mánudagur, 26. febrúar 2007
MYNDIR MYNDIR MYNDIR
er búin að ritskoða þetta ansi vel held ég, en ég get ekki ábyrgst suma svipi á ferðafélögunum :)
SKOÐA MYNDIR HÉR
ATH !
við of mikið álag lokast síðan, þið þurfið að prufa aftur seinna ef þið komist ekki inn á hana strax. . .
sorrý með þetta
Ég og Orri alltaf jafn góð frændsystkin
(p.s. ég er auðvitað til í að fjarlægja myndir ef þið eruð eitthvað ósátt/ir með þær, og ef þið viljið fá þær í fullri stærð og gæðum þá get ég sent ykkur þær)
sunnudagur, 25. febrúar 2007
Þorraferð 4x3 a flugi
ég er komin með smá kvíða yfir að ég eigi eftir að skrifa um allt þetta sem gerðist um helgina
myndirnar eru á leiðinni inn en það má ætla að það taki EINHVERN tíma því að þær eru 266 stk ( 320 í heildina en ég sensoraði aðeins :) )
svo verður líka spennó að skoða myndböndin sem ég tók á cameruna :) btw, ég kannski geri það bara núna :)
blogg á morgun
c ya
Ragna Fjallastelpa
föstudagur, 23. febrúar 2007
fjallastelpa
tjekklistinn
hlaða myndavélabatterýið - tjékk
hlaða cameruna - tjékk
hlaða ipodinn - tjékk
auka sokkar - double tjékk
auka buxur - tjékk
bolur -tjékk
hausljósið - tjékk
klósettpappír - tjékk
þvottapoki - tjékk
inniskór - tjékk
svefnpokinn - tjékk
náttbuxur - tjékk
nýja ullarinnanundirpeysan - tjékk!
vettlingar - tjékk
66 húfan - tjékk
utanyfirbuxurnar - tjékk
bjsv peysan - tjékk
úlpan - tjékk
gönguskórnir - tjékk
koddi - tjékk
smokkar - hmm
trefill - tjékk
tannbursti og tannkrem - tjékk
sólgleraugu - tjékk ( það er eins gott að gula fíflið komi ! )
ora grænar baunir - tjékk
veiðistöng - tjékk
jæja
þetta ætti að vera nóg ? er þa´ikki?
það er samt ekki orðinn fullur bakpokinn svo að ég get bætt einhverju inn ! :)
sjáumst á fjöllum þið sem eruð að fara ;)
fimmtudagur, 22. febrúar 2007
2morrow
*klöppum fyrir því ! *
annars er þetta 4. ferðin mín síðan um jól og það er ágætur árangur, ég þarf líka að bæta upp fyrir fjallaleysið í UK :)
ég er tilbúin, allt pakkað og búin að kaupa nesti ( HOLLT )
ég er ennþá að reyna að átta mig á þessari ólaflækju sem ég hef skýrt bakpokann minn, en ég finn engar leiðbeiningar yfir þessa flækju.
í gamla daga var nógu gott að setja bara dótið í og binda fyrir eða loka, en neih, þetta er eitthvað sem háskólanám gerir mann ekki færan í ! ( ég finn ekki einu sinni slagæðapúls! )
jæja,
ég VERÐ að fara í ræktina núna og svo aftur kl 7 fyrramálið, þessi vika fór í slór og bara búin að fara einu sinni, eða í gær. þetta er samt í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að ég trassa þetta svona hræðilega. Mundi lét mig aldeilis finna fyrir letinni í mér, en ég reyndi að setja upp hvolpa augun og reyna að segjast hafa átt afmæli og þá má maður sleppa svona klikkun :)
c ya !
Ragna Bakpokaflækja
( hey ! hann er ekki jafn flókinn þegar það er búið að strekkja allar ólarnar ( sýnist mér ) ég prufa það þá ;) )
þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Afmæli
eða ...
-hring
-svuntu og pottaleppa í stíl
-ólífuolíukönnu
-jamie oliver kaffibolla
-blóm
-ilmkerti
-bolludagsbollu
-6000 inneign í intersport
-5000 kr
-hálfa videokameru
-60 lítra útilegubakpoka
já, ekkert smá ánægð
og sérstaklega með að hafa fengið alla þessar kveðjur og heimsóknir í gær :)
já, það var haldið smá kaffi hérna heima í gær
já og svo eru afmælisMYNDIR komnar inn !
mánudagur, 19. febrúar 2007
In case u didn't know!!!
sunnudagur, 18. febrúar 2007
helgarrapport
Ég byrjaði reyndar helgina svoldið snemma, eða á föstudaginn. Fór þá með hjúkkunum í vísindaferð í Mastercard.
þar var svosem ekkert nýtt til að segja frá, við fengum gullnar veigar og rosalega góðan mat frá Friday's.
Eftir mastercard skutlaði strætóinn okku á Pravda þar sem við trylltum dansgólfið í langan tíma. Ég reyndar byrjaði á að fara í hresst partý til Rannveigar og Sibbu.
ég var komin heim rúmlega 1 (hey, ég byrjaði að drekka hálf 4 ! ) :)
vaknaði svo allt of snemma á laugardaginn, og veit ekki af hverju, ég var búin að hlakka pínu til að sofa út.
en jæja
vaknaði hálf 10 og fór svo austur seinna um daginn. Til að fara í á þorrablót á Eyrarlandi.
það var sko ekkert smá gaman !
maturinn góður og þetta var örugglega besta ballið sem ég hef farið á af öllum þessum 5 þorrablótum sem ég er búin að fara á .
ég söng auðvitað með Magga Kjartans eins og í fyrra og ég VAR SKO SÍÐUST HEIM úr sætaferðinni! lol
fór svo og söng við æðruleysismessu í dómkirkjunni, þar sem alkahólistar og fíkniefnaneytendur ná í sinn styrk næstsíðustu helgi í hverjum mánuði. Reyndar held ég að flestir þarna séu þeir sem hafa frelsast.
svo í endann var boðið upp á fyrirbænir og máttu einstaklingar koma upp að altari þar sem prestarnir báðu með fólkinu.
ég með mínar samúðartilfinningar fór auðvitað að skæla þegar fólkið kom grátandi niður, með svo roooosalega átakanlega svipi í andlitum þeirra. úffs
en á morgun á ég ammili! :D
ætla að byrja daginn í andlitshreinsun og fer svo að baka, þegar skólinn er búinn :)
við sjáumst svo öll annað kvöld
(það er enginn boðslisti)
laugardagur, 17. febrúar 2007
listinn
í afmæligsjöf væri ég sérstaklega ánægð með að fá
- ólífuolíuflösku
-kökuhnífa!
-pönnukökuspaða
-ílangt jólakökuform ( ekki sílíkon)
-eyrnalokka
-hálsmen
-harðgert pottablóm
-önnur blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð :)
ég er líka ánægð ef ég fæ ykkur bara í kaffi líka ! :D
það verður opið hús frá 7-?? á mánudagskvöldið, ENDILEGA látiði sjá ykkur :)
fimmtudagur, 15. febrúar 2007
spreð og bruðl
pantaði í gær eitt stk Canon ixus 900ti
- mín DÓ um daginn ! *sniff*
og eins og það hafi ekki verið nóg. . .
þá fórum ég og þráinn og keyptum langþráða videocameru !
(já eða ég fæ minn hluta í afmælisgjöf sko, og hann fékk sinn hluta sem inneign frá Heklu )
ég held bara að ég sé alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman :)
já og p.s. cameran var bara til í hvítu/silfruðu . . . :/
en svo kættist ég þegar ég fattaði að auðvitað væri hún meira í stíl við makkann og ipodinn og myndavélina!!:)
(var að búa til ostaköku sem er á leiðinni í frystinn og verður étin í afmæliskaffinu á mánudaginn ! namminamm! )
ég held . . .
eða þá að héðan sé ekkert að frétta.
Bloggleysið stafar samt af ágætum slatta af hvorugtveggja. Ég ætla samt að reyna að skrifa 5 línur núna.
í gær áttu 2 hjúkkur afmæli, Jónsi og Sibba. Jónsi bauð í voðalega fínt og flott kaffiboð og Sibba var eiginlega búin að halda upp á afmælið sitt.
Herra valentínus mætti ekki til mín í gær ( wonder why ?! ) en ég veit af voðalega rómatískum manni út í bæ sem var sko búinn að skipuleggja heilan ratleik með vísbendingum og orðarugli til að koma sinni heittelskuðu á óvart ! :)
Vísindaferð verður farin í Mastercard á föstudaginn og ég bruna svo austur á laugardaginn til að fara á margfrægt þorrablót á Eyrarlandi :) Sunnudagurinn fer í þynnku og baka kökur fyrir AFMÆLIÐ mitt sem er á mánudaginn ! :) vei vei vei
sunnudagur, 11. febrúar 2007
helgarrapport
eitt skiptið.
ég ákvað það semsagt að skella mér bara austur um helgina, samt
eiginlega vitandi það að ég væri þar með búin að eyðileggja lærdóm
helgarinnar, en það verður að hafa það, ég var búin að lesa aðeins
fyrirfram í fósturfræði sem r kennd á mándudaginn og því sleppur
þetta eiginlega alveg. :)
plan helgarinnar var ekki mikið á föstudaginn, bara það að fara á
Tunguballið á laugardaginn :)
það breyttist samt ansi snögglega í kvöldkaffi hjá Ingvari og Carinu
því að þá ákvað ég að skutlast með í fjallferð með Kristjáni, bróður
Ingvars ásamt Utanvinafélaginu og gista í Laufafelli, inn við Hofsjök
ul og koma því til baka
á sunnudaginn.
sem betur fer hafði ég tekið með mér útifatakassann ( eins og ég
reyni oftast að gera ) og Þráinn á líka góðan fjallapoka eins og ég,
sem ég fékk lánaðan til að sofa í. Ég átti n
óg af bjór og ekki var
ískápurinn heima eitthvað tómur frekar en fyrridaginn svo það var
ekkert mál að nesta mig .
ég fór samt svoooooldið of seint að sofa, en ekki fyrr en hálf 3
( þurfti að græja og gera einhverja hluti áður en ég gat farið að
sofa) og svo var ræs kl hálf 7 því að strákarnir Orri og Atli ætluðu
ða pikka mig upp kl hálf 8.
hittust allir heima hjá Ingvari í morgunkafffi og svo var raðað í
bílana, fólki og einhverjum farangri
bílarnir voru
Kristján á Ford "44+ Ragna
Orri á Datsun "44+ Atli
Ægir á krúser "38+ María
Ingvar á krúser "44+ Ingus
ferðin lá svo austur þar sem var keyrt upp tunguna og síðan brunað
upp í Hóla. Þetta var ekki sama umhverfið og hafði verið þarna
sunnudeginum áður, mikið af snjónum farinn og eftir var allt öðruvísi
snjór en hafði verið þá.
við Hóla tóku þeir bílar sem áttu það eftir, þ
jóðvegaloftið úr og
héldum svo áfram. Fyrsta festan kom í okkar hlut þegar Kristján náði
að spóla sig niður rétt eftir Álftavatnaskiltið, það var þó eiginlega
alfarið vegna þess að við sáum hreinlega ekki hvort við værum að fara
áfram eða afturábak, eða á ferð yfir höfuð, snjóblindan var ÞVÍLÍK!!!
við störðum út um gluggana og sáum EKKERT nema hvítt, engar misfellur
engar gjótur bara eeeeekkert ! best var því að horfa út um
hliðargluggann og beint oná jörðina beint á snjóinn til þess að sá
ferðarhraðann á okkur :)
við töltum svo inn í Eldgjá og komumst að því að ER FÆRT UPP BÁÐAR
LEIÐIR og erum því búin að brauta upp fyrir Þorraferðina sem verður
farin eftir 2 vikur :)
þegar upp var komið var allt í einu komin smá sólarglæta sem stoppaði
þó stutt en vonuðum við að veðrið væri að lagast og við værum að
keyra upp úr því.
okkur varð samt ekki við ósk okkar, því að snjóblindan var mætt á
svæðið eftir smá stund og því fórum við aftur að horfa út um
hliðargluggana, ekki bætti svo úr skák að það skall á með éljum inná
milli.
Rétt eftir langasjósskiltið ákváðu strákarnir leiðina sem átti að
fara og vorum við að skiptast á kubbum í GPS tækjunum ( ægir og
kristján) með trökkuðum leiðum þegar allt í einu heyrist í Ingvari
( furðu rólegum) "komiði, fjlótt" strákarnir héldu áfram að skipta
um kubbana og þá leit ég í átt til Orra og Ingvars og mér til smá
sjokks sá ég ekkert nema bílinn hjá Ingvari, oltinn !
ég kallaði því upp yfir mig "ingvar er oltinn" og olli það þeim
viðbrögðum að þeir RUKU af stað á svaka h
raða og ingvar kallaði aftur
í VHF "flýtiði ykkur!" , aftur jafn skuggalega rólegur, miðaða við
ástandið á bílnum hjá honum.
ægir rauk út og batt spotta í hann til að toga hann sem fyrst niður
aftur því eins og margir vita er ekkert gott að láta bíla vera í
svona ónáttúrulegum stellingum uppá að olían fari nú að troða sér á
óvinsæla staði eins og uppfyrir stimplana eða í túrbínuna, já eða
einhvert annað bara.
Ægir var svo fljótur að toga hann aðeins niður
að það náðist bara ein
mynd af þessu og hún er hér fyrir neðan í síðustu færslu. takið bara
eftir Orra sem stendur .þarna upp við bílinn, hvað bíllinn var
algerlega stunginn niður.
Ingvar hafði sumsé rambað á fyrsta lækinn eftir Langasjósskiltið og
auðvitað ekki séð hann vegna snjóblindu, og hann var líka hulinn
snjó. Hann pompaði þarna svona skemmtilega niður. Grey svíinn
nýsofnaður ! :) og það er ekki gott að lenda í svona þegar þú kemur
að þessu í 45 gráða horni, það allavegana getur endað svona !
svo hefði hann kannski líka sloppið ef hann hefði farið aðeins
hraðar, hann var nú bara á dóli.
en þetta slapp alllt mjög vel, fyrir utan frambrettið sem beyglaðist,
og olían rann hvergi inn í neitt svo að þegar búið var að draga hann
upp ogberja aðaeins til brettið héldum við áfram.
ég SKIL samt ekki af hverju hann fór ekki á hliðina !! hann stoppaði
bara á frambrettinu og hefði verið aðeins minni snjór þá hefði hann
sko farið á hliðina !
anyway...
til fullt af myndum af þessu í myndaalbúminu og líka video sem ég
kannski klippi saman við tækifæri og set inn.
útsýnið hélt áfram að hamla okkur og var plan að borða og þá myndi
vera komið betra skyggni, ó nei .. alls ekki, það nefnilega versnaði
ef eitthvað var !
þegar við vorum farin að þræða okkur áfram og sjá gil og læki allt í
einu komin hliðina á okkur, ræddum við saman og það var ekki orðinn
fýsilegur kostur að fara að halda þessu eitthvað áfram, í fyrsta lagi
áttum við breiðbak eftir, og þó svo við myndum ekki fara inn
Laufafell, heldur inn í Botnlanga sem var varakosturinn þá væri þetta
ekki skemmtileg ferð. og svo var þarna kominn kafbylur, rugl mikið
rok og í alla staði, glórulaust ferðaveður !
við byrjuðum þá að feta okkur til baka eftir trackinu okkar og það
var ekkert auðvelt heldur, því við sáum ekkert, ekki einu sinni eigin
för !
um leið og ivð komum aftur í Eldgjá var komin sól ? ! ? fúlt !
kíktum aðeins upp á Axlir og þar var aftur komið glórulaust v eður,
svo við fórum bara alla leið niður á þjóðveg aftur, upp hjá Hafursey,
yfir Múlakvísl og komum svo niður höfðabrekkuheiði.
frábær dagur samt ! ! ! :)
svoldið fúlt ða þurfa að snúa við :/ en þetta var engin glóra :(
lærin voru svo snædd heima hjá Ingvari ásamt ferðafélögunum og stökk
ég svo í veg fyirr sætaferðarútuna út á þjóðvegi um 12 þar sem ég fór
á ball í tunguseli í griðarstemmingu ! :)
kl 5 þegar var svo að fara að sofa var ég orðin svoldið lúin ... enda
búin að vera vakandi í 22 og 1/2 tíma eftir 4 tíma svefn ( og 6 tíma
svefn nóttina áður ) og ekki búin að fá lausan hálftíma allan
laugardaginn.
Þið sem hafið farið í fjallaferð, þá er ansi þreytandi og erfitt að
hristast í bíl í marga marga marga tíma ! :)
þetta er þá komið, myndirnar eru að koma inn á netið og enjoy ! :)
helgin!
annars er ég að hlaða inn myndir í þessum skrifuðu orðum, heilum 144 stk frá gærdeginum ( kræst! ) ;)
en á meðan það er að gerast þá megiði skoða mynd helgarinnar
Svona fer maður að því að velta, án þess að velta !!!!
sagan í kringum myndina og kjaftasögur af Tunguballinu koma, eins og ég segi... á morgun ( nema ég pikki hana inn á leiðinni til Rvk á eftir. . . )
c ya !
föstudagur, 9. febrúar 2007
boooring
er einhver búinn að fatta að ég er í eeeendalaust leiðinlegum tíma í skólanum !? !? !?
( 2 blogg og það þriðja í smíðum, bara í dag?)
Almenn hjúkrunarfræði í boði mjööög svæfandi kennara....
hér ætti að vera staðalbúnaður
a ) mikið af kaffi
eða
b ) tissjú til að þurrka slefið þegar maður sofnar fram á borðið
en hey...
held að ég skelli mér kannski austur á eftir.. :)
þarf að
-læra
-fara í ræktina ( svo ég nái 5 skiptum í þessari viku )
-fara á Tunguball!!!
en, ég get ennþá skipt um skoðun og það væri alls ekkert ólíkt mér !
sammála síðasta ræðumanni....
ég allavegana man ekki eftir því að hafa séð karlmenn í þröngum buxum þar sem appelsínuhúðin gæti sést í gegn eða þurfi að halda inni maganum svo að maginn belgist ekki yfir strenginn... hvað þá síður hef ég séð karlmenn í pilsum eða kjólum þar sem augljóslega er þörf fyrir þá að skella sér í sokkabuxur.
ég mæli með að þið lesið það sem Ingibjörg Rósa skrifaði um málið, skemmtilegur sannleikur sem flýgur úr puttunum á henni oft á tíðum ;)
lesa hér
( p.s. hafiði SÉÐ karlmann í sokkabuxum? nota bene, þá eru þeir LOÐNIR á fótleggjunum... hahaha.... sjáiði þetta ekki fyrir ykkur ? þeir líta örugglega út eins og broddgeltir eða hræddir kettir þegar hárin stingast öll út á milli litlu gatanna)
iðnaðarmenn islands !
Það fór nebblilega að leka frá afrennslispípunum frá hæðinni að ofan, ofan á gifsplöturnar okkar, fyrir ofan sturtuna. Sem gerði þennan fína rakablett, sem við kenndum um, eins og einfaldast var, sturtunni !
Bróðir minn fékk samt einhverja snilldarhugmynd einhverntíman í sturtu og POTA í rakablettinn, sem endaði þannig að hann stóð með fingurinn í gegnum gifsplötuna... úps!
nokkrum morgnum eftir stóð ég inná baði að slétta á mér hárið og það dropaði úr sturtuhausnum ( þetta er eitt það mest pirrandi sem ég heyri) svo að ég fór og ætlaði að skrúfa fyrir.
mér til smá furðu, lá sturtuhausinn í sturtubotninum, og þá koma nú engin dropahljóð!
uuu já
þið giskuðuð kannski rétt!
það dropaði úr pot-gatinu hans þráins !
seinna þennan dag var gert stærra gat og séð orsökina. vúhú, afrennslisrör ! ! ! ( gubb! )
svo byrjuðu iðnaðarmennirnir mínir að streyma!
Tryggingarmaðurinn kom
- gamall og ljótur! -
Píparinn kom
-gamall og ljótur-
smiðurinn kom
-smá gamall og mjög ljótur
málarinn kom
-gamall og ljótur
gr8!
en gatið er nú lokað og á bara eftir að mála ....
allt á réttir leið semsagt :) . . . . þrátt fyrir ómyndarlega iðnaðarmenn !
þriðjudagur, 6. febrúar 2007
little do I know...
jú það er auðvitað áhætta, en einhvernvegin hélt ég að það væru meiri líkur á smiti en þetta...
samanborið er 1-30% líkur á smiti á Lifrarbólgu B
og 0-3% líkur á smiti á Lifrarbólgu C
--> með sýktum nálum...
fróðleikskorn í boði Rögnu
mánudagur, 5. febrúar 2007
helgarrapport
ég þarf að skrifa svo mikið en nenni því ekki...
ok ...
föstudagur...
varð alveg freeeeeekar slöpp og að endingu ALVEG raddlaus... jább...
ekki kom mikið upp úr mér þann daginn nema kannski líkast einhverjum
hljóðum úr gömlum traktor með gangtruflanir!
týpiskt, hugsaði ég... þetta hlýtur að vera sálrænt ! að veikjast og
missa röddina rétt fyrir mikilvæg gigg! en reyndar er flensan, jú og
hitt og þetta að ganga svo að ég hlaut nú að geta skellt einni slíkri
í mig líka! ég hélt bara að ég hefði tekið þetta úr á sunnudeginum/
mánudeginum, og slappleikinn á þri, mi og fi hefði átti að vera "til
að jafna mig" :) ó nei
jú, upp á röddina að gera, vissi ég að ég YRÐI að fá stera, svo að
upp á bráðavakt þrammaði ég, óslasaða manneskjan og var þaðan vísað
upp á "háls nef og eyrnadeild " á Lansanum, eftir að ég hafði skrifað
niður kennitöluna mína, því að grey ritarinn skildi EKKERT
gangtruflana-traktorsröddina mína ( WHY ? :) )
upp á HNE talaði voooðalega næs kall við mig og skoðaði mig, jú,
svaka bólgin raddbönd, vegna sýkingar í barka? gr8! þess vegna var ég
slöpp ?
ég fékk því að fara í sterainnöndun ( æði og svaka stuð í því skal ég
segja ykkur! ) ásamt skemmtilegum lyfseðli sem kostaði mig marga
þúsundkalla til að leysa út ! en á honum voru 100 steratöflur, já
eins gott að löggan mæti ekki hingað ! ( held að ég verði ekki sterk
af þessum samt, en bíðiði bara!! )
röddin hrökk við þetta í gang! aaaalveg stóóóóórmagnað!!!!
fór svo á föstudagskvöldið á langdregna æfingu og var alveg
rooosalega pirruð og þreytt... og hálfraddlaus, en þetta hafðist. ég
vonaði bara að sándið yrði betra kvöldið eftir, á stóra kvöldinu
Laugardagur ...
hmmm hvaaaað gerði ég þá ? ? ? jú, byrjaði á að sofa svoooo vel...
mmmmmm, fór á lokaæfingu fyrir ballið og þaðan beint í að gera mig
reddí fyrir dómarastörfin.
söngvakeppnin var mjög flott... í alla staði, bjóst kannski við
fleiri krökkum, en það skiptir nú litlu. Við dómnefndin fengum
fallegt hásæti með þjóna til ða þjónusta okkur og þurftum að sitja
mjög alvarleg ( neee ) og hlusta. það var ekekrt mjög erfitt að stija
og hlusta bara á krakkana, en að dæma þau! æj nei... erfitt! og það
að mega bara velja 5 áfram, já, díses hvað ég hef oft hrist höfuðið
yfir dómnefnd sem kemur fram eftir að hafa látið mann bíða eftir sér
í 45 mínútur og segir að ákvörðunin hafi verið erfið... yeah right.
en ó jú! eeeerfitt! það voru alveg 3 atriði sem áttu "skilið" að
fara áfram, en svo vantaði kannski svooo lítið upp á að þau hefðu
getað farið í gegn. annars ætla ég ekkert að skrifa um þetta hérna
svosem.
Ballið... í alla staði frábært, sterarnir stóðu sig og stemmingin
alveg roooosaleg uppi við sviðið! haha, svoldið skemmtilegt að sjá
þetta frá sviðinu, ekki vera í æsta múgnum fyrir neðan. Krakkarnir
voru líka hress í að syngja með og hoppa og tralla og tjútta!
En eitthvað voru þau orðin þreytt kl hálf 1, enda ekkert skrítið,
langur dagur búinn og mörg búin að keyra til víkur um morguninn.
ég nýtti því tímann eftir ballið í að stökkva heim, ná mér í bjór og
TRALLA svo sjálf á Þorrablótinu á Ketilsstöðum! I'm NOT mad.
*hristahaus*
Sunnudagur
Eftir aðeins nokkurra tíma svefn var ég vöknuð, vaknaði bara sjálf
við að vera stressuð við að sofa yfir mig ! ég í einhverju móki hafði
talið orra frænda á að taka mig með í jepparúnt á sunnudagsmorgninum.
ég skreið því uppí til strákanna, og hellti upp á kaffi þarna rétt
fyrir 10 ! haha... hressir með það - eða ekki. ;)
3 bílar fóru í ferðina
Atli á Afa + Jakob
Orri á Datsun + Ragna og Kári
Ingvar á krúser + Guðni og Pernilla
upp úr 11 lögðum við af stað frá Víkurskála og skautuðum í átt að
Klaustri, með snöggri vinstribeygju hjá Laufskálavörðu, það var smá
snjór yfir öllu og rugl gott veður, logn og sól ! og reyndar svoldið
kalt, svona til að hafa þetta alvöru.
Það var ekkert kapphlaup upp í Hólaskjól, sem var fyrst ákveðni
stoppstaðurinn, en við reyndum að hafa auga með stórri HOLU sem gæti
leynst fyrir okkur á veginum og hafði valdið einhverju tjóni hjá
einhverjum. enginn tók þó stóra stökkið, því að hvergi fundum við
holuna.
Fallegt var í Hólaskjóli eins og þið sjáið á myndunum. Við renndum
þvínæst aðeins inn í Eldgjá, bara svona aðallega að athuga hvort það
væri fært upp skarðið, held ég.. Annars held ég að við vitum ekkert
eiginlega hvað við ætluðum að gera :) En þar sem að engin auðveld
leið var upp snérum við við, klöngruðumst upp á Axlir ( já eða Jakob
upp á axlirnar á Atla ) og fórum þaðan Áltftavatnakrók inn á
Öldufellsleið og svo til að gera langa sögu stutta, yfir jökul heim.
Enginn fór í spotta heim *húrrahúrra* og enginn er bilaðu ( svo að
við vitum til :) )
eitt kom þó fyrir sem stoppaði okkur aðeins í kuldanum. Eftir að hafa
stoppað aðeins og talað við Ingvar um hvert förinni væri heitið,
eftir hádegismatinn, snéri Orri bílnum við og í miðri beygju sjáum
við snjóstrók skjótast upp hjá hægra framhjólinu. Kári sagði þá alveg
pollrólegur "ég held að þú hafir affelgað" svona eins og ekkert væri
sjálfsagðara og eins og hann hefði verið að spurja hvort við ættum
tyggjó :)
en júbb... dekkið vandlega krumpað saman og affelgað.
enginn dánarúrskurður var kveðinn upp, en mig grunar að Atli hafi
verið tilbúinn að taka punk af bílnum... BARA svona til að stríða
orra aðeins. Það kom nefnilega aðeins til tals að Atli væri bara með
"tvo punkta í GPS tækinu sínu og þær hétu báðir Willis! " lol
í miklum kulda *brrrr* smelltu þessir handlögnu strákar dekkinu aftur
uppá, tjökkuðu bílinn niður og brunuðu af stað.
Orðið "brunuðu" átti vel við mest allan seinni hluta leiðarinnar,
skemmtilegt færi, púður og meira púður og lítið vesen. Mátti maður
því halda sér í og/eða skoppa og renna út um allt sæti í Datsun,
EN ... það gerir þetta svo þess virði *tell me I'm crazy*
hopp og skopp, frábært veður, góð færð, engin skakkaföll og
skemmtilegir ferðafélagar --> frábært
jökullinn hafði fengið að kynnast nokkrum jeppum og sleðum fyrr um
daginn og var hann líkastur hraðbraut, allur út brautaður. Ferðin
yfir jökul gekk því vel og við vorum komin til Víkur rúmlega 8
Myndirnar tala sínu máli :)
föstudagur, 2. febrúar 2007
extremely happy...
nr 1
ég fékk útborgað í gær... miklu meira en ég hafði gert ráð fyrir....
nr 2
ég bókaði ferð til Mallorca þann 25.-1. maí, þar sem eina markmiðið er að liggja í sólbaði, safna kröftum fyrir sumarið og versla smá.
can't wait ! :D
og svo úr þessu í annað...
ég er ALGERLEGA raddlaus... ó boj! ! !
og ég er að syngja á 450 manna balli á morgun
what to do, what to do ?!
í dag er þagnardagur og ég bryð bólgueyðandi í þeirri von að bólgan / bjúgurinn fari af raddböndunum
c ya !