fimmtudagur, 18. ágúst 2005

hvur fjandinn

hvað varð um sumarið?
er farin að kveðja fólk alveg hægri og vinstri.. sit núna uppi með heimboð til danmerkur, svíþjóðar, þýskalands, finnlands og noregs! hehe. þarf að skreppa í heimsókn til þeirra allra sem fyrst :D

er komin með vinnu í bænum þangað til að ég fer en það er á hjúkrunarheimili í Garðabæ.
Hlakka svolítið til sko... alltaf gaman að breyta til.
ég hætti semsagt á Brekkunni 31. og byrja í nýju vinnunni þann 1. sept.
Stefnan er svo að flytja út 19. okt.
ég þarf samt að gera svo margt áður ! það er alveg rosalegt.
mér finnst ég þurfi að kveðja allt og alla og gera margt af mér sem ég hef verið að fresta aðeins of lengi :D
kveðjupartýið samt eiginlega sett á 15. október! takið hann frá!

lítið að frétta samt

Er að spila með nýju hljómsveitinni ( össa, gauja og fúsa) í brúðkaupsveislu á akranesi á laugardaginn... ef tími gefst til þá ætla ég að reyna að kíkja aðeins í bæinn á menningarnóttina en græt það samt ekkert þó svo að ég missi af henni... þetta er hvort sem er bara að labba upp og niður laugarveginn og komast hvergi inn þar sem að það er allt svo troðið.
Hanna á Celtic hringdi samt í mig í dag og bauð mér og fúsa að spila um helgina.. reyndar aaaaaðeins upptekin bæði 2 en það hefði samt verið soldið gaman að spila á menningarnótt! þó að maður væri alveg til í að vera líka með hinu liðinu að djamma.

en nóg í bili
við heyrumst
SHARE:

föstudagur, 12. ágúst 2005

sendið mér email!!!

inboxið á gmailinu mínu er svoooo tómlegt eftir að ég gerði óvirkann prófælinn minn á aupairworld.net -eða hvað sem þetta nú var-
Er semsagt ekki að fá 19 email á dag um "xxxxxx's family is very interested in you" og svo heil romsa um hve börnin eru yndisleg og auðvelt það væri að búa með þeim
...

Ég held samt að ég sé með skuldbindingarhræðslu á háu stigi. í fyrsta lagi verður mér óglatt og líður illa ef ég sé fram á að byrja með strák og hætti SNARLEGA við... reyndar er það nú samt líka oft þannig að ég vil ekki byrja með strákunum sem vilja eitthvað með mig hafa og svo akkúrat öfugt.. en skítur skeður :)
Svo ef ég tek ákvörðun um að gera eitthvað...uuuu þá gerist það bara sjaldnast að ég held það plan. enda var ég svona eiginlega búin að skuldbinda mig við sjálfa mig um að gera eitthvað, og stundum eru aðrir inni í "breyta snöggt um áætlun " veseninu mínu.
Núna finnst mér allt í einu voðalega hræðilegt aðvera búin að ákveða að fara til London! ( já eða GUILDFORD! ) hver veit nú hvar það er... mun auðveldara að segja bara til london enda er ég bara hálftíma að fara inn í london frá staðnum sem ég verð á. En ætli ég verði ekki bara aðsætta mig við þetta og get used to the idea?
SHARE:

miðvikudagur, 10. ágúst 2005

hæbb

er að spá í að fara að skrifa svolítið hérna eftir bloggsumarfríið...
Ekki sjéns að maður sé inni til ða skrifa þegar það er búið að vera svona gott veður.
en gaman að sjá að það er farið að lifna yfir commentunum mínum! jibbí! keep on going !

er smá að spekúlera ( úff er búin að hlusta of mikið á Harrý og Heimir! )
ætti ég að halda kveðjupartý? ef ég fer ? jú ég fer... en hver veit, það er svo langt þangað til að það gæti MARGT gerst á þessum tíma :/
en ef ég held kveðjupartý... er fólk ekki farið að fá smá ógeð á mér, Ragna hélt 20 ára ammilisveislu með um 70 manns á Gauknum, Ragna hélt upp á útskriftina með 50 gesti og er ekki pínu of mikið að halda BLESS partý??? segiði mér, en ég er geim, það er ekki smurningin! :D
SHARE:
Blog Design Created by pipdig