föstudagur, 2. desember 2005

hundadagar

lítið svosem búið að gerast.

Búið að vera skrambi kalt upp á síðkastið, og sérstaklega hér inni í húsinu. enda eru englendingar afar furðulegir.
Hér eru húsin ekki hituð nema frá 7-10 á morgnana og frá 5-10 á kvöldin (ef þá það!) , já og það er einmitt enginn hiti á meðan ég er ein heima. bbbbrrrrrrr

Maður er að vinna sér til hita eins og brjálæðingur suma dagana. 2 síðustu dagarnir hafa þó verið sæmó þar sem að það hefur rignt eins og brjálað.

fékk æðislegan pakka á mánudaginn frá mömmu.
-í honum er hekludótið mitt ( ætla að reyna að klára endalausa tímafreka sjalið sem ég er búin að vera hekla síðan í 9. bekk)
-suðusúkkulaði
-nóa lakkrískurl
-uppskriftin af minu uppáhaldi, lakkrísbitakökunum
-súkkulaðiuppskriftarbók frá nóa
-nýtt útlit blaðið mitt
-íslenskur jóladiskur

svo að nú er ekkert að vanbúnaði en að koma sér algerlega í jólaskapið!

englendingar eru ekkert fyrir að skreyta sýnist mér. Hvergi komnar jólaseríur í glugga á húsum, en verslunarmiðstöðvar og götur eru samt skreyttar. hér eru heldur engin aðventuljós og engin hefð fyrir aðventukrönsum.
Mér finnst nú vera skilda að hafa aðventukrans! svo að mán, þri og mið var ég út um allan bæ og í 2 öðrum bæjum líka ða finna það sem mig vantaði. T.d. er ekki sjéns að fá grenigreinar!! what the ? fékk heldur hvergi basthring til að vefja grenið utan um. endaði á að kaupa tilbúinn grenihring á 1500 kall! urgh. hvergi til neitt skraut til að stinga í kransinn.. ég endaði á að kaupa í gerviblómadeild í svona "blómaval" búð einhverja grein með gulli á sem ég reif svo niður með tilheyrandi glimmeri út um allt. en ég ætlaði nú ekki að fara að gefast upp. pliff!
svo keypti ég gullglimmer og erum ég og krakkarnir búin að mála kertin með því. þetta er semsagt allt að skríða saman vonandi. set inn mynd þegar þetta er alveg tilbúið.

fékk 2 pakka í gær svo :D þarf lítið til að gleðja mann..
Annar var frá Ninnu í danmörku.
-í honum var jólapakki sem ég get varla horft á án þess að opna svo að ég hef falið hann ofan í skúffu inni í skáp
-jólasveinanammi
-súkkulaðikúlur
-haribolakkrís
og ógeðslega fallegt bréf.

Hinn pakkinn var ekkert merkilegur, enda var hann frá sjálfri mér!
ég sendi nebbla varasímann minn sem átti að vera með íslenska sim kortinu í til svenna þar sem að hann gleymdi hleðslutækinu af sínum síma á íslandi. Hann náði aldrei að ná í símann á pósthúsið svo að ég er komin með símann aftur rúmum mánuði seinna, hef reyndar ekkert að gera við hann þar sem ég týndi auðvitað sim kortinu í millitíðinni.
anyway..

Hundurinn er að gera mig crazy,
hún er á lóðaríi og má ekki fara út að labba, þar sem við löbbum eru nebbla ógisslega margir hundar og hún má bara fara út í garð. ég hleyp því út um allt hús með tissjú á eftir hundskottinu (eða síðustu 2 daga) og þarf að ignora hana þegar hún vælir hástöfum við dyrnar og vill fara út að labba. reyni þó að fara með hana út í garð og leika við hana svo að við verðum ekki báðar brjálaðar. :)
bara 2 og hálf vika eftir af útivistarbanninu hennar! :(

er búin að uppgötva algera snilld.
jólaútvarpið, bara með íslenskum lögum. Verst er að maður fær smá heimþrá við að hlusta á íslensk jólalög. og er það í fyrsta sinn sem ég hef fundið fyrir henni. en væri ég í bænum að hlusta á jólalög þá myndi ég helst vilja vera í Vík og svo öfugt. þannig að nú nýt ég þess að hlusta á jólalögin.
hlakka bara til að fá jólagjafir frá fjölskyldunni minni á íslandi (og kannski vinum ef þeir hafa fyrir því að senda þær ) og prufa ensk jól, og svo kem ég nú heim þann 26.
Er búin að kaupa mér jóladagatal, það er sko mars-jóladagatal! grunar að það sé mars-stykki í stærsta glugganum, en ég bíð spennt! :)

ekki meira í bili. þarf að fara að sækja strákinn og vin hans úr skólanum, Madeleine kemur ekki í dag með mér, she's got a playday at a friend's house.
ég held að 2 9 ára strákar séu verri en ein 6 ára stelpa og 9 ára strákur. svo að ég bý mig undir stríðsástand. eða sendi þá bara út að leika við Molly! :D það væri náttla hugmynd
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig