sunnudagur, 22. september 2019

Bláberjapönnukökur



Þykkar og djúsí pönnukökur með safaríkum bláberjum....
mmmmm!
Það er svo oft sem maður nær ekki alveg að klára bláberin í stóru fötunum áður en þau skemmast en það er gott að nota restarnar úr fötunni í þessar bláberjapönnukökur.

Uppskrift 
(gerir 4-5 stórar pönnukökur)

1 bolli hveiti (250 m)
2 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
265 ml mjólk
2 msk matarolía
1 egg
1 tsk vanilludropar/extract
1 1/2 til 2 dl bláber (frosin eða fersk)


Aðferð
-Blandið saman þurrefnum og bætið svo vökvanum og eggjum útí. Hrærið öllu létt saman svo það blandist ágætlega.
-Lykillinn að loftmiklum pönnukökum er að hræra þær ekki of mikið og það er í lagi að smáir kekkir séu í deiginu. Ef ykkur finnst deigið vera of þunnt, látið það standa í nokkrar mínútur þar sem það þykkist aðeins við það. Einnig ef ykkur finnst deigið vera of þykkt, bætið þá smá mjólk útí til að þynna það.
-Bætið bláberjunum varlega útí rétt áður en þið farið að steikja pönnukökurnar, reynið að sprengja þau ekki.
-Setjið um 1 ausu af deigi í olíuborna pönnu, veltið pönnunni til svo að hún fletjist sem mest út eða ýtið henni út með matarskeið svo hún nái lófastærð. Steikið á miðlungshita og snúið pönnukökunum við þegar loftbólur myndast í gegn.
-Berið fram volgar beint af pönnunni með smjörklípu og sírópi.


Öllum þurrefnum og vökva auk eggs sett í skál og hrært saman 

Þennan morgun fékk ég æðislega sætan aðstoðarkokk

Stóð sig sérlega vel

Það er ekkert að því að það séu smáir kekkir í deiginu 

Steikja þær á miðlungshita á pönnu 

Frábærar með sýrópi og smá smjöri 

SHARE:

sunnudagur, 15. september 2019

Tómatasúpa


Haustið er komið og þá er svo gott að fá sér heita súpu með góðu brauði. Hér er uppskrift að ódýrri og einfaldri tómatasúpu sem tekur stuttan tíma að gera. 

Uppskrift
Fyrir 4-5
10 stk tómatar
2 hvítlauksrif
1 1/2 laukur
1 tsk oregano
ólífuolía
1 kjötkrafts/grænmetiskrafts-teningur
400 ml tómatapassata / fersk tómatsósa
400 ml vatn
salt og pipar
lófafylli af basil
1 tsk pestó (má sleppa)

Aðferð
-Skerið tómatana í tvenn, raðið á ofnplötu með skurðinn upp, hellið ólífuolíu jafnt yfir tómatana, saltið og piprið.
-Skerið hvítlauksgeirana þvert langsum og leggið á milli tómatana
-Bakið í ofni í 20 mín á 230°C
-Á meðan tómatarnir eru inní ofni steikiði við vægan hita laukinn sem þið eruð búin að saxa gróflega niður uppúr 1 msk af olíu
-Bætið tómötum útí pottinn (ef hvítlauksgeirarnir eru mjög brúnir þá sleppi ég þeim) með lauknum auk þess að setja vatn, tómatpassata, 1 tsk oregano, 1 kraft-teningi, ca 10 blöðum af basil (söxuðum fínt) og sjóðið saman við vægan hita í 10 mín. Saltið og piprið eftir því sem ykkur finnst.
-Mixið súpuna saman með töfrasprota eða með blender (ath að fara verlega með heita súpu í blender)
-Saxið nokkur blöð af basil í strimla og setjið útí súpuna rétt áður en hún er borin á borð.

Bragðast vel með nýbökuðu brauði eða grillaðri ostasamloku.


Áður en tómatarnir fara inní ofn 

Laukurinn steiktur við vægan hita á meðan tómatarnir bakast í ofninum 


Tómatarnir komnir úr ofninum 

Allt hráefnið komið í pottinn 

Búið að mixa súpuna með töfrasprota 



Enjoy
xxx


SHARE:
Blog Design Created by pipdig