sunnudagur, 6. nóvember 2005

komin tími á íslenskt blogg huh?

anyway...
búin að gera margt og ekkert .

Fór í fyrsta söngtímann á miðvikudaginn... rosalega gaman, ég var samt örugglega meira hifin af gullfiskunum hennar sem eru úti í garði allt árið og eru sumir alveg gegt stórir, kannski ekki alveg gullfiskar eins og við islendingar þekkjum þá, en þeir voru fiskar, og gylltir. Því hef ég gefið þeim nafnið gullfiskar og hana nú.
Hún á líka kött... já, engan smá kött!! hann er örugglega 11 kg!! vissi eila varla hvað sneri fram eða aftur og hvað þá hvort að hliðin væri hlið eða afturhlutinn... ég hef því skýrt hann "ferkanntaða köttinn"
En ferkanntaði kötturinn virtist líka vel við mitt kattarvæl og hringaði sig á tærnar á mér á þann penasta máta sem ferkantaðir kettir geta, hann hlammaði sér á tærnar á sér svo að stórsér á litlutá... jah, annað hvort það eða þá að ummerkin eftir 6. efstu tröppuna í húsinu eru farin að sjást. Ætla ekki að spá meira í því enda er muuun skemmtilegra að segja að köttur hafi sest á hana :p grey ferkanntaði kötturinn... ekki segja honum frá þessu... við erum orðnir ágætir mátar. eða þá kannski að hann sé bara hrifinn af mér.
Ég er búin að æfa mig meira með mitt nýja kattarvæl og get ekki beðið eftir að hitta hann aftur og leyfa honum að heyra.

með kveðju frá 14 Walton Lane...


Ragna kattarvæl
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig