miðvikudagur, 28. apríl 2010

Morgunstundirnar

Morgnarnir eru alltaf svoldið kósí... Viðar vaknar alltaf á undan mér enda þarf ég bara að lufsast á fætur svona um 8 leitið en hann er þá yfirleitt farinn. Marga morgna í síðustu viku og þessari hefur hann helt upp á kaffi handa mér. Það er ekkert smá þæginlegt að skríða framúr, fá sér hafragraut með bláberjum og drekka svo kaffi á eftir... svona á meðan maður les moggann í tölvunni. Eitthvað fipast Viðari stundum bogalistin í kaffigerðinni svona á morgnana og er kaffið ýmist líkt te-i eða það þarf að skera það... svona fyrir utan að það að stundum er ekki nóg í einn bolla og stundum gæti ég boðið 3 öðrum uppá kaffibolla. En það er allt í lagi, ég fæ amk kaffi á morgnana, já, og koss áður en hann fer! :)

komin uppí skóla með minn 1/2 bolla af rótsterku kaffi (það var það eina sem boðið var uppá þennan morguninn) og hér verð ég og minn rass þangað til að umræðukaflinn verður kominn saman (úff!)
SHARE:

laugardagur, 24. apríl 2010

Journey - Don't Stop Believing (Live)


Þemalag næstu viku... þýðir ekkert annað en að reyna sitt besta og vona það þetta blessist :)

SHARE:

Sushi í gær

Ég hitti 2 norðan hjúkkur í Iðu í gær og við fengum okkur Sushi... Kærkomin tilbreyting frá skrifunum sem hafa tekið við próflestrinum. Skrifin eru meira að segja erfiðari en lesturinn... 10 dagar til skila og ég er að VONA að þetta hafist þó svo að það hafi ekki allir trú á því að þetta takist. Tjah, það þýðir amk ekki lítið annað en að reyna er það ekki ?

Hér er sushi sem ég og Viðar gerðum síðasta sumar. Sefnum á fleiri sushi-session í sumar og bara um alla framtíð.. mmmm :)


SHARE:

fimmtudagur, 22. apríl 2010

Sumardagurinn fyrsti

Ansi kalt í höfuðborginni í dag. brr...
Gluggaveður dagsins er hins vegar eins fallegt og það gerist :)

Morguninn byrjaði seint þar sem það var loksins náð að sofa út hér á bæ. Bóndinn var samt aðeins fyrr á fætur og beið mín amerískur morgunverður (pönnukökur og allt) og kaffi þegar ég skreið á fætur.

Við drifum svo í að líma loksins heiminn upp á  vegg í svefnherberginu en hann á að koma í stað þess að vera með rúmgafl. Límmiðinn kemur frá danska fyrirtækinu Ferm Living og þau selja alveg ROSALEGA marga flotta og sniðuga límmiða til þess að skreyta veggi. Límmiðarnir fást í Húsasmiðjunni Húsgagnahöllinni og síðast þegar ég gáði þá voru þeir á mjög sanngjörnu verði miðað við það að panta úti og flytja heim og borga skatta. Mig minnir að heimurinn hafi kostað 15.000 kr.
Þið getið séð fleiri tegundir af límmiðum hér 


Hér er svo afraksturinn


Fyrir


..og eftir aah... pretty :)Þar sem gluggaveðrið var svona gott þá ákváðum við að skella okkur í bíltúr um suðurnesin og fórum út í Garð og Sandgerði.
Að lokum stoppuðum við í Blómaval í Keflavík og ég fékk sumargjöf....
Alveg ótrúlega fallegt og gult sólblóm! sjáiði bara :)
Í kvöld er planið að vera með mikla tilraunastarfsemi á marineruðum svínakótilettum sem ég ætla að grilla. Engar myndir voru teknar þar sem mér líst alveg skelfilega á þetta en GÆTI þó orðið í lagi.. jú ég tek kannski mynd á eftir.

Gleðilegt sumar :)
SHARE:

miðvikudagur, 21. apríl 2010

klst í próf


of stressuð til að lesa...
þér er best að gera sig bara fínan og sætan fyrir prófði (amk var tilraun gerð til þess)


SHARE:

þriðjudagur, 20. apríl 2010

Síðasta prófamyndin

ég er ansi spennt yfir því að klára loksins prófin á morgun! í framhaldi að því verður sest aftur við tölvuna eins og sl 3 vikur á undan próflestrinum.

4. maí er næsta dagsetning sem ég einblýni á. Þá skal skila ritgerðinni *panic!*ég er orðin krulluð af stressi! (allt er nú hægt)

tónlist dagsins er Queen, greatest hits, diskur II

Ef ykkur langar rosalega í hann þá getiði "náð" í hann hér

until next time 

ciao SHARE:

sunnudagur, 18. apríl 2010

prófatíð


Ég má nú ekki klikka á því að setja mynd af mér hér í síðustu prófatíðinni áður en ég útskrifast :)


syfjaður dagur ásamt einstaklega slæmum hádegi svo hárið var sett upp í snúð. tónlist dagsins er Adiemus

eigiði góðan dag.

SHARE:

Breytingar

Ég er búin að breyta aðeins síðunni minni til að undirbúa það að fara að blogga um eitthvða annað en bara partý :)

prófin klárast á miðvikudaginn næsta og skil á ritgerð eru 4. maí. Lokalokaloka skil eru svo um 20. maí.

Þangað til á ég ekki von á að það birtist matarblogg :)
SHARE:

fimmtudagur, 8. apríl 2010

matarbloggið

Já ég er ekki búin að gefast upp á matarblogginu. Þvert á móti.
Ég er hérna uppi með myndavélina af og til og tek myndir af því sem mér finnst sniðugt, gott og girnilegt

hér koma 3 myndir af einhverju sem ég mun blogga um og kenna ykkur að gera þegar ég verð hætt í BS-geðveikinni

Djöflaterta

Bestu súkkulaðibitakökur í heimi skv New York Times
Creme Brulee

jæja

eruði ekki orðin spennt ? 

SHARE:
Blog Design Created by pipdig