þriðjudagur, 30. apríl 2013

Butternut graskerssúpa með kókosmjólk

MMMmmmm

mér finnast svona þykkar og bragðmiklar súpur svo góðar ! 
Það skemmir heldur ekki fyrir að þessi súpa er ekki troðfull af rjóma og því hollari en margar aðrar! 
Það er samt nauðsynlegt að eiga einhverskonar blandara, annað hvort blandara sem maður gerir smoothie í, matvinnsluvél eða töfrasprota, allt virkar þetta jafn vel. 





Þessi súpa er í raun bara soðið butternut grasker með gulrótum í kjúklingasoði og svo allt maukað saman og volla !!! 


Ef þið hafið ekki undirbúið butternut grasker áður og vitið ekkert hvernig þið eigið að fara að og til þess að sleppa við að útskýra það hérna með einhverri langloku, þá skulið þið horfa á þetta myndband :) 


laukur hitaður í pottinum 

krydd steikt með 

já, þau festast við botninn og brúnast þar... það er bara alveg eðlilegt 

skellið niðurskorna graskerkinu og gulrótunum útí 

skellið soðinu úti 

þegar allt er orðið mjúkt og soðið, ausið heila klabbinu í blender (sjáið hvað ég var tæp á því að allt færi út um allt... úff!) Ef þetta passar ekki í eina könnu, skiptið súpunni niður

hellið svo aftur súpunni i pottinn, látið suðuna koma upp og bætið kókosmjólkinni útí 


saxið ferskan kóríander ef þið eigið til 


Uppskrift: 
-fyrir 4 sem aðalréttur

2 msk olía 
1 laukur
2 gulrætur
1 butternut grasker 
1 tsk kanill
1 tsk engifer (malaður)
1 tsk kóríander krydd
1 msk púðursykur 
1 líter kjúklingasoð eða 1 líter vatn og 1 teningur af kjúklingakjötkraft
salt og pipar 
1 dós kókosmjólk 


Aðferð: 

-Undirbúið graskerið eins og youtube videoið kennir ykkur :) Skerið það svo í teninga, tjah, svoldið stærri en venjulega teninga :) Skerið gulrótina í þykkar sneiðar 
-Steikið laukinn létt í olíunni. Bætið kryddunum útí og látið þau aðeins brúnast og ilma 
-Bætið púðursykrinum útí. 
-Látið graskerið og gulrótina útí, blandið vel saman við kryddið og laukinn og hellið svo soðinu / kjötkraftinum
-Sjóðið í 15-30 mín. Athugið hvort að graskerið og gulræturnar séu ekki örugglega vel mauksoðin áður en þið setjið þetta í blender og búið til súpuna. 
-Sjóðið upp á mixaðri blöndunni og bætið kókosmjólkinni útí, saltið og piprið.
-Skreytið með ferskum kóríander ef þið eigið og endilega bjóðið upp á brauð með :) Gróft, fínt, heitt, nýtt... þið ráðið :) 

nokkrir punktar
-Það er farið að fást á enn fleiri stöðum kjúklinga og nautasoð í fernum. Ég kaupi samt vanalega það sem fæst í Kosti enda afar gott og geymist vel í skáp þó ég noti það ekki strax.
-Butternut grasker kunna kannski ekki allir að nota en það er afskaplega gott og minnir mig stundum svoldið á sæta kartöflu þegar það er soðið. 
-Butternut grasker er harðara en þið munuð halda 
-Butternut graskert er bara ekkert dýrt ! 
-súpan geymist í viku í ísskáp. - tilvalið fyrir þá sem nenna ekki að elda oft.

SHARE:

miðvikudagur, 24. apríl 2013

Kjúklinga Tikka Masala

Mér finnst Tikka Masala alveg gríðarlega gott, well, reyndar finnst mér indverskur matur alveg gríðarlega góður. Sérstaklega eftir að hafa búið í Bretlandi. Þar er nefnilega ótrúlega vinsælt að fá sér "Curry" (indverskan mat) og eru bresk "curry" alveg svakalega góð (hvað er viðeigandi að setja mörg lýsingarorð í eina málsgrein? ;) )




Eins og í Butter Chicken uppskriftinni minni, þá eru margar tegundir af kryddi í þesum rétt... Því miður eiginlega.. Því að það er það sem stoppar mann vanalega í að gera réttina.
En...
Ef maður er búinn að koma sér upp þessum kryddlager einu sinni, þá mun hann vera til næstu ár og þess vegna engin spurning að kaupa sér þessi krydd og byrja að prufa :)

Ég er sjálf ekkert gríðarlega spennt fyrir réttum sem þarf að eyða 2 dögum í að gera, en eftir að hafa lesið mér til um það, þá skiptir miklu máli að kjúklingurinn marinerist í leginum í sólarhring, svo sorrý... þennan rétt þarf að byrja að undirbú deginum áður :) Það jákvæða við að byrja á að undirbúa þennan rétt deginum áður er sérstaklega snúið að mömmum með lítinn tíma eða bara fólki með lítinn tíma yfir höfuð, þar sem það er frekar lítið sem þarf að gera daginn eftir og því hægt að nota tímann í að undirbúa annað meðlæti án þess að allt sé farið í hvolf í skipulaginu.

(þetta er fullkomið í matarklúbbinn eða þegar þið fáið gesti í mat.... svoldið öðruvísi en þetta klassíska sem maður gerir vanalega, nautakjöt eða lambakjöt. Einnig má frysta þennan rétt og það er gott að eiga nokkra skammta inní frysti þegar lítill tími er til að elda)

ok... þessi er ekki hluti af hvernig eigi að gera Tikka Masala. Þetta er hins vegar svakalega þreytt Árdís Rún á leiðinni að fara að sofa þegar ég gerði kryddlöginn

Blandið kryddunum saman við jógúrtið



Hellið yfir kjúklinginn

Raðið kjúklingnum uppá pinna og eldið undir grillinu í ofninum (ekki hafa áhyggjur ef þeir eru ekki alveg eldaðir í gegn þó þeir séu orðnir brúnir... þeir klárast þá að eldast í sósunni
steikið laukinn við lágan hita í 5 mín 
bætið paprikunni útí 
bætið Garam masala útí
Takið kjúklinginn af teinunum og blandið saman 
Hellið tómatasafa útí 
Sjóðið við 30-60 mínútur. Bætið rjómanum saman við rétt áður en lagt er á borð og hleypið suðunni upp
Pappadums 

Naan brauð


Uppskrift
fyrir 6 

Dagur 1
1 kg kjúklingakjöt, skorið í bita 
8 hvítlauksrif 
5 cm bútur af engifer 
2 tsk salt 
1 tsk svartur pipar 
1 tsk Cayenne pipar (ég átti bara Chili pipar) 
2 tsk Cumin 
2 tsk Garam Masala 
Safi úr einni lime 
2 dósir af hreinni jógurt

Dagur 2 
Sósa: 
1 laukur 
2 tsk paprika 
1 tsk Garam Masala 
2 msk smjör 
2 dósir af tómata sósu í dós
500 ml rjómi 
Auka salt ef þarf
Kóríander til að bera fram með 


Veisla! 
Aðferð: 
dagur 1 
-Notið 1 kg af einhverskonar kjúklingakjöti. Getið úrbeinað kjúkling sjálf, keypt kjúklingabringur eða gert eins og ég, úrbeinað kjúklingalæri. Þau eru tiltölulega ódýr miðað við bringurnar en kjötið er mjög mjúkt og bragðgott. Munið bara að taka skinnið af og snyrta kjötið vel, enda oft frekar mikil fita á lærunum. 1 kg eru ca 3 bakkar af lærum. Bitana hef ég fremur smáa en stóra. Bara svo að það se auðveldara að borða bitana. Hef þá ekki stærri en venjulegan Flúða-svepp að stærð. 
-Þegar búið er að skera niður kjötið, blandið þá öllu saman sem er á listanum hér fyrir ofan. Hvítlauksrifin og engiferinn  finnst mér lang best að rífa með svona Microplane rifjárni, en auðvitað notið þið gömlu og góðu hvítlaukspressuna ef þið eigið hana og saxa niður engiferinn. Þið megið samt íhuga að kippa svona rifjárni með ef þið sjáið það einhversstaðar á verslunarleiðangri. Þetta er snilld fyrir engifer, hvítlauk og parmesanost. 



Blandið öllu saman í skál og hellið yfir kjúklinginn. Setjið inní ískáp og geymið þar til daginn eftir

dagur 2 

-Takið kjúklinginn og þræðið hann uppá grillpinna (einnota eða fjölnota). Kveikið á grillinu á ofninum ykkar og spreyið yfir kjúklinginn með non stick spreyi (til að brúna hann betur). Raðið pinnunum á bökunarplötu og "grillið" kjúklinginn þar til hann brúnast (snúið 1-2x)  (ef þið nennið, endilega skellið kjúklingnum á grillið úti... ég nennti því ekki :) ) - restina af kryddleginum hendið þið.
- Steikið á pönnu við vægan hita í smjörinu fínt saxaðan lauk í 5 mín. Steikið svo með lauknum paprikuna og Garam Masala. 
-Bætið kjúklingnum saman við og hellið svo tómatasafanum útí og sjóðið við vægan hita í 30-60 mín. 
-Rétt áður en þetta er lagt á borð, bætið 500 ml af rjóma við og látið sjóða smá aftur. 
-Saxið niður ferskan kóríander, stráið yfir og bjóðið svo upp á auka kóríander með í skál fyrir þá sem vilja mikinn kóríander. 

Meðlæti: 
Hrísgrjón 
Pappadums með Mango Chutney 

Og ef þið hafið ekki hugmynd um hvernig þið gerið Pappadums þá er myndband hérna ;)
(ég nota samt MUN minni olíu en er sýnt og sný frekar kökunum við)



Það eru ekki allir sem kunna bestu aðferðina við að sjóða hrísgrjón. Ég læt því aðferðina fylgja með :) 

(fyrir 6) 

500 ml hrísgrjón
1000 ml vatn 
smá salt

Setjið í pott með loki og látið sjóða í 3-4 mínútur. Slökkið undir pottinum og EKKI... já EKKI voga ykkur að opna pottinn aftur fyrr en eftir 20 mínútur. Já og EKKI taka pottinn af hellunni! :) 
Svona fáið þið fullkomin hrísgrjón sem brenna ekki við og þarf ekki að hella auka vatni af. 

simple as that! ;) 


ENJOY ! ;) 





SHARE:

fimmtudagur, 18. apríl 2013

Súkkulaðibitakökur (Subway kökur)

Í síðustu viku bloggaði ég um Kókoskökur... Ég var eiginlega byrjuð að gera Súkkulaðibitakökur þegar ég fékk hugmyndina af Kókoskökunum og endaði því að gera hvorugtveggja.

(Ath að ég á lika uppskrift af stökkum Amerískum súkkulaðibitakökum hér)

Eins og með Kókoskökurnar, þá er þetta afskaplega fljótgerð uppskrift og að flestu leiti gerð eins og Kókoskökurnar

(ég nota sömu myndirnar hér og í Kókoskökunum... why? well... af því bara. Þetta er í raun of líkt að ég nennti ekki að mynda þetta tvisvar) :)

sykur og smjör þeytt saman

lítur þá svona út 

eggi bætt við og þeytt smá

blandan breytist þá svona og verður ljósari og léttari

þurrefnunum blandað saman við 

kökurnar nýkonar úr ofninum... alltaf er það einhver sem stelur ser bita? !  ;)



Uppskrift (gerir 20-22 kökur)
(1 bolli eru 2.5 dl)

115 gr smjör (við stofuhita) 
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
1 egg 
2 tsk vanilluextract (eða vanilludropar)
2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 bollar súkkulaðibitar 

