miðvikudagur, 19. desember 2012

Jólagjafaleikur 2012

Þetta árið fer jólagjafaleikurinn alfarið fram í gengum Facebook síðu Ragna.is

Ástæðan er ekki sú að ég ætla að leggja áherslur mínar á þá síðu, heldur er hún ágætur vettvangur til að kynna bloggið :)

ólíkt öðrum facebook-leikjum sem eru í gangi þessar vikurnar þá þarf engan veginn að deila síðunni eð myndinni til að geta tekið þátt.

Þið þurfið einungis að kommenta á þessa mynd á facebook síðunni



og þið verðið að hafa like-að Ragna.is facebook síðuna 

Allar upplýsingar um hvernig skal taka þátt standa við myndina á facebook 

that's it :) 


22. desember kl 22 mun ég svo draga út þann heppna og reyna að koma til hans jólagjöfinni fyrir jól :) 

(hver sá sem kommentar mun fá sitt númer og mun ég svo nota random number genereator til þess að draga út þann sem vinnur) 






SHARE:

mánudagur, 17. desember 2012

Fréttir

Já, þetta ástand á mér er einn partur af bloggleysinu sl mánuði :) 

Lífið er ansi gott. Bíð spennt eftir 1. janúar eða 2013 eða.... já ég veit ekkert hvenær krakkinn kemur! :) 

Meðgangan gengið eins og í sögu, eldspræk, engir fylgikvillar so far og bumbus dafnar vel svo ég viti til :) 


38v, nýkomin heim eftir að hafa sungið á jólatónleikum 

SHARE:

Salthnetusmákökur með smarties

Jæja !
Þessar eru auðveldar og alveg súper fljótlegar !

öllu hent í skál og blandað saman... that's about it :)
Mesti tíminn fer í að hnoða þessu saman í litlar kúlur.
Þess vegna geri ég þessar kökur stundum sem stærri kökur og kalla þær amerískar M&M kökur... Bara af því að það er mun betra fyrir sálin að borða bara eina köku (sem er þó stærri... haha) í stað margra lítilla.

Það er samt fátt jólalegt við þessar kökur. Það sem best væri, væri ef hægt væri að kaupa bara rautt og grænt mini Smarties eða M&M og þá yrðu kökurnar aldeilis jólalegar ! :)

En í bili þá höfum við þær bara í öllum regnbogans litum og borðum um jólin.
Það er líka hvort sem er allt of mikið af negul-engifer-piparköku-smákökum og lakkrístoppum sem við innbyrðum hvort sem er :)
Öll þurrefni sett saman í allt of litla skál 


Blautefnum bætt útí þegar búið er að skíta út aðra stærri skál :) 


Hnoðað saman og mótaðar kúlur. 


Uppskrift:
Gerir um 70 smákökur

2 2/3 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 bolli haframjöl
1 bolli lítið smarties eða súkkulaðiperlur frá Nóa Síríus
1 bolli salthnetur
1 bolli púðursykur
1 bolli sykur

250 ml bráðið smjör (um 200+ gr)
2 egg (ekki lítil)
2 tsk vanilludropar/extract

Aðferð: 
-Blandið öllum þurrefnum saman í skál
-Bætið blautum efnum saman við og hrærið létt saman með sleif og klárið svo að hnoða þetta saman í höndunum.
-Mótið litlar kúlur og raðið á pappír
-Bakist við 180°C á blæstri á 2-3 hæðum í 12-14 mínútur þar til þær hafa náð karamellulit



Svo verð eg að muna næst að taka myndir af kökunum áður en þær klárast ! :)


SHARE:
Blog Design Created by pipdig