föstudagur, 22. nóvember 2019

Skinkuhorn

Ég get lofað ykkur að þetta eru mýkstu skinkuhorn sem þið munuð nokkurn tíman smakka. Tvöföld hefun gerir extra trikkið og salt ofaná í lokin er punkturinn yfir i-ið.


Skinkuhornin er tilvalið að gera og geyma í frysti fyrir skólanesti eða til að eiga og grípa í. 


Uppskrift:
gerir 36 stk 

2 dl volgt vatn
1 bréf þurrger
1 tsk sykur

1 tsk salt
2 msk olía
6 dl hveiti

Fylling
hálf askja skinkusmurostur 
6-8 sneiðar af reyktri skinku 
1 hvítlauksgeiri (lítill) 
smá svartur pipar 
ítalskt krydd 

Aðferð:-Setjið volgt vatn, ger og sykur í skál og látið standa í 10 mín eða þar til gerið fer aðeins að freyða. Bætið restinni af innihaldsefnum saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Ég mæli með að gera það með deigkrók í hrærivél og hnoða það í 5 mínútur á litlum hraða.
-Látið deigið lyfta sér í 40 mínútur undir viskastykki á borði.-Sláið deigið niður, skiptið því í 6 búta, fletjið út í hring sem er svipað og pizzabotn á þykkt og skerið með pizzaskera í 6 geira. -Setjið fyllingu á miðja kökuna, nær breiðari kanntinum á geiranum. Bleytið breiða kanntinn og spíssinn með vatni (ég nota bara fingurnar í þetta) og rúllið í átt að mjórri endanum. Gætið að snúa saman endunum svo að lítið af fyllingunni leki út.
-látið hornin standa á borði í 30 mínútur svo þau lyfti sér aftur. 
-Penslið yfir hornin með matarolíu og setjið flögusalt yfir þau. 
-Bakið við 200°C á blæstri í um það bil 10 mínútur eða þar til hornin verði létt brún. 


Gerið og sykur sett útí vatnið og látið freyða 

Bætt útí hveitið, olíu og salti 

Hnoðað í 5 mínútur þar til deigið er slétt og fínt 

látið lyfta sér í 40-60 mínútur

Fyllingin sett saman 

Það er mjög gott að hafa aðstoðarmann sem fylgist vel með hvort deigið sé ekki að lyfta sér 

"mamma það er alveg orðið mjög stórt" 

Deiginu skipt í 6 jafnstórar kúlur 

Flatt út á hveitistráðu borði í hring 

Skorið í 6 geira með pizzaskera, lítið af fyllingu sett á breiðari endann og vatni penslað á endann og spíssinn

rúllað saman frá breiðari enda að þeim mjórri 

Snúið upp á endana og horn mótað 

Látið lyfta sér í 30 mínútur í viðbót, penslað með olíu og salti stráð yfir. 

Enjoy :)


SHARE:

föstudagur, 1. nóvember 2019

Súkkulaðikaka með þeyttu karamellukremi Þessi kaka er himnesk! hún er SVO mjúk, hún er SVO góð, hún er SVO öðruvísi en margar aðrar sem þið hafið eflaust smakkað.

Kremið er hægt að setja á hverskonar köku sem er svo að það er ekki vitlaust að vista þessa uppskrift á góðum stað og nota við fleiri tækifæri.


Ólíkt öðrum kökum ætla ég að mæla með því að þið byrjið á að gera kremið áður en þið gerið kökuna.
Það þarf nefnilega að standa í ískáp í 2-3 klst áður en þið getið þeytt það upp svo það verði svona létt og ljóst eins og það er.

Karamellukrem 


200 gr sykur
50 gr smjör
400 ml rjómi
1 tsk sjávarsalt
200 gr Nóa rjómasúkkulaði, brotið í bita
1 tsk vanilluextract/dropar

Aðferð


-Setjið sykurinn í pott og hitið þar til hann verður karamellubrúnn. Ath að brenna hann ekki því þá verður kremið beiskt.
-Hitið rjómann að suðu í öðrum potti.
-Þegar sykurinn er karamellaður og rjóminn heitur takið þá sykurinn af hitanum og setjið smjörið útí og hrærið það saman við.
-Hellið rjómanum útí sykur- og smjörblönduna í 3 skömmtum og setjið aftur yfir hitann (ath þetta getur soðið hratt uppúr, farið varlega). Bætið vanilluextract útí.
-Hellið karamellunni yfir súkkulaðið, látið standa í 5 mín og hrærið svo öllu saman.
-Færið inní kæli og látið kremið kólna og stífna aðeins. (Þetta tekur 2-3 klst).
-Þegar kakan er orðin köld og tilbúin til þess að setja á hana, þeytið þá upp karamellukremið með handþeytara í 1-2 mínútur eða þar til hún hefur lýst og verður ljóskaramellulituð.


Kaka

250 gr hveiti
75 gr kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
300 gr púðursykur
2 egg
100 ml matarolía
250 ml súrmjólk
200 ml uppáhellt kaffi, látið kólna smá
1 tsk vanilludropar/extract
(salthnetur til skrauts ef þið viljið)

Aðferð: 


-Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sigtað saman í skál.
-Hrærið púðursykur saman við
-Bætið eggjum, matarolíu, súrmjólk, kaffi og vanilludropum saman við og hrærið með sleif
-Bakið í tveim til þrem kringlóttum formum í 30-40 mínútur eða þar til botnarnir eru tilbúnir í 180°C heitum ofni á blæstri.

Öll þurrefni sett í skál 


Restinni bætt útí
Árdís mjög hugsi yfir þessu 
Sett í form 

Þessi kaka geymist vel. Hún er afskaplega mjúk og djúsí en hún er líka gríðarlega sæt :)

Mæli með að þið prufið þessa ef þið viljið prufa eitthvað nýtt

-Tekið að hluta til frá -The Boy who bakes 

SHARE:
Blog Design Created by pipdig