fimmtudagur, 16. apríl 2020

Banana- og Döðlubrauð

....án sykurs ;) 





Ég hef verið að prufa mig áfram með Sweet like sugar í stað þess að nota venjulegan sykur og það hefur komið vel út í flestum tilfellum :)

Hér er uppskrift af hollu heimabökuðu brauði sem er aðeins kryddað en afskaplega sætt, mjúkt og gott!

Það góða við þetta er að það tekur stuttan tíma að skella þessu saman, þarf aðeins skál, gaffal, sleif og formkökuform og svo geymist þetta afskaplega vel næstu dagana.

frábært með smjöri og osti!

Uppskrift

(1 bolli eru 250 ml)
3 stappaðir bananar
1/2 bolli saxaðar döðlur
1.5 bolli hveiti
1/2 bolli Sweet like sugar (eða venjulegur hvítur sykur)
1 bolli haframjöl
2 egg
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk negull
1 tsk kanill

Aðferð 

-Bönunum, döðlum, eggjum og sykri hrært saman.
-Öðrum þurrefnum bætt samanvið
-Sett í smurt form og bakað við 180°C í ca 50 mínútur á undir/yfir hita.
SHARE:
Blog Design Created by pipdig