fimmtudagur, 22. desember 2011

Waldorfsalat


Uppskrift:
1 ds. Sýrður rjómi
3 dl rjómi (þeyttur)
3 stk græn epli
200 gr vínber
200 gr ananas
2-3 stiklar sellerí
1 msk sykur
Rjóminn þeyttur og sýrða rjómanum hrært saman við. Eplin, vínberin, selleríið og ananasinn skorið frekar smátt niður og sett saman við.

Verð að taka það fram að þessi uppskrift, sem og uppskriftin af Kalkúnanum er í boði móður minnar :) 

SHARE:

þriðjudagur, 20. desember 2011

Kalkúnn - heill

Hér er uppskrift af heilum kalkún sem þarf ekki að eyða hálfum deginum í að ausa yfir. Hann er einfaldlega settur inní ofn um kl 2 og svo þarftu ekki að hugsa um hann fyrr en um kl 18. Gott plan? :)

Það sem er alger nauðsyn við að elda Kalkún er kjöthitamælir.  Uppskriftir sem segja 30 mínutur fyrir hvert kíló eða einhverjar svipaðar aðferðir við steikingu á kalkún er algerlega úrelt :) Eldun á kjöti snýst ekki um tíma, heldur hita og þess vegna ætlum við að mæla hitann. Tímasetningar eru til viðmiðunar um hve langan tíma maður getur gert ráð fyrir að eldunin muni taka.


Kalkúnn.
-Hafið fuglinn við herbergishita, takið hann út um morguninn þann dag sem hann verður eldaður til þess að setja hann ekki ískaldan inní heitan ofninn kl 14. Afþýðið fuglinn daginn áður. 

6-8 kg kalkúnn (fyrir ca 8-10 manns)
1 bréf beikon
Salt, pipar og kalkúnakrydd (krydda vel)

Fylling

1 bréf skinka (15-20 sn)
1 ds sveppir 
1 stk rauðlaukur
Steinselja söxuð
Salt og pipar
Brauðteningar (úr 6 skorpulausum brauðsneiðum) vættir með sherrý og sojasósu (ég sleppi sherrý)





eitt besta trikkið sem ég kann varðandi framreiðslu á kalkún er að losa bringurnar af fuglinum, skera þær í sneiðar og raða þeim svo aftur ofaná.

Video af hvernig gott er að skera kalkún:

Aðferð:

-Fyllingin er söxuð vel og svissuð á pönnu, krydduð og brauðteningunum bætt út í, hún er svo kæld aðeins.
-Kryddið kalkúninn vel innan í, Fyllingin sett inn í kalkúninn en hann er kryddaður vel utaná. 
-Beikonið lagt ofan á kalkúninn og pakkað vel inn í álpappír. Steikja á 150° C í 4 klst. Þ.e kl:14.00 til kl:18.00 taka pappírinn af og beikonið og smyrja hann með bræddu smjöri (um 300 gr). 
-Hækka hitann í 180°C (borðað kl:19.00) Sósan löguð úr soðinu af innyflum, gulrótum sellerí, sveppasafa og krydduð til.

-Undir það síðasta fer ég algerlega eftir hitamæli um hvenær ég eigi að taka dýrið út. Kjarnhiti fullhitaðs kalkúns er í kringum 70-72°C í þykkasta hluta fuglsins. Ég tek því fuglinn út í kringum 69°C, breiði smá blað af álpappír yfir hann og læt hann halda áfram að eldast úti á borði. 
-Ef þið eruð með minni kalkún, auðvitað setjið þið hann seinna inn en 14 :) 
(4-5 kg fugl var tilbuinn kl 19:30 þegar ég byrjaði á að elda hann kl 16, tók álpappírinn af kl 18:45)


Sósa: (mjög grófeg lýsing á aðferð)

Sósan er löguð úr innmatnum sem kemur með fuglinum.
Steikið allt sem kemur með fuglinum á heitri pönnu í olíu. Kryddið aðeins með kalkúnakryddinu, salti og pipar.
Bætið útá pönnuna 1 sellerístilk, söxuðum, 1 lauk, söxuðum og 3-4 gulrótum, söxuðum og látið þetta aðeins svitna saman, ekki brúna grænmetið.
setjið vatn útá (eins mikið og þið haldið að þið viljið af sósu), látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 1-2 klst. Setjið kjötkraft útí ef þið viljið, annars saltið þið og piprið að vild.
þegar sósan er kláruð bætið þið útí hana slatta af rjóma, smjörsteikið sveppi og setjið þá útí, bragðbætið aðeins með Worchestersósu og þykkið hana með hveiti og vatni hrærðu saman (eða tilbúnum maizenaþykki eða maizena og vatni). Ég set einnig smá sósulit til að dekkja sósuna aðeins. 


enjoy !

SHARE:

fimmtudagur, 15. desember 2011

Jólaleikur

Þá er komið að jólaleiknum hérna á síðunni.







Til þess að taka þátt þurfið þið að svara spurningunni í kommenti: 


Hvað hefur þú í eftirrétt á aðfangadagskvöld. 


Reglur:

  • Þið þurfið ekki að hafa like-að síðuna á Facebook til þess að taka þátt
  • Aðeins eitt komment á mann
  • Ekkert rétt eða rangt svar 
  • Ekki er nauðsynlegt að þið útbúið eftirréttinn, svarið við: hvað eruð þið vön að hafa í eftirrétt nægir
  • Þann 23. desember mun ég velja eitt komment,  algerlega af handahófi héðan fyrir neðan (engin rétt eða röng svör). Eigandi þessa komments mun fá jólagjöf frá Ragna.is 
  • Munið að setja email með kommentinu svo ég geti haft samband við ykkur 










Endilega takið þátt, ekki vera feimin,  ég hef jafn gaman af þessu og þið :) 

SHARE:

Piparkökukvöld


SHARE:

fimmtudagur, 8. desember 2011

Hvítlauksbrauð

2 blogg í dag? 
Heitt, stökkt, bragðgott hvítlauksbrauð


já, látum það bara flakka

Oft passar að hafa hvítlauksbrauð með mat og hef ég komist að því að það kostar um það bil það sama að kaupa 5 frosin, óbökuð baguette og að kaupa 2 frosin hvítlauksbrauð. Já, hér er ráðrúm til að spara ! :) 
Ég kaupi þessi frosnu baguette, tek út eins mörg og ég þarf og hef hin áfram frosin. Ef ég hef tíma þá tek ég brauðin út í tíma og læt þau þiðna svo ég geti skorið þau í sundur áður en ég set þau inní ofn.
Ef það er ekki hægt, þá að sjálfsögðu er hægt að baka brauðin þar til að þau eru þiðnuð og skera þau þá í sundur og setja hvítlaukssmjörið á.

Uppskriftin er einföld
Smá af smjöri
slatti af mörðum hvítlauk
Brætt saman í örbylgjuofni 

Magnið og hlutföllin fara eftir því 
  • -Hvað þú ætlar að gera mörg brauð
  • -Hvað þú vilt mikinn hvítlauk


Ath, það er mikilvægt að bræða smjörið og hvítlaukinn saman svo að það bubbli vel. Hvítlaukurinn eldast þá aðeins og gefur frá sér gott og mikið hvítlauksbragð)


smyrjið brauðin eins óhóflega og þið komist upp með


stingið inní ofn þar til að brúnirnar eru aðeins farnar að brúnast og smjörið kraumar á brauðinu
Stráið maldon salti yfir + þurrkaðri steinselju



enjoy

SHARE:

Mjúkar engiferkökur með hvítu súkkulaði



Þessar kökur eru góðar.
Fyrst var ég fyrir töluverðum vonbrigðum (þegar þær voru nýkomnar útúr ofninum) en daginn eftir sættist ég á þær og núna finnast mér þær vera alveg yndislega góðar .... jólalegar, smá öðruvísi og ekkert of væmnar 





Smjör og sykur þeytt saman, sírópi, kryddi, matarolíu og vanilluextract bætt við og hrært betur saman 


þetta er skelfilega girnilegur litur... 

eggjum bætt útí, einu og einu 

og að lokum hveiti og matarsóda 

hvítt súkkulaði skorið í grófa bita og bætt útí







Uppskrift (gerir um 70-80 kökur)


200 gr smjör 
1 bolli sykur 
1/2 bolli molasses / dökkt síróp (ég notaði dökkt sýróp en molassess fæst í heilsubúðum)
2 msk matarolía 
1 tsk vanilluextract
1 1/4 tsk kanill
1 1/4 tsk negull
1 tsk engifer 
2 egg 
3 1/2 bolli hveiti 
2 1/4 tsk matarsódi 
1 1/2 bolli hvítt súkkulaði skorið gróflega í bita


Aðferð:
-Þeytið vel saman smjöri og sykri.
-Bætið útí molasses/sírópi, matarolíu, vanilluextraxt, kanil, negul og engifer og þeytið þar til vel blandað
-Þeytið saman við eggjum, einu og einu í einu
-Hrærið hveiti og matarsóda saman við
-Mótið í litlar kúlur í höndunum sem eru um 2-3 cm í þvermál og veltið kúlunum uppúr sykri. 
-Raðið á plötu og hafið gott bil á milli, þær renna töluvert út 


Bakað í 10-12 mínútur við 180 
ath:
-íhugið ykkur gæti þótt gott að bæta við kanil, negul og engifer (kökurnar eru ekki mjög kryddaðar) og einnig að bæta kannski við meira súkkulaði 
-Þessar kökur eru gerðar af fyrirmynd snickerdoodle kökum. . . Þeim er velt uppúr kanilsykri áður en þær eru bakaðar. Ég væri til í að prufa það með þessar líka. 


enojoy 

SHARE:

mánudagur, 5. desember 2011

Jólasmákökur

Nú er kominn tíminn þar sem það er alveg orðið við hæfi að baka nokkrar smákökur

Hér kemur uppskrift sem ég setti inn í fyrra af lakkrísbitakökum :) 


enjoy 
SHARE:

föstudagur, 2. desember 2011

Söngur

Já ég veit að þetta er matarblogg, en mig langaði að deila með ykkur videoi





Lagið heitir upprunanlega "In the eye of the sparrow" og var meðal annars í Sister act  :)

Ég, Maja Eir og Katrín við undirleik Óskars Einarssonar

Bak við okkur stendur svo kórinn sem við tilheyrum. Gospel-kirkjukór Lindakirkju
SHARE:
Blog Design Created by pipdig