sunnudagur, 31. maí 2009

pizza a la Ragna

sósa
ostur
pepperoni
skinka
hvítlaukur
laukur
rjómaostur
pizzaostablanda
og að sjálfsögðu..
12 mánaða gamall parmesan

eldað með ást og alúð og útkoman er hamingja :)

SHARE:

laugardagur, 30. maí 2009

Hvað er Twitter?

Ég var búin að vera að velta því svolítið mikið fyrir mér hvað TWITTER sé og þegar bth gat varla svarað því sjálfur þá gafst ég upp á að spekulera.

Forvitnin sigraði samt tæknióðu stelpuna og ég skráði mig á Twitter.com og ég er loksins búin að átta mig á þessu. 
Twitter æðið byrjaði rólega árið 2006 og er búið að vaxa mjög í vinsældum, sérstaklega í Bandaríkjunum en twitter er byrjað að berast til fleiri landa og nokkrir eru farnir að nota Twitter hérna á íslandi (aðallega þeir allra tæknióðustu) og í dag er Twitter í þriðja sæti yfir aðsóknamestu tengslasíður internetsins á eftir Facebook og Myspace og vex hratt þar sem umferðin um síðuna jókst um 1382% í febrúar síðastliðnum.

Að skrá sig á Twitter er frítt og getur hver notandi stillt prófílinn sinn þannig að hann ráði hvort að allir geti skoðað prófílinn hans og twittin eða hvort að aðeins vinir eða vinir vina geti skoðað.  Hægt er að breyta bakgrunni á síðunni sinni og gera hana aðeins persónulegri (það er enn ekki hægt á facebook)

En hvað er að Twitta? 

Twitter síðurnar eru mun einfaldari uppsettar og einfaldari hugmynd heldur en Facebook síðurnar og alveg lausar við öll quiz og leiki sem Facebook er farið að snúast mikið um. Síða hvers Twitter notanda sýnir hans síðustu færslur sem hann hefur sett inn og hver færsla getur verið allt að 140 stafa löng. Twitter er þess vegna einhversskonar mini-blogg síða eða status-update síða. 

Margar stjörnur hafa búið til sínar twitter síður þar sem þær senda inn reglulega fréttir úr lífi þeirra og má þar á meðal nefna Perez Hilton  ,  Schwarzenegger   ,   Stephen Fry   ,   Kelly Osbourne  til að nefna einhverja. 

Hægt er að vera "follower" þeirra sem nota Twitter og maður svo skoðað Tweets frá þeim sem maður er að fylgja eftir þegar maður skráir sig inná Twitter síðuna sína. Einnig er svo hægt að kommenta á Twitt vina sinna. 

Twitter-conceptið er svoldið flókið þegar maður er að skoða Twitter síður annarra en þetta verður allt frekar ljóst þegar maður er farinn að fylgja fólki eftir og farinn að Twitta sjálfur svo þið verðið bara að prufa að skrá ykkur 

Facebook er líka orðið Twitter-vænt. Hægt er að setja inn Twitter-blogg inna facebook síðunni sinni sem breytir sjálfkrafa status update-i Facebook síðunnar (einnig hægt að loka á þann fítus) en það er þá fínt fyrir þá sem finnst Twitter flækja málin of mikið og stressast yfir að vera að nota 2 síður í einu :)
Jæja, sammála mér eða ekki þá er þetta eins og ég skil Twitter ...(hér efst á síðunni til hægri getið þið síðan séð síðustu Twitter-bloggin mín) 


Enjoy ! 


SHARE:

föstudagur, 29. maí 2009

breytingar

íbúðin tók svo sannarlega ágætum breytingum þegar Viðar flutti í stubbaselið. Ég er nokkuð sátt með sound-ið í stórum hátölurum sem hertaka nú sitthvort stæðið hliðina á skenknum og sjónvarpið sem er flatt og að sæmilegri stærð er betra en 29" túbusjónvarp. Stóri 42" flatskjárinn kemur svo bara síðar og sjónvarpið hans Viðars fer inní herbergi, sem verður ekkert verra :)
Ég er líka fyrir löngu búin að sætta mig við Lay-z-boy stólinn sem mér fannst taka ALLT of mikið pláss í byrjun og varð að snúa allri stofunni í hálf-hring fyrir.

næst á dagskrá er að koma upp á vegg límmiðum fyrir ofan rúmið okkar. Rúmgafl er í fyrsta lagi fyrirferðamikill og í öðru lagi DÝR og Viðari hefur lengi langað til að veggfóðra vegg með heimskortinu og mér fannst það alveg út úr kú þá sættumst við mjög sátt á þessa hugmynd og eigum við bara eftir að mála vegginn fyrir ofan rúmið áður en límmiðinn fer upp á vegg.Fyrst fann ég þetta bara á netinu og svo mér til mikillar undrunar þá fást þessir límmiðar í Húsgagnahöllinni á svipuðu verði og ég hefði getað fengið þetta úti. Límmiðarnir eru frá Ferm living og það er danskt fyrirtæki. The World Map - límmiðinn er svo 120 cm x 90 x svo að þetta er ekkert lítið
World Map kostaði 15 þúsund krónur og var sumargjöfin til okkar. Límmiðarnir sem voru aðeins minni voru að kosta um 7000 og 9000. Límmiðarnir eru ekki fastir saman en koma á glærri filmu sem er föst við bakhliðina á þeim svo að við þurfum ekkert að vera að vesenast við að koma öllum löndunum á rétta staði, svo eru þeir líka mattir og alveg roslalega flottir. Kíkið bara við uppí Húsgagnahöll :)


aðrir límmiðar sem ég hef kolfallið fyrir eru Love birds (sem ég er meira að segja búin að finna stað fyrir)
og einnig Branches:
Viddi vill svo stetja Fingerprint einhversstaðar

mig vantar stundum fleiri íbúðir til að koma öllu í verk...


adios og eigið góða helgi

SHARE:

það eiga allir að kunna að skera lauk almennilega

skítlétt og allt og fáir virðast kunna þetta...

Þar sem að Viðar varð strax svaka flinkur við að skera lauk eftir eina smá kennslu og Þráinn og Karen eru öll á réttri leið með þetta líka þá langar mig að láta ykkur sem eruð ennþá að spá í á hvaða enda eigi að byrja og í hvaða átt á að skera þá er þetta simple


núna getiði fengið ykkur pulsu með hráum lauk án þess að bryðja laukbita á stærð við ananasbita  ;)

lítið í fréttum annars... Ég er að klára aðlögunina á slysó og mjén hvað þetta er stundum gaman. Strax orðin öruggari á svo mörgum hlutum og var svo í 3 tíma í dag á tækjadegi í vinnunni þar sem ég lærði á ómtækið, hraðdæluna, thoraxdren, bi-pap, nýjustu gerð af EKG tækjum, stuðtækið, togspelkur, arteríulínur og propack-inn.... 

újé! bring it on !
SHARE:

mánudagur, 25. maí 2009

Svínaflensan náði honum !


kannski erum við næst ? :-O


SHARE:

laugardagur, 23. maí 2009

miðvikudagur, 20. maí 2009

Slysólífið...

... er formlega hafið. jáh, ábyrgðartilfinningin, vandræðaleg-heitin og what-to-do eru tilfinningar vikunnar.

Aðlögunin (eins og litlu börnin á leikskóla) hófst á aðfaranótt þriðjudagsins og ég fór aftur á morgunvakt í morgun og byrjaði vaktin á almennri kynningu á deildinni og þá með aðaláherslum á störfum hjúkrunarfræðinga. Þeir sem þekkja eitthvað til slysó þá er þetta AFSKAPLEGA ruglandi, caotic, stór, mannmörg og hröð deild svo að það er margt sem við kunnum og vitum ekki þó svo að við vitum orðið alveg heilan helvítis helling. Lyfjablandanir fyrir paracetamol eitrun, lyfjablandanir við krampa og lyfjablandanir við blóðtappa. já... allt alveg helvíti flókið skal ég segja ykkur! (amk þessar lyfjablandanir sem við VERÐUM að hafa á hreinu)

það er svo líka örlítið skrítið að sjá nafnið manns standi uppá skjáborðinu inná Fjarskiptaherbergi  

eitt þarf maður svo líka að venjast. Taka á móti fólki sem maður actually þekkir. Þarna í gegn koma auðvitað 70 þúsund manns á ári ca svo að það er líklegt að maður þekki nokkra sem ganga þarna í gegn ;) 

Síðasta helgi var !BUSY! Eftir að hafa skreiðst heim úr próflokafyllerís-bústaðnum á föstudeginum keyrði ég til Víkur og fór á æfingu með Fúsa fyrir Eurovisionkvöldið á laugardeginum og fór að sofa eins SNEMMA og ég gat þar sem morguninn eftir var ræs kl 07:00 til að fara að hita upp röddina því að Ég og Egill (kærastinn hennar Mattýar) höfðum verið beðin um að frumflytja frumsamið lag sem gefa átti Rauða krossi Íslands á aðalfundi hans í íþróttahúsinu. Flutningurinn tókst svo rosalega vel að ég og Egill roðnuðum niðrí litlutær þegar fólk stóð allt á fætur og klappinu ætlaði aldrei að linna og vel mátti glitta í tár í augnhvörmum nokkurra. Ég get svo svarið það. Aldrei hef ég  verið jafn vandræðaleg á sviði! 

í hádeginu og aðeins fram eftir degi tókum við upp demo af laginu svo að ef þið viljið heyra, endilega verðið bara í bandi ;) 

kvöldið á kaffinu hófst fyrir 12 og byrjaði vel vel vel veeeeel... Fólk var farið að syngja með og fjöldinn allur mættur. Nóttin leið þannig að fólk söng af öllum lífs og sálar kröftum með flestum lögum, dansgólfið var fullt og gólfið titraði undir fótstöppum fólksins. jess.. svona á þetta að vera ! 

Greinilegt var samt á 2 Snöfsum að þeir voru ekki í æfingu þar sem ég var orðin frekar raddlítil eftir þennan 20 tíma söngdag og Fúsi emjaði undan verkjum í fingurgómunum. Tóm bjórglös sem eitt sinn geymdu bjór eru ástæða þess að við héldum áfram brosandi í þvílíku stuði alveg til rúmlega 3.  

plan vikunnar er lítið og er farið að minnka þar sem á morgun er fimmtudagur plús að Viðar er að vinna alla vikuna og ég á morgunvöktum  svo að ég nýt sólarinnar seinni partinn á svölunum og dunda mér að ganga frá þeim hlutum sem sátu pikkfastir á hakanum í prófatíðinni þangað til að hann kemur heim. gott plan ?

 


SHARE:

föstudagur, 15. maí 2009

rosalegt....

þið verðið að horfa á þetta 


SHARE:

miðvikudagur, 13. maí 2009

prófmynd vorprófa
já ég hef ekki sett inn neina mynd þessi prófin eins og ég hef oftast gert

staðurinn í dag er : Gimli - Háskólatorg
og þemað er  : Ömurlegir stólar - aumur rass 

SHARE:
SHARE:

þriðjudagur, 12. maí 2009

EUROVISIONGIGGjá hemmi minn

2 Snafsar ætla að rísa upp úr öskunni og halda hið Árlega Eurovisionpartý á kaffinu þann 16. maí á aðal-eurovisionkvöldinu :)

1000 kall inn og snafs fylgir með hverjum keyptum miða á meðan birgðir endast


SHARE:

sunnudagur, 10. maí 2009

próf á morgun

kl 9:00 í Eirbergi, stofu 205, borð 16. 

wish me luck

-p.s. Bráða og slysa-miðaði hjúkrunarneminn er EKKI áhugasamur um öldrunarhjúkrun. En ég næ þessu prófi nú örugglega eins og öllum hinum þó svo að metnaðurinn sé ekki alveg í topp
SHARE:

miðvikudagur, 6. maí 2009

Helvítis próf...


og svo enda þau oftast eitthvað í líkingu við þetta : 
SHARE:

þriðjudagur, 5. maí 2009

er í verkfalli

frá heimilisstörfum...
Ég er í prófum. Punktur :)

djöfull ÞOLI ég samt ekki prófatíð. Viljiði minna mig á að geyma það í 1-2 ár að fara í diplómanám eftir Bs-inn? Ég gleymi því örugglega fljótt hvað ég ÞOLI ekki próf, próflestur, prófstress, prófsetu, prófsskrifkrampa, próftaugaskitu... jú neim it !
SHARE:

sunnudagur, 3. maí 2009

oh deeem

Er búin að fresta því næstum óendanlega að fara að blogga. Það er bara frekar lítið að gerast sem ég nenni að skrifa um. En síðasta fimmtudag fórum ég og Viðar til Víkur á Raularann og hann var nú alveg fínn en ballið EKKI eins fínt. Ég held að næsta ár verði að ráða inn einhverja vinsæla ballhljómsveit svo að einhver a) nenni að koma b) nái að skemmta sér.

Er búin að vera í stöðugu partý á Slysó á næturvöktum um helgina. Næturvaktir þar eru svoldið skemmtilegar þar sem að enginn þarf að hvísla og venjuleg næturstörf eins og að mæla blóðþrýsting kl 6 og læðast með sýklalyf innan um sofandi fólk, gera upp vökvaskrár og fleira er ekki inní plani næturinnar heldur er þetta bara svipað og daginn nema færri sjúklingar oftast. Það gerir líka næturvaktir mun bærilegri þegar það fer að birta kl 4 eins og er farið að gera.

fyrsta prófið er á fimmtudaginn og ég er ekki ennþá orðin yfirþyrmandi stressuð og samfara því er lesturinn ekki orðinn yfirþyrmandi langur á hverjum degi þó svo að hver dagur snúist mest megnis um að vera að reyna að læra með misjöfnum árangri ..

until next

c ya

-p.s. Heyrst hefur að Fúsi er alveg jafn spenntur og ég fyrir kaffihúsaspileríinu á Eurovisionkvöldinu 16. maí ;)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig