Það er svona mjúkt enda búið að hnoða deigið vel (glúteinið binst) og það fær að lyfta sér 2x.
Já ég veit. Tvöföld hefun þýðir langur tími. En... Þið gerið 2 brauð, og þetta brauð frystist vel og er alveg gríðarlega gott í 2-3 daga, bara ef þið skellið því í brauðristina. Það er því ekkert til fyrirstöðu að prufa að gera þetta brauð.
Svo er líka sérstaklega gaman að gera svolítið öðruvísi brauð heldur en venjulegar brauðbollur eða hvítt brauð.
Öll þurrefnin sett saman í skál |
þegar búið er að hnoða deigið í 6-8 mínútur (enga leti! :) ) - er það sett i hefun. Hellið örlítið af olíu yfir degið og veltið því um |
Ef það sæist betur á myndinni þá mynduð þið sjá að deigið hefur stækkað um amk helming. |
sláið loftið úr deiginu, setjið það á borð og skerið klumpinn í tvennt. Sirkið ferhyrning sem er með lengri hliðina jafn langa og formið sem þið ætlið ykkur að nota. |
smá bónus! Stráið kanilsykri yfir. En bara lítið |
Rúllið deiginu upp eins og þið séuð að gera snúð. |
látið í form og setjið samskeitin niður. Endurtakið fyrir brauð nr 2, setjið plastfilmu yfir og látið hefa sig í klst i viðbót |
njótið! :D |
Uppskrift:
Gerir 2 brauð
(1 bolli er 2.5 dl)
3 1/2 bolli hveiti (blátt hveiti frá Kornax helst)
4 tsk sykur
1 1/4 tsk salt
2 tsk ger
1 1/4 tsk kanill
1 egg
2 msk bráðið smjör
1/2 bolli mjólk
3/4-1 bolli vatn
1 1/2 bolli rúsínur
Kanilsykur
Aðferð:
-Setjið öll þurrefni í skál og bætið vatni, mjólk, smjöri og eggi saman við.
-Mér finnt best að setja mjólkina og vatnið fyrst saman í skál. Sé mjólkin köld, nota ég tiltölulega heitt vatn svo að þegar þetta er saman komið þá er blandan ylvolg. Ég set svo eggið og smjörið þarna útí, hræri vel saman og slæ í sundur eggið í leiðinni og helli útí hveitið og restina af þurrefnunum. Ég byrja samt alltaf með 3/4 af vatni en þarf iðulega að bæta aðeins við.
-Hnoðið deigið í höndunum eða í hrærivél með deigkróknum. Það er gríðarlega mikilvægt að það sé gert í 6-8 mínútur, en þannig binst glúteinið í hveitinu best og úr verður mjúkt og gott brauð með góðri loftfyllingu. Það er að sjálfsögðu mun minna mál að gera það í hrærivél en auðvitað líka hægt í höndunum. Bara svolítið meiri vinna :) Deigið á að vera nokkuð blautt en ekki klístrast við hendurnar nema að mjög litlu ráði. Í restina, bætið þið rúsínunum við (ef þið eruð að gera þetta í hrærivél gæti þurft að hnoða deigið aðeins til með höndunum svo að rúsínurnar dreifist jafnt)
-Látið deigið i skálina aftur (ef þið hafið sett deigið á borð til að hnoða það) og hellið örlítið af matarolíu yfir kúluna og veltið henni um í henni. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið standa við herbergishita í 2 klst.
-Eftir 2 klst hefur deigið risið um amk helming. Takið það úr skálinni og sláið loftið úr því og hnoðið afskaplega lítið. Skiptið deiginu í tvennt og formið eins og myndirnar hér fyrir ofan sýna, stráið kanilsykri yfir og setjið í form (ég nota formkökuform úr IKEA). Setjið aftur filmu yfir deigið og látið lyfta sér í 1 klst.
-Bakið brauðið við 185°C í 45 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullið og flott að ofan.
-Þegar brauðið er nýkomið úr ofninum er möguleiki að taka smjör, smyrja það að ofan og strá kanilsykri yfir.
-Borðist volgt, kalt eða beint úr brauðristinni
enjoy ! :)
ein auka mynd af litla aðstoðarkokkinum henni Árdísi Rún sem er 3ja mánaða þarna |