mánudagur, 25. apríl 2005

Ástand í Stúfholtinu

já, nú var tekið á því!

Þvílíkt þunglyndi á föstudaginn þar sem enginn nennti að gera neitt eða var ekki hér (í rvk semsagt) Ég tók því snögga ákvörðun kl kortér í 8 um kvöldið! að skella mér austur!!! Gulla var lika á leiðinni og við ákváðum að djamma þar saman!
Var komin eitthvað um 10 heim foreldrum mínum til mikillar furðu en þau vissu ekkert af mér frekar en nokkur annar. Endaði á upphitun heima í boði fm 957 og Tuborg. Fór svo á barinn með Gullu þar sem stemmarinn var góður og hélt áfram drykkju og djammi í góðra vina hópi.
Var komin heim á tiltölulega skikkanlegum tíma enda heimferð til rvk plönuð snemma daginn eftir. Lagði af stað aftur í bæinn kl hálf 1 á hálf skrítnum bíl sem pabbi sagði mér að væri allt í lagi með, væri bara einhver skítur í honum, sko ég veit sko betur en að Trausti sé ekkert skítugur! hrumpf!
Ástæðan fyrir þessari hraðferð á mér var sú að ég var að fara á árshátíð pítunnar í Viðey á laugardagskvöldinu. Fyrirpartý heima hjá unni og jónsa í boði Carlsberg og svo skutluðumst við öll niðrá höfn til að taka viðeyjarferjuna. Flottur staður!
maturinn slapp alveg en ég er ekkert endilega hrifin af lambakjöti yfir höfuð samt! fann þarna merkilegan bækling um Viðey sem ég las og lærði utan að og komst að því að það má tjalda í viðey! hver kemur með!!!!!?????? snilld !!
fór svo í kirkjuna líka sem ég komst að skv bæklingnum að er sú næst elsta á landinu með elstu innanstokksmunum. Það allra merkilegast er þó að í gamla daga þá voru konurnar látnar sitja á bekkjunum vinstra megin og karlarnir vooru hægra megin. Þess vegna voru konubekkirnir (vinstra megin) smíðaðir 7 cm lægri!!! pæliði í því :)
leiðin lá svo niðrí bæ á NASA og þaðan á Pravda. Tímaskynið ekki aaaaalveg í lagi en ég var komin heim þegar það var orðið bjart, það eitt man ég ! :)

Vegna fyrrgreindra ástæðna var haldinn hvíldardagurinn ógurlegi í gær.
Trausti er veikur, sko pabbi, hann var ekkert einhver skítur í honum! en það mun allt reddast á morgun því að ég fæ líklega varabíl að láni ef að eitthvað mikið er að trausta litla en hann mun líklegast verða sjúkdómsgreindur í kvöld...
Fyndna er að Þráinn er líka bíllaus en hann tapaði allri olíunni af honum uppá heiði seint í gærkvöldi! hann er þó trúlegast í lagi, eða það vonar hann...
SHARE:

fimmtudagur, 21. apríl 2005

Ragna... Sú heppna?

Ég hef nú sjaldan verið talin heppin, allavegana finnst mér ekkert vera neitt voðalega heppin...
Nema þegar kemur að utanlandsferðum kannski! enda hef ég unnið 2 nú þegar og báðar verið alveg geðveikar.
Nú stefnir líf mitt í enn meiri geðveiki í sumar þar sem ég vann á Fm 957 í samstarfi við Tuborg ferð á Hróarskeldu fyrir 2, VIP miðar og læti!!!!!
Shit hvað mig hefur alltaf langað að fara þangað!!
og þetta er að verða að veruleika. Er ekki aaaalveg búin að meðtaka þetta.
Staðan er samt þannig að ég má bjóða einum með mér... og ég er EKKI búin að ákveð hver það á að vera. Það verður bara EINHVER svo að sá sem býður betur hefur vinninginn :)
Ekki eru boðin orðin góð ennþá, jah, nógu góð, en það eina sem hefur borist er Nautnalegt kynlíf :)
Ekki má gleyma að í pakkanum var líka kassi af Tuborg í dós, kippa af pepsí og 6 doritos pokar, og mig sem vantaði einmitt EKKI snakk... Bjórinn samt VEL þeginn :) hehe. Þið vitið semsagt hvert þið eigið að koma ef ykkur vantar snakk!

Fór á Kiss fm afmælið í gær. Skemmti mér mjöööög vel þar og náði að verða heavy full á tæpum 2 tímum, dansaði fullt! þurfti svo að fara þegar Fúsi kom og sótti mig, enda við að spila á Celtic í gær. Mjög gaman bara... Fínt hafa svo driver umnóttina enda var mér orðið heavy illt í löppunum á að standa svona grafkyrr niðri.

Er að fara í Hellaskoðun núna á eftir með Sveppa, Stebba og Kalla. Best að fara að skipta um batterí í hausljósinu og jú, kannski fara í sturtu líka :)
SHARE:

Ragna... Sú heppna?

Ég hef nú sjaldan verið talin heppin, allavegana finnst mér ekkert vera neitt voðalega heppin...
Nema þegar kemur að utanlandsferðum kannski! enda hef ég unnið 2 nú þegar og báðar verið alveg geðveikar.
Nú stefnir líf mitt í enn meiri geðveiki í sumar þar sem ég vann á Fm 957 í samstarfi við Tuborg ferð á Hróarskeldu fyrir 2, VIP miðar og læti!!!!!
Shit hvað mig hefur alltaf langað að fara þangað!!
og þetta er að verða að veruleika. Er ekki aaaalveg búin að meðtaka þetta.
Staðan er samt þannig að ég má bjóða einum með mér... og ég er EKKI búin að ákveð hver það á að vera. Það verður bara EINHVER svo að sá sem býður betur hefur vinninginn :)
Ekki eru boðin orðin góð ennþá, jah, nógu góð, en það eina sem hefur borist er Nautnalegt kynlíf :)
Ekki má gleyma að í pakkanum var líka kassi af Tuborg í dós, kippa af pepsí og 6 doritos pokar, og mig sem vantaði einmitt EKKI snakk... Bjórinn samt VEL þeginn :) hehe. Þið vitið semsagt hvert þið eigið að koma ef ykkur vantar snakk!

Fór á Kiss fm afmælið í gær. Skemmti mér mjöööög vel þar og náði að verða heavy full á tæpum 2 tímum, dansaði fullt! þurfti svo að fara þegar Fúsi kom og sótti mig, enda við að spila á Celtic í gær. Mjög gaman bara... Fínt hafa svo driver umnóttina enda var mér orðið heavy illt í löppunum á að standa svona grafkyrr niðri.

Er að fara í Hellaskoðun núna á eftir með Sveppa, Stebba og Kalla. Best að fara að skipta um batterí í hausljósinu og jú, kannski fara í sturtu líka :)
SHARE:

þriðjudagur, 19. apríl 2005

meiri fréttir

Ég fékk alve brjálæðislega flotta afmælisgjöf um daginn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Solis Safapressu!!! þvílíka hreina og tæra snilldin.. :) mar getur sett heilu eplin í hana og djúsað allt sem manni dettur í hug, nú er það sko ekkert nema hollustan. Fattaði svo að .að er ógeðslega gott að djúsa vatnsmelónu, og keypti því eina í 5 kg og hvað haldiði að hún hafi kostað?! nei, ekki nema 150 kall!!!!! allir á melónukúrinn og húrra fyrir bónus!
Endalaust margir kossar til Svenna og takk!! ( Sveppi og Kalli fá kossa þegar þeir eru búnir að ...... m, hehe, þeir vita)
Svo fékk ég líka gegt flotta peysu í ammilisgjöf lika...
bíddu átti ég ekki afmæli 19. feb?!
anyway....

Innflutningspartý hjá Árúnu á laugardaginn og var mér og Fúsa boðið í mat, mér og Fúsa... hrumpf, farið að hljóma hálf fáranlega... enda fúsi orðinn í öðru og hverju bloggi hérna og enn meira á myndum.... Ætla að setja það hér til að hafa það á hreinu... ég er einhleyp, og já, og EKKI að leita by the way... ( sorry mamma... ) Allavegana, maturinn GEÐVEIKUR og ég sko held því fram héðan í frá að salöt sé matur enda var´eg alveg pakk södd og sæl. Horfðum síðan á Söngkeppni framhaldsskólanna og var alveg sátt við að MR hefði unnið!! :D
Fórum svo niðrá celtic, takk enn og aftur Svenni, og skemmtum fólkinu framundir morgun!

Svo er það eitt!
2 snafsar eru að spila á Celtic Cross næstu nótt!!! :D money money money...
gaman að eyða sumardeginum fyrsta drulluþreyttur...

Allt að gerast svo meira, en segi frá því seinna ef það gengur upp.... sem ég vona, er voða spennt...

Ástralíuförin sem ég auglýsti hér um daginn er OFF... sjáumst samt til hvort að það reddist samt ekki....

Þangað til næst
SHARE:

mánudagur, 18. apríl 2005


spurning og mynd dagsins.... hvernig tekur maður mynd af sér á hvolfi...?! man ekki aaaaalveg eftir því hvernig ég fór að því... hún ÁTTI sjálfsagt að snúa rétt samt (selfoss 13. apríl)
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

samloka úr vöfflujárni að hætti Ægis :)
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

jæja, nú skal þetta hafast.

smá framhald...

föstudagurinn:
Vorum komin á Eskifjörð aðeins fyrir áætlaðan tíma, en hann hafði verið hafður svolítið rúmur svo að við gætum verið komin á réttum tíma :)
Fórum bara fyrst á Café Kósý og sándtjékkuðum. Kynnti mig fyrir stelpunni á barnum "hæbb. ég heiti Ragna" og rétti fram spaðann, hún glotti aðeins og tók í höndina á mér og svaraði að bragði "hæ, ég heiti Ragna" skondið... Mother bitch gott hljóðkerfi á staðnum samt, og kostaði líka sitt heyrði ég svo. Verst var kannski með lýsinguna, við sáum HREINLEGA ekkert á möppuna... en það hlaut að reddast.
Komum svo til Helgu seint og síðar meir og þangað var Guðni mættur með bjór í hönd. gat nú verið :D En helga ekkert að drekka eins og hún sagði "ég er sko búin að vera hætt að drekka í marga mánuði!" mjög stolt, en hugsaði sig svo aðeins um "jah, eða allavegana 2!" Snillingur :) já, þetta er ekkert auðvelt!
Vorum komin á Kósý rétt fyrir 11 og slatti af liði mætt, fullt af fullum köllum! Jón Þór mættur manna fyrstur, auðvitað. og Árni Þór mættur með uppsteyt :) jah, allavegana vinir hans sem að hættu ekki fyrr en að hann fengi að spila. Svo var þarna á barnum ansi sérstök tegund af manni. Honum fannst nefnilega kúl að líta út eins og Selfyssingur og monntaði sig af því og vildi svo endilega vinna stelpu í sjómann, gaf henni svo bjór og dreyfði þúsundköllum út um allt borð svona "alveg óvart" til að sýna henni nú hvað hann var ógisslega ríkur!!! (stúlkan var ég og gleypti ekki við töfrum töffarans) svona menn mættu alveg vera í útrýmingarhættu!
stuðið var ekki lengi við lýði á barnum enda menn flestir að mæta í vinnu kl korter í 7 um morguninn og þeir eru sko látnir blása áður en þeir setjast upp í vörubílana í Álversbyggingu. flestir fóru því snemma og við hættum bara hálf 3 enda fáar hræður eftir í húsinu.
Helga og Ægir voru sérlegar grúbbpíur, að ótöldum Guðna sem gleymdi að ég held að fara úr að ofan! humm.... Verst var kannski að við sáum EKKERT á textana, ég samdi því bara erindin sem ég mundi ekki alveg og Fúsi rýndi í gripin í 10 cm fjarlægð.
þegar við svo komum heim fór Ægir í það að elda, eins og í síðustu heimsókn minni til þeirra. Held bara að Fúsi gæti gifst honum! :) enda Fúsi alltaf við hungurmörk þegar hann kemur heim á næturnar og lætur sig það ekki skipta ef hann þarf að borða hart brauð með engu smjöri og gamalli spægipylsu, hann alltaf ÞAÐ svangur!
Samlokurnar voru geðveikt góðar. alveg í topp klassa! enda mjög sérstakar!!! Ægir hafði nebbla sett þær í vöfflujárnið! :) hahahaha. Hann skyldi heldur ekkert hvað það var erfitt að pressa samlokurnar saman. Verð samt að segja að þetta vöfflujárn var frekar líkt samlokugrilli! :) set mynd af samlokunni hér fyrir neðan. Svaf svo alveg helvíti vel í svefnsófanum.

Laugardagur:
Við hvað haldiði að ég hafi vaknað?! já, og Fúsi líka.... Það stendur maður fyrir ofan höfuðið á okkur með 2 vatnsglös og spyr "viljiði ekki fá vatn" sko, hefði þetta verið Árún eða Inga þá hefði ég búist við að fá innihaldið yfir mig, en trúði því ekki alveg upp á samlokugerðarmanninn mikla og í ljós kom svo að hann var virkilega að gefa okkur vatnssopa þessi elska. Fúsi fór meir og meir að líka við Ægi, enda vanalega það FYRSTA sem hann gerir á morgnana eftir fyllerí er að rjúka í vaskinn og tæma helstu vatnsból af vatni. Helga, þú verður að hafa augun hjá þér með smsum frá Fúsa :) hehe
dagurinn fór svo í almenna rúnta og prufukeyrslu á nýjum Passat, flottur bíll verð ég bara að segja. Ég Helga kíktum svo á fatamarkað :) ég var reyndar alveg róleg þar inni, annað en Helga, en hún keypti sér mesta gellu belti sem sést hefur lengi!
Um 6 fórum við Helga svo að elda. Maturinn hefði verið nægur fyrir 8 en við sáum fram á nasl bara um nóttina :) í matinn var kjöt af kind, sem var sérvalinn af Fúsa og hafði verið sérstaklega vel hugsað um allt fram að slátrun, heyrst hefur af fúsa úti í fjárhúsi á uppeldisári hennar að læða að henni prótínstöngum og rippedfuel (sneiðarnar grillaðar svo í ofni). Steiktar kjúklingabringur með slatta mörgum tegunum af kryddi, piparsósa og hrásalat, að ógleymdum kappeddlum sem settar voru í ofninn líka.
Allt þetta bragaðist mjög vel !
vorum svo bara alveg róleg yfir sjónvarpinu að horfa á "death becomes her" og fórum svo á Kósý. Kvöldið þar mjög gott og fólk í miklu betri gír en á föstudeginum. Dansað og læti! Redduðum ljósleysinu snilldarlega. hengdum bara hausljósið mitt á mic standinn og höfðum kveikt á díóðunum, Fúsi var samt farinn að gera mig hálf smeyka, hann ætlaði nebbla að hafa það á hausnum! ég hótaði öllu illu skyldi hann gera það og ætlaði að sitja úti í sal. Var því frekar ánægð með mic standa reddinguna ! :)
komum heim á Eskifjörð rúmlega 3 og fórum eigilega bara beint að sofa, allavegana eftir að hafa nagað smá kaldan kjúlla og kjöt.

Sunnudagur
Vöknuðum svo um hálf 12 og vorum farin af stað um 1 minnir mig...
Ferðin gekk vel þar sem við ákváðum að fara suðurleiðina til baka. eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera. en það var krapi og snjór á allri norðurleiðinni og spáð ekkert spennandi og var eila ekkert að nenna ða keyra í 9 tíma í svoleiðis færð þó svo að 2 - 3 tímar myndu nú sleppa. Var ekkert ósátt við suðurleiðina þegar við fórum af stað enda frábært veður alla leið, sól og geggjað útsýni.
Fúsi tók svo við akstrinum á Höfn, og okkur enn ekkert farið að sinnast. Enduðum í kvöldmat á selfossi um 8 á Subway's þar skildu leiðir okkar úr þessari miklu road trip ferð
Frábær ferð! :)

takk enn og aftur Helga og Ægir !!!!! xxx
SHARE:

mjööööög gott fyllerí á fimmtudaginn... þessi mynd var nr 7 í röðinni við að ná af okkur mynd SAMAN.... þessi er samt best. Önnur tilraun verður framkvæmd síðar þegar ástand snafsanna verður betra
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

sunnudagur, 17. apríl 2005


"best að tjékka á því hvað sé í sjónvarpinu hér á Eskifirði"
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

fúsi: "OH MY GOOOOOOD!!!! er Karl Bretaprins að gifta sig?!" -Ekki leikin mynd!
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

mánudagur, 11. apríl 2005

2 Snafsar á Eskifirði

Jæja. þá er ég komin heim eftir langt og strangt ferðalag.
Ég fór nefnilega ásamt honum Fúsa á Eskifjörð ( svona fyrir þá sem EKKI vissu að :) )
Planið gekk eiginlega allt samkvæmt áætlun en svona var ferðin:

Föstudagur:
Ég vaknaði snemma við það að ég átti eftir að gera mikið... Pakkaði niður og braut saman öllum þvottinum sem ég var búin að þvo síðustu daga... pakkaði svo niður dótinu sem ég hélt að ég þyrfti nú að nota. Reyndar var dótið ekkert svo mikið en fötin voru ansi mörg, ég endaði semsagt með eitt bjútíbox og heila GENGIS-tösku af dóti :D Fór með allt út í bíl sem tók alveg 3 ferðir enda koddi, svefnpoki, mappan og gítar ásamt miklu víni líka með í för líka.
Anyway, ég fór í Vistfræðitíma og svo strax eftir það fór ég á Selfoss þar sem Fúsi beið orðinn alveg spinnegal og spenntur. Reyndar stoppaði aðeins og tók bensín. 2000 kall sem átti að endast vonum framar.
Selfoss beið spenntur, en ekki jafn spinnegal og Fúsi :) Ferðin að hefjast um 1 og nokkrir tímar framundan í bíl... úff... hljómar ekkert vel.
Stoppuðum smá í Vík, fyrst að Brekkum og svo heima þar sem við sóttum um matarstyrk og ég tók með nmt síma, jah, mar veit aldrei hvar bíllinn getur bilað. Svo hefur þessi sími líka bjargað mér einu sinni. Sakaði ekki að hafa hann með.
Tókum svo bensín í Freysnesi þar sem að það var aldeilis okrað á okkur!!!
Ferðin gekk svo pretty vel og sparnaðar aksturinn gekk framar öllum vonum.
Sparnaðaraksturinn var semsagt ekki hraðar en 110 og keyra í 4. gír. með því sparar maður bensín á Dihatshu Charade krakkar. :)

úff
skrif ameira á morgun
Stay tuned :D
SHARE:

fimmtudagur, 7. apríl 2005

Eskifjörður, here I come!!

Jæja!!!!
nú skal það gerast !!!
Á morgun kl 12.10. NÁKVÆMLEGA, legg ég af stað héðan úr Sódómu Reykjavík í smá ferðalag. ekkert lengra en vanalega samt :)
ok. kl 13.00, allavegana ekki seinna verður fúsi pikkaður upp á selfossi, þ.e.a.s. ef hann er nógu myndarlegur úti í kannti að húkka far :))
Þaðan liggur leiðin til Víkur þar sem við munum sækja um matarstyrk frá æðstu yfirvöldum og svo haldið áfram þangað sem leiðin liggur, eða á Eskifjörð. Fúsi verður leiðsögumaður með allar helstu ferðabækur sem gefnar hafa verið út síðurstu 47 ár við nefið og les upp þjóðsögur og lýsir staðarháttum og helstu sveitabæjum. Ekki má gleyma að minnast á ofurgeisladiskinn sem hefur verið brenndur með uppáhaldslögum tveggja snafsa. Fyndið hvað þau eru samt tvískipt. Lög fúsa vs. lög Rögnu.

jæja, þarf að kæla bjórinn
túddílúúúú....
SHARE:

miðvikudagur, 6. apríl 2005

þekkir þú einhvern sem er svona??

Fann þetta, þetta kallast 5 stig drykkju.

Ég hef alveg hitt nokkra svona, en auðvitað verð ég aldrei svona *blikkblikkblikk*

1.stig - GÁFAÐUR
Þetta er þegar þú ert allt í einu orðinn snillingur í öllu sem er þekkt í heiminum. Þú veist allt og vilt miðla kunnáttu þinni til allra sem vilja hlusta. Á þessu stigi hefur þú ALLTAF rétt fyrir þér, og auðvitað hefur sá/sú sem þú ert að tala við MJÖG rangt fyrir sér. Þetta geta orðið skrautlegar umræður þegar báðir aðilar eru GÁFAÐIR.

2.stig - MYNDARLEGUR
Þetta er þegar þú gerir þér grein fyrir að þú ert einfaldlega MYNDARLEGASTUR á öllum barnum og allir eru hrifnir af þér. Þú getur farið til einhverrar ókunnugrar manneskju þar sem að þú veist að hún er hrifin af þér og vill tala við þig. Hafðu í huga að þú ert GÁFAÐUR, þannig að þú getur talað við manneskjuna um hvaða málefni sem er

3.stig - RÍKUR
Þetta er þegar þú verður skyndilega ríkasta manneskjan í öllum heiminum. Þú splæsir drykkjum á alla á barnum af því að þú átt stóran vörubíl fullan af peningum á bílastæðinu fyrir aftan barinn. Þú getur líka farið að veðja á þessu stigi, af því að auðvitað ertu enn GÁFAÐUR, þannig að þú vinnur að sjálsögðu öll veðmál. Það er sama hvað þú veðjar miklu af því að auðvitað ertu RÍKUR. Þú kaupir líka drykki handa öllum sem þú ert hrifinn af, af því að þú ert MYNDARLEGASTUR í öllum heiminum.

