Þykkar og djúsí pönnukökur með safaríkum bláberjum....
mmmmm!
Það er svo oft sem maður nær ekki alveg að klára bláberin í stóru fötunum áður en þau skemmast en það er gott að nota restarnar úr fötunni í þessar bláberjapönnukökur.
Uppskrift
(gerir 4-5 stórar pönnukökur)
1 bolli hveiti (250 m)
2 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
265 ml mjólk
2 msk matarolía
1 egg
1 tsk vanilludropar/extract
1 1/2 til 2 dl bláber (frosin eða fersk)
Aðferð
-Blandið saman þurrefnum og bætið svo vökvanum og eggjum útí. Hrærið öllu létt saman svo það blandist ágætlega.
-Lykillinn að loftmiklum pönnukökum er að hræra þær ekki of mikið og það er í lagi að smáir kekkir séu í deiginu. Ef ykkur finnst deigið vera of þunnt, látið það standa í nokkrar mínútur þar sem það þykkist aðeins við það. Einnig ef ykkur finnst deigið vera of þykkt, bætið þá smá mjólk útí til að þynna það.
-Bætið bláberjunum varlega útí rétt áður en þið farið að steikja pönnukökurnar, reynið að sprengja þau ekki.
-Setjið um 1 ausu af deigi í olíuborna pönnu, veltið pönnunni til svo að hún fletjist sem mest út eða ýtið henni út með matarskeið svo hún nái lófastærð. Steikið á miðlungshita og snúið pönnukökunum við þegar loftbólur myndast í gegn.
-Berið fram volgar beint af pönnunni með smjörklípu og sírópi.
Öllum þurrefnum og vökva auk eggs sett í skál og hrært saman |
Þennan morgun fékk ég æðislega sætan aðstoðarkokk |
Stóð sig sérlega vel |
Það er ekkert að því að það séu smáir kekkir í deiginu |
Steikja þær á miðlungshita á pönnu |
Frábærar með sýrópi og smá smjöri |