mánudagur, 30. júní 2008

sjálfsskoðun ? :)

jæja, komin í 2ja daga frí núna. Ætli ég fari ekki á Flúðir á morgun og fagni með fjölskyldunni að Afi -elsti gröfumaður á íslandi ( híhí ) verði 80 ára á morgun .... og ennþá að vinna ! úff... geri aðrir betur ! Ælti dagurinn sem  hann hætti að vinna verði ekki dagurinn sem  hann xxxx, jú sjálfsagt :) 

var ég búin að segja ykkur frá merkilegri uppgötvun sem Heiðrún, systir hennar Rúnu í Steig gerði um daginn. Hún keypti nefnilega nýjustu-vinsælustu túristabókina sem er til sölu í öllum búðum þessa dagana og heitir hún "50 crazy things to do in Iceland" Á heilli opnu príða hana yndislega fallegt fólk og er kvenmaðurinn á myndinni alveg ofur hress, á þessari opnu er nefnilega stór mynd af mér og Fúsa, spilandi á efri hæðinni á Celtic forðum daga! Ættum við ekki að biðja um prósentur af þessu ? hah?  :) skemmtilegt samt og ég er búin að kaupa bókina. 
Viddi var samt ekkert á því að þetta væri ég þarna á myndinni því að af sjálfsögðu hefur hann aldrei þekkt mig eins og ég VAR. 

Þessar vikurnar stend ég í stað, og það ekkert smá fast! Þarf að fara að gera eitthvað róttækt til að ýta mér af stað aftur, en ég man að ég festist líka svona í þyngdinni eftir að ég missti 20 kílóin. svo allt í einu fór þetta að mjakast og ekki af neinni skýranlegri ástæðu. 
Ég er samt ennþá að venjast þessari nýju Rögnu. Oft eru föt svoldið vitlaus í stærðum og ég hef alltaf getað sirkað út stærðina, þeas hvort að flíkin passi eða ekki bara með því að horfa á hana. Núna get ég það engan veginn og fer oftast hálf brosandi út úr klefanum aftur til að ná í 1-2 stærðum minni flík.  Þetta kallast samt seint vandamál. 

Ég á líka svoldið erfitt með að venjast myndum. Mér finnast þær allar blekkja svo mikið. Rassinn minn getur ekki hafa minnksað svona mikið og lærin geta ekki hafa minnkað svona í þvermáli, eru kálfarnir mínir orðinir svona litlir (ég sem kallaði þá beljur!)... Það er auðvitað langt í land með þetta allt saman og það sem eftir er verður erfiðara en það sem af er gengið, þetta á sjálfsagt eftir að kosta mann meiri tíma og svita en það gerði í upphafi :) ég nýt þess samt á meðan að ég er ennþá að venjast spegilmyndinni af ÖLLUM líkamanum að labba framhjá gluggum og kíkja... jú... lærin HAFA minnkað! ;) 

bros kveðjur 

Ragna :) 
SHARE:

laugardagur, 28. júní 2008

ekkert búin að hjóla í dag..

nei í stað þess að fara í vinnuna í morgun, hringdi auminginn ég mig inn veika ! já .. skömm að því..
ástæðan er allóþægileg nótt þar sem ég fékk skemmtilega í magann og veit ekki af hverju. Maturinn sem ég hef innbyrt í dag hefur líka ekki tollað lengi í mér en þetta er allt að koma og ég ætla í vinnuna í fyrramálið, tek bara nokkrar immodium :)

Reunionplön fyrir reunionið sem verður haldið 12. júlí (www.vikurskoli.bloggar.is) eru komin á fullan skrið og erum við alltaf að bæta við, breyta og fá nýjar hugmyndir :)

enda þetta blogg á mynd sem Gunnar Bjarki tók af "Lög og Reglu" eftir ballið rosalega í leikskálum, lítum við barasta ekki út fyrir að vera sátt ?
SHARE:

fimmtudagur, 26. júní 2008

aumi aumi rassinn minn...

bensínmótmælin mín standa yfir ennþá og fær rassinn minn aldeilis að finna fyrir því þar sem ég skondrast út um allan bæ á hjóli og ekkert minni ökuníðingur á 2 hjólum eins og ég er á 4 ...!!!

ég, Hildur og Þorbjörg mæltum okkur mót í sundlaug í dag og þar sem ég HARÐneitaði að fara í Versalalaugina í Kópavogi (vegna OF langrar hjólavegalengdar) þá sættumst við á Kópavogslaugina sem er orðin mjög flott eftir breytingarnar. Ég hjólaði því þangað, mætti eins og eldrautt jólaepli því að ekki er Reykjavík á sléttu undirlendi, án brekkna eða beygja... úffs... 
Eftir sundið og sólbaðið hjólaði ég aftur heim á leið og hitti Þorbjörgu svo á Santa Maria, Mexíkóskum stað á laugaveginum, hliðina á Hótel Frón... Þar er ansi fínn matur og ALLT undir 1000 krónum... Já. þessi máltíð hentaði bensínmótmælandanum á hjólinu bara skrambi vel :)

Afturendinn minn er ekkert að gúddera allar þessar hjólaferðir í allan dag, enda er ég meira og minna búin að vera á ferðinni síðan 10 í morgun. þetta er æðislegt samt ! mæli með þessu!! :)
SHARE:

jæja..

Ég var ekki einu sinni búin að blogga um restina af danmerkurferðinni.. ! svo mikið hefur verið að gera hjá mér.

ég semsagt fór í Bambagarð einhverntíman í ferðinni sem ég steingleymdi að nefna, þið getið bara skoðað myndirnar af bömbunum :D ég og Thea vorum sko ekkert hræddar við þá :) og þeir eru AFSKAPLEGA hrifnir af Gifler-snúðum...
ég dró þráinn með í ÖLL tækin í Tívolíinu í Köben og telst hann hér með útskrifaður í tívolíferðum
Annars var ferðin rosalega fín og þráinn og ég slógumst ekkert :) ansi góð saman systkinin :)

jæja

þá er komið að aðal málinu !!!

HESTAMANNABALLIÐ

Nokkuð fleiri mættu en við gerðum ráð fyrir... við vorum þó með nógu marga dyraverði fyrir fjöldann, en jih minn, það hefðu mátt vera 3-4 fleiri.. Nokkrir mættu á ballið, tilbúnir með hnefann á lofti og lenti þeim oft saman. Svo því miður, lenti þeim saman við saklaust fólk sem var að skemmta sér... Já, ekkert frábært að standa uppá sviði og horfa á fólk BERJA hvort annað. Við hljómsveitin erum ekkert smá ánægð með ballið og vona að þið sem mættuð séuð það líka :D


vá, þetta var stutt samantekt ! 

c ya 
SHARE:

miðvikudagur, 18. júní 2008

3 dagar í ball



já og setti svo inn myndirnar frá Danmörku.. þær eru HÉR
SHARE:

þriðjudagur, 17. júní 2008

Hestamannaball ! ! !

Verður haldið í Leikskálum, Vík í Mýrdal

Laugardaginn 21. júní

1500 kr inn


16 ára aldurstakmark

SJÁUMST



SHARE:

sunnudagur, 15. júní 2008

uuuh já...

ég er komin heim ! ....

nenni ekkert að segja ykkur...

:)
SHARE:

þriðjudagur, 10. júní 2008

í kóngsins...

.... København ( psst, er ekki drolla btw)

Fallegu systkinin liggja núna og flatmaga á hóteli a Vestebrogade, steinsnar frá helstu stödum, eins og tivoli-inu, strøget og Istedgade... 2 sídarnefndu erum vid nú thegar búin ad thramma á medan tivoliid fær ad bída til morguns, thâ mun sjá hvort thrainn fáist med EINHVERJU mòti ì einhver tæki, drengurinn er nefnilega án alls gríns hræddur vid rússíbana.

Vil thakka Árúnu, Palla og Theu Mist (sem er ordin svo stór og dugleg) fyrir tímann og gestrisnina sídustu daga


Xxx

( p.s. Thetta blogg var í bodi iphone og ólæstu neti nágrannanna... Kjána Danir)
SHARE:

sunnudagur, 8. júní 2008

dagur 4..

Sunnudagur... fengum aðeins að sofa út í dag þar sem að Thea fór svo seint að sofa í gær...
Þegar við vöknuðum ákváðum við endanlega að dagurinn færi í ferð á ströndina og það gerðum við sko... flatmöguðum á teppum í svaka góðu veðri niður við sjó á milli þess sem við fórum og lékum okkur í sjónum, keyptum kæmpe stórar franskar pulsur og drukkum vatn.

Þráinn og Palli fengu í arf frá sínum foreldrum eitt stk brúnkugen og eru þeir orðnir ansi brúnir á meðan ég og Árún berum á okkur til skiptis 50+ sólarvörnina hennar Theu á þá staði sem við erum nú þegar búnar að brenna á. (glæsilegar)

eftir smá lúr heima fórum við svo út að borða á mexíkönskum stað niður við síkið í miðbæ Århus og þaðan fórum við á kokteila-bar þar sem við fengum okkur MIS-mikið-áfenga drykki... ;)

ætlaði bara að hafa þetta stutt...

h&m leiðangur nr 2 er á morgun.. mig "vantar" líka skó" Fjárframlög vel þegin takk;)
SHARE:

laugardagur, 7. júní 2008

I danmark

hæbbsí hó

Ég er í afsakplega góðu fjöri hérna í Århus hjá Árúnu, Palla og Theu já og Þráinn er hérna víst líka :)

fórum í rosalega langa ferð þegar við komum hingað, en við vorum komin út á völl um kl 23 á miðvikudagskvöldið, flugið okkar var kl 01.00 á fimmtudagsnóttina og lentum í Danmörku kl 06.15 að staðartíma í Kastrup, frekar ósofin. kl 07.40 áttum við bókaða lestarmiða til Århus og ætti tæplega einn og hálfur tími að vera feikinógur til þess að komast úr flugvélinni, ná í farangurinn og koma sér út í lest en allt getur breyst og bilaði farangursfæribandið svo að við biðum í klst og korter eftir farangrinum og RÉTT náðum lestinni... (smá stress sko) lestin var ágæt á meðan við dottuðum af þreytu mest alla leiðina og hlustuðu á ipodana. kl rúmlega 12 að staðartíma vorum við komin til Árúnar sem tók vel á móti okkur og við fórum í bakarí á leiðinni til að seðja mesta hungrið í syfjuðu fuglunum :) Restina af deginum lágum við í smá sólbaði í stóra bakgarðinum hérna í Århus, Palli grillaði svo góðar kjúllabringur sem við smjöttuðum á og drukkum ennþá meiri Carlsberg og sofnuðum svo FAST þegar lagst var í rúmið.

Föstudagsmorguninn vöknuðum við svoldið snemma miðað við íslendingana sem voru ósofnir og ennþá á íslenskum tíma, við fengum svo far með Palla niður á Strik hérna í miðbænum og fengum okkur gríðargóðan morgunmat á kaffihúsi sem sést seinna á myndunum. Allan daginn röltum við um miðbæ Århus, klifjuð h&m pokum og öðru sniðugu dóti. Skemmtilegt að segja frá því er að við versluðum í ÖLLUM h&m búðunum hérna sem eru 5 !!! :)
Ég passa greinilega í buxur hér í bæ og á eftir að kaupa mér eitt stk vonandi ...

hey, ég fann línuskauta sem kosta bara 9600 og held að það sé án efa málið að skella sér á eitt par áður en ég fer heim ! hver er geim ?!

á föstudagskvöldinu var svo íslenskt innflutningspartý hér hjá litlu fjölskyldunni og þar var ekkert slor sett á grillið ! það var íslenskt lambalæri og ss pulsur já takk! :) nokkrir fleirir íslendingar kíktu við og sátum með okkur úti í garðinum í kvöldsólinni og spjölluðum fram á kvöld.

Hver þarf að fara til sólarlanda þegar þeir geta farið til DK ? ! hér er búið að vera insanely gott veður, 27 gráður og smá gola. Fórum í skemmtigarð í dag sem var með fullt af hressilega skelfilegum tækjum sem strákarnir þorðu ekki í en við stelpurnar æddum í allar raðir sem voru fyrir framan þessi tæki, ekki hræddar við neitt frekar en fyrri daginn:) (múhaha)
Seinnihluta dagsins vorum við svo í sundlaugarhluta garðsins þar sem við fórum í rennibrautir og leiktæki og héldum áfram að brenna, við sem vorum á annað borð byrjuð á því :) Kvöldið var svo toppað með brjáluðum BÖRGER á grilli og stefnir í smá Bailey's drykkju, þeas ef við Árún komumst heilar úr ísklakaleiðangrinum sem við erum að fara í as we speak.

Ströndin á morgun ef veðrið verður svona gott ....

(ætla ekki að svekkja ykkur en það verður gott og jafnvel BETRA en í dag...)
SHARE:

miðvikudagur, 4. júní 2008

Hæ og bæ

handleggsbrotni fuglinn er farinn aftur norður og ég er farin til Danmerkur með brósa og verð þar í góðu atlæti hjá Árúnu og Palla í eina viku


c ya ! :D
SHARE:
Blog Design Created by pipdig