Aðferð
-Þeytið saman sykurinn og smjörið í handþeytara og bætið þarnæst eggjunum saman við einu og einu i einu auk vanilluextracts. 
-Setjið þurrefnin saman við, fyrir utan súkkulaðið og blandið vel saman. Hægt er að gera þetta í handþeytaranum eða með sleif. 
-Blandið súkkulaðinu saman við með sleif.
-Rúllið deiginu með höndunum og mótið kúlur á stærð við golfkúlur og raðið 12 saman á plötu, sem er ósmurð og ekki með neinum smjörpappír (ekki fríka út, þær festast ekki við). 
-Bakið við 180°C í 10-12 mín eða þar til þær eru búnar að fletjast vel út og orðnar brúnar í könntunum. 
-Látið kólna aðeins og borðið með ííískaldri mjólk. :) 

Punktar
-Bestu súkkulaðibitarnir fást í pokum í Kosti eða á Amerískum dögum í Hagkaup. Það er auðvitað hægt að nota suðusúkkulaði og brytja það gróflega niður
-Hægt er að bæta valhnetum útí
-Hægt er að bæta karamellukurlinu frá Nóa saman við 



SHARE:

föstudagur, 12. apríl 2013

Kókoskökur

Ég rölti oft Laugaveginn með Árdísi í vagninum a góðum dögum og oftar en ekki stoppa ég við á Te og Kaffi til að kaupa mér kaffi. Á mjög góðum dögum þá kaupi ég mér stóra kókosköku, sem er eins og Amerísk Súkkulaðibitakaka, ekki með neinu súkkulaði, heldur með kókos. Krispí og stökkir endar með mjúkri og seigri miðju... naaaammm!!

Ég ákvað í gær, þegar ég var að baka mínar venjulegu Amerísku súkkulaðibitakökur (þessar mjúku - uppskriftin kemur síðar) að ég myndi prufa að gera kókoskökur.

dare to say

þær eru awesome !

ég að vísu hef þær um helmingi minni en Te og Kaffi kökurnar, þær eru riiiiisa stórar.
En hvað bragðið varðar... þá eru þær mjög close (og næstum því alveg eins!)


fyrir utan hvað þær eru góðar, þá er kostur nr 2 sá að það tekur afskaplega lítinn tíma að gera kökurnar. Þær eru í kringum 10 mín í ofninum og ef allt hráefnið er til staðar, þá tekur um 10-15 mínútur að gera uppskriftina
Smjör og sykur sett í skál

þeytt saman

eggi bætt við 

þeytt aftur


þurrefnin ofaní 

þurrefnum blandað saman með sleif

tilbúið :) 

kúlur mótaðar í höndunum. Á stærð við golfbolta 


nei.. það er ekki búið að bíta í eina kökuna *hóst* 





Uppskrift:
(gerir um 18-22 kökur, fer eftir stærð)
(einn bolli eru 2.5 dl)


115 gr smjör 
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1 egg
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/2 tsk vanilluextract (eða vanilludropar)
1 1/3 bolli kókosmjöl

Aðferð:
-Þeytið saman smjör og sykur (púðursykur og sykur) í handþeytara. Bætið svo egginu við og þeytið þar til blandan hefur lýst og tekið í sig svolítið loft.
-Bætið öllum þurrefnunum + vanilluextractinu saman við með sleif þar til að þetta er vel blandað saman. Ef þið viljið, þá getið þið flýtt fyrir með því að nota hendurnar.
-Móti kúlur með höndunum, á stærð við golfkúlur og setjið á ósmurða bökunarplötu (nei engan smjörpappír heldur :) ). Passið að hafa bil á milli þar sem kökurnar renna út. Mér finnst passa ágætlega að setja ekki fleiri en 12 kökur á plötu.
-Bakið við 180°C í 10 mínútur (+/- 2 mínútur) eða þar til kökurnar eru að hluta til karamellubrúnar. Takið þær þá út og látið kólna. Þær munu falla svoldið niður, en það er í lagi :)

enjoy  ! :)



SHARE:
Blog Design Created by pipdig