hann hefði aldrei átt að fá einhverja umbun fyrir að fara ekki eftir því sem ég sagði.
Hann fékk svo smá lesningu greyið þegar hann kom heim og hann kom svo og baðst afsökunnar.
Ég eins og alger auli sagði bara takk :)

nóg í bili...

C ya!



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig