mánudagur, 29. október 2007

Leti blogg ;)

nenni ekki alveg að blogga strax um helgina en ÞAÐ VAR MIKIÐ GERT !

þar má nefna árshátíð hjá Víkverja og var ég "team leader" í einu skemmtiatriði þar sem ég lét 3 stráka hlýða mér í einu og öllu og þeir stóðu sig MJÖG vel ;)

hvað ég meina með "leti blogg" er að ég ætla bara að kopera textann sem við lásum hérna inn

Þegar við sem teljum okkur vera ungliða í Víkverja röltum um björgunarsveitarhúsið blasir stundum við okkur mikið ævintýraland.
Þar má nefnilega finna hluti sem við getum horft á og klórað okkur í höfðinu lengi yfir og spáð … “Hvað er þetta nú eiginlega og hefur einhver virkilega notað þetta?!”

Tækninni hefur sannarlega fleygt fram síðan við urðum að hugmyndum hjá foreldrum okkar og við erum auðvitað mun fljótari að tileinka okkur tæknina þó svo að við horfum stundum stolt á “gamla liðið” halda á gsm-símunum og velta því fyrir sér af hverju hann pípir af og til. Þau eru nú að reyna sitt besta þessi grey og flestir foreldrar okkar og Björgunarsveitarfélagar hafa haldið sér nokkuð í nútímanum hvað varðar tækninýjungar á björgunarsviðum, að ónefndum tækjum og dóti sem þeir geta fundið sér afsökun fyrir að prufa, skrúfa í og læra á.

Okkar kynslóð fer sjálfsagt ekki fjallaútkall um vetur í nema í að vea innanundir í gerviefna- og ullarblönduðu nærfötunum, goretex gallanum, flíspeysunni sem andar en er vindheld, í göngusokkunum sem eiga ekki að nudda eða láta mann svitna , í leðurgönguskónum sem eru varðir með nýjustu smyrslum svo við blotnum nú örugglega ekki í fæturnar, með vetlingana sem þú ættir ekki að kala í fyrr en í allra verstu veðrum, með gps-tækið í brjóstvasanum og tetrastöðina í hinum, auðvitað er kveikt á gsm símanum einhversstaðar í einhverjum vasanum ef ske kynni að við myndum DETTA í samband á háum punkti.
Hvernig væri hægt að fara á fjöll yfir höfuð ef við hefðum ekki allar þessar nauðsynjar ?!Sögur herma að ekki fyrir svo löngu voru notaðir aðrir hlutir en þessar nauðsynjar sem ég nefndi hér áðan þegar farið var á fjöll og við björgunarstörf. En hvernig fór fólk að ? Hérna eru 2 ungir björgunarstrákar sem voru fengnir til þess að sýna muninn á “gamla” tímanum og “nýja” tímanum. Fá einhverjir nostalgíu?

Í skoðunarferð okkar um björgunarsveitarhúsið fundum við ýmsa hluti létu okkur komast aðeins nær fortíðinni og þá í fótspor forfeðra okkar eða mæðra.
Lítum hérna aðeins á muninn á gömlu tímunum og tímanum okkar:

Talstöðvar…
Einu sinni voru gamlar CB handstöðvar við lýði… þær er nú auðvitað ekki hægt að nota með nokkru móti… hver ætlar að finna okkur ef hann getur ekki talað við okkur nema að vera í nokkuð góðri sjónlínu ? ég meina.. ef við erum týnd þá erum við týnd og sjáum ekki nokkrun mann… þá er CB stöðin ekki að fara að bjarga okkur
VHF stöðvarnar komu svo… þær voru nú ekki alveg jafn fyrirferðamiklar og CB handstöðvarnar en þær höfðu nokkra galla líka… Þú varðst nefnilega að finna þér endurvarpa, standa upp á hól og vita nokkurnveginn hvar þú ert staddur.
Núna… er komið Tetra … við ættum nú ekki að týnast með þá stöð í vasanum… við þurfum nú samt ennþá að ganga upp á hól til að finna samband, en við getum samt talað við gaurana norðan vatnajökuls og spurt þá hvort að það sé líka farið að snjóa hjá þeim.

Það að rata er ekkert mál fyrir okkur nútímafólkið… við eigum nú flest öll GPS tæki sem segja okkur nákvæmlega hvert við erum að fara, hvernig við eigum að fara þangað og hvaðan við vorum að koma. Allt mjög nauðsynlegar upplýsingar á fjöllum.
Við eftirgrennslan um hvernig í ósköpunum fólk rataði hér áður fyrr var okkur bent á lítið tæki… við horfðum lengi á það og föttuðum svo að það var hægt að opna það.. Þar mátti á líta litla nál sem var föst í eina átt.. Það var alveg sama hvað við gerðu, snérum okkur og dönsuðum en alltaf benti nálin í eina átt. Hvað er nú það ?! Var þá lagt á ráðin og hringt í fróða menn til þess að reyna að komast að hvernig ætti nú að nota þessa græju. Eftir nokkur símtöl fundum við einn sem kannaðist við lýsingarnar og hann vildi meina að þetta væri hlutir sem kallaðist “kompáss” þetta sagði hann með sagði með miklu stolti og jafnframt mátti greina smá söknuð í röddinni.
Við kölluðum hann á okkar fund og hann mætti með tösku og týndi upp úr henni pappíra og lagði svo ofan á þá “kompássinn” heilaga… Þarna sátum við, framtíðarbörnin, öll með mesta undrunarsvip sem við gátum komist upp með og hlustuðum á manninn tala.. Hann reyndi af fremstta megni að útskýra fyrir okkur að pappírarnir væru kort af landinu og hann myndi svo nota kompássinn til þess að miða út áttir og vita hvert hann væri að fara…
Við hristum höfuðin og hugsuðum öll að þetta gæti bara ekki gengið upp… Hann hlyti að vera ruglaður og þar við sat.

Það er greinilegt að í allflestum björgunartækjum og búnaði hefur orðið mikil framför. Tæknin er orðin svo góð að við getum á allflestum stöðum komist í samband við umheiminn og látið vita af okkur. Samband er mikilvægt í björgunarstörfum. GPS auðveldar okkur líka við að rata við erfiðar aðstæður og komast heilu og höldnu heim.
Við tökum ofan af fyrir þeim sem notuðu gömlu björgunartækin sem við horfum á með forundrun og erum stollt af þeim. Við erum líka ánægð með að fólkið okkar vill læra á nýju tækin sem hjálpa okkur við björgunarstörf.

Er tæknin samt kannski að taka yfir ? Ætti hún ekki að vera orðin svo góð að ef maður er nógu vel undirbúinn fyrir ferðir þá ÆTTI Maður ekki að geta týnst og vonandi lent í sem minnstm skakkaföllum?
Jah, jú…Það er þannig svo lengi sem að við verðum ekki batterýslaus !!!
SHARE:

föstudagur, 26. október 2007

i skolanum, i skolanum

... er stundum skemmtilegt að vera..
lentum hjá afar fyndnum kennara í morgun sem kenndi okkur lífeðlisfræði og ég held svei mér þá að hann hafi bjargað deginum.

Willi er farinn og áttum við skemmtilegan tíma saman... svaka morgunverður var á miðvikudaginn en ég fór út í Bakarí og bjó til ferskan ávaxtasafa og alles...
svo var farin alvöru túristaferð um svæðið... kíkt í þjóðminjasafnið (ath að það er frítt í að á miðvikudögum, drífið ykkur þið þarna menningarleysurnar ykkar!) :)
fórum svo á kaffihús, kjöftuðum og ætluðum eftir það upp í hallgrímskirkjuturn... 400 kall ferðin upp ! nei takk ...
kveiktum því baraá kerti og fórum í perluna og skoðuðum "útsýnið" þaðan...
enduðum kvöldið á Reykjavík Pizza company og horfðum svo á Mýrina...
ég er svo menningarleg núna !!

ég er núna LOKSINS búin að finna mér kjól fyrir árshátíð Víkverja sem ég er að fara á, á laugardaginn og tek meira að segja gest með ;) - mamma er í skýjunum yfir því ! hahaha

í gær bakaði ég "hollt kryddbrauð" sem ég fékk hugmynd af af annarri uppskrift og breytti til að gera hana hollari
eiginlega alveg eins og þetta gamla góða sem mamma býr til en ótrúlega hollt...
enginn sykur
ekkert hveiti
enginn egg
engin olía

hér er uppskriftin

3 dl Spelt
1/2 tsk matarsódi
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 1/2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk múskat
2 dl eplamús ( má líka blanda saman bananastöppu og eplamús eða nota bara bananastöppu)
3/4 dl agave sýróp

hrærið öllu saman og skellið í jólakökuform
(ég átti ekki jólakökuform svo að ég notaði lítil sílikon form... sýndist ða það væri ekki vitlaust að gera tvöfalda uppskrift í venjulegt jólakökuform...)

bakaði við 175 gráður þangað til að það var tilbúið

MANA ykkur í að prufa þetta !

setjið svo smá smjör og ost á og borðið. naaammmm!!
SHARE:

þriðjudagur, 23. október 2007

allt að gerast..

já... það er fullt að gerast... ef það er ekki í félagslífinu þá er það í skólanum..

Willi kom á fimmtudaginn og ég gerði frábært salat og fór svo niðrí bæ á Deco með Svenna, Willa, Arnari og Bjögga þar sem ég heyrði Ragga, Danna og Gunna spila og ég segi það hér og skrifa að þeir eru án EFA bestu trúbbar sem ég hef heyrt koma fram... ég vil bara fara sem fyrst aftur og hlusta á þá, hver vill vera memm? ? þeir eru oft á fimmtudögum á Deco, ef ekki alltaf.
Föstudagurinn var rólegur, ég fór ekkert að djamma :) og var bara heima að læra þangað til að svenni og Björgvin komu í heimsókn.
Á laugardaginn var ég mestallan daginn upp í bústað hjá Svenna, að hjálpa mömmu hans aðeins með eitthvað Rótarý lið og þegar það fjör leystist upp þá hófst annað en Eiki vinur okkar átti 25 ára afmæli á mánudaginn og var haldið upp á það að á lau með svaka góðum mat, gítarleik, arineld og svo endað í pottinum... of mikið magn af freyðivíni fór í magann og höfuðið á þeim sem drukku yfir höfuð og segja tölur að við höfum 6 drukkið 13 flöskur ! enginn skal furða sig á höfuðverknum á sunnudeginum.
Allir fóru svo á sun og eftir urðu ég og Svenni og höfðum það nokkuð kósí bara þó svo að við höfum ekki farið í pottinn,... það var bara svo kallt ! :/

ætla að setja inn nokkrar myndir frá verklegri sár og sáraumbúðatíma frá miðvikudeginum í síðustu viku sem var SÉRLEGA skemmtilegur eins og myndirnar sýna :)

SHARE:

þriðjudagur, 16. október 2007

Tiltekt...

búin að vera að taka íbúðina smátt og smátt í gegn síðan á sunnudaginn og er núna búin að þrífa baðherbergið, þurrka af íbúðinni, ryksuga og skúra, þvo dúkinn af borðstofuborðinu og setja annan á í staðinn, setja ný kerti í ljósakórónuna fyrir ofan borðið, og svo tók ég nú til í baðskápunum og skúffunum til að leita að nefdropum um daginn...

Willi er að koma á fimmtudaginn !!! :) ... jih mi hlakkar til :)
þið sem vitið ekki hver hann er þá var hann kokkur á Höfðabrekku í 3 sumur og vann ég með honum í eitt sumar af þeim. ótrúlega fínn gaur og hef ég farið 2svar til Berlín að heimsækja hann. Loksins er hann að koma í heimsókn og verður hjá mér á fim og föst, fer svo austur og kemur aftur á þri og verður fram á fim.

kvefið mitt er alveg að gefast upp á mér og hefur hafið undirbúning á aðskilnaði okkar sem fer fram með snýtingum af og til ... mikið er ég fegin... Fór á milli snýtinga kóræfingu í kvöld, hitaði upp röddina og hæsin er svei mér þá að fara líka. Jólin virðast vera á næsta leyti þar sem að við sungum jólalög.. oh, ég elska að vera í kór! þá fær maður alltaf að taka gott forskot á jólalagasæluna !!

mig hlakkar ogguponsu til á morgun líka... en ég segi ekki af hverju ;)

best að halda áfram að lesa undir verklega tímann í sár og sárameðferðum ...

"Ef um graftarkýli (abcess) er að ræða má líka draga gröft upp í sprautu og senda þannig á sýkladeild. Þannig næst betur í loftfælnar bakteríur sem hugsanlega eru í sárinu."

lov it !
SHARE:

mánudagur, 15. október 2007

svo flott...!

Þið sem fylgist með blogginu mínu munið kannski eftir því þegar ég var að tala um listaverkið eftir Ron Mueck sem ég sá í Aros, listasafninu í Århus í ágúst...
Þar sá ég listaverkið "boy" og reyndi mitt besta að lýsa upplifun minni á þessu, þetta var svo stórt, fallegt og nákvæmt.. !

ég hef hérna fundið myndband með fleirum verkum eftir hann...


Ron Mueck - The most amazing videos are a click away

þið verðið EKKI svikin af því að horfa á þetta, þetta er svo flott ...
SHARE:

it's monday again

hristist í bæinn í gær sem var nú ekki jafn slæmt og alltaf, ég var nebbla svo heppin að ég fékk símtal sem entist alla leið á selfoss svo að mér leiddist voðalega lítið. Alltaf skal umferðin samt breytast í 70-80 km/klst þegar maður er kominn frá selfossi... anda inn Ragna Björg... anda út...

Ballið var snilld, skemmti mér ógeðslega vel bara og byrjaði í fyrirpartýi hjá Gumma Vigni og Kolbrúnu. Fámennt vará balli þegar við looooksins drulluðum okkur á ball og fékk ég far með Fýrunum. upphófst dansinn um leið og inn var komið því að ekki var nú svo troðið á dansgólfinu en hljómsveitin var frekar góð og fámenni skipti litlu máli. Á einhverjum tímapunkti fannst einhverjum voðalega sniðugt að hengja Canon eos 400 vél um hálsinn á mér og datt sú hugsun inn í höfuðið á mér nokkrum sinnum hvað ÞAÐ var ekki sniðug hugmynd... manneskjan sem hafði haft 3 drykki til að drekka í einu ekki hálftíma áður en klárað þá alla áður en hún fór á ball... held þó að myndavélin hafi skilað sér heil með FULLT af myndum á minniskortinu... haha

Lúlli fékk bón í gær og heilsan mín varð eitthvað furðuleg, ég kenni kvefinu sem hefur heltekið heilann á mér um það heilsuleysi. Í gær þegar ég var að fara að sofa mundi ég að ég gleymdi að stela nefdropunum sem höfuð haldið mér á lífi í vík og fór því í leiðangur út um alla íbúð í leit að einum slíkum... Eftir að hafa tekið til í baðskápunum og baðskúffunum fann ég enga... og ég var alveg við það að kafna... engin ráð virtust duga, ég var stífluð og þetta var neyðarástand. Þegar ég hafði játað mig sigraða og ætlaði að fara með bænirnar áður en ég lagðist til svefnsins langa þar sem miklar líkur væru á því að ég myndi kafna í mínu eigin **** sá ég birta yfir kommóðunni minni, haldiði ekki bara að þar hafi útrunnir nefdropar staðið og ákallað mig, ó mig auma hvað ég var glöð. útrunnir eða ekki þá voru þetta nefdropar, komnir til að bjarga mér....!

skemmtileg lesning í morgunsárið..
kenni hafragrautnum sem ég kom með í skólann um..
SHARE:

laugardagur, 13. október 2007

veit ekki...

... af hverju ég er ekki búin að blogga...
er jú alveg búin að vera að gera svipað síðustu 2 blogglitlu vikurnar sem núna eru liðnar eins og hinar vikurnar þar á undan, nema kannski eitt sem er að halda athyglinni minni þessa dagana... nóg um það samt.

Er komin í Víkina þessa helgina, einu sinni enn... kem líka næstu OG þarnæstu... argh... óska eftir bensínstyrk eða samferðarmanni/mönnum, þetta er farið að verða svoldið leiðinlegt.
sleppti vísó og októberfest HÍ í gær, var slöpp, sorrý, og fór í body pump.... ÞAÐ var ágæt upplifun... Grískur guð stóð fyrir framan mig, sveittur frá toppi til táar, sítt hár í tagli, talaði fallega ensku og kallaði okkur allar Darling... í skelfingu minni og klígjugirni ákvað ég að bæta einu lóði í viðbót við stöngina mína og píndi mig enn frekar.
- edrú í gær ! victory victory...

í dag kíkti ég aðeins á stóra stráka í stórustrákabílaleik, puðrandi í hringi og spólandi og fylgdist með öðru auganu á konur ökumannanna sem stóðu með aðra og gott vel ekki báðar hendur upp í munninum á sér af stressi yfir aksturslagi manna sinna og loftköstunum á þeim þegar þeir skoppuðu framhjá í hverjum hring. Sá sem vann var þó einhleypur... kannski hafði það eitthvað að segja... þori ekki að segja :)

í kvöld er ball... Kopar spilar fyrir dansi í Leikskálum. Hef ekki farið á ball í leikskálum siðan... uuuh, þorrablótinu í fyrra. Án gríns... þetta var balllaust sumar, alveg glatað. Nú er samt Víkin að fara að taka við sér og það eru 3 böll í einum mánuði ! allt eða ekkert. skyldumæting á ball hefur mér verið sagt af Mattý því hennar ektamaður ætlar að leiða dansinn og draga mann í ruglið. . . :)

á morgun fær Lúlli (bíllinn minn) smá bráðabirgðarbón fyrir veturinn og verður KANNSKI þrifinn að innan líka.. Olíuskipti fékk hann áðan og enn einu sinni fékk ég komment frá pabba.. "það sást nú ekki á olía á kvarðanum Ragna Björg..." uuuh... SO ! :) hann ætti þó að vera fullur af olíu núna og sést kannski á kvarðanum því til sönnunar.
SHARE:

laugardagur, 6. október 2007

myndir

Tekin 3. mars 2007


tekin 7. júlí 2007


tekin 5. okt 2007já, alltaf að sjást meiri og meiri munur
SHARE:

föstudagur, 5. október 2007

I'm alive...

úff... langt síðan ég bloggaði síðast..
Frá því að ég bloggaði síðast hef ég
-farið í sumarbústað
-marinerað mig of mikið í heitum potti
-farið í fjallgöngu
-lært að sprauta undir húð og í vöðva
-verið í ruglinu
-eiginlega ekkert verið í skólanum ( er eiginlega enginn skóli núna)
-farið tvisvar til munda og ekki dáið ...

man ekki meira núna

er í kvöld ða fara á Grillið á Hótel Sögu... í afmæli hjá Pétri sem á Halldórskaffi...
---> einn besti díll sem ég hef gert fyrir gigg skal ég segja ykkur
---> hlakka til

er svo að fara austur á morgun, laugardag og reyna að taka á einhvern hátt þátt í Menningarveislunni sem stendur þar yifr um helgina. svo er líka jeppaklúbbshittingur á Ströndinni kl 9, ég læt mig nú ekki vanta þar ;)
hmm hvað fleira?
jú.
Þorbjörg og Fúsi eiga afmæli á sunnudaginn ( búin að kaupa afmælisgjafir ! :) )
Pálmi á afmæli í dag og Pétur Vert er að halda upp á afmælið sitt í kvöld... 60 ára RISA veisla...hlakka til að fara með Fúsa og Guðnýju og njóta lífsins ;) Pétur átti samt afmæli 17. eða 18. júní...svona er að reka kaffihús úti á landi.. það er enginn tími fyrir einkapartý á sumrin ;)

en jæja

ætla annað hvort í sund eða í baðhúsið... get ekki ákveðið hvort

c ya
SHARE:
Blog Design Created by pipdig