laugardagur, 21. júlí 2012

Pestókjúklingur

Vinkona mín hnippti í mig um daginn og sagði við mig "Ragna, það er MÁNUÐUR síðan þú bloggaðir síðast!" og það er eru þó nokkrir dagar síðan hún sagði þetta við mig.

óó

ég hef haft alveg skelfilega góða ástæðu fyrir bloggleysi sem mun koma fram fyrr en síðar

En... vitiði hvað. Þó svo að eg muni kannski ekki koma með þessa feikna-góðu ástæðu strax þá mun bloggum fjölga aftur núna :)



Bloggið í dag er eitthvað sem ég hef gert í mörg mörg ár en hefur þó auðvitað tekið einhverjum breytingum :) Nú er ég farin að krydda kjúklinginn meira áður en ég steiki hann og auðvitað er allt betra með hvítlauk og þess vegna er hann farinn að sjást með :)

Steikið bringurnar í olíu á pönnu þar til þær eru örlítið brúnaðar á hvorri hlið. Kryddið þær og makið hvítlauknum á þær áður en þær fara í pönnuna (snyrtið þær einnig eins og það virðist oft þurfa að gera, þ.e. takið fitu og himnur í burtu)


raðið bringunum í eldfast mót. Mér finnst betra að hafa þær ekki í allt of stóru móti því að þá er auðveldara að ausa upp olíunni/sósunni uppúr botninum 


setjið eina matskeið af grænu pestói á hverja bringu. Ekki dreifa um of úr pesóinu þa sem það mun annars leka útaf.
Bakið bringurnar í 15 mínútur í 180°C ofni og takið þær þá út, smyrjið pestóinu yfir bringuna (olían hefur lekið mikið til úr pestóinu og það er nú þurrara) og stráið eins mikið af rifnum osti og ykkur langar í. 



Inn í ofn aftur í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og aðeins farinn að brúnast (ég vil hann ekki of brúnan eða stökkan í þessum rétt) 

berið fram með salati og kúskús 



borðið ..
mmmm!!!


Uppskrift:
Fyrir 4 


4 kjúklingabringur
ítölsk kryddblanda
2 hvítlauksrif, rifin eða kramin
Salt og pipar
grænt pestó um 4 msk
rifinn ostur að eigin vali

Aðferð: 
-Snyrtið kjúklingabringurnar, kryddið þær með ítölsku kryddi, salti, pipar og makið hvítlauknum yfir bringurnar báðum megin.
-Steikið bringurnar á pönnu, báðum megin í 2-3 mínútur eða þar til þær eru aðeins farnar að brúnat (þetta gæti einhverjum fundist óþarft og þið megið vel sleppa þessu :) )
-Setjið bringurnar í eldfast mót og setjið eina msk af grænu pestói yfir hverja bringu og setjið inn í heitan ofn á 180°C í 15 mínútur. Takið þá bringurnar út, dreifið úr pestóinu og stráið ost yfir og bakið aftur í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og byrjaður að verða gullinn og auðvitað ath ef þið eruð ekki viss hvort að bringurnar séu ekki örugglega tilbúnar :) Það á að koma safi úr þeim en hann á ekki að vera ljósbleikur. Glær safi er perfect en enginn safi þýðir ofeldaðar bringur :)
-útí búð fást orðið fjölda margar tegundir af kúskús með ýmsum bragðtegundum. Endilega veljið það sem ykkur langar mest í (við vorum með villisveppa kúskús) eða takið ókryddað kúskus og setjið grænmetistening út í vatnið sem þið eldið það í. Ef þið hafið ekki gert kúskús áður þá skulið þið ekki hræðast það. Það er í rauninni ekkert flóknara en að sjóða rétt magn af vatni á móti réttu hlutfalli af kúskús, slökkva undir pottinum, hella kúskúsinu útí og bíða þar til maturinn er tilbúinn.
-Salatið sem var gert þennan daginn var gert úr íslensku spínati, heimaræktaðri steinselju sem ég á svo mikið af þessa dagana, balsamic-basilikudressingu og parmesan (sem mamma og pabbi komu með frá Ítalíu um daginn)
-Sósu þarf ekki með fyrir þennan rétt þar sem hægt er að nota olíuna sem kemur úr pestóinu til þess að ausa yfir kjúklinginn.


enjoy ! :)

SHARE:
Blog Design Created by pipdig