þriðjudagur, 30. ágúst 2011

Bláber bláber bláber

Núna er berjatínslutíminn kominn og mér finnst að flestir sem halda heimili eigi að skutla sér út fyrir húsið sitt, finna berjalyng og tína nokkur ber.

Ég er sjálf ekkert hrifin af krækiberjum nema þá í saftir og hlaup þar sem ég þoli ekki að bryðja fræin í þeim, en ég elska bláber ! Ef þið komist í gott bláberjaland þá þurfiði ekki nema um klst (miðað við einn) til að týna nóg til þess að sulta smá og frysta svo restina. Ég er svo svakalega óþolinmóð að ég nota berjatínur til þess að tína bláber.
Ekki taka stór andköf yfir þessari aðferð, en ég hef komist að því að með þessum nýju tínum (rauðu boxunum með svörtu járngöddunum) tekst manni að týna bláberin mjög auðveldlega án þess að kremja þau mikið. Jú þau kremjast einhver en það skiptir ekki máli. Þú setur bara þau ber í pott til að sulta úr og þá er óþarfi að tuða yfir krömdum berjum og berjatínu-bláberja-aðferðinni minni :) 
Jú... einn galli.. það kemur að sjálfsögðu meira af laufum og drasli með berjunum heldur en þegar þú handtínir berin.. en hvað ? þú þarft hvort sem er að hreinsa þau right? Þú sparar þér ekki það skref með að handtína berin.

Berin sem ég sulta ekki úr set ég í zip lock poka og frysti. Nota svo berin allt árið um kring til þess að baka úr, gera sósur eða uppáhaldið, setja í boozt ! 
Hugsið ykkur peningasparnaðinn við að eiga ykkar eigin bláber inní frysti í stað þess að kaupa overprized frosin bláber útí búð, eða þaðan af verra, fersk bláber í bakka (ekki að þau séu vond, þau eru bara alveg gríðarlega, rosalega, svakalega dýr! )

Ef þið farið ein í bláber þá eru nokkur trikk til að gera bláberjatínslu skemmtilega 

-Farið með ipod og stillið tónlistina hátt... nýtið svo tækifærið og einsemdina í náttúrunni til að syngja eins og asnar..... (ef þið sjáið fólk, ekki skammast ykkar, þykist ekki sjá það og haldið áfram að syngja!)
-farið í feluleik við fötuna ykkar... setjið hana á góðan stað, labbið svo af stað og reynið svo að finna hana aftur... (mjög spennandi leikur en getur orðið ansi frústrerandi þegar fatan finnst seint !)
-farið á stað sem þið þekkið ekki vel, spurjið vini og fólk í kringum ykkur hvar gott er að tína ber.
-komið svo heim og látið þann sem EKKI tíndi  berin hreinsa þau :) (s.s. maka eða sambýling) 


Nokkrar uppskriftir með bláberjum á Ragna.is:
SHARE:

Vínarbrauð

Þetta er uppskrift af vínarbrauðum sem ég hef borðað eins lengi og ég man eftir mér. Ég hef núna erft uppskriftina frá mömmu sem hefur líklegast fengið hana frá ömmu o.s.frv. og núna er ég farin að gera mín eigin vínarbrauð. 

Það hefur alltaf verið bleikur glassúr á vínarbrauðunum hjá mömmu og langar mig ekkert að breyta því

Hér getiði lært hvernig þig eigið að gera gamaldags vínarbrauð sem eru uppáhalds krakkanna og frábært í ferðalög. undirbúið herlegheitin

Þurrefnin öll sett í skál og brjótið smjörið útí skálina og myljið það niður þar til að blandan lítur út eins og á myndinni hér fyrir neðan. Smjörið þarf að vera frekar lint svo þetta taki ekki of langan tíma 

Setjið allt það blauta ofan í skál í þurrefnablöndunni

hrærið aðeins saman þar til að þið getið sturtað deiginu á borð og farið að hnoða 

hnoðið þetta :)

deigið tilbúið

skiptið deiginu niður í 4 hluta og fletið svo hvern hluta út í ferhyrning sem þið skerið svo í þrennt (með pizzaskera eða kleinujárni) í miðju hvers rennings setjið þið svo ríflega mikið af rabbabarasultu og brjótið endana inn að miðju, en ekki láta endana snertast ! 

þegar vínarbrauðin eru komin úr ofninum setjið þið á þau glassúr (þau þurfa samt aðeins að kólna) og skerið í bita. 

fáið ykkur stórt glas af mjólk og gæðið ykkur á ! 


uppskrift: 
(1 bolli eru 250 ml)

6 bollar hveiti
2 bollar sykur
200 gr. smjörlíki/smjör
3 tsk lyftiduft
½ tsk hjartarsalt
2 stk egg
ca 2-3 dl mjólk
smá sítrónudropar og vanilludropar

1 krukka rabbabarasulta

eins og þið sjáið þá er uppskriftin stór! Endilega minnkið hana ef þið viljið ekki kúffulla hnoðskál af vínarbrauðum :) 

Aðferð:
-Setjið þurrefni í skál og myljið smjörlíki/smjör vel saman við. 
-Bætið eggjum, mjólk og smá f sítrónudropum og vanilludropum saman við og hnoðið saman.
-skiptið deiginu í 3 hluta og fletjið hvern hluta út í ferning, skerið hvern ferning niður í 3 lengjur og setjið rabbabarasultu á miðju hverrar lengju. 
-Brjótið enda lengjanna inn að miðju en látið endana ekki snertast. (ath, deigið á eftir að lyfta sér helling í ofninum svo hafið ekki miklar áhygjur af því að deigið sé svoldið þunnt)
-Færið lengjurnar yfir á plötur með smjörpappír og bakið við 180°C í um 15 mínútur eða þar til að lengjurnar eru aðeins farnar að brúnast. 
-Takið lengjurnar út, útbúið glassúr (flórsykur, vatn og smá rauður matarlitur, ef til vill smá möndludropar) og pennslið yfir lengjurnar.
-Skerið lengjurnar niður og geymið í boxi með loki. 
-Geymist vel 

enjoy ! 
SHARE:

mánudagur, 29. ágúst 2011

Pimm's frískandi sumardrykkur!!!

Því miður fæst Pimm's ekki á Íslandi... Svo þið bara verðið að kippa einni flösku með næst þegar þið farið til Bretlands. 
Pimm's og lemonade er hinn fullkomni pikknikk drykkur, saumódrykkur, grillfordrykkur... osfrv...

Hann er iðulega framreiddur í stórum könnum með fullt af ís, gúrkum (já gúrkum!), jarðarberjum, mintulaufum, sítrónu og appelsínu. Að vísu má svo leika sér enn meira og setja aðra ferska ávexti eins og kíví og vínber svo eitthvað sé nefnt. 


Drykkurinn er jú að vísu svoldið sérstakur á bragðið og get ég viðurkennt að fyrst þegar ég smakkaði hann þá skyldi ég ekki alveg allt umtalið sem hann fékk í Bretlandi (ég btw bjó í Bretlandi það sumar sem var það heitasta sl 100 ár) en að lokum var ég alveg orðin hooked  ! Til að lýsa bragðinu verð ég að segja að það er ferskt en með þó smá kryddað. Með límónaðinu verður drykkurinn alveg guðdómlega svalandi og góður og ekki skemma allir ávextirnir (+ gúrkan) fyrir. Hlutföllin á blöndunni  eru :

1 hluti Pimm's á móti 3 hlutum af 7up, límónaði, sprite eða öðrum sítrónudrykk 
setjið fullt af klökum ásamt jarðarberjum, myntulaufum, gúrku, appelsínu- og sítrónusneiðum 

SHARE:

mánudagur, 22. ágúst 2011

Sveppapasta með kjúkling í kryddhjúp

Æðislega auðvelt, frábært fyrir mat í miðri viku og skólafólk sem nennir ekki að geran eitthvað flókið.
Rétturinn er sérstaklega auðveldur ef kjúklingnum er sleppt
Uppskriftin notar mjög óhefðbundnar mælieiningar sem gerir þetta enn auðveldara (að því leitinu til að það er lítð að vaska upp)

Ofan á pastað set ég kjúkling sem ég steiki alveg eins og ég geri í þessari uppskrift hérna  nema helmingi minni. Auðvitað getiði sleppt kjúklingnum, hann er bara til að setja punktinn yfir i-ið. En ef ég myndi sleppa kjúklingnum þá er hvítlauksbrauð alveg orðið nauðsynlegt :)

Svo !

here we go !

Steikja saman beikon, lauk og hvítlauk þar til aðein brúnað

Setjið mjólk, campell's sveppasúpu og rjóma. Kryddið eftir þörfum 

Sjóðið pastað og steikið kjúklinginn 


og þá er bara að að skella þessu á disk

Uppskrift:
fyrir 3-4

2 hvítlauksgeirar, saxaðir fínt/marðir/rifnir niður 
1/2 laukur, fínt saxaður
3 beikonsneiðar
1 dós Campell's sveppasúpa  (Cream of mushroom)
1/2 dós mjólk 
1/4 dós rjómi
salt og pipar
(einnig er hægt að setja ferska eða niðursoðna sveppi ef þið viljið)

ATH: hér nota ég bara dósina undan Campell's súpunni sem mælieiningu. 

2 kjúklingabringur, skornar í tvennt 
uppskrift fyrir ítalskan kryddhjúp er hér  en þið þurfið aðeins að gera hálfa uppskrift ! 

Spagetti (þið ráðið alveg hvað þið sjóðið mikið spagetti :) )

Aðferð:
-Skerið hvílauk og lauk fínt niður og beikonið niður í mjóar ræmur. Steikið á pönnu með smá olíu þar til að beikonið hefur tekist að brúnast og laukurinn orðinn glær. 
-Opnið Campell's súpuna og hellið útá. Fyllið svo dósina til hálfs af mjólk, hellið því útá og setjið svo rjóma í 1/4 af dósinni og hellið útá. Látið sjóða aðeins og hrærið í. 
-saltið og piprið eftir þörfum en munið að beikonið og súpan  er með salti svo að ekki setja eins mikið og þið munduð setja í sósu sem þið gerið alveg frá grunni.
-Ekki gleyma að sjóða spagettí einhverntíman þarna í millitíðinni :)

Ég geri vanalega sósuna, set hana í annan lítinn pott, þríf pönnuna og sýð svo pastað og steiki kjúklinginn á meðan. Rétt skerpi svo undir sósunni þegar kjúklingurinn er steiktur og pastað soðið. 

Enjoy ! :)
SHARE:

föstudagur, 19. ágúst 2011

í útilegu

feðgarnir í Garðyrkjustöðinni Engi

Þórir vígalegur með stóran hníf og girnilegt læri 

svoldið kalt enda hífandi rok... Það lygndi þó um nóttina sem betur fer


bleikur fer Viðari bara ansi vel :)

SHARE:

þriðjudagur, 16. ágúst 2011

Rögnusnúðar


Já, ég ætla ekki að kalla þessa snúða neitt annað en Rögnusnúða. Þessi uppskrift og þessir snúðar hafa fylgt mér síðan ég fór fyrst að baka ein og upp á eigin spítur. Síðan þá hefur uppskriftin ekki breyst neitt svakalega en aðferðin hefur aðeins breyst.

Reyndar finnst mér eins og þetta sé "mín uppskrift" og líður aðeins og ég sé að ljóstra upp leyndarmáli !


úff púff, anda inn og út, hér kemur þetta! 

Mjúkir, bragðgóðir með miklu súkkulaði.. Bestu gersnúðar sem þið munið hafa smakkað ! 


Þurrefnum er blandað í skál. og ég bræði vanalega smjörið, set mjólkina útí og nota heitt vatn og bæti því saman við til þess að fá vökvann volgan. (Ef ykkur finnst þetta eitthvað flókið þá getið þið hitað vökvann í potti eða í örbylgjuofni þangað til að hann er volgur.  Setjið ofan í smjör, mjólkur og vatnsblönduna, egg og kardimommudropa. Blandið saman öllum vökvanum útí þurrefnin og hrærið saman með sleif þar til að þið náið þessu það vel saman að þið getið farið að hnoða þetta saman í höndunum

þessi mynd er á hvolfi... mér er alveg sama... en ykkur ? :) 

Hér er degið hnoðað saman og orðið slétt og fínt :) 


Setjið deigið í stóra skál (ég erfði hnoðskál frá mömmu í denn og nota hana alltaf þegar ég geri snúða)
og látið hefast í klst. Ég er yfir höfuð svakalega óþolinmóð og læt deigið yfirleitt standa í heitu vatni í vaskinum. 


Eftir klst er deigið orðið stórt og fluffy. Sláið það niður og fletjið út á borð. 
Ekki skipta deiginu niður 

Fletjið ALLT deigið út :) 
(já, ég segi þetta með ásakandi röddu, þetta er svo mikilvægt !)


takk :)

já og í guðana bænum setjið smá hveiti undir svo að deigið límist ekki við borðið :) Ofan á degið set ég bráðið smjör/smjörlíki
ofan á það set ég blöndu af púðursykri og sykri (50%/50%) með slatta af kanil. 
Því miður er engin uppskrift og svoldið eftir feel hvað maður setur mikið. 
ég myndi giska á að maður þurfi um 150 gr smjör (ekki innifalið í uppskriftinni hér neðar) og best er að dreifa því út með sleikju. 


Svo er bara að rúlla öllu deiginu upp í rúllu og skera niður í snúða. Hafið þá þykka eða um 3 cm.
Ef þið hafið tíma, látið snúðana lyfta sér aftur þarna í 30-60 mín, ef ekki, so be it :) og ég skil ykkur alveg að geta ekki beðið svo lengi, ég get það MJÖG sjaldan :) Bakið í ofni á blæstri (ef þið ætlið að láta allar plöturnar inn í einu) og alls alls ALLS ekki láta snúðana verða brúnni en þetta... Þeir eiga að verða djúsí inní. 

Uppskrift

1 kg hveiti
2 pakkar þurrger
2 tsk lyftiduft
120 gr sykur 

2.5 dl mjólk
200 gr smjör/smjörlíki
2 dl vatn 
1 stk egg 
2 tsk kardimommudropar 

Aðferð: 
-Öll þurrefnin sett í skál, vökvinn hitaður þar til volgur og smjörið/smjörlíkið bráið, hnoðað
-Látið hefa sig í klst, flatt út í ferning, bráðnu smjöri smurt yfir allt deigið og vel af púðursykurs, sykurs og kanilblöndu stráð jafnt yfir
-Deiginu rúllað upp, skorið í sneiðar og raðað á plötu og látið hefast í 30-60 mín
-Bakað við 180 í 15-20 mín eða þar til snúðarnir eru ljósbrúnir
-látnir kólna og sett óhemju mikið af súkkulaðikremi ofaná ! 

Krem:

500 gr flórsykur80 gr smjör brætt60 gr kakó1 tsk vanilludropar/extract1 stk egg2 msk kaffiheitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.

Aðferð:allt sett í skál og þeytt og þeytt og þeytt :) þar til blandað, flott og slétt en má ekki vera of þykkt, þá er erfitt að setja það á snúðana (psst, það er gott að hafa þá vel volga samt), það á samt svo sannarlega ekki að vera of þunnt heldur.


Enjoy my folks !!!

p.s. þetta er stór uppskrift... en snúðarnir eru líka stórir og svakalega mjúkir og bragðgóðir svo þið ættuð ekki að hafa of miklar áhyggjur af því aið eiga eftir að henda þeim :) 


Hér koma svo fleiri myndir af snúðum.
Þessir snúðar eru svona meira eins og ég geri þa vanalega. Flet deigið út í aðeins minni ferhyrning en ég geri hér fyrir ofan og fæ þá svona stóra og flotta snúða. 
og auðvitað vantaði nokkrar súkkulaði-snúðamyndir
svona eiga þeir að vera ... mmmmh ! 

Uppfært!
oft hentar ekki að gera marga snúða til að bjóða uppá.
Hægt er að gera snúning úr deiginu (hálfri uppskrift) og láta gestina skera sér passlega sneið. 
skemmtilegt og óvenjulegt 

Snúningurinn er gerður eins og pekanhnetusnúningurinnSHARE:

þriðjudagur, 9. ágúst 2011

Taco, tortilla og Fajitas kryddblanda

Ég er farin að gera svona blöndu reglulega og eiga í krukku inní skáp.  þar á undan hed ég vanalega keypt tilbúið krydd í bréfum en þau kosta rúmlega 200 kr stykkið og dugir í eitt skipti. Hvers vegna ekki að nýta krydd sem maður á? Uppskrift: 
4 msk chili krydd
3  msk paprika
3 msk cumin 
2 msk laukduft
1 msk hvítlaukduft
1 msk salt

Öllu hrært saman og geymt í loftþéttri krukku með loki. 
Notað út á kjúkling eða hakk þegar þið gerið Tortilla, Taco eða Fajitas. 

Þegar þið gerið hakk:
Steikið hakkið (einn bakka), hellið 1 dl af vatni útá þegar hakkið er steikt og notið 2 matskeiðar af kryddblöndunni (meira ef þið viljið). Látið malla saman þar til vökvinn er farinn. 

Þegar þið gerið kjúkling:
Kryddið kjúklinginn mjög vel með kryddinu. Ef þið notið lundir, þarf ekki að skera þær í smærri bita en ég hef skorið bringurnar í smærri bita og steikt svo uppúr olíu. 

SHARE:

sunnudagur, 7. ágúst 2011

Svipmyndir af helginni

Piparsteik á svölunum í steikjandi hita kl 20 um kvöld... Alveg hægt að nýta plássið þó það sé lítið

Ben and Jerry's heimagerður jarðaberjaís... devine ! (p.s. viljiði uppskrift?)

Súkkulaði cupcakes með hlynsýrópssmjörkremi og pekanhnetum

Add caption

SHARE:

fimmtudagur, 4. ágúst 2011

Garden Girl

Síðan ég sá þessar vörur fyrst hefur mig langað í allt sem til er frá þessu merki og mesta snilldin er að þetta fæst orðið á Íslandi !... Helst af öllu langar mig auðvitað í garð, því að sjálfsögðu væri hálf glatað að klæða sig uppí í flotta skó, setja á sig rósótta hanska og fara í töff smekkbuxur til þess að labba útá svalir og róta í blómapottum!síríjöslí, svooooo töff !!!!! 


Farið inná þessa síðu til að nálgast upplýsingar um hvernig þið getið fengið vörurnar eða kíkt í búðina :)SHARE:

Harissa-kjúklingur á teini

Mikið hefur verið rætt um Harissa í matarbloggheimum upp á síðkastið. Aðallega hefur verið að tala um hve bragðmikið og spennandi þetta kryddmauk er. En það er frekar sterkt, með tómat, chili og hvítlauk en er þó alls ekki eins og eitthvað sem maður gerir auðveldlega heima.

Ég ákvað að prufa að gera mína útfærslu af rétti með þessu mauki og er hann alveg rosalega auðveldur og tilvalinn á grillið heima eða í útilegunni.


Svona lítur Harissa maukið út sem fæst orðið í flestum búðum og er það mauk sem ég notaði.

Uppskriftin og aðferðin er einföld. 

Skerið niður 3 kjúklingabringur, skellið öllu saman og setjið í box sem ætti ekki að opnast (ef þið eruð að fara í útilegu og ætlið að taka þetta með). 

Ég er mjög oft með marineraðan kjúkling með mér í útilegum til þess að grilla annað kvöldið og grilla þá vanalega maístöngla líka. 
Ég á fjölnota grillpinna sem ég fékk mjög ódýra í IKEA og hef vanalega 4 stk af þeim í matartöskunni minni sem fer allt með okkur í útilegum.  Einnig er ég með einnota latexhanska til þess að nota til að þræða uppá pinnana svo að það er auðvelt að þrífa sig eftir á. 

Til þess að hafa eitthvað annað en kjúklinginn og maísinn setti ég eina öskju af sveppum í box, hellti yfir hvítlauksolíu, pipraði og saltaði og þræddi svo upp á pinnann líka kvöldið eftir þegar þetta var grillað. 

Þetta er mjög gott kryddmauk og alls ekkert svakalega sterkt (Arnar Smári 8 ára, borðaði þetta með bestu lyst og kvartaði ekki yfi að þetta væri sterkt).  Spennandi bragð og allt öðruvísi en maður er vanur. 
Góð tilbreyting frá grilluðu kjöti!

Uppskrift

3 stk kjúklingabringur, hver og ein skorin í 8 bita 
2 msk Harissa mauk
2 msk sýrður rjómi (má vera með einhverjum bragðefnum og einnig er hægt að nota jógúrt )
2 msk matarolía
1/2 tsk salt

blandað saman í skál og geymt þar til það er notað. 

Þrætt upp á grillpinna/spjót og grillað þar til tilbúið

gott með kaldri hvítlaukssósu
SHARE:
Blog Design Created by pipdig