4.stig - SKOTHELDUR
Núna ertu til í slagsmál við hvern sem er, sérstaklega þá sem þú hefur verið að veðja og rífast við. Þetta er vegna þess að ekkert getur skaðað þig. Á þessu stigi geturu líka farið til félaga þeirra sem þú ert hrifinn af og skorað þá á hólminn. Þú óttast alls ekki að tapa af því að þú ert GÁFAÐUR, þú ert RÍKUR og anskotinn hafi það, þú ert MYNDARLEGRI en þeir að minnsta kosti!

5.stig - ÓSÝNILEGUR
Þetta er lokastig drykkjunnar. Á þessu stigi geturu gert hvað sem er af því að ENGINN SÉR ÞIG. Þú dansar uppi á borði til að heilla þá sem að þú ert hrifinn af, af því að enginn annar í herberginu getur séð þig. Þú ert líka ósýnilegur fyrir þeim sem vilja slást við þig. Þú getur sungið eins hátt og þú getur á götunum af því að enginn sér þig eða heyrir í þér og vegna þess að þú ert ennþá GÁFAÐUR og getur allt.


Ef þið eruð ennþá að lesa ( bíddu, af hverju ættirðu ekki að vera að því??? ) þá ætla ég að setja hér inn nokkrar tillögur á merkingum á vínflöskum í framtíðinni...

-Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur úr þessari flösku.

-Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur, þar til vini þína langar mest til að berja þig.

- Neysla áfengis getur orðið til þess að þú "þegir þlutina þvona".

- Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugmynd inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan fjögur að morgni.

- Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar.

- Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáirðu eitthvað sem vekur þér ótta (eitthvað, sem þú getur ómögulega munað hvað heitir).

- Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri, og gáfaðri en þú ert, sem getur leitt til óteljandi vandræða!


Sko, maður veit þetta ekkert :) alveg ástæða til að vara mann við!!! :))))

SHARE:

þriðjudagur, 5. apríl 2005

vatnsmelóna í öll mál.

Melónan er ekki aaaalveg búin ennþá...
Rólegur dagur í gær.
Er að reyna að venja mig á það að fara að sofa snemma.
Það er bara ekkert mál núna því að ég er búin að vera svo mikið heima (veik muniði...) og er því búin að sjá alla þætti á skjá 1... og endurýningar seint á kvöldin heilla mig ekki mjög mikið svo að ég fer bara snemma að sofa eins og fín hefðardama :)

Úff, fékk nett sjokk í dag...
hélt að ég væri búin að tapa öllu sem mér er kærast, tjah, allavegana mjög kært ... fer ekki nánar út í það hérna.

var svo aðk oma út naglalögun. mikið djöfull er þetta leiðinlegt! ég segi upp, fegurðin er ekki þess virði.. eða jú, kannski. Sé til eftir 4 vikur þegar ég er búin að gleyma hvað mér fannst þetta leiðinlegt síðast :D
Reddaði svo Árúnu fríum nöglum á morgun kl 18. -Ragna Reddari :)

Jæja, klukkan er næstum orðin 12 og tími fyrir stelpur eins og mig að fara að sofa,


ég ætla hér með að skora á fólk að skella sér með mér og fúsa í road-trip austur og djamma af sér rassgatið ! ! !
Stelpur eru víst i hálfgerðri útrýmingarhættu þarna og því tilvalið fyrir stelpur með brókarsótt að fara þangað ef þeim vantar eitthvað gott í kroppinn :-O
tek það samt hér fram að það er EKKI ástæðan fyrir minni för þangað :)
SHARE:

sunnudagur, 3. apríl 2005

sunnudagur, HAH! enginn þunnurdagur??

Neinei, mín voða voða dugleg, ekkert djamm, enda full ástæða til þess að vera heima. Veik muniði...
Gat náttla ekkert hjálpað Árúnu og Palla að flytja, en var voða dugleg að nota hugarorkuna við það.
Er enn að æfa mig í hóstanum, verð orðin ansi góð á miðvikudaginn! :D

ég hlakka svo óóóógeeeeeeðslega mikið til að fara austur að spila að það er næstum öruggt að það verður ekkert úr því :/ bara af því að ég er að deyja úr spenning.
Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið hefðum við ekki verið að spila næstu helgi, heldur þar, þarnæstu helgi. Verið komin langleiðina inn á Klepp vegna spennings þá.
Hugmyndin er að fara hringinn. Eða allavegana mín hugmynd. Sko, ég er sko ekki ða fara fram og til baka þegar maður getur farið aðra leið til baka! Fúsi greyið kann þetta orðið og segir bara "jájá, hvað sem þú segir" vantar bara : "elskan" í endann. Fer ekki vel með greyið... liggur stundum við að ég hálf vorkenni honum... Föst í moldarhaug, bensínlaus einhversstaðar, beint á hausinn á fylleríum..... og svo lengi mætti telja.
en nóg af honum Fúsa.

Fór í leikhús áðan. á Klaufa og Kóngsdætur. ekkert smáááá skemmtilegt ! jú, og gott líka, og fyndið líka, og sorglegt líka.... bara allt. Örn árna alger snillingur í þessu verki! brandari út í eitt!
Og þau hin, ekkert síðri heldur. Mæli með þessari sýningu... ++++ (4 krossar af 5)
SHARE:

ég verð svo að skella inn þessari mynd af ammilisgjöfinni sem ég gaf Sveppa í afmælisgjöf um daginn... eða ehemm í byrjun mars eða eitthvað!
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

Ég og fúsi í blámanum úti á sandi þar sem bíllinn varð ansi mikið bensínlaus :) myndatökumaðurinn var ansi merkilegur enda var hann einnota grill, stillt upp á svefnpoka og grein, auðvitað valt svo myndavélin hálf af greininni og út kom þessi mynd sem lætur sýnast sem að bíllinn sé uppgefinn í brekku :) Er að reyna að ná myndum úr símanum mínum því að ég á þar ansi góðar myndir frá hamborgarapartýinu mikla ( sjá færstu frá 2. apríl - þessi langa) og vona ég að það gerist sem fyrst :)
Til skemmtunar og hláturs í boði Rögnu :)
SHARE:

laugardagur, 2. apríl 2005

hósthóst

djö hósti, hann er alveg að gera mig brjálaða.
Heilsan er öll að skána og ég enn í útivistarbanni, halda margir að ég sé að deyja... nei, þetta er bara smá bronkítis með aukaverkunum, ekkert fengið neinn voða hita, nokkrar kommur um daginn sem pirruðu mig ekkert voða mikið.
anyway, þið sem eruð búin að afreka það að lesa allt um páskafríið mitt hér fyrir neðan hafa kannski áhyggjur af því hvað ég drekk mikið, réttara sagt kannski, hvað ég drekk oft!!
það skal hér með tekið fram að einungis 3 fyllerí af 7 voru skipulögð, hin bara "skeðu" og ég ekki einu sinni með mitt vín... Satt að segja fannst mér þetta sjálf mjög miki (eeeeeh) og tók þvi svona til gamans próf á doktor.is um áfengisneyslu.
Nú er ég formlega hætt að hafa áhyggjur af mér því að ég er ekkert sjúklegt dæmi og fékk þessa niðurstöðu Að því er virðist átt þú ekki í miklum erfiðleikum með áfengisneyslu þína, en gætir þó haft gott af að draga úr henni. HEHE, like I didn't know that!

Hringdi í mig gaur áðan frá Þýskalandi, vildi endilega fá mig sem au pair... og hann talaði enga ensku! ég samt talaði við hann á ensku og þetta komst allt til skila, ég semsagt sagði honum að ég væir að fara til Ástralíu í nóvember. en haldiði ekki bara að gaurinn sé orðinn obsessed! hann sendir mér email um hæl með upptalningu hvað það væri miklu betra fyrir mig ef ég kæmi til þeirrra :) hehe, ekki sjéns!

vaknaði snemma í morgun, FYRIR hádegi semsagt :) magnað alveg hreint. skaust fram í eldhús og ætlaði að kveikja á kaffivélinni en eftir eitt skref inn á flísarnar uppgötva ég það að ég stend í ísköldum polli, eitthvað furðulegt það... tók mig smá tíma að átta mig á hvaðan í ósköpunum þetta gat hafa komið... en komst að því á endanum, ísskápurinn steindauður! og búin að afþýða frystirinn á svona líka professional máta :) um leið og ég klappaði ísskápnum hrökk hann samt í gang aftur og er nú í gjörgæslu, hvað er betra á morgnana en að standa í náttkjól og nærbuxum að skúra upp vatn í eldhúsinu, já, segið mér það?!
hehe

Aldrei að vita nema að ég eldi eitthvað í kvöld, hver vill koma???

-einmanna kjúklingur
SHARE:

sagan endalausa

Sæl öll og blessuð...
Ekki sjéns að ég geti farið að telja upp nákvæmlega hvað er búið að gerast en ég ætla bara að stikla á stóru og setja niður nokkra punkta...

-Fór á Selfoss á fyllerí fyrir páskafrí og fékk mér góðan drátt á leiðinni....
-Datt ærlega í það á Selfossi sem aldrei fyrr og slasaði mig ekkert í þetta skipti.
- átti svo að vera að spila um helgina eftir Selfoss ævintýrið en nei, einhver leiðinleg misbókun svo ég fór bara til víkur í páskafrí, aðeins fyrr en áætlað hafði verið og skellti mér á gott fyllerí með Víkurbúum, jesús, þetta er allt runnið saman.... get ekkert munað hvað ég gerði!!! þarf að hringja eitt símtal... ahaaaa!!! búin að hringja í heimildarmann sem mundi þetta ekki heldur, en eftir smá umhugsun (alveg 5 mín!) rifjaðist þetta upp...
-semsagt, Fúsi ég og haukur fórum til Elsu þar sem var svona mismikið stuð og Siggi bauð mér svo til Orra og Esterar en þar voru einhverjir fuglar að drekka.... eftir að hafa étið grafna önd og drukkið einhvern bjór gerði ég heiðarlega tilraun til að kenna manni á hækjum að dansa. tókst svona líka bara príðilega :) Varð svo samferða Sigga Gými áleiðis heim (eða þangað til að hann var kominn að sínu húsi) og ég hélt svo áfram labbandi í GRENJANDI rigningu!!! úff... var alveg ííís kalt !
- Mission páskanna var að horfa á alla Lost þættina sem eru í tölvunni minni, en komst að því svo að þeir voru ekki allir þarna! urg, og ég ennþá að bíða úr spenningi, þvi allt að gerast þegar það var ekki meir. :(
-Laugardagurinn fór í annað fyllerí, á kaffihúsinu semsagt. allt í tómu tjóni og ég orðin full einu sinni enn ( ekki láta ykkur detta það í hug að ég sé samt að breytast í byttu! ) :) Enduðu svo allir í partýi heima hjá Helga þar sem Palli á Heiði stökkbreyttist og fór að tala "kokka-frönsku" og elda hamborgara, ég fékk það verkefni að krydda smá og fannst alveg stórsniðug hugmynd að setja rósmarín á borgarana, örugglega útrunni 1802 og þeir sem vita hvað rósmarín er, þá er EKKI gott að hafa of mikið af því, enda hálfgerðar greininálar. Palli sagði að smjör myndi bæta allan mat og skellti hálfu smjörstykki út á, svo að smjörsoðnir hamborgarar voru í eldun, Steini Á Heiði mætir þá hress og kátur og finnst eitthvað að þessari eldamennsku okkar, ekkert "fútt" í þessu og skellir GÓÐUM slurk af norskum brjóstdropum, nei, ekki yfirheiti yfir Jaagermaster, neibb, heldur svona í brúnni flösku, BEINT úr apótekinu,! oooooj!!! lyyyyktin! heyrðu, ekki nóg með það, vorum varla búin að stjaka honum í burtu þegar hann hverfur aftur, og kemur aftur galvaskur segjandi það að það verði að setja smá fyrirbyggjandi þynnkubana í þetta og fleygir muldri alkaseltzer töflu útí !!!! the rest is history og þetta formlega verstu hamborgarar sem ég hef smakkað!!!
-Ragna á leiðinni heim fattar það að skórnir eru horfnir!!!!!
-Verður með endæmum þrjósk og neitar að fara fyrr en fær sína skó, og endar á að sofa í sófanum hjá Helga
-Þráinn mætir um hádegið sposkur á svip með auka skó!
-Ragna í missioni um 1 leitið að leita að þeim bjána sem tók skóna hennar og ræðst á ræfil í sjoppunni sem átti að hafa sést í svipuðum skóm á leiðinni heim og rukkar hann um skóna, hann verður hálf ræfilslegur enda stúlkan úfin, illa sofin og enn í sömu fötunum ekkert allt of glöð að sjá og hann gefst upp og losar skóna mína úr gíslingu.
-Ég er bara ekkert frá því að ég hafi haldist edrú næstu daga...
-NEMA fram að miðvikudegi!! þá fór ég í eitt það fyndnasta fyllerí sem ég hef farið lengi, enda varð ég svo skuggalega drukkin, endaði í partýi hjá Sigga Gými, BARA með strákum að horfa á klámyndir, verð að segja ða sú danska, "jomfruens tegn" sló sko ærlega í gegn og var genni skolað niður með ómældu magni af bjór. Eitthvað voru Tobbi og Helgi að missa sig og í símtali frá skúrnum heyrðist í gegnum hláturskrampana í Atla að Tobbi væri kalinn á putta og Helgi að reyna að sniffa nítró. hehe. tókst ekki beint :) já, svo man ég líka, Krulli var þarna og við fórum í labbitúr, enda kaffið lokað! eitthvað urðum við að gera í málunum. Sáum að bíllinn hans Hauks stóð fyrir framan nýja hljómsveitarhúsið okkar og ákváðum að fela bílinn :D Ragna hoppaði inn, setti bjórinn milli lappa og hóf handa við að reyna að stýra. Áttum samt erfitt með að hugsa hvar við ættum að fela hann en eftir nokkra umhugsun fannst okkur llaaaang fyndnast að setja bílinn í hlaðið heima hjá honum!!! sé það alveg fyrir mér, hann koma labbandi ut daginn eftir, vitandi það að bíllinn er vesturfrá og bíddu, ha, hvað er hann að gera hér??? :) hehehehe
-Heilsan daginn eftir var fín og ekkert sem gat komið í veg fyrir djamm daginn eftir. Svo fór svo á endanum, allavegana eftir að ég hafði farið í 2 fermingar á Hunkubökkum í faðmi fjölskyldunnar og borðað endilega yfir mig , enda góðir kokkar i fjölskyldunni og karlpeningurinn virðist vera góður í að velja konur sem elda nógu vel til að standast standarda á móti henni ömmu minni. Skemmtilegt kvöld í vændum þó svo að ég hafi verið eitthvað sljó eftir fermingarnar, en til að gera langa sögu stutta þá fórum við í partý hjá Systur Óla á Reyni og þeirra skyldfólki... hehe, man allt í einu, hvað heldurðu að ég og Fúsi höfum gert?? nei, ekki reyna að giska!!! við töltum upp á loft og sungum 2 stelpur í svefn, for real! fannst okkur standa okkur alveg prýðilega í foreldrahlutverkinu :) hehe, reyndar þurftum við 2 atrennur(þær snéru á okkur í fyrra skiptið ) en báðu um okkur aftur og báðu um óskalög, við hægðum bara tempoið i öllum lögunum, og taddaraa, þær hrjótandi á nó tæm! Enduðum í partýi hjá Tryggva og ég svo strauk þaðan... enda búin að gera díl við fúsa
-Díllinn var sá að fara í rúnt á föstudeginum og ég átti að vekja hann kl 11 og rífa hann á lappir. nú, sem ég og gerði, Fúsi vissi ekki hvaðan að honum stóð veðrið þegar ég hoppaði í rúminu hans 8 mín yfir 11 og dró frá, hann ekki alveg jafn hress (Fúsi má ekki vita að ég var nú ekkert svooo hress sjálf.. :) Missionið var að gera aðra atlögu að Holtsdal, málið er að við fórum síðustu páska, líka á föstudeginum langa, völdum vitlausan veg í Holtsdalinn og festum Trausta og urðum að moka hann ærlega upp. Missionið verður eitthvað framlengt enda komumst við svo að því að það var ófært upp í Holtsdal þar sem að vegurinn var eins og drullumall. settum því nýtt mission, að festa Trausta, Fórum og skoðuðum Dverghamra og Botnavatn og kíktum við upp að Ásum. Fórum svo á rúntinn um Tunguna og festum NÆSTUM bílinn á leiðinni upp í skaftárdal en snérum við áður... Langþráður hamborgari var svo snæddur á Systrakaffi og svo haldið heim. Nú má nefna að bensínmælirinn var bilaður í bílnum svo að auðvitað urðum við bensínlausútá sandi ! :) kemur alveg í staðinn fyrir að festa okkur ekki. En gott er að eiga góða að og svo skemmtilega vildi til að mamma og pabbi voru ekkert langt frá okkur, að koma úr Álftaverinu og við fengum ódýra ferð heim fyrir afli Dodda sterka :)
-Fékk þá trufluðu hugmynd að fara á ball á Hvolsvelli á meðan við vorum bensínlaus að bíða eftir Dodda sterka og Fúsi, jah, jú, nokkuð til bara. Hann reddaði svo driver, en það var Haukur. Ballið var mjööög skemmtilegt en kíktum samt fyrst í ammilispartý til Maríu á Giljum, hitti þar hann Jón Hilmar minn, alltaf jafn gaman að sjá hann. já, ballið, snilldar ball, var ég kannski búin að segja það?? allavegana, gott ball. Eins og Hinir sáu um að skemmta fólki og ég reddaði mér fríum bjór úr öllum áttumm, híhí. Varð samt fyrir þeirri óskemmtilegri lífsreynslu að horfa á gaur berja Fúsa í HAKK, ég missti mig alveg og hrinti gaurnum eitthvað í burtu, og þá kemur annar gaur, labbar á mig og á bjórinn minn og ég missi hann, þá varð ég ennþá meira ill, enda fúsi ennþá liggjandi í gólfinu og fólk að reyna að ná öðrum gaur ofan af honum, ég tek því tóma glasið og þrykki því í bakið á bjór-niður-helli-gaurnum, sný mér við og labba beint í fangið á FÚSA!!!! hehe, úps. Ég meina, hinn gaurinn var ekkert svo ólíkur fúsa, ÞÓ að ég hafi aðeins séð, skóna, buxurnar, beltið og aðeins í nærbuxurnar.... hehe. think before you act. nýtt mottó.
Fúsi ekkert ánægður með að ég hafi verið að bjarga honum launaði mér það skömmu síðar með því að kýla mig, (já, í bókstaflegri merkingu) og ég með sprungna vör og bólgna í nokkra daga eftir. Var alveg skelfilega þreytt á leiðinni heim og man bara EKKERT eftir henni....
-LAugardagur.... - 2 Snafsar á Halldórskaffi. Nenni nú ekki að skrifa mikið um það nema ða það var húsfyllir og sannkallað metkvöld! aldrei verið meira hefur maður verið að heyra (hehe, rímar) my worst fear kom þó, ég varð raddlaus, og EKKi halda að ég hafi verið gargandi dagana á undan, ég var ekkert svooooo góð i hálsinum og var búin að hlífa honum i rúma viku... og hana nú! Eftirpartý var svo heima hjá Pálma og ég fór svo þaðan, alveg uppgefin
-Sór þess dýran eið að drekka aldrei aftur á sunnudaginn (Páskadag)
-Sagði ekki EITT orð allan páskadag! believe it or not, ( til eru vitni sem geta staðfest)
-röddin kom á mánudeginum
-pakkaði niður á þriðjudeginum og fór í bæinn, ennþá hálf slöpp samt og alltaf með þennan fjandans hósta
-hóstinn versnaði og versnaði og mér leið verr og verr
-endaði á fimmtudaginn að fara upp á spítala, þar i lungnamyndatöku og greind með bronkitis og VOTT af lungnabólgu, vúbbí-dú!!!! oj barasta
-Verð að spila á Café Kósý á Reyðarfirði með 2 snöfsum næstu helgi (8. og 9. apríl) Hvet alla sanna stuðningsmenn að mæta :)
-nú er mitt eina markmið að láta mér batna og nú ætla ég að einbeita mér að þvi alla helgina og ætla ekki ut úr húsi (eða allavegana er það meiningin) búin að byrgja mig upp af mat, eða réttara sagt 5 kg flykki af vatnsmelónu sem verður fyrir árás um helgina, freistandi samt að skella ekki smá vodka inn æi hana og skemmta mér ein með sjálfri mér, en það má víst ekki drekka ofan í þessi lyf, ekki heldur að vera ólétt ( auðvelt að standast þá freistingu ) og heldur ekki vera úti í sól (litlar líkur, enda ég innandyra ! og meira að segja ekki von á sól skylst mér. )
-Síðasti punkturinn.... Ég ætla mér að vera duglegri að blogga :)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig